Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 8
4 DAGBÓK- ARBROT FRÁ BALI EFTIR SVEIN EINARSSON Á Bal i ríkir hindúismi, en svo er ekki ó öllum eyjunum. Hversu margir gera sér grein f/rir að Indónesía er fjölmennasta múhameðstrúarríki í veröldinni? Þar búa > 'fir 200 milljónir múslima, og hind úismi Balibúa er undantekning. BALI. Bali í ævintýraljóma. Allir að dansa frá morgni til kvölds. Og hvað vissi ég meira? Suður- hafseyja með sólgyllta strönd. Sjálfstæð? Nei, tilheyrir Ind- ónesíu, ein af þeim eins og Java, Borneo, Súmatra, Cel- ebes að ógleymdri Tímor sem vill verða óháð og er alltaf í fréttunum. Reynd- ar eru eyjamar sagðar 13.000 ef allt er talið, það segja þeir sem þykjast hafa talið. Minnir mig á þegar ég spurði þá Skáleyjabræður, hvað þeir ættu margar eyjar á Breiðaflrði? - Það fer eftir flóði og fjöru, sögðu þeir. Það munaði 40 eyjum. Stór? Svona í meðallagi, minni en ísland, hvað sem tautar og raular, reyndar minna en Sjáland, eiginlega bara lítil, ekki nema 5.600 ferkílómetrar. Vissi ég það? Vissi ég hvað margir búa þar? Satt að segja ekki. En það upplýsist þá hérmeð, að það eru rúmlega þrjár milljónir. Með öðrum orðum mjög þéttbýlt. Það er auðvelt að sanna, ef maður er svo heppinn að vera boðið inn á ind- ónesískt heimili, inn í indónesíska stórfjöl- skyldu. Því að hérna eru þær nefnilega enn við lýði. Ná stundum yfir heilt þorp. I gær kom einn ungur maður héðan úr þorpinu heim af kokkaskóla í Singapore. Það fóru 28 manns á flugvöllinn, um klukkustundar akstur, til að fagna honum. Að vísu hafði hann unnið til verðlauna á kokkaskólanum. 2. Balí er milli 8. og 9. gráðu suðlægrar breidd- ar. Við erum semsé í hitabeltinu og þegar fer að rökkva kólnar ekki til muna, hitinn helst þetta um 28 gráður stöðugt. En það dimmir nokkuð snöggt og úr myrkrinu heyrast dular- full hljóð, einhver dýr sem tala annað mál en þrestimir og þúfutittlingamir heima. - Em ekki einhver kvikindi, sem bíta mann og stinga? spyr ég af takmarkaðri karl- mennsku. - Eitthvað smávegis, segir hún frænka mín sem kann á hitabeltisnóttina og talar mál inn- fæddra. -Til dæmis eins og þessar ferlegu dreka- flugur, sem ég sá í dag? -Þær era nú sauðmeinlausar og bara til prýði. Það eru litlu kvikindin sem væra þá verri. - Er ekki hægt að koma í veg fyrir að þau angri mann? - Eðlumar éta þau. - Þessar með gula magann sem vora að skjótast hér um í dag? Og hver étur þær? - Það gera stóra froskamir. Þessir sem gefa frá sér þessi undarlegu hljóð, sem þú heyrir núna. Maður skyldi halda að þeir væra á stærð við ljón. - Og hver étur stóru froskana? spyr ég, áhugasamur um ýmsa þætti umhverfismála í hitabeltinu. - Það gera stóra slöngumar. - Og hver étur stóra slöngurnar? Þögn. - Það er svolítið á huldu. En ef þú hefur gæsir, koma engar slöngur í heimsókn. - Ha? -Já. Samtali um hringrás lífríkisins lokið. 