Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 15
LJÓÐRÝW
ÓLAFURJÓHANN SIGURÐSSON
GEIMFERÐ
Ég heyrði bylgjóttan nið af norðurljósum.
Nóttin varsvöl ogheið: ég brunaði meðfram
gulum ograuðum, grænum og bláum fossum,
geystist svo fram úr þeim á Ieið til tungls.
Á öðrum fæti fór ég umhverfis skjöldinn
og fékk ekki hamið mig, kunni mér ekki læti,
skautaði hálíboginn himinsins glæru ísa
hraðara en fugl - og blés þó ekki úr nös.
Égíleygðist milli fjarlægra stjömumerkja unz fjósakonumar þósglaðar
stugguðuviðmér.
Þá flýtti égmér til fóðurhúsanna aftur
og fossunum þjótandi mætti á Ieiðinni heim.
(Mig dreymir bylgjóttan nið af norðurljósum,
ennúem gömlu skautamir mínir týnár.)
(Að brunnum, 1974.)
Þetta ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar er eins konar ensk
sonnetta að formi. Eg segi eins konar af því að endarím
vantar, en stuðlasetning er hins vegar hefðbundin. Orða-
forðinn er tiltölulega einfaldur, líkt og búast mætti við
hjá ungum sveitadreng á fyrri hluta aldarinnar. Lesandi
verður tæpast var við hið knappa form sonnettunnar, því
að skáldið leyfír sér breytta endurtekningu eins og so.
bruna og geysast í fyrsta erindi - og sömuleiðis í öðru
vísuorði annars erindis. Ljóðið byggist á tvöfaldri sýn,
sem að hluta er miðlað með myndhverfingum, eins og oft
er gripið til í slíkum tilvikum, en einnig með yfírfærslu -
og síðan með hugarflugi ljóðmælandans.
Sveitadrengur leggur á skautum út á svell á heiðu, köldu
og dimmu vetrarkvöldi. Himininn iðar af norðurljósum
og tungl og stjörnur speglast í svellinu. Beitt er yfír-
færslu milli skynsviða þegar sagt er að hann heyri bylgj-
óttan nið af norðurljósum. Reyndar minnist ég þess úr
minni æsku er ég var eitt sinn að hlaupa á milli húsa á
slíku vetrarkvöldi vestur í Skutulsfirði að nórðurljós ólm-
uðust milli fjallanna. Þau virtust lágt og lágu næstum á
fjallsbrúnunum, að því er mér fannst, og mér þótti ég
heyra hvin eða þyt - og varð mjög hræddur. Þó er mér
sagt, að ekki heyrist neitt í norðurljósum. Myndhverfing
er það auðvitað þegar norðurljósin eru sögð marglitir
fossar, og er sú líking vitaskuld dregin af hreyfíngu
þeirra: þau streyma um himininn eins og fallandi foss.
Þar sem drengurinn skautar á fleygiferð, finnst honum
eins og hann hefjist til flugs er hann skautar „hálfboginn
himinsins glæru ísa“ sem er skýr myndhverfing, tengd
ímyndunarafli drengsins. Spegilmyndin í svellinu líkt og
þeytir honum út í geiminn í áttina að mynd tunglsins.
Hann hnitar hring um mánann og fleygist svo áfram
„milli fjarlægra stjörnumerkja / unz fjósakonurnar
ljósglaðar stugguðu við mér“.
Þarna, einmitt þama, tengir skáldið hinar tvær myndir,
veruleikann og hugsýn piltsins, á snjallan hátt. Fjósa-
konumar em þrjár leiftrandi stjörnur í röð, þvert yfir
stjömumerkið Orion. En í ljóðinu em þær einnig fjósa-
konur í eiginlegum skilningi, þrjár konur að koma úr
fjósinu með ljósker í hendi og kalla til drengsins að koma
sér nú inn. Þar með rofnar töfrasýnin. Drengurinn er
ekki lengur geimfari að kanna alheiminn á ferð sinni,
heldur hversdagslegur strákur á skautasvelli í sveitinni
heima og er skipað að koma sér í háttinn. Þannig lýkur
geimferðinni snögglega og dálítið hastarlega, næstum
sneypulega, ef manni leyfist að ráða í hug drengsins.
