Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 9
við gildan eikarlurk krafðist hann að fá að skipta á honum og snotrum reyrstaf með gylltum silfurhúni ...“4 A frummálinu er texti Wrights á þessa leið: „We were received by Mr. Stephanson most superbly dressed in Scarlet, & his two youngest sons - Mr. Stephanson had got a great many presents for Mr. Stanley - such as spoons, Hay-Creels - scythe &c. &c. - but the most valuable present was a Most eleg- ant Silver Cup in form of a Vase, on the Top of which was ornamented wt. several figur- es, with the Names of himself wife & child- ren marked upon it. He likewise got some Specimens in Natl. History - particularly a large Mass of Surturbrand. Mr. Stanley ma- de him, his charming daughter & sons pres- ents in Return. When we were abt. to dep- art his Oldest son wt. his wife arrived Hér er vísað til aftanmálsgreinar með við- bót Stanleys um þessa heimsókn að Innra- Hólmi. Par segir meðal annars: „... On the way from his door to the boat he was not satisfied with having made me the present of the silver cup &c., for seeing me with only a strong oaken cudgel in my hand, he insisted on my changing it with him for a handsome cane with a silver-gilt head ...“3 Ein af vatnslitamyndunum sem listamað- urinn Edward Dayes vann á árunum 1790 og 1791 fyrir Stanley upp úr frumdrögum úr íslandsförinni3 sýnir meðal annars þetta síðastnefnda atvik (sjá mynd). Fremst á myndinni er hópur manna; þar stendur Ól- afur stiftamtmaður í skarlatsrauðum kjól með þrísperrtan hatt á höfði (sjöundi frá vinstri talið) og Stanley (níundi frá vinstri). í vinstri hendi heldur Stanley á staf sem nemur við jörð, en með þeirri hægri tekur hann utan um ívið styttra prik með hnúð á efri enda sem stiftamtmaður heldur utan um með vinstri hendi. Önnur atriði myndarinnar tengjast einnig greinilega brottför Stanleys og fylgdarliðs hans frá Innra-Hólmi þennan sunnudag. Mennirnir þrír lengst til hægri, að líkindum hásetar Stanleys eftir klæðaburði að dæma, halda allir á gripum sem munu vera hlutar úr gjöf þeirri sem Ólafur færði Stanley: einn styðst við orf og ljá og er, að því er helst verður séð, að taka við hrífu úr hendi fjórða manns frá hægri sem, einnig sam- kvæmt klæðaburði, mun vera íslenskur múgamaður, líklega vinnumaður á staðnum, annar hásetanna er með hrip á herðunum og heldur á lár í vinstri hendi. Gripinn sem þriðji hásetinn er með í hægri hendi er erf- itt að greina, nema ef vera skyldi að hann væri umbúinn silfurbikarinn „með skraut- kerslögun," in form of a Vase, eins og segir í frumtexta Wrights. Lengst til vinstri á myndinni eru enn tveir hásetar, annar þeirra með ókennilegan hlut undir hægri hendi, og einn háseti til viðbótar sést að baki íslendingsins með hrífuna. Auk fyrirmannanna tveggja sem þegar eru nefndir eru fimm menn aðrir sem telja verður til heldri manna samkvæmt klæða- burði; eru tveir þeirra efiaust Wright og Crawford - sinn hvorum megin við stifta- mtmann? - en hinir þrír að líkindum synir hans, Magnús,.Stefán og Ólafur. A myndinni sést bærinn á Innra-Hólmi í nokkurri fjarlægð og fimm konur er standa á hlaðinu framan við hann. Er ein þeirra hempuklædd, hinar fjórar á treyjum, en all- ar eru þær með háa krókfalda. Má ætla að hempuklædda konan sé húsfreyjan, Sigríður Magnúsdóttir, kona Ólafs, og ef til vill er sú sem næst henni stendur, í lögðum niðurhlut, Ragnheiður, dóttir þeirra hjóna. 