3. Það er ekki alltaf sól. Satt að segja er hún svo sterk, þegar hún brosir og skín, að manni er nóg að halda sig undir sólhh'f og verður samt kaffibrúnn. Þessu vildi ekki trúa ein ís- lensk ferðakona (ekki í mínu foraneyti, því að við kona mín föram í einu og öllu eftir því sem frænka mín segir). Þessi umrædda ferðakona fékk sér tvo væna og glennti sig svo upp í geiminn. Eftir hálftíma varð að kalla á brana- liðið. Nei, það er ekki alltaf sól. Satt að segja er regntími núna og ég kann því vel. Regnið fell- ur lóðrétt til jarðar, þetta líka magnið, fossar niður væri nær lagi að segja. Það er eins og maður standi undir bununni á Seljalandsfossi. Hrísgrjónaakurinn hér handan við garðinn breytist í stöðuvatn. Svo ljúka himnamir sér af með offorsi. Styttir snögglega upp og sólin þurrkar skýin. Það er ógn gaman að sitja undir skýlinu á veröndinni og horfa og hlusta á regnið. Tala við það. Því það svarar. Það svarar á tungu- máh sem þú vissir ekki að væri til, af því að þú hefur í rauninni aldrei gert þér grein fyrir fjöl- breytileika lífsins á jörðinni. Og ef þú svarar því ekki hástöfum, þá gerir það ekkert til. Regnið seiðir þig og þú talar innra með þér , kannski er það hið rétta viðbragð, hið ytra þögn, hið innra allar þessar spurningar um regnskógana héma og uppblásturinn heima, þessar spurningar sem við svöram svo kæra- leysislega. Hvort okkur komi yfirleitt við það sem gerist hinum megin á hnettinum, hvort þar og hér sé eitthvert samhengi á milli sem varði okkur öll. 4. Dagarnir skiptast í athafnadaga og letidaga. Á letidögum er hvíld, sund, nudd, lestur. Nú er athafnadagur. Vinur okkar og velgjörðarmað- ur hér í þorpinu heitir Gusti (og er það, hann er af þriðju stétt, ofar era prestamir og það konunglega, lægra settir almúginn). Hann sendir okkur einn af sínum þremur sonum til að fara á Barong-leiksýningu og síðan í einn víðfrægasta fuglagarð veraldar. Þó að allir þessir skringilegu fuglar séu auðvitað sérlega forvitnilegir og ótrúlega litaglaðir (svo ekki sé nú minnst á slöngu-og eðlugarðinn, sem er eins konar viðbit við fuglana), þá er það samt leiksýningin sem fangar hug minn. Á þessari leiksýningu beijast hin góðu og illu öfl veraldar. Leikurinn er í raun helgi- siðaleikur, sem hefur þróast um aldir í hofun- um, sem hluti af helgihaldinu, en vinsældir hans era slíkar, að hann hefur leitað út úr hof- unum, eins og kirkjuleikimir gerðu reyndar forðum hér í Evrópu líka. Við kynnumst þess- um leik í litlu þorpi hálftíma ferð frá höfuð- borginni Denpasar, og sjáum við að þetta er gert fyrir túrhesta. Og hvað eram við sjálf annað? Fyrst birtast komungar dansmeyjar og koma okkur í hið rétta fagurfræðilega horf. Þær mega ekki vera eldri en 12 ára. Síðan er 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 Burobadur-hofið er eitt af undrum veraldar. af og þeir særast, en eru lækn- aðir með laufum hibiscus-runn- anna. Fólk sem við hittum bar það sem sumar frásagnir herma, að sverðadansaramir eigi það til að falla í raunveru- legan trans og þá sé upplifun áhorfandans ógnvænleg. Það gerðist nú ekki í þetta sinn, persóna sem ber heitið pem- angku úðar heilögu vatni yfir dansarana sem þá öðlast nýtt líf, en öllu lýkur svo með því að- skvett er blöndu af fersku kjúkl- ingablóði og ókennilegu áfengi í illu andana svo þeir hafi hægt um sig. Því að sannleikurinn er sá að, að leiknum lýkur með jafntefli, baráttan milli góðs og ills heldiu' áfram meðan heimur- inn sten^iir. ‘'/ • 5. í Barongleiknum gægjumst við inn í fornar hefðir sem lifa góðu lífi og yfirleitt er nærvera guðanna mjög sterk. Augljós- asta