Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 12
ROMANTIKII BYLTING OG HÁRÓMANTÍK Theodore Gericault: Medúsaflekinn, 18X8-19. Með þessu verki,sem telst vera einn mesti dýrgripur Louvre-safnsins í París, hófst rómantíkin í franskri myndlist. EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Maðurinn varð hráefni í réttláta samfélagsbygg- ingu framtíðarinnar. Og Kant hataði fátt meira en það sem hann nefndi að ráðskast með einstakl- inginn. Upplýsingin og skynsemisstefnan byggð- ustá alræðisvaldi for- sjárhyggjunnar. Hamann og Herder mótuðu útlínur þýskrar rómantík- ur, en sá einstaklingur sem oftast er talinn skipta sköp- um í þeim meðvitundar- og viðhorfabreytingum sem voru forsenda rómantíkur, var Rousseau. Fyrstu rit Rousseaus einkenndust af nátt- úrudýrkun og lofgjörðum um hið einfalda líf, óháð formfestu hegðunarkrafna og trú samtíð- armanna hans á vísindalegar framfarir og aðr- ar kenningar upplýsingarmanna. Hann stóð í stöðugri uppreisn gegn ríkjandi þjóðfélags- kerfi og öllu því sem hefti tilfinningalegt fijáls- ræði einstaklingsins. Hann var boðberi „frels- isins“. Leiðtogar fyrsta áfanga frönsku stjómarbyltingarinnar 1789 voru alteknir af pólitískum kenningum hans. Frumkvöðlar frönsku rómantíkurinnar voru Lamartin, de Musset og Chateaubriand, en stfll þess síðast nefnda var rousseauískur í þeim ritum hans þar sem hann skilgreinir „mal de siecle“- eða „Weltschmerz" - rómantíkerans í músíkölsk- um texta og dásamar um leið draumsýn sína á miðaldir. Hann ferðaðist um Bandaríkin og bjó sem útlagi í Brussel og London, en fluttist til Frakklands árið 1800 og varð víðfrægur fyrir „Le Génie du Christianisme" 1802. Hann var andsnúinn Napóleon og festi ekki rætur í Frakklandi fyrr en við endurkomu Bourbona. Hann fann sína rómantík innan kirkjunnar og þráði þá tíma sem hann áleit að hefðu mótast af kirkjunni og kirkjulegri menningu í listum og bókmenntum, miðaldir. Franska byltingin boðaði frelsi allra manna, skynsamlega lausn á öllum vandamálum mannheima og samkvæmt skoðun Kants, leysti byltingin manninn úr fjötrum, þess- vegna hreifst hann svo mjög af yfirlýsingum byltingarmanna um mannhelgi og frelsi allra manna undan formyrkvun trúarbragða og allr- ar þeirrar „hjátrúar" sem þeim fylgdu. Kant sá bjarma fyrir öld skynseminnar, þar sem rann- sóknir og raunhyggja yrðu grundvöllur póli- tískrar stefnumörkunr, sem myndi stuðla að stöðugum framförum í anda upplýsingarstefn- unnar. Kant lofsöng frönsku stjómarbylting- una fyrst og fremst vegna andúðar sinnar á hefðbundnu valdi og trúar sinnar á skynvæð- ingu mannssálarinnar, en hataði rómantíker- ana íyrir afneitun þeirra á kerfisbundnu stjómarfarslegu hefðarvaldi skynseminnar, sem varðaði leiðina inn í Terrorinn. Upplýsing- arstefnan vakti upp andstæðu sína með því að staðla einstaklinginn markvisst að pólitískum markmiðum hinna skynsamlegu lausna og stöðugra framfara. Maðurinn varð hráefni í réttláta samfélags- byggingu framtíðarinnar. Og Kant hataði fátt meira en það sem hann nefndi að ráðskast með einstaklinginn. Upplýsingin og skynsemis- stefnan byggðust á alræðisvaldi forsjárhyggj- unnar. Um svipað leyti og rómantíkin formast í Þýskalandi hefst hún í mildara formi á Eng- landi með Wordsworth og Coleridge. Wor- dsworth hreifst af kenningum frönsku bylting- arinnar