Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 20
TEL MIG VERA RITIÐJUMANN nMíwr'’ ; « Ú* tö. V.v Árt <*« Ritþing um Þórarin ^ Eldjórn verður haldið í Gerðubergi í dag. Þar opnar höfundurinn hjarta sitt og opinberar leyndar- verkunum. HÁVAR - SIGURJÓNSSON tók örlítið forskotó sæluna. mólin sem búa að baki ÞÓRARINN Eldjáin rithöfund þarf vart að kynna fyrir íslensk; um lestrarhestum. Eða hvað? í Gerðubergi verður Þórarinn ein- mitt kynntur í heilu lagi - maður- inn og verkin hans - á ritþingi honum til heiðurs. Ungskáldið Andri Snær Magnason stýrir rit- þinginu en spyrlar honum til fulltingis verða Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og blaða- maðurinn, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Adda Steina Bjömsdóttir. Þá flytja ýmis brot úr verkum Þórarins. Steindór Andersen ^væðamaður, Jóhann G. Jóhannsson tónlistar- maður og Örn Ámason leikari. Ort undir hátíðlegum háttum Þórarinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi þetta ágætt tækifæri til að h'ta yfir farinn veg án þess að um nokkurs konar upp- gjör væri að ræða. „Ymsar hugmyndir í fyrstu verkum mínum vora sósíalískar í hugsun. Margt af því er ég ekki tilbúinn til að skrifa und- ir lengur en ég afneita því ekki heldur. Þetta til- heyrði þeim tíma sem þá var.“ Aðspurður um tíðarandann sem nú ríkir vill Í’órarinn lýsa honum sem blöndu af há- og lág- menningu. „Skilin þar á milli hafa máðst út. Eg hef reyndar oft leikið mér að þessu á ýmsa vegu og blandað saman háu og lágu, t.d. með því að yrkja óhátíðleg Ijóð undir mjög hátíðlegum bragarháttum." Þórarinn er fæddur 1949 og hefur verið af- kastamikill höfundur í þann ríflega aldarfjórð- ung sem liðinn er frá því ljóðabókin Kvæði kom út 1974. Eftir hann liggur fjöldi ritverka af öll- um toga, skáldsögur, smásagnasöfn, ljóð og kvæði, þýðingar á Ijóðum, skáldsögum, leikrit- um, söngleikjum, söngtextum og þannig mætti áffam telja. „Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem ritiðju- mann og legg mikið upp úr handverkinu sjálfu. Það er talsverð kúnst að þýða söngleiki og söng- texta þó það sé sjaldnast í því fólginn mikill skáldskapur. Þetta er nánast einsog íþrótt og '*%kki margir sem kunna þetta.“ Skrýtnar spennitreyjur Óhætt er að segja að Þórarinn sé einn okkar mesti rímsnillingur, rímuðu kvæðin hans era áreynslulaus og auðlærð - það vita öll bömin sem kunna bamaljóðin hans utanbókar - brag- arhættir leika honum á tungu og stundum virð- ast þanþoli tungumálsins lítil takmörk sett þeg- ar hann fer um það höndum. Andri Snær segir ffá því að það hafi verið segin saga að þegar honum og félögum hans í menntaskóla datt í hug skemmtilegur útúrsnúningur á orði eða orðtaki hafði Þórarinn orðið á undan. |,M, * vsr Imiu. , , I .>*»:*• II.TMi,) . , >»...«! .iMU., Sf.