Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 14
Búningar 19. aldar. Kona f prjónaðri peysu með klút um hátsinn, með djúpa skotthúfu, í sauðskinnsskóm. Maður með skotthúfu, í treyju, vesti, hnébuxum, prjónuðum sokkum, með sokkabönd og á sauðskinnsskóm. einkennum mismunandi tímabila. Búningar Sigurðar Guðmundssonar málara - skautbúningur og kyrtill Árið 1858 kom Sigurður Guðmundsson mál- ari heim frá Danmörku. Aðstoðaði hann ís- lenskar konur við gerð skautbúnings, sem varð aðalspariklæðnaður kvenna um hálfrar aldar skeið. Höfðu eldri búningar og notkun þeirra farið mjög úr skorðum við þær breytingar, sem urðu á lífsháttum fólks og vegna erlendra áhrifa. Skautbúningur og kyrtill Sigurðar mál- ara hafa haldist óbreyttir, en skautbúningur- inn er endurgerð Sigurðar af gömlu faldbún- ingunum. Skautbúningurinn er alltaf svartur úr klæði eða silki. Neðri hlutinn (pilsið) kallast samfella eins og á faldbúningunum. Skreyting á eldri pilsum og svuntum var oftast íslenskur blómstursaumur, en á samfellu skautbúnings- ins er algengust ullar- eða silkiskattering. Skauttreyjan nær niður í mitti og gengur ofan í samfelluna. Hún er krækt saman að framan og lögð flaueli með baldýringu og samskonar skreyting framan á ermunum. Plauelsbönd með vírkniplingum eru á baki og um handveg. í hálsmálinu og á ermunum er blúndaog undir treyjunni að framan er samskonar stífað brjóst, eins og við peysufötin. í barminn er not- uð bijóstnæla. Sigurður hvatti til að tekin yrði upp notkun stokkabeltis með sprota við skaut- búninginn, en notkun sprotabelta við faldbún- ingana hafði lagst af á 18. öld. Mesta breyting- in á þessari endurgerð gömlu faldbúninganna var höfuðbúnaðurinn. I stað spaðafaldsins lét hann gera lágan, úttroðinn krókfald úr hvítu efni og yfir faldinn kemur þunn slæða eða blæja, sem nefnist blæja úr hvítu netefni. Utan um faldinn að neðan kemur koffur eða spöng. Sigurður teiknaði fjölda munstra á skautbún- inginn og urðu þau, sem höfðu íslensku flóruna að fyrirmynd, vinsælust. Sigurður átti hug- myndina að öðrum léttari búningi, sem kallast kyrtill. Ætlaði hann kyrtlinum að nýtast sem dansbúningur, brúðarbúningur og fermingar- búningur. Kyrtillinn er oftast hvítur eða svart- ur, en stundum dökkblár eða dökkgrænn. Við hann er notaður skautafaldur, blæja og spöng eða koffur. Einnig er notuð næla í hálsmálið, stokkabelti eða sprotabelti. Kyrtillinn er ýmist útsaumaður eða lagður leggingum. Sigurður málari ætlaði einnig að huga að búningum karla, en honum entist ekki aldur til þess, hann dó 1874. Samhugur karla reyndist ekki sá sami og hjá konum um notkun hefðbundinna bún- inga. Karlmannabúningar og notkun þeirra dóu að mestu út með 19. öldinni. Nú má ljóst vera að þessir búningar, hafa augljós íslensk einkenni og má flokka þá eftir tímabilum, sem þeir voru í notkun. Kallast allir því með réttu þjóðbúningar. Ekki er hægt að búa til nýja þjóðbúninga. Fatnaður, sem er í samfelldri notkun um lengri tíma verður þjóðbúningur. Sama gildir þar um, sem um þjóðlög og þjóðsögur, almenn notkun í langan tíma gerir þetta þjóðlegt og tryggir það í sessi. Að þekkja og varðveita eigin þjóðbúninga er hverri þjóð þýðingarmikið. Þjóðir hafa á mis- jafnan hátt varðveitt þennan menningararf. Eftir því sem menn og málefni verða nær- tengdari í hraða nútímans, verður meiri ástæða til fyrir þjóðina að huga að eigin mál- ' efnum og missa ekki tengsl við uppruna sinn. Ásdís er textílhönnuður og verslunarstjóri. Dóra er gullsmiður. Greinin og myndirnar eru sam- starf Heimilisiðnaðarskólans og Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Tvenns konar friðarhugtök - fyrri hluti GUÐ OG MANNRÉTTINDIN EFTIR GUNNAR HERSVEIN Friðarhugtak