18.10.1997 1. John F. West (editor), The Journals of the Stan- ley Expcdition to the Faroe Islands and Iceland in 1789, I. Introduction and Diary of James Wright (Tórshavn, 1970); II. Diary of Isaac S. Benners (Tórs- havn, 1975); og III. Diary of John Baine (Tórshavn, 1976). John F. West (útg.), íslandsleiðangur Stanleys 1789. Ferðabók. Steindór Steindórsson þýddi ([Reykjavík], 1979). 2. West (1970), bls. 131. Idem (1979), bls. 159. 3. Loc. cit. 4. Ibid., bls. 160. 5. Idem (1970), bls. 131. 6. Ibid., bls. 205 í 194. tilvitnun. Til frekari fróðleiks skulu hér tilfærðar frásagnir Wrights, Benners og Ba- ines af silfurskrautkeri stiftamtmanns og athöfnum leiðangursmanna tengdum því að afloknum kvöldverði um borð í John þennan umrædda sunnudag. Wright segir svo frá í ibid., bls. 132: ... After Supper Mr. S. got Mr. Stephansons present wc. holds 3/4ths of a Bottle, filled with wine, in which he proposed his Fathers health - we pledged him heartily - & particularly the Capt. & Mr. B. did due honour to the Baronet - & likewise to his lady & daug- hters!! - Benners segir frá, í idem (1975), bls. 142: ... Mr. Stanley got a beautiful Urne - & several other presents from Mr. Stephenson The Urne was int- roduced after Supper & very much admired, we could do no less than Christen it. - The Captn. first proposed a bumper round in the Urne to the health of Sir John Stanley as he was the principal Agent that enabled his Son our present Mr. Stanley, in affording us this opportunity of visiting Iceland. Lady Stanley was of Course not neglected, and a Cheerful Bumper was also dedicated to our worthy friend & bestower Amptman Stevenson. Mr. Baine emptied the Urne twice fllled with Sherry, so did the noble Captn. & my friend Crawford was not amiss in his powers of Deglutition, & it did not require many hours to make us very facet- ious & merry ... Baine segir frá, í idem (1976), bls. 182-183: ... Mr. Stanley received a piece of Plate as a pre'sent from Mr. Stevenson of curious Workmanship, [183] it is a vase of Silver with part of it gilt and prettily orna- mented round the head are 5 stones with the name of Mr. Stevensons Childn. and on the side his own and his Wifes in a compt. - It contains a upon it about half a bottle - Mr. Stanley drank his Fathers health and was pledged by some of us to the bottom of the Cup in good Sherry. Next followed Lady Stanleys health, and after that some of my friends as well as my Self were very well qualifíed to drink with the Cham of Tastary. 7. Sjá idem (1979), bls. 20, í inngangsorðum Steind- órs Steindórssonar. Einnig Andrew Wawn, „John Thomas Stanley and Iceland,“ Scandinavian Studies, 53 (1981), bls. 66. Höfundurinn er textíl- og búningafræðingur. stuttu máli út frá því að veraldleg yfirvöld eigi að stýra samfélaginu með lögum og reglu en kirkjan eigi að einbeita sér að boð- un kristinnar trúar. Hún á því ekki að hafa bein afskipti af störfum yfirvalda svo fremi þau krefjist þess ekki að lýðurinn tilbiðji þau sem guði. Mótsögn eða þversögn Hvað á Gunnar þá við þegar hann talar um mótsagnir í þessu sambandi? Á einum stað segir hann: „Spyrja má hvort það sé í góðu lagi að búa við þessa mótsögn, eða hvort æskilegt sé að hafna öðru hvoru. Býr ómeðvituð hræsni í mótsögninni, og býr heiðarleiki í því að velja á milli? Þetta er flókin mótsögn og því ekki einfalt að greiða úr henni, meðal annars vegna þess að fólk játar óafvitandi: Tvenns konar friðarhug- tök.