ítft! i ^kt*i Utnj-S •» « u vUj Iwjimjid Iwimmi it jjlwta i»l. vfti ««1 Mte.ti vKiiv "únti * *'■'*'* '"*'t**W «r»? towmK í»*'>itV ii«n „,,vi lvá„ /,í*„ ,, Mt, „ 1'i pl.kwiiui tit sUltn gj-ffírt Iwtml MtMfí llrimii luiitl fíVtii ‘injfuit'ttwl. uu ffutíiuMt tr-vmli't (Oil L,„s, - J ÍHIMIV JHM tt' ticmiut »i m n lúlv t l*'itttv htutí viuni 'kritltU vl.i’l er vljiltW imuiUvil ... lui... N.uV. O..OU"" Andri Snær Magnason, Þórarinn Eldjárn og Adda Steina Björnsdóttir brynjast skáldskap Þórarins. Útgefnar bækur Þórarins Eldjórns Kvæði, eigin útgáfa 1974, (4. prentun, Ið- unn 1979) Disneyrímur, Iðunn 1978, (2. prentun 1980) Erindi, Iðunn 1979 Ofsögum sagt, Iðunn 1981 Kyrr kjör, Iðunn 1983 Ydd, Forlagið 1984 (2. útgáfa Vaka-Helgafell 1999) Margsaga, Gullbringa 1985 Skuggabox, Gullbringa 1988 Hin háfleyga moldvarpa, Foriagið 1991 Ort, Forlagið 1991 Óðfluga, Forlagið 1991 (myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn) (2. útgáfa Vaka-Helgafell 2000) Heimskringla, Forlagið 1992 (myndskreytt af Sigrúnu Eldjám) Ó fyrir framan, Forlagið 1992 Ég man, Forlagið 1994 Völuspá, (endursögn), Mál og menning 1994 Brotahöfuð, Forlagið 1996, (kiija 1998) Halasljama, Forlagið 1997 (myndskreytt af Sigrúnu Eldjám) Sérðu það sem ég sé, Vaka-Helgafell 1998 í samvinnu við aðra: Ljóðskreytt fyrir Sigrúnu Eldjárn: Gleymmérei, Iðunn 1981 Gleymmérei, (endurbætt), Forlagið 1996 Stafrófskver, Forlagið 1993 Talnakver, Forlagið 1994 Með Brian Pilkington: Jólasveinaheimilið, Iðunn 1982 Ljóðskreytt fyrir Tryggva Ólafsson: Litarún, Forlagið 1992 Ritsöfn og sýnisbækur: Stórbók ÞE, Mál og menning 1988, (endur- útgáfa aukin 1993) Sögur og kvæði, Mál og menning 1992 Gullregn, Forlagið 1996 Sagnabelgur, Vaka-Helgafell 1999 „Það var aldrei nein spuming fyrir mig hvort ég ætlaði að yrkja undir hefðbundnum bragar- háttum eða óbundin ljóð. Ég gat bara ekki ort öðruvísi. Þegar ég var að byija að yrkja fannst mér ég ekki geta ort án stuðnings bragarhátta. Ég þurfti þessa stýringu sem rímið veitir. Ég er mjög hrifinn af því að setja á sjálfan mig skrýtn- ar spennitreyjur. Margir bragarhættir era þannig að þeir setja manni mjög erfið skiiyrði sem maður verður að beygja sig undir. Síðan hef ég gefið út einar tvær ijóðabækur sem ekki era ortar undir háttbundnum brag þannig að mér tókst að sigrast á þessum komplex.“ - Varstu kannski alinn upp við þá hugsun að það væri sjálfsagður hlutur að geta ort vísu? „Nei, í raun og veru ekki. Þó kunni faðir minn vísur sem áttu við allt milli himins og jarðar. Ég var þó hvorki alinn upp í þeirri trú að óbundin ljóð væra fyrirlitleg né heldur að sá væri einskis virði sem ekki gæti kastað fram vísu. Hins veg- ar var ég alinn upp við það að tungumálið væri skemmtilegt og möguleikar þess margvíslegir." Þórarinn hefur gefið út þijár ljóðabækur fyr- ir böm sem notið hafa mikilla vinsælda. „Barna- Ijóðabækumar eru eftir á að hyggja trílógía og ljóðin í þeim era 52, eitt fyrir hveija viku ársins. Böm eiga mjög auðvelt með að læra ljóð og ég hef verið kynntur fyrir börnum sem hafa kunn- að öll ljóð þessara bóka. Börn hafa líka mjög gaman af rími og era fljót að tileinka sér það.