Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Side 9
Greinarhöfundurinn og Þóra Kristjánsdóttir, kona hans, heima hjá Sigrúnu á Bali. Hraukurinn á myndinni er gjöf á 35 ára brúðkaupsafmæli. Indónesísk myndlist hefur mjög skýr sérkenni toga. En einn daginn förum við yfir til Yog- gyakarta á Jövu til þess að skoða tvö fræg hof, sem skammt er á milli. Annað er Borobudur, sem er víst eitt af undrum veraldar og komið á heimsminjalista UNESCO og ekki að undra, stærsta Búddahof þar um slóðir ef ekki í heimi öllum. Það stendur þarna eins og ein ofur- hnallþóra, hátt á hæð, þrjár deildir og tákna hver sitt og hver með sínu lagi. Neðst er undir- staðan, Kamadhatu, hinn áþreifanlegi heimur venjulegs fólks og þar eru lágmyndir, 160 að tölu, með myndum sem lýsa lögmálum orsaka og afleiðinga. Miðhæðirnar eru einnig í fer- kant og fimm að tölu með umluktum svölum og svalaveggjum og nefnast Rupadhatu; þarna er biðstöð eilífðarinnar þar sem mannverurnar leysast frá veraldlegu bjástri og angri. Þarna eru einnig frásagnamyndir, á annað þúsund talsins og sömuleiðis veggskreytingar, svipað- ar að fjölda. Á víð og dreif eru innskot og þar leynast Búddastyttur; þeir sitja þar með margvíslegar handastellingar og táknar hver sitt. Efst eru svo guðaheimar, Anupadhatu, og þar eru allar línur í hring, þrjár hæðir og dag- oba efst en svokallaðar stúpurú t um allt og ein mest í miðið. Þarna er ekkert skraut en 72 Búddamyndir og andrúmið er upphafið. Bor- obudur-hofið er talið byggt um 800 eftir Krist, um það leyti sem víkingar fóru að leita út úr Skandinavíu hér á norðurslóðum. Síðan féll það af pólitískum ástæðum í ónáð og loks gleymsku, fannst aftur og var að hluta grafið fram og endurbyggt, fyrst 1814 og síðan í byij- un 20. aldar. Hitt hofið er ekki síður stórfenglegt, en þar halda hofin þing og eru mörg í þyrpingu og heitir Prambanan og þjóna hindúatrú. Verið er að endurreisa hluta þeirra. Þessi hof eru sem sagt mörg og þrjú hin stærstu helguð þremur höfuðguðum Hindúa Shiva, Vishnú og Brahma. Á sumrin, þegar tungl er fullt, eru sögurnar úr hin- um trúarlega sagna- bálki hindú, Rama- yana, endursagðar í dansi þegar fer að rökkva við hofið, en þær sögur eru líka endursagðar í myndlistarverki á hofunum og lýkur á svölum Brahma- hofsins. Prambanan er væntanlega eitt- hvað yngra en Bor- obudur, eða frá þeim tíma þegar Is- land byggðist. Þessi tvö hof eru ógleymanleg sjón og ágæt áminning um það að mannsandinn hefur fyrr flogið hátt en á öld geim- vísinda. En auk þess er gaman að bera saman landslag og umhverfi á Jövu og Bali. Landsstjóra- höllin í Yoggyakarta sýnir okkur hvert ríkidæmið getur orðið, en hér er hins vegar meiri munur fátæktar og fjár- tektar en á Bali; þar er vel búandi milli- stétt, sem helgast af því að ferðamanna- straumurinn til hinnar fögru eyjar Bali með sínar menningarlegu hefðir gefur sitthvað af sér, þó að heimamenn kvarti undan því að of stór skerfur af þeim tekjum fari beina leið í stjórn- ina í Jakarta. En fyrst minnst er á pólitík, er ekki úr vegi að tíunda það, að í hverju þorpi á Balí er um- ræðuhús. Reyndar eru engir veggimir, þarna eru skrautlitlar súlur sem bera uppi þakið, sem er athyglisvert, því að yfirleitt eru Balí- búar í senn listfengir og skrautgjarnir. En þarna sitja þeir í hring á gólfinu og ráða ráðum sínum. Og það dylst ekki þessa daga sem við erum á Bali, að óvenjumikið er um