Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2728291234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 5
Hruni í Árnesþingi. Þorvaldur, sonur Gissurar Hallssonar í Haukadal, bjó í Hruna þar til hann stofn- aði Viðeyjarklaustur 1226 og gekk sjálfur í það. Ljósmyndina tók Sigfús Eymundsson 1890. ísleifur Gissurarson varð biskup í Skálholti 1056 og hefur sjálfsagt farið með goðorð fyrir þann tíma og víst er að síðar gekk goðorðið til afkomenda hans. Rúmlega 700 árum eftir að ísleifur varð biskup leit Skálholtsstaður þannig út. Vatnslitamynd eftir John Cleveley yngra sem var í íslandsleiðangri Sir Joseph Banks 1772. vald og andlegt, þótt þess væru samt ýmis dæmi. Hvergi er þess þó getið að ísleifur hafi látið af meðferð goðorðs og má vel hugsa sér að hann hafi farið með héraðsvöld á sama tíma og hann var biskup enda kirkjan ung í landinu og sjálfsagt margt laust í reipum. Það gæti því hafa verið upphaf ríkis í Amesþingi að goðorðs- maður varð biskup og við það óx svo virðing hans að aðrir goðorðsmenn í héraðinu féllu í skuggann. Enginn hefur getað keppt við ísleif í hans heimahérði og því má vera að önnur goð- orð á þeim slóðum hafi verið gefin honum eða þau lögð niður. Svo mikið er víst að með sonum Isleifs eru Mosfellingar (eða Haukdælir) orðnir býsna einráðir í héraðinu. Þrír þeirra eru nefndir á nafn og eru þeir allir sagðir höfðingjar í Hauk- dæla þætti sem merkir að þeir fóru allir með völd af einhverju tagi. Einn þeirra varð biskup en hinir tveir voru gorðorðsmenn. Eftir að ísleifur biskup lést 1080 varð Gissur sonur hans biskup og stofnaði Skálholtsstað (ísleifur mun hafa setið þar sem eigandi jarð- arinnar). Ekkert bendir til að Gissur hafi farið með gorðorð og virðast mannaforráð þeirra frænda, hvort sem goðorðin voru eitt eða fleiri, hafa erfst til hinna bræðranna. Má vera að mannaforráðum hafi verið skipt á milli Þor- valds og Teits, bræðra Gissurar, en eins má vera að Þorvaldur hafi hlotið þau fyrst en Teit- ur eftir hans dag. Fram að þessu höfðu Mosfellingar búið í uppsveitum Amesþings og áttu þar m.a. höfuð- bólin Mosfell, Skálholt og Haukadal. Má gera ráð fýrir að á þeim slóðum hafi þeir upphaflega átt sitt áhrifasvæði. Þorvaldur er hins vegar sagður búa í Hraungerði í Flóa og bendir það til að hann hafi einnig verið búinn að ná völdum í lágsveitum. Ekki er vitað hvenær hann dó en líklega hefur það verið um eða rétt fyrir 1100. Hvergi er þess getið að Þorvaldur væri kvænt- ur og er engra bama hans getið. Virðist líkleg- ast að hann hafi engin átt en arf eftir hann hafi allan borið undir Teit bróður hans og þar með mannaforráðin. Með Teiti skiptir ættin um nafn því að hann þjó í Haukadal og frá þeim tíma erfast völd í Arnesþingi meðal afkomenda hans. Teitur dó 1110 eða 1111 og má vera að Hallur sonur hans hafi þá verið erlendis við nám. Getur vel verið að Gissur biskup hafi gætt ríkis þar til hann kom heim. Þegar Gissur dó 1118 var Hallur, bróðursonur hans, talinn meðal mestu höfð- ingja í landinu. Frá þeim tíma má telja nokkuð víst að héraðsríki hafi verið orðið til í Arnes- þingi. Oll veraldarvöld í héraðinu eru í höndum einnar ættar eftir það og fram til loka þjóðveld- isins, eftir því sem best er vitað. Völdin