Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Qupperneq 3
LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS - MENNING LISTIR
2 1 .TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR
Ásta Sigurðardóttir
var þekkt og umtöluð í Reykjavík um miðja
öldina, enda storkaði hún viðteknu siðgæði
og gerði upprcisn gegn ríkjandi gildum. Nú
vekur hinsvegar meiri athygli hvað Ásta
var fjölhæfur listamaður. Um hana skrifar
Kristín Rósa Ármannsdóttir.
Ólga í Evrópu
á 19 öld hófst með uppreisn í París 1848 og
á næstu áratugum lótu bæði sósialistar og
stjómleysingjar til sín taka. Sigurgeir Guð-
jónsson hefur tekið saman ísienskan frétta-
flutning af þessum atburðum eins og hann
birtist í ísafold, Þjóðólfí og Skími.
Valhöll í Ameríku
Vestur-Islendingurinn Hjörtur Þórðarson
auðgaðist á uppfínningum í rafmagnsfræði
og notaði þann auð m.a. til þess að byggja
sína eigin Valhöll á nesi við Michiganvatn.
Hann fékk listamanninn Halldór Einarsson
til þess að skera út margar myndir úr nor-
rænni goðafræði. Um Valhöll skrifar Kol-
beinn Þorleifsson.
Af listmólara-
fjölskyldu
er yfirskrift sýningar á verkum hjónanna
Louisu Matthíasdóttur og Lelands Bell og
dóttur þeirra Temmu Bell sem opnuð verð-
ur í Hafnarborg í dag. Þema sýningarinnar
er afar persónulegt því á henni em myndir
sem listamennirnir þrír máluðu hver af öðr-
um eða af öðmm fjölskyldumeðlimum, auk
sjálfsmynda.
JÓN HALLSSON
ELLIKVÆÐI
BROT
í æsku in unga kæra
uni erindi nokkur beiddi mig,
lézt bún vilja læra
og lesa fyr þeim, sem bæði sig;
skemmra þykir, nær skemmtir nokkur í húmi,
eða þá væna veiga gátt
um vintrar nátt
vakandi liggur í rúmi.
Nær á mann stríðir elli,
ungirmega þar þenkja á,
flesta trú eghún felli,
þó fordild nokkur þyki á;
augnaráðið, afl, sem heyrn ogminni,
skekur hún þetta skötnum frá,
en skaparþeim þrá,
þögn og þunglegt sinni.
í æskunni halrinn hafði hæga sængað liggja upp á,
vífið hann að sér vafði,
og veitti allt, sem lysti, þá;
nú skal sá meðþökkum verða aðþiggja
hærusekk oghempu grá,
að honum skal ljá
í fleti, þar hann fær að liggja.
Elli trú egað engi
yngismaðurinn forðast kann,
lætrhún eftir honum lengi,
að lyktum frá eghún pretti hann,
þó þykistmann stoltr og sterkr í limum öllum,
kann hún flestum aðkoma á hné,
þótt karskir sé,
jafn vel konum sem köUum.
FORSÍÐUMYNDIN
er af málverki Louisu Matthíasdóttur, Temma í Maju slopp, 1957, á sýning-
unni Af listmálaraf jölskyldu í Haf narborg
Jón Hallsson, 1470-1538, var sýslumaður í Rangárþingi og bjó í Næfurholti og
Eyvindarmúla.
HOLLT AÐ HORFA TILVAX-
ANDILANDVERNDAR
RABB
✓
Imaímánuði síðastliðnum átti ég þess
kost að fara með góðum félögum inní
Þórsmörk.
Við stöldruðum við í Stakkholtsgjá
en hún er ótæmandi heimur ævintýra
og ánægju. Við fórum nokkur saman
inn syðri gjána (af þeim tveimur sem
liggja til austurs) og brutumst alla leið
inn að litlum fossi sem þar er að finna.
Ganga þessi er alltaf svolítið ævintýraleg.
