Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 14
Á góðri stund í Prag 1998. Talið frá vinstri: Karel Stindl, yfirbókavörður tékkneska þjóðþingsins, greinarhöfundurinn og skáldið Andrej Stankovic. í Prag 1952. Frá vinstri: Jan Lopatka, skáldið Andrej Stankovic, Karel Stindl bókmenntafræð- ingur og Frantisek Pospísil, yfirbókavörður Vísindaakademíunnar. Leitað að andófsmanni í ágúst 1982 sat ég heimsþing rússnesku- kennara í Prag og vildi nota tækifærið til að heilsa upp á gamlan kumpán frá háskólaár- unum. Nokkrum árum áður hafði ég gist hjá honum í götunni Melantrichoya, rétt hjá Václavs-torgi, sem er miðdepill þessarar kynngimögnuðu borgar. Ég barði upp á hvað eftir annað, en hvor- ugt þeirra hjóna var heima. Ekki tókst mér heldur að ná til sameiginlegra kunningja sem gætu upplýst mig um samastað And- rejs, eða Nikolajs eins og hann heitir í kunn- ingjahópi. Loks er leið að lokum dvalar minnar í Prag, hitti ég fyrir venslafólk hjónanna í íbúð þeirra. Og ég fékk skýringu á fjarveru þeirra. Nú leið nefnilega að afmæli innrásar Varsjárbandalagsins (21. ágúst), og þá var venja stjórnvalda að stinga hugsanlegum óróaseggjunum sem til náðist inn í nokkra daga, svona til vonar og vara. Nikolaj var orðinn leiður á þessari árlegu kælingu. Þau Olga kona hans höfðu því tekið Trabantinn sinn og lagt leið sína til SuðurBæheims án þess að gefa upp nokkra ferðaáætlun. Það liðu tíu ár þangað til ég gat fengið mér bjór með Nikolaj, og þá var margt breytt. Horft yfir Prag. Hugsað tii Haseks og góða dótans Það er sumar í Prag árið 1992, og úr bóka- safni forsetaembættisins er fallegt útsýni frá höllinni yfir þökin í Litlabæ (Malá Strana), sem Jan Neruda gerði heimskunnan með sagnasafni sínu úr þessum töfrandi bæjar- hluta. Það hafði svo sterk áhrif á N.R. Reyes Basualto i Chile að hann tók sér höfundar- nafnið Pablo Neruda. Nokkru lengra handan Vltavaelfar (Mold- ár) sem Smetana lofsyngur í tónverkinu Föðurland mitt, er Nýibær (Nové Misto) sem Karl IV. keisari lét byggja á 14. öld um það leyti sem hann fyrir hálfri sjöundu öld stofnaði háskólann sem enn ber nafn hans. Upprunalegt skipulag bæjarhlutans stendur fyrir sínu enn þann dag í dag. Ef lengra er haldið í áttina að Víngarðahverfí, verður fyr- ir veitingahúsið Kravín, „Fjósið“. Þar var aðalbækistöð Jaroslavs Haseks þegar hann stofnaði „Flokk hóflegra framfara innan ramma laganna". Það var eini stjórnmála- flokkurinn sem á sínum tíma mótmælti skörulega jarðskjálftunum miklu í Mexíkó. Á námsárum mínum í Prag var gamall fíðlari í Fjósinu sem spilaði Söng Sólveigar af mikilli hind og innlifun ef stungið var að honum tíkalli. Og ekki langt frá er Bikarinn (U kalicha), fastakrá góða dátans Svejks. Þarna í Fjósinu var háskólagengið skáld, Andrej Stankovic, húsvörður og snattari um tíma áður en flauelsbyltingin flutti hann yfir ána og upp í Hradéany-öll sem bókavörð for- setaembættisins. Þá var góðkunningi hans og andófsfélagi Václav Havel orðinn þjóð- höfðingi lýðveldisins, og varð síðar fyrsti for- seti Tékklands eftir að þeir sálufélagarnir Meciar og Klaus sáu sér báðir hag í því að kljúfa Tékkóslóvakíu án þess að bera skiln- aðinn undir atkvæði þjóða sinna. Sumar ævisögur eru lyginni líkastar Andrej („Nikolaj") Stankovic er fæddur 22. júní 1940 í Presov í Austur-Slóvakíu þar sem karpatískir Ukraínumenn (rúthenar) eiga sér fróðskaparsetur. Þá hafði Slóvakía cnýverið gerst sjálfstætt ríki eftir að nasistar hernámu Bæheim og Mæri og gerðu þá landshluta að „verndarsvæði". En pilturinn Andrej var og er skilgetið afsprengi fjöl- þjóðaveldis Habsborgara. Hann er m.a. af rúthenskum, slóvakískum, pólskum, ung- verskum, székelyskum, austurrískum og ÚR FJÓSI IHÖLL TÉKKNESKA SKÁLDIÐ ANDREJ STANKOVlC EFTIR HELGA HARALDSSON í haust sem leið voru liðin 10 ór fró flauelsbyltingunni í Tékkóslóvakíu. Eftir | óó byltingu skipaðist fljótt veður í lofti. Hinir hómenntuðu kyndarar, húsverðir, götusóp- arar, nómuverkamenn o.s. frv. tóku við mörgum æðstu embættum ríkisins, og Havel forseti, sem hafói um órabil setið í fangelsum leppstjórnar Bréznevs & Co, lét svo um mælt að það færi vel ó því að rithöfundar hefðu eftirlit með hershöfðingjum. gyðverskum ættum. Móðurmál hans er nán- ast slóvakíska, en kjörmál hans er tékk- neska. Liðsforinginn