Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 19
* ifrs Myndir Vytautasar bera vott um afar mikla nákvæmnisvinnu. Þær sýna sundurgreinda líkama og eru hlaðnar stórum og smáum táknmyndum. EKKIÆTLUNIN AÐ HUGGA FÓLK Vytautas Narbutas er íslendingum að góðu kunnur sem 1 eikmyndahönnuður en í dag kl. 16 opnar h< □nn r nyndlistarsýningu í Stöðlakoti, sína fyrstu á j slandi. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við hann um til< gang listarinnar, heimsóknir í líkhús, trúna, frelsi kunnáttunnar og fleira. MARGIR kannast sjálf- sagt við Vytautas Narbutas sem einn af vitringunum þremur, eins og þeir hafa ver- ið kallaðir leikhús- mennirnir frá Lithá- en sem sett hafa upp glæsilegar en stundum umdeildar sýningar í Þjóðleikhúsinu undanfarin ár. Hinir tveir eru Rimas Tuminas leikstjóri og Faustas Laténas tónskáld en saman þóttu þeir koma með nýja vídd inn í íslenskt leikhúslíf. Viðbrögðin við fyrstu sýningunni, Mávin- um eftir Tsjekhov, árið 1993, voru aðdáun blandin undrun. Meðferð þeirra á Don Juan tveimur árum síðar þótti svo nýstárleg að sumum varð um og ó. í þriðja sinn ríkti meiri sátt um aðferðir þremenninganna; uppfærslan á Þremur systrum eftir Tsjek- hov árið 1997 vakti yfirleitt mikla hrifningu gagnrýnenda. Það sem einkum fór fyrir brjóstið á ís- lenskum leikhúsgestum í aðferðum Lithá- anna var mjög persónuleg og áköf túlkun á textum leikverkanna. Leikstjórinn virtist ekki bera tilhlýðilega virðingu fyrir bók- menntunum sem hann var að vinna með heldur lék sér með þau í ýmiss konar út- úrdúrum. Leikur var afar táknhlaðinn og sömuleiðis tónlistin og leikmyndin. Getur þá allt eins hengt upp fallegt veggfóður Segja má að þessi sama aðferð einkenni myndlist Vytautasar sem opnar sýningu á grafík- og málverkum í Stöðlakoti í dag. Hann vinnur mikið með þekkt trúarleg tákn og ýmis mótíf úr umhverfi sínu en setur þau í nýtt og framandi samhengi; sjálfur segir hann að það sé hans innri rödd sem tali í verkunum, rödd sem sé oft dimm en hafi líka sína björtu tóna. Þótt myndirnar virki sjálfsagt sláandi á suma segir hann það ekki beinlínis ætlunina. „Það er heldur ekki ætl- un mín að hugga fólk, ég vil frekar reyna að Leiðrétting I efnisyfirliti Lesbókar fyrir árganginn 1999, sem fylgdi blaðinu 5. þessa mánað- ar, varð sú villa undir efnisliðnum ís- lenskar smásögur, að nafn Arnar Bárðar Jónssonar misritaðist, en hann er höf- undur smásögunnar íslensk íjallasala hf., sem birtist í 13. tölublaði 1999. Eru hann og lesendur beðnir velvirðingar á þessu. hvetja það til umhugsunar, kannski ögra því svolítið, fá það til að velta lífinu fyrir sér á dálítið annan hátt en vanalega. Kennarinn minn sagði að myndlist ætti að hugga fólk en þá getur maður allt eins hengt upp fal- legt veggfóður heima hjá því.“ Innsetningar elcki í anda kerfisins Vytautas segir leikhúsvinnu hafa tekið mestan sinn tíma en sér hafi aldrei fundist hún fullnægja tjáningarþörfinni, „ég hef ekki getað talað alveg út í leikmyndagerð- inni og þvi alltaf stundað myndlistina líka“. Vytautas er menntaður í málaralist og sviðsmynda- og búningahönnun frá Lista- akademíunni í Vilníus í Litháen. Hann hefur sýnt verk sín í heimalandi sínu, Finnlandi og Japan en þetta er í fyrsta sinn sem hann sýnir hérlendis. Nám sitt stundaði Vytautas á Sovéttíma og litaðist það nokkuð af því. Tveggja ára rof varð á náminu vegna þess að hann var neyddur til að gegna herskyldu. Hann gat heldur ekki að öllu leyti um frjálst höfuð strokið í listaakademíunni. Þannig var hon- um vísað frá henni vegna sýningar á inn- setningum sem hann setti upp í anddyri skólans, rétt hjá salernunum. „Innsetningar