fundi og mönnum óvenju mikið niðri fyrir. Enda ekki að undra: í hönd fara forsetakosningar og stjórn- málin eru í litlu jafnvægi. Þegar Indónesar brutust undan Hollendingum, var dr. Sókarnó frelsishetja þeirra og fyrsti forseti. Þegar leið á valdatíma hans gætti þó allmikillar óánægju, einkum út af efnahagsmálum. En ekki sauð upp úr og í dag eru gremjuefni að mestu gleymd og dr. Súkamó enn hetja í augum flestra landsmanna. Oðm máli gegnir um eftir- mann hans Suharto, sem lét af embætti fyrir rúmu ári og hefur fengið á sig spillingarorð. Sú ákvörðun eftirmanns hans og skjólstæðings sem er birt einmitt þessa daga sem við dvelj- umst á Bali, að fella niður ákæru á hendur honum, vekur hins vegar litla hrifningu þeirra sem við ræðum málin, að ekki sé meira sagt. Eftirmaðurinn Habibie er hámenntaður maður og lofaði við valdatöku sína umfangs- miklum breytingum í efnahagsmálum þjóðar- innar, ella myndi hann segja af sér að ári liðnu. Það er mat jafnt stjórnmálaskýrenda sem al- mennings að við það heit hafi hann ekki staðið. En völdin eru sæt. Og Habibie vill sitja sem Sigrún tekur vel á móti gestum sínum. fastast, með öðrum orðum bjóða sig áfram fram til forsetaembættisins og til að tryggja sér vinsældir býður hann Wiranto hershöfð- ingja, yfirmanni Indónesíuhers, varaforseta- embættið. Wiranto er vinsæll maður og virtur og hann hafnar þessu gylliboði. Það er þingið sem kýs forsetann og þegar þingkosningarnar fóru fram, hlaut höfuðandstæðingur Habibies, flokkur frú Megawati, dóttur Súkarnós, flest atkvæði. En í þinginu eru margir ílokkar og ekki gefið hvernig atkvæði falla. Kosningarnar eiga að fara fram daginn sem við förum frá Balí. Daglega heyrum við af mótmælum stúd- enta í Jakarta og þó að á yfirborði sé allt með kyrrum kjörum á Balí, er þó bersýnilega ólga undir niðri. I einu húsi þar sem við erum gest- komandi er fullyrt, að uppreisn verði í landinu, ef Habibie haldi völdum. En í Herald Tribune og Jakarta Post lesum við að framboðsræða hans hafi vakið mjög blendnar tilfinningar og að leiðtogar ýmissa flokka hafi þegar lýst yfir að þeir styðji hann ekki til forsetaembættisins. Reyndar þykir frú Megawati heldur ekki hafa staðið sig nógu vel í kosningabaráttunni, þó að hún virðist vinsæl af þorra almennings. 7. Hún frænka mín hefur átt merkilega ævi í mörgum heimshlutum og mætti ekki síður skrifa bók um hennar lífshlaup en margra ann- arra sem þegar eru komnir á þrykk. En af hverju er hún á Balí? Hún bjó í Sviss og átti vinkonu sem missti manninn sinn. Þau hjón höfðu ákveðið að fara til Balí og það varð svo úr nokkru síðar að Sigrún frænka mín fylgdi vinkonu sinni til Balí til að stytta henni stund- ir. En þá kom bara í ljós, að þetta var hennar draumaeyja og nú var hún búin að finna stað- inn þar sem hana langaði að búa. Nokkur ár liðu og svo gerði hún þennan draum sinn að veruleika og kom engum á óvart, því að hún hefur í í lífi sínu ævinlega farið óhrædd sínar eigin leiðir. Hún settist að í þorpi, hálftíma ferð frá miðborg Denpasar, reisti sér þar myndarlegt hús með góðum garði, sundlaug - og hofi. Hún hefur nefnilega þá heilbrigðu af- stöðu, að ef maður leyfir sér að setjast að í öðru landi en sínu ættlandi til þess að hafa gott af því, ef svo má að orði komast - eftir ein- hverju er sóst -, þá verði maður að laga sig að siðum og háttum heimamanna, virða þá og taka þátt í þeim og síðan reyna einnig