Hann getur þó séð fossa norðurljósanna á heimleiðinni,
þótt nú sé ekki minnst á „bylgjandi nið‘.
Tvíhendan í lok kvæðisins, sem er einkenni enskrar
sonnettu (sem oft er kennd við Shakespeare, af því að
hann fullkomnaði þetta afbrigði), geymir svo eins konar
niðurstöðu. í þessu ljóði birtist þar hugsun ljóðmæl-
andans löngu síðar, sem fullorðins, þroskaðs manns.
Hann dreymir enn þessa æskumynd, en nú em „gömlu
skautarnii•“ týndir. Eg skil það svo að ekki sé lengur fyrir
hendi hið frjóa ímyndunarafl æskunnar, þar sem ekkert
skilur að hugarflug og veruleika. Skautarnir verða tákn-
mynd þess.
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
Prag. Til samræmis var Nikolaj kallaður
„prestgepillinn", t.d. „Nú er illt í efni, prest-
gepillinn á að kynda í dag.“
Síðar (frá 1984) gerðist hann húsvörður í
Fjósinu sem fyrr greinir. Þótt hann verði
tæplega kallaður bjartsýnismaður í heims-
skoðun, hefur honum samt alltaf verið ein-
staklega lagið að sjá hinar björtu hliðar á til-
verunni, einkum ef unnt er að skoða þær frá
kyndugu sjónarhorni. Meðan hann var kynd-
ari fékk ég eitt sinn bréf frá honum þar sem
hann tíundaði hitann og loftleysið í mið-
stöðvarklefanum, en bætti svo við: „Þú getur
ekki ímyndað þér hvað bjórinn bragðast vel
á eftir!“
Nýir timar
Eftir flauelsbyltinguna frægu skipaðist
fljótt veður í lofti. Hinir hámenntuðu kynd-
arar, húsverðir, götusóparar, námuverka-
menn o.s.frv. tóku við mörgum æðstu em-
bættum ríkisins, og forseti Havel, sem hafði
um árabil setið í fangelsum leppstjórnar
Bréznevs & Co, lét svo um mælt að það færi
vel á því að rithöfundar hefðu eftirlit með
hershöfðingjum.
Sinn gamla samherja, Andrej Stankovic,
gerði hann að bókaverði forsetaembættisins.
Þeirri stöðu hefur hann gegnt til skamms
tíma, en í október sl. flutti hann sig enn um
set og gerðist gagnrýnandi við blaðið Lidové
Noviny („Alþýðublaðið").
Kona Nikolajs, Olga Stankovicová, var ná-
in vinkona nöfnu sinnar, forsetafrúar Olgu
Havlovu. Stofnuðu þær og starfræktu ásamt
fleirum sjálfseignarstofnun til hjálparstarf-
semi (The Olga Havel Foundation), sem for-
setafrúin veitti forstöðu. Stankovicová er nú
bókasafnsstýra austrænudeildar Vísindaaka-
demíunnar.
Faliinn félagi
„Fuglar fagna nýjum degi með söng, lið-
þjálfar með öskrum."
(Heiti ráðstefnurits sem Jan Lopatka rit-
stýrði. Kom út 1992.)
Kvöld eitt árið 1988 sat ég í kjallaraíbúð
vestast í Vesturbænum og horfði á heimild-
armynd sem BBC hafði gert um andófs-
manninn Václav Havel. Eitt myndskeið hófst
á þvi að dyrnar að íbúð leikritaskáldsins
opnast og við mér blasir kunnuglegt andlit.
