Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 19
Karlakórinn Göta Par Bricoles fró Gautaborg flytur Bellmanssöngva í Reykholti og Reykjavík í páskavikunni. Sænskur kar lakór syngur • 0 Bellman songva KARLAKÓRINN Göta Par Bricoles Sángkör frá Gautaborg og Martin Bagge heimsælqa Reylgavík í páskavikunni og halda Bellman-tónleika í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur við Skógarhlíð, laugardaginn 22. apríl kl. 19:30. Stjórnandi kórsins er Anders Ottosson og taka þijátíu félagar í kórnum þátt í ferðinni hingað. Karlakórinn Göta Par Bricoles Sángkör lítur á það sem megin- hlutverk sitt að koma ljóðuin og tónlist Bellmans á framfæri við nútíma- fólk og komandi kynslóðir. Kórinn var stofnaður í Gautaborg 1835. Félagsskapurinn Par Bricole á rætur að rekja til Stokkhólms en þar átti Bellman sjálfur, sem höfuð- skáld hópsins, þátt í stofnun félagsins árið 1779. Par Bricole þýðir „fyr- ir tilviljun" og nú hefur þessi „tilviljun" verið við lýði í meira en 200 ár. Einn af fremstu Bellman-túlkendum Svía „Martin Bagge er ótvírætt einn af fremstu og þekktustu túlkendum Svía á söngvum Carl Michael Bellmans. Með sterkri innlifun og Ijöl- breytilegri túlkun tekst honum að hrífa áheyrendur með sér og kemur þeim jafnan á óvart. Á söngskrá kórsins og Bagge eru bæði hinir svo- nefndu Pistlar (Bellmans epistlar) og Söngvar (Bellmans sánger) og eldri söngljóð Bellmans sem ekki er að finna í þessum heildarútgáfum," segir Gunnar Guttormsson, félagi í Karlakór Reykjavíkur - eldri félög- um, sem hefur aðstoðað við skipulagningu ferðarimiar og mun vera til- sjónarmaður kórsins meðan á heimsókninni stendur. Kirkjutónleikar í Reykholti ó föstudaginn langa Á föstudaginn langa, 21. apríl, kl. 15, heldur Göta Par Bricoles Sáng- kör kirkjutónleika í Reykholti og flytur kórinn þar aðallega verk eftir norræn tónskáld. Kirlqutónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Karla- kór Reykjavfkur - eldri félaga og Karlakórinn Söngbræður í Borgar- fírði og munu þessir tveir kórar syngja nokkur lög á seinni hluta tón- leikanna. Martin Bagge er talinn meðal fremstu túlkenda Svía á söngvum Bellmans. Verk eftir Elínborgu Kjartansdóttur, Víð veröld. Koparverk í Listhúsinu Liósblá á Kaffi Mílanó NU stendur yfir málverkasýning Helgu Erlendsdóttur (Ljósblá) í Café Mflanó í Skeifunni. Þar sýnir hún 22 verk bæði stór og smá. Myndefnið er víða að en mest er það úr ríki Vatnajökuls, en Helga býr við ræt- ur hans í Árnanesi, Hornafirði. Þetta er önnur einkasýning Helgu en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Café Mflanó er opið virka daga frá kl. 9-23.30, laugardaga kl. 9-18 og sunnu- daga 13-18. Sýning á burr pastel- myndum DÓRA Kristín Halldórsdóttir opnar sýn- ingu á þurrpastelmyndum í dag, laugar- dag, á matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20b. Dóra Kristín nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1971-74 og 1980-82. Sýningin verður opin á opnunartíma staðarins og stendur til 15. júní nk. ELÍNBORG Kjartansdóttir málmlistakona opnar koparristusýningu í Listhúsinu í Laug- ardal í dag, laugardag, kl. 14. Sýningin verð- ur aðeins opin þennan eina dag og lýkur kl. 17. Elinborg hefur unnið við málmlist og hönn- un frá árinu 1980. Hún starfaði á tímabili fyr- ir Oasis í Bretlandi en hún hannaði messing- og koparskartgripi fyrir þá kunnu verslunar- keðju. Hún hefur tekið þátt í tveim alþjóðlegum sýningum í Bretlandi. Koparristur hóf Elín- borg að gera árið 1998 og gestabækur með koparristum árið 1999. Hún hefur haldið eina sýningu á koparrist- um og var myndefnið á þeirri sýningu portr- ett-myndir af þekktum Islendingum. Auk koparristanna hefur hún hannað veggskúlpt- úra fyrir fslensk fyrirtæki. Sýningin er sölu- sýning. I Listhúsinu stendur yfir sýning á nokkrum verkum Errós. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafti: Höggmyndas. Tfl 14. maí. Verk í eigu safnsins. Galleri@hlemmur.is: Bjargey Ólafs- dóttir. Til 23. apr. Gallerí Fold: Sigríður Anna E. Nikulás- dóttir.Til 16. apr. Gallerí List: Æja. Til 14. apr. Gallerí Reylq'avík: Birgir Engilberts. Gallerí Sævars Karls: Bára Kristins- dóttir. Til 27. apr. Gerðarsafn: Islenskar kirkjur í Vestur- heimi. Til 25. apr. Gerðuberg: Anna Líndal. Til 19. apr. Þór Magnúss Kapor. Til 21. apr. Hafnarborg: Margrét Sveinsdóttir, Sól- veig Baldursdóttir, Jónas Viðar. Til 1. maí. Hallgrimskirlq'a: Sigurður Örlygsson. Till.júní. íslensk grafík: Kristín Hauksdóttir. Til 7. maí. Kjarvalsstaðir: Dale Chihuly. Til 18. maí. Gunnar Örn. Til 27. apr. Austursal- ur: Jóhannes S. Kjarval. Listasafn ASÍ: Þórarinn Ó.Þórarinsona, Kjartan Ólason. Til 24. apr. Listasafh Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. Snorri Arinbjarnar, Jóhann Briem og Jón Engilberts. Birgir Andrésson. Til 14. maí. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: Úr eigu safnsins. Til 31. des. Fabrice Hybert. Til 14. maí. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Valin verk eftir Siguijón Ólafsson. Listas. Kirlquhvoli Akranesi: Sossa og Gyða L. Jónsd. Til 16. apr. Listhúsið Laugardal: Les Femmes Fatales, ERRÓ. Til 17. apr. Norræna húsið: Terror 2000. Nýlistasafnið: Hvítari en hvítt. Ófeigur, Skólavörðustíg 5: Harri Syr- jánen. Til 19. apr. Safnahús Reykjavíkur: Ungt fólk í Reykjavík á 20. öld. Til 15. maí. Slunkaríki: Birgir Andrésson. Stofnun Árna Magnússonar: Handrita- sýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14- 16. Til 15. maí. Þjóðarbókhlaða: Stefnumót við íslenska sagnahefð. Til 30. apr. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Bæjarbíó, Hafharfirði: Lúðrasveit Hafnarfjarðar 50 ára. Kl. 15. Grensáskirkja: Senjórítur Kvennakórs Reykjavfkur og Söngsveit Hveragerðis. Kl. 14. Hallgrímskirlqa: Fjórir bama- og ungl- ingakór. KI. 15. Háskólabíó: Sálum. Verdis. KL16. Ýmir, Skógarhlíð: Kvennakór Suður- nesja. Kl. 17. Sunnudagur Árbæjarkirlqa: Stefnir. Kl. 17. Þriðjudagur Ýmir: Léttsv. Kvennak. Rvíkur og fl. kórar. Kl. 20.30. Miðvikudagur Hallgrímskirkja: Jóhannesarpassían e. Bach. Kl. 20. Fimmtudagur - skírdagur Hallgrímskirkja: Sjá miðvikudag. Kl. 20. Langholtskirkja: Kór- og Gradualek. Langholtsk. og einsöngv. Sálumessa Fauré og fleiri verk. Kl. 17. Föstudagurinn langi Langholtskirkja: Sjá fimmtudag. Kl. 17. Laugardagur Ýmir, Skógarhlíð: Bellmanstónleikar. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Draumur á Jónsmessu- nótt, frums. 20. apr. 28. Fös. 28. apr. Landkrabbinn, 15., 26. og 27. apr. Glanni glæpur, 16. apr. Hægan Elektra, 15. og 16. apr. Vér morðingjar, lau. 15. og fös. 28. apr. Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, 15., 16., 27. og 28. apr. Afaspil, 16. apr. Leitin að vísb., 15. aprl. Iðnó: Sjeikspír, 15., 19., 27., 28. apr. Stjömur á morgunhimni, fim. 20. apr. Hádegisleikhús: Leikir, 19. apr. Leitum að ungri stúlku, 15. apr. fsl. óperan: Haukurinn, 28. apr. Loftkastalinn: Panodil, 19. apr. Leikfélag Akureyrar: Tobacco Road, 15., 19., 20. og 22. apr. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 1 #

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.