Það er klöngrast, gengið undir vatnsbunur
sem leka niður bergið, klofað yfir læki. Sem
sagt það þarf að klifra kletta og detta. En un-
aðsstundin þegar inneftir er komið er mögn-
uð.
Eftir nestisbita í Langadal örkuðum við
nokkur upp á Valahnúk. Það er vissulega
engin Everestganga en svolítið á fótinn þó.
Þar uppi var undarlegt að vera því á örfáum
mínútum breyttist veðrið úr hlýju logni í rign-
ingarsudda, haglél og loks í þykka snjókomu.
Allt í einu varð sjóndeildarhringurinn mæld-
ur í örfáum metrum. Og svo, jafnskyndilega,
datt allt í dúnalogn og útsýnið opnaðist til
austurs. Hvannárgilið, Réttarfellið ofan við
Álfakirkjuna og Krossáraurarnar inn á milli
Þórsmerkurtungunnar og Goðalandsins opn-
uðust næstum austurúr en þó ekki alveg.
Og allt í einu fór ég að hugsa um það hve
gott það væri að Hvanná og Krossá væru
ekki vatnsmeiri en raun ber vitni. Á meðan
svo er dettur engum í hug að reisa steinþil
þarna yfir og sökkva öllu til að búa til lón sem
seinni tíma menn gætu dáðst að svona eins og
búið er að gera upp með Þórisvatni, Þjórsá og
Blöndu svo nokkuð sé nefnt.
Þegar ég rifja upp svona kringumstæður
er vitanlega ekkert annað að gera en verða
rómantískur. Þá hugsa ég um sóun og lélega
nýtingu. T.d. það að þegar ég fer í bygginga-
vöruverslun og ætla að kaupa mér nokkrai'
skrúfur þá er mér seldur poki með tuttugu
eða fimmtíu. Eða að það sem verið sé að
henda í endurvinnslustöðvum sé oft lítið not-
að eða hálfnotað eins og sagt var í eina tíð.
Nú ætla ég ekki að fara í djúpa skilgrein-
ingu á örbirgð síðustu aldar eða haftatímum
þessarar. Ekki heldur um tímana áður en
gjaldeyrissala varð frjáls, bjór komst á al-
mennan markað eða helgarskreppur til Glas-
gow urðu til. Þó svo sóunin sé yfirgengileg þá
er hæpið að nokkur vilji hverfa til nauðhyggju
fyrri tíma. Það er engu að síður ljóst að einn-
ota stefnan, umbúðageggjunin og úreldingar-
hyggjan eru verulega óviðkunnanleg fyrir-
bæri.
Sóunarhugsunin verður til þess að hráefn-
um er fargað í stórum stíl sem hálfnotaðri eða
líttnotaðri afurð. Kannski kemur það fram-
leiðandanum vel en hafa ber í huga að víða í
okkar heimi er fatalítið fólk og fátækt. Auk
þess sem hráefnisframleiðandinn ber minnst
úr býtum allra í söluferlinu eins og nútíma-
hagfræði kallar það.
Síðustu tvær aldirnar hefur mannkynið
gengið ógnar nærri jörðinni í hráefnagræðgi
sinni. Fyrir um 15 árum höfðu menn mokað
burtu um 25% af yfirborði Jamaíku í leit að
báxíti. Þegar land er ofræktað fer það í auðn
en einhver auðsæjustu dæmi þess má sjá m.a.
á jaðri Sahara eyðimerkurinnar.
Hafsvæði eru að verða rúin fiski. Sífellt
fleiri þjóðir leita leiða til að takmarka fisk-
veiðar. Fréttaritið Time segir að 40% fisk-
veiðiflota heimsins sé ofaukið. Þá er ekki tek-
ið tillit til báta smáveiðimanna og
frumbyggja.
Nýlega mátti lesa í blöðum að mannskepn-
an noti um 54% af vatnsbirgðum jarðar. I
sumum hlutum Kína og Miðausturlanda er
þegar orðinn vatnsskortur.
Þar sem vatnsnotkunin er mest fullnýta
menn ár og læki áður en þau ná til sjávar sem
aftur þýðir að annað lífríki missir vatnsforða
með augljósum afleiðingum.