Þar var kominn Jan (,,Honza“) Lopatka með
sekk mikinn á baki. Úr honum hvolfdi hann á
gólfið sem flaut nú í neðanjarðarbók-
menntum.
Jan Lopatka var einn af atkvæðamestu fé-
lögum í hópnum í kringum tímaritið Tvár.
Sérgrein hans var bókmenntagagnrýni og
menningarsaga. Skrif hans einkenndust af
vægðarlausri rökvísi, hárbeittri greind og
þjappaðri hugsun. Þegar Pragarvorið gekk í
garð, var hann orðinn einn áhrifamesti gagn-
rýnandi landsins og líklegur til mikils frama.
En miskunnarlaus sjálfsagi og tillitslaus
hollusta við það sem hann áleit rétt vera olli
því að margir þóttust eiga um sárt að binda
eftir eiturpenna hans. Jans Lopatka hlífði
ekki að heldur ýmsum leiðarljósum andófs-
aflanna. Jafnframt því sem hann lét þau
I
Jaroslav Hasek heldur kosningaræðu í Fjósinu. Hasek stofnaði Flokk hóflegra framfara innan
ramma laganna eins og minnst er á í greininni.
njóta sannmælis fyrir verðleika sína, hikaði
hann aldrei við að stinga á þeim kýlum sem
hann þóttist finna í sköpunarverki þeirra, og
hér voru Milan Kundera, Ludvík Vaculík,
Vladimír Páral og jafnvel Bohumil Hrabal
ekki undanskildir. í heimi Jans Lopötku
fundust hvorki heilagar kýr né goð á stalli.
Eftir bróðurlega hjálp Varsjárbandalags-
ins var hann að sjálfsögðu settur í ritbann.
Árum saman vann þessi frábæri fræðimaður
fyrir sér sem ófaglærður verkamaður, þvoði
m.a. upp í einni af matstofum háskólans. Ég
hitti hann í ágúst 1982 og spuði hann þá m.a.
hvort hann væri ekki bitur („áskitinn" eins
og Tékkar orða það gjarna). - Jú, auðvitað
er ég það, en margir í forréttindastéttinni
eru miklu „áskitnari" en ég - var svarið.
Einmitt þessu lýsir Václav Havel ágæt-
lega í leikritinu Vernissage.
Þegar við skildum rétti hann að mér ein-
tak af aðalverki sínu, Predpoklady tvorby
(„Forsendur listsköpunar") í samizdatut-
gáfu, og spurði hvort ég þyrði að hafa þetta
meðferðis úr landi. Ég setti bókina í ráð-
stefnutösku Slafistasambandsins, sem var
greinilega merkt, og hún slapp við skoðun á
flugvellinum.
Eftir umskiptin 1989 virtist framtíðin
blasa við björt og fögur. Lopatka gerðist
frammámaður í fjölmörgum menningarfé-
lögum - stofnaði sum sjálfur - og varð aðal-
ritstjóri gagnrýnidálka Bókmenntablaðsins
(„Literární Noviny“, stórveldis í tékknesku
menningarlífi.
En margir af svokölluðum samherjum
gátu ekki fyrirgefið Jan bersögla gagnrýni
hans. Ofund og klíkuskapur gengu í vanheil-
agt bandalag til að fá hann settan af sem
gagnrýniritstjóra Bókmenntablaðsins, og
voru meðul og rökstuðningur ekki af vand-
aðra tagi. Jan hafði staðið af sér ofsóknir
fjandsamlegra stjórnvalda árum saman án
þess að blikna né blána, en aðför „samherj-
anna“ varð honum um megn. í júlímánuði
1993 valdi hann að kveðja þennan heim, 53
ára að aldri.
Jafnvel flauelsbyltingar éta börn sín
Andrej „Nikolaj" Stankoviö og Jan Lop-
atka voru einstaklega samrýndir, eins og oft
vill verða um gjörólíkar persónur. Kannski
hefur Nikolaj aldrei orðið fyrir meira áfalli í
lífinu en að missa þennan fóstbróður sinn.