voru vestræn list og því ekki í anda kerfis- ins,“ útskýrir hann. Heimsóknir i líkhúsið Sumar aðferðir kennaranna voru líka óhefðbundnar. Nemendum akademíunnar var til að mynda gefinn kostur á að heim- sækja líkhúsið í Vilníus að teikna látið fólk. „Fáir nýttu sér þennan möguleika,“ segir Vytautas. „Kennarinn var drykkfelldur og fylgdist lítið með því hvað við aðhöfðumst. Mér hefur hins vegar alltaf þótt líkaminn áhugavert umfjöllunarefni og fór því í lík- húsið. Þar dvaldi ég við að kynna mér bygg- ingu líkamans, bæði ytra og hið innra því þetta voru yfirleitt lík af fólki sem hafði af- myndast á einhvern hátt.“ Heimsóknirnar í líkhúsið hafa sett sitt mark á list Vytautasar því að líffærafræði- leg sýn á manninn einkennir mjög verk hans. Hann sýnir mér til dæmis mynd af krossfestingu Krists þar sem hver vöðvi er dreginn fram af nákvæmni og nefndur. Hann segir þessa mynd sjálfsagt geta valdið uppþoti meðal strangtrúaðra. Hún er eins konar afhjúpun á hinni guðlegu veru, hinni guðlegu ímynd Krists. A annarri mynd má sjá dómkirkju rísa upp úr tærðum líkama manns eins og risastór fallus. Þessar mynd- ir fela í sér helgibrot og jafnvel heimsenda- tilfinningu. Vytautas segir trúarlíf mannsins vera áhugavert. „Það er alltaf þetta tvitog milli anda og efnis sem gengur ekki upp. Um leið „Listamaður verður að hafa tæknina á sínu valdi efhann œtlar að segja pað sem býr innra með honum. Hann verður að öðlastfrelsi kunn- áttunnar. “ og dómkirkjan rís upp úr holdi mannsins eins og heilagur andi er hann bundinn jörð- inni órofa böndum, þau eru eitt, hold er mold. Við byggjum svo trúna á Biblíunni sem fjallar um þennan yfirskilvitlega Guð en það voru í raun menn sem skrifuðu hana; trúin er afurð mannsins og ekkert annað. Hún birtist líka oft í afskræmdri mynd hans, þegar hann fer í kirkju til að ákalla Guð sinn um aukin veraldleg gæði, nýjan bil og íbúð.“ Frelsi kunnóttunnar Myndir Vytautasar bera vott um afar mikla nákvæmnisvinnu. Þær sýna sundur- greinda líkama og eru hlaðnar stórum og smáum táknmyndum. Hann segist alltat hafa lagt mikla áherslu á tækni. „Ég hef stundað kennslu í Litháen og allt- af lagt höfuðáherslu á tækni við nemendur mína. Listamaður verður að hafa tæknina á sínu valdi ef hann ætlar að segja það sem býr innra með honum. Hann verður að öðl- ast frelsi kunnáttunnar. Þetta frelsi er það dýrmætasta sem listamaður á. Mér þykir ekki nægilega mikið lagt upp úr þessu við unga listamenn og það endurspeglast í list þeirra, það er stundum grátlega augljóst að þeim tekst ekki að koma hlutunum á fram- færi vegna þess að þá skortir tæknina. Vegna þessa leita þeir líka í sífellt meira mæli í aðferðir sem krefjast engrar tækni og segja eitthvað sem þeir vita kannski ekki einu sinni hvað er. Þeir eru fangar kunu*- áttuleysisins." Ekki mikinn innblóstur að hafa úr reykviskum arkitektúr Vytautas segir að hver mynda sinna taki mikinn tíma í vinnslu enda breytist þær oft. „Ég lít á vinnsluna sem lífrænt ferli. Hvert verk á sína ævi. Ég vinn út frá ein- hverri grunnhugmynd en hún breytist iðu- lega í sköpunarferlinu og aðrar hugmyndir bætast við, þetta er langt og lífrænt ferli. Ég verð iðulega fyrir miklum áhrifum af daglegu umhverfi mínu og sæki þangað tákn og sögur. Ég sæki til að mynda mikið af for- mum úr arkitektúr. Dómkirkjan sem rís upp úr mannslíkamanum er til dæmis dómkirkj- an í Vilnius. Reykjavík hefur hins vegar ekki enn ratað inn í myndir mínar, það er ekki mikinn innblástur að hafa úr reykvísk- um arkitektúr.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 1 €»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.