“ Hér er gengið að því sem vísu að raun- veruleg andstæða ríki á milli þessarar tvenns konar afstöðu, kærleikans og óttans - fagnaðarerindis og lögmáls. Samkvæmt kristnum skilningi eru þetta hins vegar tvær hliðar á tilvist mannsins, sambandi hans við skapara sinn og reglum umhverfis- ins. Hann þarf að rækta hvort tveggja til þess að dafna og þroskast. Hefði Gunnar kynnt sér lútherska guðfræði hefði hann væntanlega komist að raun um að mótsögn- in er ekki til staðar. Hann hefði ef til vill fundið þar ýmislegt sem kann að stangast á við hugmyndir hans sjálfs um lífið og tilver- una. En kenningarnar standa ekki hver upp á móti annarri, mótsagnir eru þar engar. Það sem sárlega vantar í umfjöllun Gunn- ars er hugtakið þversögn. Þversögnin virð- ist í fyrstu vera fjarstæða og stangast á við það sem flestir líta svo á að sé gott og gilt. Við nánari skoðun kann hún að reynast sönn og kollvarpar hún þá fyrri hugmyndum okk- ar. Gunnar vísar til margra þversagna í grein sinni, án þess að nefna hugtakið nokkru sinni á nafn. Hér er þó kominn lyk- illinn að þeim vanda sem hann fjallar um. Heimurinn er ekki allur þar sem hann sýn- ist. Hann er margslunginn og flókinn. Nauð- synlegt er að skoða viðfangsefnið í því ljósi og umfram allt að gæta að því samhengi sem það stendur í. Hinu síðara hefur eink- um verið ábótavant í þessum skrifum Gunn- ars. Fyrir vikið er umfjöllun hans jafn brotakennd og raun ber vitni. Til vonar og vara Kristinn maður lifir í þeirri von að ríki Guðs muni taka við af því samfélagi sem hann lifir í hér og nú. Sæluboðorð Krists vísa fram til þess tíma er hinir hrjáðu verða heilir á ný og fullkomið bræðralag ríkir meðal manna. Kærleiksboðskapur Krists minnir okkur á hvað er æðst og dýrmætast í heiminum og þarna eru jafnframt leikreglur sæluríkis Guðs orðaðar. í þessari fullvissu býr von kristinna manna. Maðurinn verður reistur við, syndirnar fyrirgefnar og kær- leikurinn verður einn við lýði. Fram að því búa menn við samskiptareglur ætlaðar fölln- um heimi, þar sem stundum þarf að höfða til ótta mannsins við að glata einhverju af lífs- gæðum sínum. Þetta má kalla fyrirvara, grundvallaðan á þessari afstöðu. Sú menning sem kölluð er vestræn byggir á þessum tveimur hugtökum. Hún hvílir á jákvæðri afstöðu til heimsins, virðir frelsi mannsins og hæfileika hans til þess að láta gott af sér leiða. Hún heldur um leið á lofti skýrum reglum sem miða að því að vernda grundvallarréttindi hvers manns og um- gjörð hvers samfélags og hóta þeim skaða sem ekki virðir þær. Þessar tvær hliðar okkar menningar verða ekki kannaðar til hlítar nema með hliðsjón af kristinni trú. í henni býr það afl sem öðru fremur hefur mótað umhverfi okkar og okkur sjálf. Höfundurinn er prestur íslendinga í Svíþjóð. LJÓÐRÝNI JÓNÓSKAR VORKVÆÐI UMISIAND Einn dag er regnið fellur mun þjóð mín koma til mín og segja manstu bam mitt þann dag er regnið streymdi umherðarþérogaugu og skírði þig og landið til dýrðar nýjum vonum þann dag er klukkur slógu, ó manstu að þú horfðir áregniðeinsogspegil sem speglar þig og landið í kristaltærum dropum þann dag er lúðrar gullu með frelsishljóm, ó, manstu þann dag er regnið streymdi og regnið var þinn spegill og regnið var þitt sólskin umherðar þérogaugu þann dag er landið hvíta varð frjálst í regnsins örmum . og gleðin tók í hönd þér í sólskinsörmum regnsins. Einn dag er regnið fellur mun þjóð mín koma til mín; einn dag er regnið fellur. (Nóttin á herðum okkar, 1958.) Undir lokin í fyrstu Ijóðabók Jóns Óskars, Skrifað í vindinn (1953), í ljóðum sem fjölluðu í sorgartón um endurkomu bandaríska hersins, tók að bera á sterku stflseink- enni sem fólst í einkennilega seiðandi hrynjandi og markvissum endurtekningum, ým- ist beinum endurtekningum eða