erfðust með reglubundnum hættti í beinan karllegg og aldrei skiptust þau á milli bræðra heldur fór ávallt einn maður með þau. Eftir að Hallur dó 1150 tók Gissur sonur hans við völdum og ríkti fram undir lok aldarinnar. Þá tók við Þorvaldur sonur hans en Gissur lifði þó til 1206. Þorvaldur ríkti til 1226 þegar hann gekk í klaustur en Gissur sonur hans tók þá við og ríkti til loka þjóðveldisins og sem jarl allt til 1268. Erfitt er að fullyrða nokkuð um upphaf ríkis Árnesinga en líklegast er að það hafi byrjað að myndast þegar á tímum ísleifs biskups (1056- 1080) en náð að festa sig í sessi á tímum sona hans. Þegar sá síðasti þeirra, Gissur biskup, dó árið 1118 má ætla að það hafi verið í aðalatrið- um fullmótað. Einkenni ríkisins Eftir því sem á líður þjóðveldisöld verða heimildir betri og ríkulegri. Þekking okkar á einkennum ríkis Amesinga er því mest bundin við 13. öld. Það sem hér verður sagt á því eink- um við um þann tíma en óvíst að hve miklu leiti það á við um 12. öldina líka. Mörk ríkisins eru ekki alltaf ljós og hafa kannski verið nokkuð breytileg. Það er ekkert sjálfgefið að mörk ríkisins hafi íylgt nákvæm- lega mörkum Amesþings þó að Ijóst sé að þau hafa gert það í stórum dráttum. Víst er þó að austurmörkin lágu um Þjórsá, að minnsta kosti í byrjun 13. aldar. Um 1220 sóttu Haukdælir til valda austur yfir ána en það mislíkaði stórlega Oddaverjum, höfðingjum Rangæinga, enda litu þeir á Þjórsá sem mörk ríkjanna. Til átaka kom og lét Björn Þorvaldsson, eldri bróðir Gissurar jarls, þar lífið. Sættin sem fylgdi í kjölfarið varð Oddaverjum dýrkeypt og markaði upphafið að upplausn ríkis þeúra. Eftir það höfðu Hauk- dælir veruleg áhrif í Rangárþingi þótt líklega sé ofmælt að segja að ríki þeirra í Amesþingi hafi náð austur yfir Þjórsá. Vesturmörk ríkisins voru mun óljósari. Hugsanlega hafa þau verið þar sem sýslumörk em nú og mörk Árnesþings voru áður en einnig getur verið að þau hafi verið við Reykjanes en þar er talað um héraðamörk í Grágás. Kannski hefur allt Suðvesturland haft fremur óljósa stöðu og Haukdælir smám saman fært út ríki sitt í vestur. Á þessu svæði var Allsherjargoð- orð (goðorð allsherjargoðans) enn við lýði frarn á 13. öld. Um 1200 var þar goðorðsmaður Guð- mundur gríss Ámundason og bjó hann á Þing- völlum. Þingvallasveit er talin innan Árnes- þings en búseta goðorðsmanns þar bendir til að sveitin geti varla hafa verið hluti af ríki Hauk- dæla á þeim tíma. Sveitin er enda afskekkt inn- an héraðsins og því var engan veginn nauðsyn- legt að hún tiheyrði ríkinu. Snorri Sturluson sótti einnig til valda á Suð- vesturlandi og átti meðal annars bú á Bessa- stöðum. Þeir Haukdælir og Snorri hafa líklega togast á um áhrif á svæðinu. Árið 1226 stofnar Þorvaldur Gissurarson klaustur í Viðey og gengur sjálfur í það. Öðmm þræði var það ef til vill þáttur í að marka Haukdælum áhrifasvæði á Suðvesturlandi. Það hefur þó ekki borið mik- inn árangur því að fyrir Bæjarbardaga 1237 söfnuðu þeir Snorri og bandamaður hans, Þor- leifur í Görðum, liði allt suður á Rosmhvalanes (Miðnes) svo að varla getur ríki Amesinga hafa náð þangað á þeim tíma. Eftir að Gissur Þorvaldsson hófst til valda á Norðurlandi 1252 virðist sem litið sé á veldi hans þar sem sérstakt ríki en ekki aðeins út- víkkun á ríki Árnesinga enda fékk hann völd fyrir norðan sem arftaki bandamanna sinna, Ásbirninga, höfðingja Skagfirðinga. Þorgils saga skarða segir frá því að árið 1253 gerði Gissur bú á Flugumýri í Skagafirði en skipaði sonum sínum, Halli og ísleifi „þau ríki, er hann átti fyrir sunnan land.