Og þannig má halda áfram. Mikið af landi
er í notkun vegna landbúnaðar og mikið af því
landi er lélegt land sem ýtir undir uppblástur,
flóð o.fl.
Einnig beita menn ýmsum efnum til að
knýja fram vöxt eða veija afurðirnar fyrir af-
ætum náttúrunnar - skordýrum, nagdýrum
og fuglum. Þessi efni berast í vistkerfið.
Skóglendi er að hverfa í Norður-Evrópu og
víðar. Skógar eru mikilvægt hráefni, m.a. í
pappír. Pappír er mikilvægur þáttur í efna-
hagsuppgangi undanfarins áratugar. Rýrn-
andi skógar þýða minna skjól - meiri upp-
blástur, röskun á vistkerfmu og margt annað.
F ólksfjöldaspár gera ýmist ráð fyrir því að
íbúum jarðar fjölgi ekki hratt (upp í um 7
milljarða á næstu 50 árum) eða að fólki íjölgi
mjög hratt (í liðlega 10 milljarða á sama
tíma).
Það er því ekki skrýtið að margir bendi á
það að náttúra landsins sé kannski það sem
við höfum helst fram að færa ef það rætist
sem menn óttast, nefnilega að fiskafli bregð-
ist og byggingarlönd fari að þrjóta. Þá kunni
að verða erfitt ef þungaiðnaður verði búinn að
færa stór svæði lands í kaf, - beint eða óbeint.
Þannig virðist að náttúrukynning kunni að
verða mikilvæg. Það er þegar íbúar milljóna-
borga uppgötva að það er orðinn alvarlegur
hörgull einmitt á hreinu lofti, ósnortinni nátt-
úru og æpandi íslenskri háfjallaþögn.
Það verður að gæta að þessum svæðum.
Umgengnina þarf að bæta svo að við eyðum
þeim ekki með hjólförum og kæfum þau ekki í
rusli nú þegar við vöðum um allt á góðæris-
jeppunum.
Það er erfitt að sýna slíka forsjálni. Það er
margsannað að það er erfitt að halda uppi
umræðu um hvað kunni að gerast einhvem
tíma. Við viljum hafa lífskjörin á hreinu í dag
og það er erfitt að sannfæra fólk um að það sé
betra að bíða og sjá til og kannski muni ein-
hvern tíma rætast úr öllu saman.
Þegar verið er að tala um vemd náttúrann-
ar þá sýnast mér vera að mótast þversagnir í
umræðunni. Annars vegar standa þeir sem
vilja friða en hinsvegar þeir sem vilja nýta.
Landnýtingarmenn telja sóun að láta allt
þetta háfjallavatn renna niður heiðar og dali
án þess að það sé notað til að framleiða nokk-
ur volt á leiðinni. Landverndarmenn vilja
verja þessar heiðar. Og ég held satt að segja
með þeim.
Á hinn bóginn vh-ðist sem þeir sem styðji
verndarstefnua búi fremur í þéttbýlinu hér
suðvestast. Líklega má einnig færa til þess
rök að á þessu horni fari fram meiri sóun en í
hinum dreifðu byggðum eins og sagt er. Hér
er neytendamarkaðurinn sem allt miðast við í
versluninni. I þessu felst viss þversögn. Við
sem búum á malbikinu viljum friða náttúrana
sem fólkið á Austfjörðum telur sig geta notað
til að skapa sér atvinnu. Og hvor skyldi nú
eiga helgari málstað? Báðir þessir hópar
þurfa að skoða sín mál af framsýni. Okkur er
hollt að horfa til sívaxandi landverndar. En
það er einnig mikilvægt að gæta þess að
drekkja ekki náttúruauðlindunum í rasli.
Loks þurfum við að skilja að þegar landi
hefur verið sökkt hvort heldur sem er undir
vatn, sorp eða byggingar, þá verður ekki aft-
ur snúið.
Snúið, ekki satt?
MAGNÚS ÞORKELSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNl 2000 3