Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 11
legt hvemig fjölskyldur gátu framfleytt sér á landlausum hjáleigum, þar sem bústofninn var nokkrar kindur . Líklega hefur munað mest um sjávarfangið. Byggðin í Hraunum náði frá Straumsvík og vestur með ströndinni. Lónakot er vestast og nokkuð afskekkt; þangað eru 2-3 km frá megin byggðarkjamanum, en Hvassahraun er á Vatns- leysuströnd og var ekki talið með Hraunabæjun- um. Þorbjarnarstaðir, snertuspöl sunnan Kefla- víkurvegarins, Lónakot, Óttarsstaðabæimir, Straumur og Stóri-Lambhagi vom landstórar jarðir, en jafnframt var allt þeirra land í hraun- um. Fyrir utan þessar stærstu jarðir í Hraunum vora nokkur smábýli, hjáleigur og þurrabúðir. Þar á meðal vora Gerði, Litli-Lambhagi og Pét- urskot við Straumsvíkina, en Þýzkubúð lítið eitt út með víkinni og Jónsbúð enn utar, Eyðikot, sem var hjáleiga frá Öttarsstöðum eystri, Kolbeinskot og Óttarsstaðagerði. Umhverfis Ottarsstaðabæina er eina umtals- verða og samfellda graslendið í Hraunum, enda var byggðin þéttust þar. Bílfær vegur liggur frá Straumi, þar sem nú er Listamiðstöð Hafnar- fjarðar, vestur að Eyðikoti, en merktur göngu- stígur er þaðan framhjá Óttarsstaðabæjunum og síðan með ströndinni að Lónakoti. Frá Lónakoti er síðan hægt að ganga raddan slóða, um 2 km leið, austur á Keflavíkurveg. Frábært útivistar- og göngusvæði Sem útivistar- og göngusvæði búa Hraunin yfir sérstökum töfram. Stæðilegir og vel hlaðnir grjótgarðar standa sumstaðar ennþá, aðrir hafa hrunið. I klofnum hraunhóli vestan við Óttars- staðavör hefur hraunspranga nýtzt sem veggir fyrir einhverskonar hús og aðeins þurft að hlaða íyrir endana og refta yfir. Þarna gæti hafa verið sjóbúð, þó er það ekki víst. Það er alltaf tilbreytingarríkt að skoða grýtta ströndina í nánd við Óttarsstaðavör, allt frá Vatnsskersklöpp og Kisukletti að Snoppu og út eftir Langabakka að Arnarkletti og Hrúðrinum, þar sem „brimið þvær hin skreipu sker“. Á öðram stöðum era minjar um þurrabúðir, fiskreiti, gerði og uppsátur þar sem kjalfórin sjást enn á grjót- inu. Sunnar í hrauninu sjást aftur á móti minjar um sauðfjárbúskapinn. Þar era nátthagar, kvíaból og fjárskútar, fallega hlaðin fjárborg og réttir. Skammt sunnan Keflavíkurvegarins stendur Þorbjamarstaðarétt, lítt hrunin, önnur rétt er við Lónakot og sú þriðja við Straum. í Almenningi, sem svo era nefndur suður í hrauni, era fimm selstöður: Lónakotssel, Óttars- staðasel, Straumsel, Gjásel og Fomasel. Þar var haft í seli og þar bjó fólk og starfaði sumarlangt. Þurrabúðarmenn og inntökuskip En til hvers er verið að gaumgæfa þetta og velta fyrir sér minjum um harða lífsbaráttu á þessari strönd við yzta haf? Hvem varðar um þurrabúðarmenn? Er ektó nóg að njóta þess sem náttúran býður; sjá hvað hraunhólamir geta ver- ið myndrænir og ströndin falleg þar sem lábarið grjót tekur við af hraunklöppunum og stóp- skrokkur sem stóð uppi í íjöranni fyrir aldar- fjórðungi er orðinn að einskonar beinagrind úr risaeðlu, umvafinn grasi? Það sem eftir er af stefni stópsins stendur hinsvegar upp á endann í fjöranni og gefur engum nútíma skúlptúr eftir. Vissulega er hægt að njóta náttúrannar þó að maður viti ekkert um hana og þó að maður þektó ekkert til sögunnar og þess mannlífs sem ein- hvemtíma áður var á staðnum. En það gerir þessa náttúraupplifun dýpri og minnisstæðari að vita að þama bjó fólk með gleði sína og sorgir fram á miðja 20. öld og lifði nánast á engu eftir því sem okkur finnst nú. Hraunabæir áttu kirkjusókn að Görðum í Garðahreppi, sem er talsvert löng leið fyrir gang- andi fólk. En það var engum vorkennt að ganga þessa leið til kirkju; heldur ektó