mark þess era öll hofin, hér er hof á hverju götuhorni, þeir Ustakonan Yan Suryana við verk sitt, Rejang-dansar. bráðfyndnu segja að Bali viti ekki hofa sinna tal. Á máli heimamanna nefnast hof ýmsum nöfnum, því að það era margar tegundir. í rússnesku dacha þótti við hæfi að hafa ikona í einhverju hominu, hér hefur hver stórfjöl- skylda sitt eigið hof. Sambandið við guðdóm- inn er sterkt. í okkar þorpi er það mamma Gusti sem hefur síðasta orðið í öllu sem snertir trúarathafnir, svipmikil og falleg kona, án efa viljasterk, en um leið gædd þeirri grónu hæversku sem einkennir alla Balíbúa. Ef þú reiðist, þá ert það þú sem þarmeð verður þér til skammar. En enginn myndi dirfast að reið- ast mömmu Gusta og þegar hún segir fyrir um helgiathafnir hjálpast allir að. En helgiathafn- ir og serimóníur eru margar, ekki bara þegar grafa þarf hina látnu eða gifta þau ungu, held- ur af smæsta tækifæri er þess gætt að hafa góða anda með í förum. Enn era í hindú skurðathafnir þegar þeir ungu komast í ful- lorðinna tölu. Og svo þarf að huga að forfeðr- unum og eilífðinni; hindúar trúa nefnilega á endurfæðinguna og sú trú gefur þeim æðru- leysi og bjartsýni. Á Bali ríkir sem sagt hindúismi, en svo er ekki á öllum eyjunum. Hversu margir gera sér grein fyrir að Indónesía er fjölmennasta múhameðstrúarríki í veröldinni? Þar búa yfir 200 milljónir múslima, og hindúismi Balíbúa er undantekning. Reyndar sáum við einnig kristnar kirkjur og Búddahof - en með ein- hveijum hætti hefur þessum ólíku trúflokkum tekist að búa að mestu í umburðarlyndi og sátt; sjálfstæðishreyfingar á Tímor og nú einn- ig á öðram eyjum era fyrst og fremst af öðram okkur leyft að hlæja svolítið, því að inngangur- inn er samtal tveggja varða, sem skjálfa þessi ósköp, því að þeir kvíða því sem í vændum er. Og það er að vonum því að síðan birtist Bar- ong, sem reyndar er fulltrúi hins góða en lítur út eins og villidýr, einhver furðuskepna, sem hefur sótt sitthvað í sínu útliti til apa og ljóna, tígrisdýra og villisvína, en auk þess með kram- ið bak og hrakkuhala. Hann ber hag mann- kyns fyrir brjósti. Tveir menn dansa hlutverk Barongs. Andstæðingurinn er kvenkyns og heitir Rangda og sjaldnast sýnd öllu frýni- legri; hún stýrir illum öndum. Hún er með neglur sem ná út um allt, úr munni stendur tunga sem minnir á að skepnan gleypir eld sem ekkert sé og spúir honum út að nýju, en minnisstæðust verður manni hálsfestin sem ku vera gerð úr þörmum manna og lafir á milli risastjórra brjóstanna, sem líka lafa langt nið- ur. Hún er öll upp á galdra og gefur frá sér ómennsk kokhljóð þegar hún reynir að koma Barong fyrir kattamef. Hann er þó svo hepp- inn að eiga sér vaska sveit sverðadansara, sem nefnast kris, og þeir koma nú til hjálpar. En ekld stoðar það mikið, því að Rangda slær þá töfrum svo þeir era sem dáleiddir og beina vopnunum að sjálfum sér og vilja líða út af. Nú er illt í efni. En Barong á einn leik eftir. Hann nær að koma í veg fyrir að þeir stingi sig á hol, hversu oft sem þeir stinga sverðsoddinum í brjóst sér. Þetta er mjög áhrifamikið og áhorf- endur, jafnt aðkomumenn sem heimamenn, grípa andann á lofti. Stöku sinnum bregður út

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.