Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 19
AKRÓPÓLIS
A NORÐURSLÓÐUM
EFT|R
JENS-EIRIK LARSEN
HEFUR þér nokkurn tíma
dottið í hug, að Helsinki
ætti eitthvað sameiginlegt
með Nýju Delhí? Að borgin
minni í einhverju á Bath og
Dyflinni? Um skyldleikann
við Sankti Pétursborg efast
þó enginn.
Vangaveltur af þessu tagi um byggingarlist,
sem á sér aldagamlar rætur, geta virst dálítið
kjánalegar í Helsinki vorra daga - höfuðstað
hins framsækna Nokia-lands. Ibúarnir eru
beinlínutengdir í flestum skilningi; nýir og af-
ar virkir aðilar að Evrópusambandinu; borgin
þeirra er ein af menningarborgum Evrópu á
þessu ári og þar er Nokia með höfuðstöðvar
sínar. Hvað sem því líður er Helsinki mikið
ævintýri í byggingarlist.
Skyggnumst um öxl til aldamótanna 1.800
er þýski arkitektinn Johann Carl Ludvig Eng-
el fékk það verkefni að breyta lítilfjörlegum
strandbæ í höfuðborg. Nú, 160 árum eftir lát
Engels og jafnvel þótt milljörðum kr. hafi var-
ið sl. fimm ár í ný menningarmannvirki, er
hann enn höfuðsmiður borgarinnar. Jafnvel
nýi menningarþríhyrningurinn, „Bermúdaþrí-
hyrningurinn" eins og sumir kalla hann; nýja
safnið fyrir samtímalist; nýja Óperuhúsið og
nýja Tennishöllin geta ekki keppt við hina
nýklassísku Helsinki með Senat-torgið sem
miðpunkt. Engel vann fyrir voldugasta ein-
vald síns tíma, Alexander I Rússakeisara, og
tilgangur beggja var að reisa höfuðborg hinu
nýja og hálfsjálfstæða stórfurstadæmi Finnl-
andi. Keisarinn hafði þvingað Svía til að láta
Finnland af hendi og hann vildi hafa höfuð-
borgina sem lengst frá hinni sænsku Ábo, sem
lengi hafði verið mestur bær í Finnlandi.
Það vantaði ekki, að Helsinki væri fögur en
lengi, raunar allt fram yfir 1980, töldu margir
hana vera „höfuðborg í leiðinlegasta landi í
Evrópu". Það hefur þó breyst og fram á sumar
má segja með nokkrum rétti, að Helsinki sé
höfuðborg Evrópusambandsins vegna þess, að
Finnar eru nú þar í forsæti. Borgin nýtur þess
líka, að þar eru umhveríismálin í öndvegi og
hún er á krossgötum milli austurs og vesturs.
Það, sem vekur athygli gesta, er þó fyrst og
fremst fegurð borgarinnar og byggingar-
fræðilegt samræmi. Af þeim sökum hefur hún
fengið ýmis viðurnefni í gegnum tíðina,
„Aþena norðursins“, „Akrópólis á norðurslóð-
um“, „Hin nýja Alexandría" og „Pikku Piet-
ari“ eða „Litla Pétursborg“.
Nú átta árum eftir hrun Sovétríkjanna
finnst íbúunum ekkert að því, að borgin skuli
vera kölluð „Litla Pétursborg" enda eru Finn-
ar miklu afslappaðri en áður gagnvart sögu
sinni og samskiptanna við Rússa. Þeir eru þó
jafn mikið á verði og áður gagnvart nágrönn-
unum í austri, ekki þó af ótta við herveldið,
heldur við glæpina og vændið, sem eru orðin
mikil útflutningsgrein í Rússlandi. Við það má
síðan bæta óttanum við meiriháttar kjarn-
orkuslys.