“3 Þama er reyndar talað um ríki í fleirtölu en erfitt er að sjá að Gissur hafi átt fleiri en eitt ríki á Suðurlandi en að minnsta kosti er )jóst að litið er á ríkin fyrir sunnan sem aðskildar einingar frá ríkinu á Norðurlandi. Samstaða Helsta sérkenni ríkis Árnesinga var hvað það var heildstætt og samþjappað. Líklega var það vegna þess hve það var gamalt en þegar kom fram á 13. öld höfðu Árnesingar vanist því í meira en 100 ár að tilheyra einu ríki og að vera þegnar Haukdæla. Tryggð þeirra við ættina var mikil og svipuð trúnaði þegna við konung sinn - í raun alveg sama eðlis. Þetta má kannski túlka sem eins konar þjóðernishyggju þar sem persóna höfðingjans verður að tákn- gervingi samfélagsins sem hann ríkir yfir. Trúnaður við höfðingjann jafngildir þá trúnaði við ríki, samfélag og fólk í Amesþingi. Samstaða Ámesinga með höfðingja sínum lýsti sér einna best árið 1249 þegar Þórður kak- ali, sem þá réð mestöllu landinu, seildist til áhrifa í Árnesþingi á meðan Gissur Þorvalds- son var erlendis. Þetta haust, segir Þórðar saga, „reið Þórðr suðr um Kjöl með mikla sveit manna ok fór um alla sveit Gizurar. Mæltu þá flestir menn ekki í móti at þjóna honum, ok var þeim þó in mesta nauðung. Hann lagði ok fé- gjöld á alla bændr ok þótti þeim þat léttara en þjóna opinberliga til Þórðar, því at þeir vám einfaldir í sinni þjónustu við Gizur“.4 Einfaldir merkir hér auðvitað ekki heimskir heldur tryggir og trúir, lausir við tvöfeldni. Vert er að veita orðinu þjónustu eftirtekt. Höf- undi sögunnar þykir sjálfsagt að nota það um samband bænda við höfðingja sinn og er það merki þess hve langt stjómarhættir ríkja 13. aldar höfðu þróast frá skipulagi goðorðana í átt til þess sem tíðkaðist í konungsríkjum. Engin merki finnast um óróa eða óánægju í Ámesþingi með stjórn Haukdæla. Það er frem- ur óvenjulegt því að í mörgum öðmm héraðs- ríkjum em heimildir um að sumir bændur væm ósáttir við höfðingja sinn og gat það jafn- vel leitt til blóðsúthellinga. Þetta leiðir hugann að valdakerfinu innan ríkjanna. Hvernig fór höfðinginn að því að stjóma? Fyrst er nauðsynlegt að greina nokkuð frá stéttskiptingu þessara tíma. Að sjálfsögðu var yfirstétt í landinu sem átti mest af jarðeignum og lifði að miklu leyti af því sem leiguliðar hennar greiddu fyrir jarðnæðið. Yfirstéttinni má skipta í tvo hópa: Höfðingja og stórbændur. Höfðingjar vom hin pólitíska yfirstétt, þeir sem höfðu bein og formleg völd. Haukdælir, sem og aðrir héraðshöfðingjar landsins, til- heyrðu þessum hópi. Stórbændur vom neðra lag yfirstéttarinnar. Þó að þeir ættu oft miklar eignir og væm áhrifamiklir á heimaslóðum höfðu þeir engin formleg völd. Þessi skipting í höfðingja og stórbændur er hliðstæð því þegar evrópskum aðli er skipt í háaðal og lágaðal. Stórbændur virðast stundum hafa verið mjög áhrifamiklir á sínum heimaslóðum, jafn- vel svo að hægt væri að tala um