kristinna manna og friðarhugtak Sam- einuðu þjóðanna eru andstæð. Geta menn sl capað frið eða i er hann aðeins á valdi Guðs? Höfundur ber saman þessi tvö friðarhugtök á ári friðarmenningar og Kristnihátíðar og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu í fyrri grein sinni að þjóðir heims hafi hafnað friðarhugtaki eingyðistrúarbragð ia. ✓ g ætla að gera tilraun til að greina og túlka annarsvegar friðarhugtakið í Bibl- íunni, og hinsvegar friðarhugtakið í mannréttindayfiriýsingu Sameinuðu þjóðanna. Ég byggi á friðarhugtakinu í Nýja testamentinu og vitna í staði sem styðja það í því gamla. Önnur aðferð væri að greina það jafnvel eftir hverri bók í testamentunum. Einnig að fjalla sérstaklega um annarsvegar sálarfrið og hinsvegar frið á jörð. Síðamefndi friðurinn mun hinsvegar vera hér í aðalhlutverki. Boðað guðsríki í Biblíunni er ljóslega ríki frið- armenningar. Þar sem „Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjui- [hafa verið] brenndar og [orðnar] eldsmatur. Því að bam er oss fætt, sonur er oss gefinn" eins og stendur í Jesaja og „Nafn hans skal kallað [...] Friðarhöfðingi" (Jes. 9.5-6). En áður hafði fólk gætt „að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs rfld er í nánd“ (Lúk. 21.29-30). Vegurinn í friðarríkið er aðeins einn og „Mik- ill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan endi taka“ (Jes. 9.7). „Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, en moldin skal vera fæða höggorms- ins“ (Jes. 65.25). Ný Jerúsalem verður friðarborgin. „Og hlið- um hennar verður aldrei lokað um daga - því að nótt verður þar ekki. Og alls ekkert óhreint skal inn í hana ganga né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi, engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins“ (Op. 21.25-27). Friðurinn sem hér má greina er háður einum guði, einu nafni og er það undirstrikað með orð- um Jesú: „Hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: „Friður sé með þessu húsi.“ Óg sé þar friðar sonur, mun friður yðar hvfla yfir honum, ella hverfa aftur til yðar“ (Lúk. 10.5-6). „Þetta hef ég talað við yður, svo þér eigið frið í mér“ (Jóh. 16.33). „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður“ (Jóh. 14.27). „Friður sé með yður“ (Lúk. 24, Jóh. 20.19-26). Friðarhugtakið er bundið við eina kenningu og íriður fæst ekki nema með því að gera hana að sinni. Einnig sýna orð eins og „minn frið gef ég yður“ að friðurinn kemur frá guði, lögð er áhersla á að maðurinn skapar ekki frið, heldur gefur guð hann. Leiðin er ein og aðeins ein. Það er ekki undr- unarefni, því hér er um eingyðistrú að ræða, einn veg. Það er heldur ekki auðveld ákvörðun að velja hann. „Ég er kominn að varpa eldi á jörðu“ (Lúk. 12.49) er haft eftir Jesú og: „Ætlið þér, að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og son- ur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móð- ur, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður" (Lúk. 12.51-53), (Matt. 10.34-36). Ekki blásið í herlúður Mig langar til að gæta sérstaklega að þessum orðum. Vegurinn í (friðar)rfldð er vissulega einn í huga Jesú en hann er þó tæplega að leggja tfl flokkadrætti eða ófrið milli lærisveina og ann- arra hópa. Jesú talar oft með svipuðum hætti en er þá klárlega að vísa til innri baráttu mannsins. Dæmi: „Ef hægri hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér.“ Hér er hann aug- ljóslega að myndgera tilfinningar líkt og gert er í Ijóðum. Jesús er að lýsa innri baráttu manns gagnvart því að velja þennan áðurnefnda veg. Hann er ekki að blása í herlúður milli fylkinga, því hann leggur ávaUt áherslu á orðin: „Misk- unnsemi vil ég, ekki fómir“ (Matt 9.13,12.7). Hann virðist þó vilja að það sé öllum ljóst að hann er ekki óendanlega umburðarlyndur frið- arpostuli, sem lítur t.d. framhjá ólíkum skoðun- um manna, vilja og trúarsiðum. Gjöf hans fólst ekki í því af breiða eina friðarsæng yfir alla menn óháð trúarbrögðum, hugsun og hegðun. Friður hans felst augljóslega í ákveðinni leið: „Ég er vegurinn [...] Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh. 14.6). Friðurinn sem hann boðar er ekki ofinn úr marglitri menningu, þar sem t.d. hindúar, búddistar, múslimar og kristn- ir menn fallast í faðma. Ég get a.m.k. ekki komið auga á það. InntökuskUyrðið í friðarrfldð er að þiggja friðinn af guði og vantrúuðum verður hegnt, því „Drottinn gengur út frá aðseturstað sínum til þess að hegna íbúum jarðarinnar fyrir mis- gjörðir þeirra“ (Jes. 26.21). Friðarhugtakið í Biblíunni er afar skýrt. Það er víngarður, en finni guð þyma og þistla ræðst hann á þá og brennir þá til ösku - nema menn leiti hælls hjá honum og gjöri frið við hann, gjöri frið við hann (Jes. 27.5). Skilyrði friðar er m.ö.o. að játa guð Biblíunn- ar. „Enginn Guð er tU nema ég. Fyrir utan mig er enginn sannur Guð og hjálpari tU. Snúið yður tU mín og látið frelsast" (Jes. 45.21-22). SkUa- boðin eru: Ef þið viljið frið, leitið þá hælis hjá mér og þiggið hann. Mér sýnist þetta vera að- ferðin hvort sem átt er við sálarfrið eða frið á jörðu. Megineinkenni hugtaksins er að vegurinn tU friðar er ein skýrt afmörkuð braut og friður- inn kemur frá guði. Umburðarlyndi er höfuðatriði Friðarhugtak SÞ er allt annars eðlis. Það er óháð öUum guðum og friðurinn búinn tU af mönnum. í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 er lögð áhersla á um- burðarlyndi gagnvart öðrum, skoðunum þeirra og trú, og að bera virðingu fyrir trúarbrögðum annarra. Umburðarlyndi er lykilorðið en það fæðist af skUningi og sýn til allra átta, andstæð- an er einstrengingur sem brýst út í hörku og strangleika í viðbrögðum. Eða að þola aðeins fólk sömu skoðana, sömu þjóðar, litarháttar og menningar. Umburðarlyndið á að skapa frið. I umburðarlyndi felst viðurkenning á fijálsu sam- félagi manna með skoðana- og trúfelsi og óskor- uðu frelsi til allra gerða sem varða einstakling- inn einan. Niðurstaða umburðarlyndis er m.a.: Líf í sátt og samlyndi óháð trúarbrögðum. SÞ hafa helgað árið 2000 friði og nefnt það Al- þjóðaár friðarmenningar. Menn eru hvattir tU að hugsa um frið og glíma við friðarhugtakið. Fyrsti áratugurinn hefur einnig verið helgaður friði til handa bömum í heiminum. En hvaða að- ferð er mælt með til að vinna að friði í heimin- um? Svarið er að menn reyni að vinna gegn for- dómum sínum gagnvart fólki af ólíkum uppruna, úr annarri menningu, og sem iðkar aðra trú. Að það elski óháð kynþætti, Utarhætti, búsetu, kyni, menntun og fyrri störfum. Að fólk reyni að kynnast hvert öðru með því að starfa saman að sameiginlegum verkefnum. Virði nátt- úruna, sigrist á græðgi sinni, hroka og ofmetn- aði. Reyni að koma böndum á sjálfselskuna og læri að finna til með öðrum, sem er sennilega ekki meðfædd tilfinning. Umburðarlyndi einstaklinga hinna óMku menningarheima er sögð forsenda friðarins á milli þeirra - án þess að traðkað sé á öðrum, en frið þrá allir, frið til að vera það sem þeir vilja. Umburðarlyndið er svo nauðsynlegt vegna þess að mannheimurinn er samansettur úr ólíkum heimsmyndum, trúarbrögðum, viðhorfúm og at- höfnum. Friður og frelsi 350 ungmenni frá 175 löndum þinguðu á veg- um Sameinuðu þjóðanna í París á síðasta ári og sömdu yfirlýsingu um frið. Þar stendur m.a.: „Ungt fólk þráir frið á meðal þjóða á 21. öldinni. Friður og mannúð er markmið allra, óháð borg- arastétt, menningu og trúarbrögðum, það er forsenda sem allar þjóðir geta sameinast um. Nöfn okkar, kenninöfn, þjóðemi, tungumál, trú og litur eru ef til vill ólík en innsti kjami okkar allra er sá sami, öll erum við menn“ (Yfirlýsing ungmenna til 21. aldarinnar). REUTERS Börn eru ævinlega nefnd sem gild ástæða til að rækta friðinn. Sýn þeirra á friðarríld framtíðarinnar er að öll böm kristinna manna, gyðinga, múslima, hindúa, búddista og annarra trúarsiða lifi í sátt og samlyndi á jörðinni, virði hana og aðra eins ogsjálfsig. Friðarboðskap eingyðistrúar er m.ö.o. hafnað og það er bókstaflega sagt rangt að gera grein- armim á mönnum, t.d. eftir trú, í ljósi 1. liðar 2. gr. mannréttindayfírlýsingarinnar: „Hver mað- ur skal eiga kröfu á réttindum þeim og því ftjálsræði, sem fólgin eru í yfírlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kyn- þáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjómmálaskoðana eða á annan hátt háð tak- mörkunum á íúllveldi sínu.“ En hver er þá friðarvegurinn? „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tek- in, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,“ segir í inngangi mannrétt- indayfirlýsingar SÞ og jafnframt að „æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trú- frelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.“ Vegur friðarins er því að „Allir menn skulu ftjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. í þessu felst fijálsræði til að skipta um trú eða játningu og enn fremur til að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opin- berlega eða einslega, með kennslu, tilbeiðslu, guðsþjónustum og helgihaldi“ (18. gr.). Vonin er bundin við framúrskarandi umburð- arlyndi með það að markmiði að beina menntun „í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi." Menntunin „skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka og að efla starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins“ (26. gr.). Sumar í nánd? Friðarhugtakið, sem markmiðið er að allar þjóðir heims læri, felur í sér umburðarlyndi og virðingu allra óháð kynþætti, litarhætti, kyn- ferði, tungu, trú og stjómmálaskoðunum. Markmiðið er að skapa friðarmenningu þeirra og afleiðingin á að vera mildi gagnvart lífinu, rósemd og öryggi, jafnvel gleði. Þessi friðarveg- ur SÞ er skýr og sagður breiður, en þó eru frið- arpostular SÞ ekki óendanlega umburðarlyndir fremur en Jesús. Jesús hafnar fjölhyggju og býðst til af gefa mönnum sinn frið. SÞ velja hins- vegar fjölhyggju og hafna eingyðistrúarbrögð- um og reyndar öllum trúarbrögðum sem leið til friðar. Þjóðimar vilja gefa sinn frið. Niðurstaða mín er að friðarhugtakinu í Bibl- íunni haíi verið hafnað af þjóðum heims, og að á næstu öld verði unnið að friðarmenningu þjóða undir merkjum hugtaka eins og frelsis, virðing- ar og umburðarlyndis. „Sumarið" sem SÞ vona að sé í nánd verður til án hjálpar guða (eða lykil- hugtaka trúarbragða eins og búddisma eða hindúisma). Megineinkenni þessa friðarhugtaks er hinn breiði vegur með mörgum akreinum. Það er óháð öllum trúarsetningum. Friðurinn er óháður guðum. Meginmunur hugtakanna tveggja er eftirfar- andi: Annað er háð einum guði og friðurinn er gefinn af honum vilji menn þiggja. Aðrir guðir em útilokaðir. Hitt er óháð öllum guðum og frið- urinn er skapaður af mönnum. Allir guðir em útilokaðir. Hugtökin em bæði göfug. Þau era skýr en ströng. í þeim endurspeglast leið guðs og leið heimsins, og einstaklingamir standa á milli þeirra. Til umhugsunar má spyija að lokum: Em þau bæði gölluð fyrst þau útiloka bæði ákveðin sjón- armið og skoðanir? Er hægt að ve]ja þau bæði eða verður að velja á milli þeirra? íslendingar játa bæði hugtökin og lifa í mót- sögninni. Höfundurinn er heimspekingur. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.