Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 20
Sólveig Baldursdóttir sýnir verk unnin í ítalskan marm- ara og blágrýti í Hafnarborg. {Sverrissal sýnir Margrét Sveinsdóttir sjö ný málverk. MorgunblaSið/Jim Smart Jónas Vióar sýnir ný verk. MÁLVERK OG HÖGG- MYNDIR (HAFNARBORG RJÁR sýningar verða opnaðar í Hafn- arborg í dag kl. 16. Það er sýning á nýjum málverkum eftir Jónas Viðar, höggmyndir eftir Sólveigu Baldurs- dóttur og málverk eftir Margréti Sveins- dóttur í Sverrissal. Ulfhildur Dagsdóttir segir m.a. í sýning- arskrá með sýningu Margrétar: „Verk ♦víargrétar eru mál-verk í þeim skilningi að áherslan er ekki lögð á mynd eða ímynd, heldur er striginn og málningin sjálf uppi- staðan í verkinu, þykkir flekkir - eða koddar - málningar sem þrýsta sér utaní strigann, eða líma sig á hann Málverk Margrétar hafa brotist út úr fleti myndarinnar, blásið sig upp af striganum og tekið á sig áþreifanlega form.“ Margrét er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Valand, Listahá- skólann í Gautaborg. Hún hefur haldið einkasýnignar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin Jónasar ber yfirskriftina „Portrait of Iceland“ og segir í fréttatil- kynningu að hann túlki í myndum sínum náttúru íslands á einfaldan en áhrifamikinn hátt, þar sem listamaðurinn hverfi inn í lita- dýpt fjallanna og bláma vatnsins. Jónas Viðar lauk námi frá Accademia di Belle Arti Di Carrara á Ítalíu 1994. Hann hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Sýning Sólveigar ber yfirskriftina Nátt- úra og eru verkin unnin í ítalskan marmara og blágrýti. Verkin eru tvíþætt, annars vegar tenging við náttúru íslands, kyrrðina og einfaldleik- ann og hins vegar þetta óræða - dularfulla í manneskjunni sjálfri og tenging hennar við alheiminn. Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari stundaði nám við Akademíuna í Danmörku og bjó og starfaði í Carrara á Ítalíu á ár- unum 1990-1994. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Verk Sólveigar og Jónasar má skoða á veraldarvefnum á slóðinni www.simnet.is/ jonas.viðar og www.jvs.is. Við opnunina mun Hlín Leifsdóttir, dóttir Margrétar, syngja við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur píanóleikara. Hlín stundar söngnám hjá Sigurði Demetz Franzsyni. Sýningunum lýkur 1. maí. Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudag, kl. frá kl. 12-18. UM VÆGÐARLEYSI NÁTTÚRUNNAR OG MÖRK MANNSKEPNUNNAR Þýzki rithöfundurinn Karen Duve les annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 úr skáldsögu sinni „Regen- roman" í bókakaffihúsinu Súfistanum í húsnæði Máls og menningar. AUDUNN ARNÓRSSON náði tali af henni fyrir Islandsförina. KAREN Duve, sem er fædd 1961, skaut upp á stjörnuhimin þýzkra nútímabókmennta fyrir um ári, eftir að fyrsta skáldsaga hennar, „Regen- roman“, kom út, og hún hefur fengið margar ■^viðurkenningar fyrir smásögur sínar. I „Regenroman" greinir frá ungu vestur- þýzku pari sem kaupir sér hrörlegt hús á drungalegu mýrasvæði í Norðaustur-Þýzkal- andi, skömmu eftir að Berlínarmúrinn féll. Parið, sem er ofsótt af ýmsum draugum for- tíðarinnar, týnir sjálfu sér í stanslausri rign- ingu, ástarlífsflækjum og ofbeldi. í fréttatil- kynningu Goethe-Zentrums í Reykjavík, sem stendur fyrir komu Duve til Islands, segir að skáldsagan „líkist mýrlendinu sem er vettvangur hennar: hún er vægðarlaus og undurfögur, margræð, óútreiknanleg og full af torráðnum smáatriðum.“ Aðspurð um söguna segir Duve, að hún sé 5»álfræðileg. „Það rignir allan tímann. Hin 'eiginlega aðalpersóna sögunnar er ekki ein- hver einstök manneskja, heldur í raun nátt- úran sjálf,“ segir hún. „Sögusviðið er mýr- lendi í Austur-Þýzkalandi, þangað sem ungur rithöfundur flytur ásamt konu sinni. Þau kaupa hús fyrir fé sem honum hefur áskotnazt frá undirheimabarón nokkrum, sem rekur hóruhús. Rithöfundurinn hefur tekið að sér að rita ævisögu þessa manns. Þegar hann er fluttur með konunni út í mýr- ina eltir ógæfan hann á röndura. Það rignir allan tímann. Húsið hrynur. Hann fær skelfilega bakverki. Og undirheimabaróninn er auk þess ekki sáttur við það sem hann skrifar og reynir að stýra því. Síðan fer þetta allt úr böndunum, í öllum skilningi." Þetta segir Duve vera ytra byrði sögunn- ar. „En í rauninni snýst sagan um mörk; um það hvernig fólk reynir að viðhalda mörkun- um milli sjálfs sín og umheimsins... Þarna er þessi upplausn í stanzlausri rigningunni, hrun hússins, og loks sálfræðilegt hrun hans sjálfs. Þess vegna má segja að hin vægðar- lausa náttúra, rigningin og mýrin í kring um hann, sé aðalhlutverkið í sögunni," segir hún. Með íslandsklukkuna í farteskinu Duve er nýkomin úr ferð til Víetnam í boði Goethe-stofnunar og segir því umskipt- Karen Duve in verða mikil að koma til íslands. Hún seg- ist halda til Islands án fastmótaðra hug- mynda um við hverju hún eigi að búast. „Eg er spennt og vonast til að geta líka skoðað mig um fyrir utan borgarmörkin. Mér þykir vænt um ísland vegna skáldsagna Halldórs Laxness. Eg tek íslandsklukkuna með mér og til íslands komin ætla ég að lesa hana aftur. Það verður líka spennandi að hitta ís- lenzka rithöfunda,“ segir Karin Duve. 120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.