þeir hafi haft sín eigin óformlegu valdsvæði. Sem dæmi um óvenju heimaríkan stórbónda má nefna Gísla Markússon í Bæ (Saurbæ) á Rauðasandi. Hann var tryggur liðsmaður Sturlunga í átökum á landsvísu en í sinni heimasveit leyfðist engum að storka honum. Oft virðist mega gera ráð fyr- ir tvöföldu valdakerfi þar sem höfðingi ríkti yfir stórbændum en stórbændur aftur yfir almúga. Slíkur valdapýramídi var einkum áberandi í nýjum héraðsríkjum, kannski vegna þess að hann einfaldaði myndun valdakerfis. Höfðingi sem vildi stjórna héraðinu þurfti þá fyrst og fremst að taka tillit til stórbænda og afla stuðn- ings þeirra, almúginn fylgdi síðan með. Svona tvöfalt valdakerfi skýrir hvernig Kol- beinn ungi gat notað Eyfirðinga í Flóabardaga gegn Þórði kakala, syni fyrrum héraðshöfð- ingja þeirra. Kolbeinn hafði lagt Eyjafjörð undir sig með valdi og tengt helstu stórbændur sér með ýmsum hætti. Almúginn, að minnsta kosti sá hluti hans sem skipti máli í hernaði, fylgdi síðan með í kaupunum vegna þess að hann hefur fremur fylgt stórbændum en höfð- ingjanum beint. Þannig var hægt að nota Ey- firðinga gegn þeirra eigin höfðingjaætt, þrátt fyrir að þeir væru ekkert sérlega ótryggir henni. Enn sem komið var tengdist almúgafólk höfðingjum veikarí böndum en stórbændum. Eftir því sem ríkin urðu eldri og rótgrónari virðist mikilvægi stórbænda í valdakerfinu fara minnkandi. í hinu gamla ríki Árnesinga gegna þeir litlu hlutverki. Við þekkjum nokkra þeirra með nafni - menn eins og Gissur glaða eða Ólaf tott - en þeir leika ekkert sjálfstætt hlutverk. Þeir eru lítið annað en fylgdarmenn höfðingj- ans og stundum foringjai- fyrir liðsveitum hans. í Ámesþingi hafði skapast traust og náið sam- band á milli höfðingja og almúga og því var ekki lengur þörf á neinum millilið. Um 1233-34 var talað um að margir stór- bændrn- í Skagafirði væru ótrúir Kolbeini unga, höfðingja sínum, en hallir undir Sighvat Sturlu- son, höfðingja Eyfirðinga. Annars virðast Ás- birningar traustir í sessi í Skagaftrði enda var ríkið með þeim eldri. Kannski stafaði órói stór- bænda af því að nú var í Skagafirði að komast á traust samband milli höfðingja og almúga, svipað og í Ámesþingi, og því hafi stórbændur verið farnir að missa pólitískt mikilvægi sitt. Það hefur þeim ekki líkað öllum og því farið að ókyrrast en Kolbeinn bældi óróann niður af fyÚstu hörku. Þetta beina samband milli höfðingja og al- þýðu minnir á að í erlendum konungsríkjum var jafnan litið á konung sem vemdara lítil- magnans gagnvart áþján og kúgun. Það var al- geng hugsun bænda sem fundu sig órétti beitta af valdsmönnum eða jarðeigendum að konung- ur, sem hinn æðsti jarðneski valdhafi, myndi rétta hlut þeirra ef hann vissi hvað væri á seyði. Svipuð hugmyndafræði virðist hafa verið að þróast hér á landi nema hvað hér vom það hér- aðshöfðingjamir sem vom æðstu jarðnesku valdhafamir. Þetta nána samband almúga og höfðingja hefur náð mestum þroska í elstu ríkj- unum en höfðingjar hinna yngri urðu enn að treysta mjög á fylgi stórbænda. Hugsunin eða hugmyndin um hið sameiginlega ríld eða sam- félag undir höfðingjanum þarf tíma til að skjóta rótum meðal alþýðu manna og í hinum nýju ríkjum hafði slík samastaða ekki enn myndast. Að því leyti