Minningarorðum hans um Jan Lopötku í
tímaritinu „Respekt" lýkur svo:
„Ákvarðanir hans voru nær alltaf réttar,
og það sem hann ákvað, það gerði hann. Og
því vaknar sú spurning sem vísast er óvið-
eigandi og hneykslanleg í minningargrein en
alveg örugglega eftir hans eigin höfði: Hefur
Honza ekki valið rétt í þetta skipti líka?“
Sjöunda febrúar í ár hefði Jan Lopatka
orðið sextugur. Lista-og gagnrýnikálfur
blaðsins Lidové noviny 3. febrúar sl. var að
mestu helgaður minningu hans.
Stankovic sem Ijóðskóld og þýðandi.
Andrej hefur fengist talsvert við þýðingar.
Úr pólsku hefur hann m.a. þýtt Czeslaw Mil-
osz og á sínum tíma talsvert af gögnum frá
Solidarnoœé. Saman hafa þau hjón þýtt
sitthvað úr ensku, t.d. H.P. Lovecraft og
Tolkien. En Andrej er fyrst og fremst Ijóð-
skáld - skáld af innlifun og brýnni þörf.
Hann baðar sig í skáldskapnum eins og
Jóakim frændi í fjárhaug sínum. Stundum
virðist tilviljun ráða ferðinni; það er því lík-
ast að orðin skoppi frjáls eins og lömb í
haga, kalli á rímnauta sína til leiks og galsa.
En oft er þung undiralda í ljóðunum, tíðum
myrk og drungaleg. Hugrenningatengslin
eru svo laus að helst þyrfti að eiga beinan
aðgang að innstu hugarfylgsnum skáldsins
til að skilja hvað hann er að fara ... ef eitt-
hvað. Hann viðurkennir að sumt í kvæðum
hans sé „nonsens", en sú lokleysa er sjaldn-
ast út í loftið.
Að lesa ljóð Nikolajs er ekki ólíkt því að
skoða abstraktmálverk við atónalt undirspil.
Kvæði hans eru flest óþýðanleg með öllu
og eiga að vera það. Sum má etv. endursegja
með það fyrir augum að reyna að skapa svip-
aða stemmingu og frumtextinn býður upp á.
Hér skal gerð hikandi tilraun til að kynna
skáldskap Andrejs Stankovic.
SVART LEIKHÚS
Vitað er að böðlanna björtu atlashanskar
með naumindum rembdum
vinna upp það tjón
sem valda gallsvartir glófar nærkvenna
Yfír hvítum hönskum Sókratesar
sem seilast í bikarinn,
svífa því hanskar móður hans
svartir og signandi
í upphæðum.
Veisla í veiðilok.
(Til minningar um Mikulás Medek*)
I upphafí var augað
sem rændi fuglinn rúmsýn
Það er kráin í gangvirkinu Við andlitið
þögla
- hundskist þér nú norður í nifl niður og
látið ekki hvítuna leka úryður -
hvar það hnígur til viðar um aftna alla
svo Ijúft, svo ljúft
og eitt sinn árla fyrir hálfdregnum höns-
um
- á sér rellan ýfði stél -
kætti það vindlingsstubba
- þeir gjóa gjóa glóðaraugum frá gólfí -
að í sósutjörn undir borði
böðuð í glætu sólar
flatmagar tík fastagests
þeim til angurs og ýgi
sem ekki fá blund á brá
(brátt deyðist dottandi glyrnu lykilsins
gjörvöll nánd)
Síðan gresja
haustgrotnir hirtir
í handabanda kveðjugrúa.
* Mikulás Medek (d. 1974) var einhver
merkasti listmálari Tékkóslóvakíu á þessari öld.
Höfundurinn er prófessor í slavneskum mólum
við Óslóarhóskóla.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 1 5