“ - Er hægt að læra brageyra? „Það er hægt að þjálfa það upp og læra reglu- rnar. Það er ekki hægt að kanna brageyra bams sem aldrei hefur heyrt ljóð. Ef það hins Morgunblaðið/Golli vegar heyrir fullt af ljóðum þá er hægt að sýna því með dæmum stuðlanna þrískiptu grein og þá opnast brageyrað.11 Ameríka elfri Andra Snæ til íslands Þóraiinn segir að líta megi á þessa bama- Ijóðagerð sem afleiðingu af þeirri aðferð sinni að taka svokallaða „lágmenningu“ og nýta úr henni minni og persónur og skapa úr þeim al- varlegan kveðskap. Hann bendir á sonnettu sína um Palla sem var einn í heiminum þessu til staðfestingar. „Það ijóð er bókmenntalegt ávarp til Palla og ort í hátíðlegum stíl. Á þessum árum lá í loftinu að fara inn á þessa braut. Að taka „popúlerar“ bókmenntir og fjalla um þær á alvarlegan hátt t.d. með því að skrifa lærðar rit- gerðir um glæpasögur eða „lélegar" bókmenn- tir.“ - Telurðu það kost eða löst á menningaram- hverfinu hversu öllu er hrært saman og nánast enginn greinarmunur gerður lengur á „góðum“ og „lélegum“ listum? „Ég held að það sé kostur í bili að allt sé leyfi- legt en þetta sorterast allt að lokum og það sem er einhvers virði kemst af og hitt gleymist. Þá skiptir engu máli hvar á froðubólunni það var staðsett." Andri Snær segist alinn upp í allt öðra um- hverfi en Þórarinn því hann hafi búið í Banda- ríkjunum til níu ára aldurs og því fundist sem hann væri fluttur á Þjóðminjasafnið við heim- komuna til Islands. „Ég ólst upp við morgun- sjónvarp og pizzatilboð en hér var ekkert slíkt við heimkomu mína. Svo elti Ameríka mig til Is- lands. Ég hef aldrei ort undir hefðbundnum háttum en nokki-ar smásögur mínar era skilget- in afkvæmi smásagna Þórarins,“ segir Andri Snær. Hann segist hlakka til að stýra ritþinginu með fulltingi þeirra Steinunnar og Öddu Steinu. Ritþingið hefst klukkan 13.30 á laugardag og má gera ráð fyrir fjörlegri umræðu um verk og verklag ritiðjumannsins Þórarins Eldjárns. Tíminn og trúin í Reykholtskirkju TÍMINN og trúin, sýning sjö listakvenna, verður næst opnuð í safnaðarsal Reykholts- kirkju sunnudaginn 12 mars. En þangað kemur hún frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Upphaflcga var efnt til sýningarinnar í til- efni af fimmtíu ára afmæli Laugarneskirkju og kristnitökunnar fyrir ■•Tpiísund árum. Verkin hafa öll skírskotun til yfírskriftarinnar og eru byggð á ítarlegri könnun á táknmáli og sögu kristninnar og hinum ýmsu þáttum trúarinnar. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni eru Alda Ármanna Sveinsdóttir, málverk, Auður Ólafsdöttir, málverk, Gerður Guð- mundsdóttir, silkiþrykk/blönduð tækni.Guð- finna Hjálmarsdóttir, grafík/blönduð tækni, Kristín Arngrímsdóttir, þurrkrít og bók- verk, Soffía Árnadúttir, leturlist/glerverk og Þórey (Æja) Magnúsdóttir, skúlptúr. Sýningin fer hringinn í kring um landið og verður komið fyrir í kirkjum og safn- aðarheimilum og lýkur á Allraheiiagra messu í Vestmannaeyjum á þessu ári. Listakonurnar sjö sem verk eiga á sýningunni Tíminn og trúin sem komin er i Reykholtskirkju. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.