vom þau veikari. Hin mikla innri samstaða Amesinga kom Haukdælum vel í stríði Sturlungaaldar þar sem pólitískur og hernaðarlegur máttur þeirra var talsvert meiri en aétla mætti af stærð ríkisins. Haukdælir áttu jafnan auðvelt með að safna liði og menn virðast hafa verið fúsir að fylgja þeim. Einnig var mjög erfitt fyrir andstæðinga þeirra að seilast til áhrifa í Amesþingi. Svipuðu máli gegndi oftast um ríki Skagfirðinga sem einnig var gamalt og rótgróið. Saman höfðu þessi tvö héraðsríki í fullu tré við veldi Sturlunga sem, þegar allt er talið, hafði kannski helmingi meiri mannfjölda á bak við sig. Innri styrkur ríkisins er áreiðanlega ein helsta ástæðan fyrir því hve Gissuri og Ames- ingum vegnaði vel í átökum Sturlungaaldar. Án öflugs stuðnings sinna manna hefði Gissur tæp- ast staðið uppi sem sigurvegari í lok ófriðarins (þótt sá sigur væri bæði ófullkominn og beiskju blandinn). Segja má að velgengni Gissurar hafi í raun eytt ríki Ámesinga eða breytt því svo að það varð óþekkjanlegt. Undir lokin dvaldi Gissur oftast í ríki sínu á Norðurlandi og með gamla sáttmála 1262 var grundvellinum kippt undan héraðsríkjunum. Ef til vill má líta á jarlsríki Gissurar sem eins konar útvíkkaða mynd sam- einaðra héraðsríkja Árnesinga og Skagfirð- inga. Jarlsríkið leið einnig undir lok 1268 þegai- Gissur dó án þess að láta eftir sig nokkum aug- ljósan erfingja að völdum sínum. Eftir það var Amesþingi vísast stýrt af sýsl- umönnum og lénsmönnum þeirra. Eftir dauða eins þeirra, Ásgríms Þorsteinssonar 1285, gerðu Haukdælir síðustu tilraunina til að ná aftur völdum í Ámesþingi sem vitað er um. Þá fór Ormur Klængsson, bróðursonarsonur Giss- urar, á fund Hrafns Oddssonar og beiddist sýslunnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Það er eftirtektarvert að bæði Ásgrímur og Hrafn vom liðsmenn Sturlunga en nú höfðu þeir, sem fulltrúar konungsvaldsins, yfirhöndina þrátt fyrir sigur Gissurar. Þai- með er saga Ámesingaríkis öll. Æ síðan hefur verið grafið undan sérstakri sjálfsmynd Árnesinga en sameiginleg sjálfs- mynd íslendinga hefur eflst. Af ýmsum ástæð- um er nú svo komið að sameiginleg sjálfsmynd Ámesinga er sennilega veikari en íbúa flestra annarra héraða landsins. Þingeyingar, Skag- firðingar og Vestmanneyingar hafa allir ein- hvern veginn mun sterkari ímynd en Árnesing- ar. Varla er hægt að hugsa sér að indíáninn sem ég nefndi í upphafi hefði sagst vera Ár- nesingur en ekki Skagfirðingur. Það em svo sem engar blikur á lofti um að þessi þróun sé að snúast við. En hver veit, Árnesingar urðu einu sinn næstum því að þjóð - er alveg útilokað að það geti gerst aftur? Byggt á fyrirlestri í Húsinu á Eyrarbakka 25. nóv. 1999 á veg- um Sögufélags Ámesinga og Rannsóknastofnunar um byggða- menningu. 1 Helgi Þorláksson: „Hruni“, Ámesingur V (1998), bls. 10. 2 Susan Reynolds: Fiefs and Vassals (Oxford 1996), bls.27. 3 Sturlunga saga II (Reykjavík 1946), bls. 149. 4 Sturlunga saga II (Reykjavík 1946), bls. 85-86. Höfundurinn er sagnfræðingur í Reykjavíkur- Akademíunni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 11. mars (11.03.2000)
https://timarit.is/issue/242930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. mars (11.03.2000)

Aðgerðir: