Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLJNBLAÐSINS - MENNING LISTDt 1 0. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Héraðsríki varð til í Árnesþingi á 12. og 13. öld. Um það skrifar Axel Kristinsson sagnfræðingur og telur hann sérkennilegt hvað þetta ríki Árnesinga var heildstætt og samþjappað. Þegar kom fram á 13. öld höfðu Árnesingar vanist því í meira en öld að vera þegnar Haukdæla. 1 Dagbók fró Bali Sveinn Einarsson, fv. Þjóðleikhússstjóri, var á ferð á Bali í Indónesiu, sem er fjöl- mennasta múhameðstrúarríki í heiminum, en á Bali aðhyllast menn hindúisma. Þar er eitt af undrum veraldar, Borubudur-hofið, með 160 lágmyndum sem lýsa lögmálum or- saka og afleiðinga. Það er fyrri hluti grein- arinnar sem hér birtist. FORSÍÐUMYNDIN Land og byggð í Hraunum Byggðin frá Straumsvík að Hvassahrauni var köiluð í Hraunum og þar bjuggu Hraunamenn. Þama var búið með fé og stundaður sjór en búskap lauk þar 1966. Þarna er fagurt útivistar- og göngusvæði, en frá landi og byggð í Hraunum segir Gísli Sigurðsson í máli og myndum. Johann Wolfgang von Goethe átti 250 ára fæðingarafmæli á liðnu ári. Var þess minnst víða um heim, meðal annars hér á landi, en færri vita að skáldjöfurinn sjálfur taldi mesta afrek lífs síns verá rann- sóknir sínar á litakcrfínu um 40 ára skeið. Bragi Ásgeirsson var á slóðum Goethe í Weimar og Frankfúrt. er af húsinu í Straumi í Hraunum sem Guðjón Samúelssson teiknaði og Bjarni Bjarnason byggði 1928. Þar er nú Listamiðstöð Hafnarf jarðar. Ljósmynd/GS JÓNÚRVÖR SJÓBÚÐ Húsið okkar heitir Sjóbúð og við höfum aldrei eignazt það. Það varreist af vanefnum, hrúgað upp í skuld úr óplægðum viði og tjörupappa, bárujárni slegið utan á með naglagötum handa rigningunni. Þar hef ég setið klofvega á eldhúsbekk og ort vísur um fugla, sem spókuðu sigífjörunni, oghorft á kvöldroðann. Þar hefur lengi hangið steinbítur á þili, þar hefur verið soðið saltkjöt ísúpu - um helgar - langt fram á vetur. Þetta hús hef égkallað Vör, og það hefur verið hlegið að mér fyrir það, því naustatóftirnar sjást enn oglömbin hoppa upp á þærá vorín og niður af þeim aftur, og þarna hefur ætíð veríð sjóbúð. Jón úr Vor fæddist 1917 ó Patreksfirði og lést fyrir einni viku. Hann var tvítugur þegar hann sendi frá sér fyrstu Ijóðabók sína, Ég ber að dyrum (1937), en þekktasta Ijóðabók hans er Þorpið, sem kom út 1946. Þar lýsti hann fátækt i ís- lensku sjávarplássi á eftirminnilegan hátt. RABB REYKINGA- FRELSI ÆKLINGURINN „Krydd- legið hjarta“ var að detta inn um lúguna hjá mér. Hann er barmafullur af upplýsingum frá Hjarta- vernd um skaðsemi reyk- inga og skertar lífslíkur reykingamanna. Ekki ætla ég að amast við því. Óðru nær: Mér finnst mikilvægt að reykingamenn séu vel upplýstir um þá áhættu sem fylgir því að reykja og að þeir taki ákvarðanir sínar í því ljósi. Þetta er inntakið í því sem kalla mætti valfrelsi reykingamanns- ins. Hann lifir þá í samræmi við þá frels- isreglu Johns Stuarts Mills að hver mað- ur eigi rétt á að lifa eins og hann sjálfur kýs svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Það er hversdagsleg hugmynd að frelsi sé í því fólgið að fá að gera það sem mann langar til. Þetta mætti kalla löng- unai’viðhorf til frelsisins. Samkvæmt því eykst frelsi reykingamanna í réttu hlut- falli við svigrúm þeirra fyrir iðju sína. Reykingafrelsið er þá fólgið í því einu að geta svalað tóbakslöngun sinni óáreittur sem oftast og á sem flestum stöðum. Þetta er einfalt og skiljanlegt viðhorf, en á því eru a.m.k. tveir annmarkar. Annar er sá að þetta viðhorf leiðir þá spurningu alveg hjá sér í hvaða ástandi reykinga- maðurinn er. Gerir hann sér grein fyrir þeirri áhættu sem hann tekur með at- höfnum sínum og þeim skaða sem hann kann að valda öðrum? Ef frelsið felst í því að gera það sem maður sjálfur kýs skiptir það sköpum að þekkja valkosti sína og skilja afleiðingar þeirra. Einnig má spyrja hvort