bömunum sem á fyrstu áratugum 20. aldarinnar gengu alla þessa leið tii þess að komast í skóla. Síðar fengu þau skólastofu í húsinu á Óttarstöðum eystri. í Hraunum var ektó venjuleg, íslenzk sveit eða dreifbýli með talsvert langar bæjarleiðir, heldur einskonar þéttbýli með bæjum, smákotum og þurrabúðum, sem vora nefndar svo. Það vora landlaus eða landlítil býli við sjávarsíðuna, sem höfðu ektó grasnytjar. Þurrabúðarmenn stund- uðu tilfallandi vinnu; réðu sig í kaupavinnu á sumrin og vora á sjó á vertíðum. Á nokkram Hraunabæjum var svokallað heimaræði, það er útræði frá þeim jörðum sem áttu land að sjó. Bændur sem bjuggu fjær sjó fengu hinsvegar stundum leyfi sjávarbænda til þess að nýta lend- ingaraðstöðu og hafa þar mannskap á vertíðum. Það var kallað að hafa inntökustóp á jörðinni. Landmótun i Hraunum Við upphaf nútíma fyrir um 10 þúsund áram var öðravísi um að litast en nú á ströndinni frá Straumsvík vestur að Kúagerði. Raunai- var það fagra land, þar sem Hraunabæirnir stóðu, alls ekki til. Ströndin var þá 2-3 km innar, en í gos- hrinum á Reykjanesskaga, sem einkum hafa orð- Óttarsstadavör var þekktur lendingarstaður og þaðan og frá fleiri vörum reru Hraunamenn til fiskjar, en þurftu ekki að róa langt. Stefnid er af skipi sem „bar beinin" við Óttarsstaðavör um 1970. Á þremur jördum í Hraunum eru sérkennilegar tjarnir og lón. í þeim hækkar og lækkar vatnsborðið eftir sjávarföllum, en efst er alltaf ferskt vatn. Fegurðin er ekki sízt í hinu smágerða. Þessi klettur er eins og skrúðgarður, en skrúð hans er svo smágert að það sést ekki fyrr en að er komið. ið á 1000 ára fresti, rann hvert hraunlagið yfir annað og færði ströndina utar. Ein slík hrina varð fyrir um 2000 áram, önnur fyrir um 1000 áram og samkvæmt því ætti að vera kominn tími á næstu hrinu. Á síðasta jökulskeiði lá jökulfargið meira og minna yfir Reykjanesskaga, en hafði að því er virðist ektó áiuif á gosvirknina. Stundum náðu hraunin að dreifa úr sér þegar íslaust var, en stundum gaus undir ísnum og gosefnin hlóðust upp í geilinni sem þau bræddu, hörðnuðu þar og urðu að móbergi. Sum hraun sem náðu að renna og dreifast hurfu alveg undir önnur nýrri. Það elzta sem sést á yfirborði í námunda við þetta svæði er Búrfellshraun, sem rann fyrir um 7.300 árum og Norðurbærinn í Hafnarfirði er byggður á. Fyrir um 5000 áram varð mitóð gos í Hrútagjá, nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíð- arháls. Hraunið, sem kennt er við Hrútagjár- dyngju, rann til sjávar og myndaði svæðið vestan við Straumsvík þar sem Hraunabæimir vora byggðir, nærri 4000 árum síðar.(Sjá kort á bls 12). Hrútagjárdyngja er ömefni sem gamlir Hraunamenn hefðu ektó kannast við, enda er það síðari tíma nafngift frá hendi jarðfræðinga. Fyrir utan hraunið úr Hrútagjá hafa tvær aðrar dyngj- ur átt mikinn þátt í að móta ásýnd Reykjanes- skagans vestantil. Þó það komi Hraunabæjunum ektó við má geta þess hér til fróðleiks að flæmi hrauna úr dyngjunni Þráinsskildi þekja svæðið frá Kúagerði að Vogastapa og enn vestar er dyngjan Sandfellshæð; hraun úr henni dreifðust allar götur vestur í Hafnir. Síðar hafa yngri hraun fyllt upp í lægðir og stundum náð til sjávar. Nærtækt er að benda á snarbratta brún Afstapahrauns við Kúagerði. Það er síðari tíma hraun eins og Kapelluhraunið * austar. Hraunið undii' landi Hraunabæjanna hafði góðan tíma til að gróa upp áður en nokkur lifandi skepna gekk um það og myndaðist víða kjarr í því, eða skógur, sem eyddist af rányrkju á öldum fátæktaiinnar. Stærsti hluti þessa hraun- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 1 1 ¥

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.