breyttum. Þetta einkenni verður enn skýrara í annarri Ijóðabók hans, Nóttin á herðum okkar (1958) og ljær þeirri bók næsta sérstakan svip. Nú þykist ég vita að þeir sem telja að ljóð sé einungis fólgið í stuðlum, rími og fastri bragliðaskipan, kunni að gretta sig ofurlítið yfir þvflíku formi. En það er nú samt svo að ýmislegt fleira getur sniðið ljóðrænum texta býsna skýran (og meira að segja þröngan) formstakk. Til dæmis hrynjandi, markviss endurtekning og sterkt myndmál sem bygg- ist á líkingum og myndhverfingum - sem geta jafnvel falið í sér þversögn. Einmitt þessi atriði marka því Ijóði form sem hér er tekið til athugunar. Titillinn Nóttin á herðum okkar ber ekki vott um bjartsýni enda var sjötti ára- tugurinn mörgum tími vonbrigða og áhyggna, mitt í köldu stríði með yfírvofandi ger- eyðingarhættu. Skáld fundu til í stormum sinnar tíðar og þótt sumir telji vonlítið að breyta heiminum og bæta hann með ljóðagerð, þá vonuðust skáldin alltjent til þess að ljóð þeirra vektu að minnsta kosti íhugun hjá einhverjum. Vorkvæði uw ísland er þó ekkert svartsýnisljóð. í bókinni kemur fram, að það er ort 1954, á tíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Mörg skáld voru þá uggandi um framtíð þjóðfrelsis okkar, og þátttaka íslenskra stjórnvalda í kalda stríðinu varð þeim til sárra vonbrigða. Þau skáld sem ortu gegn hersetu og þátttöku í hernaðarbandalagi beittu oftlega fyrir sig náttúrumyndum í táknrænu augnamiði, þótt sumum öðrum hafi stund- um þótt þörf á öllu beinskeyttari gagnrýni. En það er nú svo, að Ijóð sem beina spjóti sínu á beinan hátt gegn tilteknum, afmörkuðum atburði, verða sjaldnast langlíf. Þegar atburðurinn er ekki lengur tfl staðar, verður ljóðið einungis til vitnis um eitt lítið tilsvar í tímanum. Táknræn Ijóð, aftur á móti, eiga sér oftastnær víðari skírskotun. Annað einkenni margra þessara óbeinu baráttuljóða var bjartsýni um betri tíð, þrátt fyrir allt, trú á að menn áttuðu sig, og stefndu til bjartari veraldar. Slík bjartsýni birtist til að mynda í Ijóði Jóns Óskars Og dagur rís í bókinni Skrifað í vindinn: Frá ótta, niðurlæging, Jjúpri hryggð rís landið þitt í söng og dagur nýr skínandi vængjum lyftir sér til flugs. Ekki er þörf á því lengur, að lesa Vorkvæði um ísland sem baráttuljóð í köldu stríði, þótt það hafi trúlega verið hugsað svo í upphafi: að einhvern regndag muni þjóðin skilja á ný dýrmæti þess frelsis er við eignuðumst regndaginn 17. júní 1944. Og sú hugsun er vissulega jafngild við aldahvörf, þótt aðrir atburðir standi nú nær okkur en þeir sem urðu kveikja ljóðsins. Það hefst á beinan hátt án vafninga eða beinna ljóðrænna tilþrifa. En þegar áminningarorðið manstu kemur fyrir öðru sinni tekur við líking þar sem regnið verður eins og spegill þar sem land og þjóð sjá sig í tærleika nýfengins frelsis. Og er manstu hljómar í þriðja sinn, breytist lfldngin í myndhverfingu, sem endar í þversögninni sólskinsarmar regnsins. Og gleymum því ekki að regn, vatn, er tákn lífs. Þannig er myndmálið óvenju stefnufast. Hin lotulanga seiðandi hrynjandi ljær svo textanum í heild mælskuþrungna áherslu sem verður áhrifamikil og sannfærandi í senn. Þannig verður Vorkvæði um ísland frelsisóður og áminning um sívökula árvekni um að gæta þess vandlega er við eignuðumst á fagnaðardegi regnsins. Raunar er frelsi meginþema bókarinnar með því þunga nafni Nóttin á herðum okkar. Eins og segir í ljóðinu Frelsið: í mörg ár hef ég hugsað um frelsið því ég ætlaði að segja við þig: Þettagefégþér. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.