Fornöldin endurvakin
Nýklassíski stíllinn, sem Engel valdi, vakti
miklar deilur á sínum tíma og sumir, einkum
þeir, sem voru hlynntir Svíum, sögðu bygging-
ar, sem minntu á grísk hof, ekki eiga heima í
hinu kalda Finnlandi. Engel, sem stjórnaðist
m.a. af lönguninni til að öðlast sinn sess í sög-
unni, vildi hins vegar eins og margir samtíðar-
manna hans, reyna að endurvekja fornöldina
jafnt í byggingarlist sem öðrum greinum.
Létu skoðanabræður hans til sín taka víða um
Evrópu, t.d. í Berlín, London, Dyflinni, Bath
og í nokkrum borgum í Bandaríkjunum, en
Engel var sá eini, sem fékk það verkefni að
grundvalla heila borg.
Eftir hran kommúnismans hefur áhugi
Finna á samskiptum þeirra og Rússa aukist og
allt bendir til, að vegur Engels eigi enn eftir að
vaxa. Eitt vinsælasta kaffihús í Helsinki heitir
eftir honum og þaðan má sjá sjálfa kórónuna á
listaverki hans, Nikolai-kirkjuna. Raunar er
Helsinki stundum kennd við embættismann-
inn Johan Albrecht Ehrenström en það var
hann, sem dró upp skipulag borgarinnar. Eftir
því vann Engel og gaf borginni þann sam-
ræmda svip, sem hún er fræg fyrir.
Ljósmyndir/Jens-Eirik Larsen
Háskólabókasafnið i Helsinki er álitið helsta verk Engels. Lestrarsalurinn er ríkulega skreyttur og enn sem fyrr vinsæll meðal stúdenta.
Johann Carl Ludvig Engel arkitekt (1778-1840). Málverk eftir S. Tandefelt.
Nikolai-kirkjan er kannski kunnasta minn-
ismerki Engels en ekki var lokið við hana fyrr
en 12 árum eftir lát hans og þá ekki alveg í
samræmi við teikningar hans. Engel vildi, að
kirkjan yi-ði mjög stílhrein með stórum kúpli
en arkitektinn, sem tók við verkinu, Ernst
Lohrmann, einnig af þýsku bergi brotinn,
hafði á henni fjóra minni kúpla með gylltum
stjörnum. Það er því nokkur rétttrúnaðarsvip-
ur á henni en ekki sá hreini, nýklassíski stíll,
sem Engel sá fyrir sér.
Eitt fegursta bókasafn í Evrópu
Annað stílbrot við kirkjuna eru tröppurnar
miklu, sem liggja að henni frá Senat-torginu.
Engel vildi hafa þær minni og hógværari en
lét undan fyrir keisai-anum og Ehrenström,
sem vildu hafa allt sem mest.
Onnur bygging, sem mun lengi halda nafni
Engels á loft, er Háskólabókasafnið gegnt
vesturdyrum Nikolai-kirkju. Er hún fölgul og
hvít og gegnir miklu hlutverki í rammanum
um Senat-torgið. Var safnið teiknað í form-
legu samhengi við kirkjuna og er ríkulega
skreytt innan sem utan. Er það eitt hið feg-
ursta í allri Evrópu og geymir auk þess eitt
fullkpmnasta safn rússneskra bókmennta á 19.
öld. Á sínum tíma var eitt eintak af hverri bók,
sem gefin var út í Rússlandi, send safninu og
þess njóta nú ekki síst rússneskir fræðimenn.
Kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood kann að
meta Helsinki og þar hafa margar „Rúss-
lands-“ eða „Sovétmyndir" verið teknar. Þeg-
ar John Reed ráfaði um götm- „Moskvu“ að
næturlagi í myndinni „Rauðliðum" hafði hann
teikningar Ehrenströms sem leiðarvísi.
Enginn hefur þó mótað finnska borgar-
menningu meira en Johan Carl Ludvig Engel.
Höfundur er blaðamaður og Ijósmyndari í Noregi.
verkefni að teikna höfuðstað hins nýstofnaða
finnska stórfurstadæmis.
Nikolai-kirkjan gnæfir yfir Senatstorgið eins
og musteri frá fyrri tíð.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 11. MARS 2000 I ^