reykingamaðurinn sé hugsanlega svo langt leiddur að hann sé orðinn þræll löngunar sinnar. Þá gerir hann ekki það sem hann sjálfur kýs held- ur lýtur hann ósjálfráðri fíkn. Síðari annmarkinn á löngunarviðhorf- inu til reykingafrelsis er að það leiðir hjá sér spurninguna um ábyrgð reykinga- mannsins gagnvart öðrum. Þetta er sið- ferðileg spurning sem varðar takmörk frelsisins - svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Það er afar mikilvægt í allri frelsisumræðu að höfða til ábyrgðar frelsishafans, sérstaklega gagnvart þeim sem ekki geta sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Reykingamanni ber því, til dæmis, að hemja löngun sína þegar börn eru þolendur nautnar hans. Tal um ábyrgð reykingamanna fer hins vegar út á villigötur þegar sagt er að þeir eigi frekar en aðrir að borga fyrir heilbrigð- isþjónustu vegna sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Slíkir sjúkdómar eru oftast afleiðingar af samspili reykinga við aðra þætti, svo sem erfðir, sem reykingamað- urinn ber enga ábyrgð á. Það væri líka í hæsta máta ósanngjarnt að taka reyk- ingamenn sérstaklega fyrir að þessu leyti þegar margs konar annar lífsmáti er skaðlegur heilsunni. Það er því bæði mannúðlegra og sanngjarnara að láta allt reykingafólk borga fyrir áhættuna sem það tekur með því að reykja, en að láta þá sem veikjast borga brúsann þegar skaðinn er skeður. Eg hef heyrt þeirri skoðun haldið fram að í raun ætti ekki að ræða frelsi og reykingar í sömu andrá. Reykingar séu hættulegur ósiður sem enginn skynsam- lega þenkjandi manneskja með sæmilega sjálfsstjórn leggi stund á lengur. Eina réttnefnda frelsið með tilliti til reykinga sé því það að fylgja skynseminni og láta það ógert að reykja. Þetta mætti kalla skynsemisviðhorf og það hefur jafnvel al- varlegri annmarka en löngunarviðhorfið. Ég læt mér nægja að nefna tvo þeirra. Annars vegar virðist þetta viðhorf rugla saman frelsi og öðrum þáttum. Frelsið er að geta gert það sem ég sjálfur kýs, en ekki að gera það sem er skynsamlegt. Frelsi mitt getur hæglega verið fólgið í því að gera það sem er óskynsamlegt, til dæmis frá heilsufarslegu sjónarmiði. Höfuðatriðið er að ég geri mér grein fyr- ir áhættunni og þeirri ábyrgð sem henni fylgir. Síðari annmarkinn á skynsemisviðhorf- inu er að því fylgir gjarnan hvimleið ráðsmennska og dómharka um annarra hagi. Ég hef minnt á mikilvægi þess að nota ekki frelsið til að skaða aðra, en það er ekki síður mikilvægt í frjálslyndu samfélagi að verja rétt manna til að velja sinn eigin lífsmáta, þótt hann kunni að vera öðrum til ama og þeim sjálfum hættulegur. Okkur ber skylda til að forða börnum frá þeirri hættu sem stafar af reykingum, og okkur ber líka skylda til að leyfa fullveðja manneskju að taka þá áhættu sem reykingar eru. Óvitar lenda í hættu, fullveðja fólk kýs að taka áhættu. Samfélagið á að vernda þá fyrr- nefndu og upplýsa þá síðarnefndu. I bæklingi Hjartaverndar er tíðrætt um lífslíkur og fjöldi þeirra ára sem fólk getur bætt við iífið með því einu að hætta að reykja er skilmerkilega reikn- aður út. Að sjálfsögðu er ekki hug að því leitt á þeim vettvangi að einhver kynni að kjósa að taka þá áhættu að lifa skem- ur og halda áfram að reykja. Reykingar eru sumu fólki mikils virði, og þeim hrýs hugur við langlífi án þeirra. Þetta fólk virðist jafnvel kjósa að fórna heilsunni fyrir aldur fram. Hvað veit ég? Einstak- ar ákvarðanir manna eru svo samofnar lífsmynstri þeirra að ég er ekki þess um- kominn að ráða í það gildismat sem að baki þeim liggur. Mikilvægast er að ganga út frá valfrelsi reykingamanna og þeirri ábyrgð sem því fylgir. Sá sem ger- ir sér grein fyrir þeirri áhættu sem fylg- ir reykingum, kýs að taka hana og skað- ar ekki aðra með framferði sínu á réttmætt tilkall til þess að fá að reykja í friði. Ég vona samt að hann láti það ógert. VILHJÁLMUR ÁRN ASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.