að leggja sjálfur eitthvað af mörkum útfrá sínum eigin forsendum. Hún styður því við bakið á þorpsbúum og tekur þátt í þeirra serímóníum. Þetta kunna þorpsbúarnir í Lambing að meta. Þegar húsið var fullbúið og hún flutt inn komu öldungar, fulltrúar þeirra, og settust út á vegg í virðingarskyni og þögðu. Þetta endurtók sig kvöld eftir kvöld og kannski varð minna úr samtali en ella vegna þess að ekki töluðu allir sama mál. Nú er hún búin að dveljast þarna á fimmta ár og búin að bæta við sig indónesísku við þau tíu tungumál sem hún talaði fyrir. Ekki var minna um heimsóknir eftir að hún kom sér upp hliði - og síðan er stuttur spölur upp að húsinu undir blómaskrúði sem teygir sig niður í bílinn. Þarna er nefnilega um að ræða svona hlið sem maður opnar með því að ýta á takka inni í bílnum sínum og sjá; hliðið gullna opnast af sjálfu sér. Slík undur höfðu ekki sést þar um slóðir fyrr, svo að menn fóru í pílagrímsferðir til að skoða þetta furðuverk. Nú eru allir orðnir því vanir og baða sig áfram eins og ekkert hafi í skorist í skurðinum til hliðar við hliðið, fram með hrísgijónaaki-inum, þegar húmið sest að; þetta er þeirra heiti pott- ur og þarna eru málin rædd. Og þeir eru nakt- ir, því að trú þeirra segir þeim að þeir séu ósýnilegir þegar þeir baða sig. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er leikhúsfraeðingurog fyrrverandi Þjóðleikhússstjóri. JÓHANN GUÐNI REYNISSON DÖGG AÐ MORGNI LÍFS Leitin að Jg'arna lífsins erleitin mín að þér. Ss'arið erfalið í fagurri stjömu sem finnst þegar bamið mitt heimsþósið sér. Þú ert dropi af dásemd vífs. Þú ert dögg að morgni iífs. Eg beið þín, barnið mitt, lengi, beið þín með lífsins þrá. Egm anþaðsvo vel þegar sólina sástu og sindrandi lífið fór um þína brá. Þú ert dropi af dásemd vífs. Þú ert dögg að morgni lífs. Heimur minn ailur var heillandi breyttur, heillandi bjartur og nýr. Með brosinu þínu þú blessaðirlífið þá bættist í náttúru sólgeisli hlýr. Þú ert dropi af dásemd vífs. Þú ert dögg að morgni lífs. Þú ert blik af brjósti móður. Þú ert brot af nýrri vídd. Þú ert lífsins þráður rjóður. Þú ert ailri gæfu prýdd. Þú ert dropi a f dásemd vífs. Þúertdöggað morgni lífs. FLÓTTI Um undirheima liggur hraunsins leið, íjygnri foldu magna regin seið. Ájörðu ríkirfriðsemd, fugl í mó fjaðrir leggur að sér. Þógn og ró. Hann á sér einskis von af eldi og bmna, æðruíaus í sátt við náttúruna býr sér ból í hlýrri mosató á brjóstijarðar, móðurhrauns ogfuna. Af ógnarkraftijötunn skekurjörð. Jöfur tortímingar rýfur skörð. Með ofurhita svíður svöðusár í svörð ogjurt þar fellir agnartár. Ur þagnartþupi rísa a f cþoGaeimi, drýsilheimsins árar eru á sveimi. Á himni svartur mökkur, myrkrafár. Má sm lítils fugl í slíkum heimi. Er eldur brýturjarðaryfirborð brestur unaðss emdir fugli storð. Á smáum vængjum leggur sína leið, um Ioftin svört er ferð hans bein og greið. Hann skilur eftirjörð íjámsins greipum. Játast forlaganna valdasveipum. Hann skilur eftir kynslóð manns sem kveið krafti útrýmingar-heljarleið. TÍMALOGN 11 ogni tfmans þóssins nótt leggurhúmið nyúkt á dag. Hún örmum vefurofurhþott alheim minn um sólarlag. í logni tímans h't éghér leynda kyrrð í fírði og vík. A þjóðbraut hraðans þyldr mér þorrin íslands rómantík. Höfundurinn er forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmóla hjó Hafnar- fjarðarbæ. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.