faðir hans varð saupsáttur við einn af frammámönnunum í leppstjórn Hlinku prests í öldurhúsi á Aðalstræti (síðar Hlinkagötu, svo Stalínsstræti, - aftur Aðal- stræti) í Presov árið 1941, skömmu áður en Slóvakía sagði Sovétríkjunum stríð á hend- ur. Hét sá „Sano“ (= Áleksandr) Mach, og greindi þá á um hvort sígaunahljómsveitin ætti að spila, en sígaunarnir voru hallir und- ir Stankovic sem vildi að þeir spiluðu. Lauk svo að Stankovic rak nasistaforsprakkanum duglegan kinnhest. Fyrir þetta fékk hann bágt og var sendur til austurvígstöðvanna. Hann reyndist dugandi hermaður og fékk orðu fyrir. Ekki varð sú viðurkenning hon- um til framdráttar að striði loknu. Þá flutti fjölskyldan til Bæheims og bjó ýmist í Prag eða úti á landsbyggðinni. Saöo Mach fékk líka bágt fyrir eftir stríð, en kunningsskapur við m.a. Gustav Husák og Ladislav Novomeský bjargaði líklega lífi hans, eða eins og Nikolaj orðar það: „Þar sem pólitík sundrar, sameinar slívovitsan“. Var seinna náðaður og dó í forsetatíð Hus- áks. Mach var vitaskuld eindreginn antis- emíti. Eitt sinn meðan hann sat í fangelsi kom kona hans og sagði að júði nokkur hefði forfært dóttur þeirra við kartöfluupptöku uppi í sveit, en ungir borgarbúar, einkum stúdentar, voru óspart notaðir til slíkra hluta um uppskerutímann. Þá kveinaði gamli maðurinn sárt og sagði við annan inniseta „Sálgaðu mér, íuro, ég hef brugðist bæði sem slóvaki og aríi“. Hann lifði innrás Var- sjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu og hældi framkvæmd hennar á hvert reipi. í fyllingu tímans hóf sveinninn Andrej há- skólanám. I káputexta einnar ljóðabókar hans segir m.a.: „Árið 1975 eftir langa en kléna ástundun lauk hann prófi í bóksafns- fræðum og fræðilegri gagnavinnslu". Á ár- unum 1960-1966 vann hann á sumrum í efna- verksmiðju úti á landi, þar sem m.a. voru framleidd sprengiefni. Vegna eitrunarhættu fékk starfsfólk ókeypis mjólk eins og það gat í sig látið, og nærðist Nikolaj aðallega á mjólkurdrykkju. Kunningsskapur hans við griðkonu matstofunnar bætti gjarna við brauðsnúðum upp á krít. Þannig sparaðist honum fé til að koma í góðar heimsóknir til kunningja sinna í Prag og sat þar meðan skotsilfrið entist. Tvár („Ásjóna"). Kvæði Stakovic birtust fyrst 1965 í tíma- ritinu Tvár. Sama ár var tímaritið bannað. Það hóf aftur göngu sína 1968, og þá var Andrej í ritstjórn. Auk ljóða skrifaði hann kvikmyndagagnrýni í ritið. Tvár var stofnað 1964 á vegum Rithöf- undasambandsins sem tímarit ungra höf- unda. Smám saman náðu ungir andófssinnar undirtökunum á tímaritinu, þ.á m. hinn stór- gáfaði gagnrýnandi Jan Lopatka sællar minningar, og síðar komu til skjalanna Václav Havel, Vladimír Kafka o.fl. Síðast- nefndur er annálaður fyrir þýðingar á verk- um nafna síns Franz. - Brátt var ritið orðið valdhöfum svo mikill þyrnir á augum að út- gáfa þess var stöðvuð eftir að aðstandendur þess höfðu hafnað úrslitakostum hinna flokksstýrðu í rithöfundasambandinu og stalínistanna í miðstjórn kommúnistaflokks- ins. Olli sú ráðstöfun miklum kurr. Stofnað var félagið „Klúbbur hinna ungu“ sem safn- aði undirskriftum 240 rithöfunda gegn stöðv- un Tvár. Mun Václav Havel hafa verið þar manna ötulastur, og voru þetta mestu mót- mælaaðgerðir í menningarmálum síðan 1948. Árið 1968 hóf tímaritið svo aftur göngu sína, en var bannað árið eftir ásamt svo mörgu öðru ... Hin myrku ár Eftir innrás Varsjárbandalagsins var Stankovic fljótlega settur í ritbann eins og fleiri. Ljóð hans birtust þó í útlagatímaritum og í þýðingum, t.d. í safnritinu Stunde nam- ens Hoffnung. Fischer Taschenbuch Verlag, 1978, en þar er að finna verk bannlýstra tékka og slóvaka frá áratugnum 1968-78. Honum og hans líkum var ekki aðeins meinað ritfrelsi. Menntamönnum sem stjórnvöldum var í nöp við áttu einskis ann- ars úrkosti en að vinna fyrir sér sem ófag- lærðir verkamenn, enda eins og Þorgeir Þor- geirson hefur bent á hafði Prag þá á að skipa menntuðustu stétt götusópara í víðri veröld, meðal þeirra varð ekki þverfótað fyrir dokt- orsnafnbótum. Um tíma (1980-1983) vann Andrej fyrir sér sem kyndari í hótelinu Met- eor í miðborg Prag (beint á móti Leninsafn- inu), ásamt m.a. Karol Sidon sem nú er rabbíni í Prag, og Václav Malý, nú biskupi í 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.