og ritum Rousseaus, hann ferðaðist um Frakkland 1792 og lýsir þeirri gleði sem hann sagði að ríkt hefði alls stðar þar sem hann kom á ferð sinni. Nýr heimur var í sköpun, árið eitt var runnið upp og villuráf byggt á trú á Guð, sem var að skoðun upplýsingarmanna ónauðsynlegt fyrirbrigði, skaðsamleg kenning sem magnaði hjátrú, kúgun og hindurvitni. Hin bjarta skynsemi var krýnd í Notre Dame og björt ný veröld var á næsta leiti. Wor- dsworth orti: „Bliss was it in that dawn to be alive But to be young was very Heaven." Wordsworth tjáði dýrkun sína á náttúrunni framar öðrum skáldum í ljóðum sínum - „Lyr- ical Ballads“ 1798 og ekki síður í íyrstu verk- um sínum. Hann gerðist fráhverfur frönsku byltingunni eftir að frumkvöðlar hinnar al- gjöru félagshyggju náðu öllum völdum á Frakklandi með Terromum. Þeir atburðir urðu mörgum bæði vonbrigði og staðfesting á því hvert stefndi. Sá höfundur sem gagnrýndi upplýsinguna hvassast allt frá 1756 - „Vindication of natural society"- var Edmund Burke. „Reflections on the French Revolution“ kom út í nóvember 1790, þýdd á frönsku og þýsku sama ár. Ritið kom út í nóvember 1790, þýtt á frönsku og þýsku sama ár. Ritið kom út í 11 útgáfum á ensku og hafði mjög mikil áhrif með því að opna augu manna fyrir þeirri hættu sem Bur- ke taldi stafa af hinni algjöru afneitun allra hefðbundinna kristinna gilda með kenningum upplýsingar og byltingamanna 1789. Burke taldi að siðað samfélag manna væri arfleifð fjölmargra kynslóða, trúarbrögð og hegðunarhefðir og hollusta genginna kynslóða, núlifandi og óborinna hefði skapað viðsættan- legt samfélagsform. Mótun þessa samfélags hefði varað frá ómunatíð og þessi arfur væri grundvöllur hinna eilífu gilda, trúnaðar manns við mann og hlýðni við lögmálið og virðing fyrir lífinu. Samfélagsgerð „samkomulagsins" væri ofin úr ótal strengjum, sem væru vart skilgreinan- legir samkvæmt kröfum skynseminnar, og ætti sér dýpri rætur í mannssálinni og valdi þess, sem aldrei verður með orðum lýst né skil- ið jarðligum skilningi. Burke lýsir samfélaginu sem lifandi gjöm- ingi, þar sem einstaklingurinn mætti sín en væri jafnframt alltaf háður því að lifa í sátt við aðra menn og háður sameiginlegum leikregl- um, lögum. Burke ritaði meðal annars grundvallarrit um sálrænar og heimspekilegar forsendur að fegurðarskyni og nautn: „A Philosophical Inquiry into the Orgin of Our Ideas of the Sublime and Beautiful" 1750. Burke taldi að upplýsingarstefna byltinga- manna og ofurveldi ríkisins sem byggðist á al- gjörri stöðlun einstaklinga til samfélagskenn- inga upplýsingarsinna, myndi leiða til hrikalegrar kúgunar og blóðbaðs. Trú þeirra valdamanna á Frakklandi sem mótuðu fram- hald byltingarinnar var sú að þeir yrðu að þvinga þjóðina til hlýðni vegna þess að það var henni fyrir bestu. Kirkjan var svipt eignum sínum og valdi og í staðinn kom valdaboð ríkis- ins, ný hugmyndafræði um upplýsinga- og þekkingarþjóðfélagið, sem byggðist á „vísinda- legum“ sönnunum og hagræðingu samfélags- ins til meiri arðsemi og „fyllra lífs,“ sem að áliti Burkes var án alls þess sem gerir lífið vert þess að lifa því, guðlaust, tilfinningalaust og án persónubundins vals og smekks fyrir hinu æðra og fagra. Persónuréttur og eignaréttur voru afmáðir meðal vissra stétta og múgurinn va rnotaður sem réttlæting blóðbaðsins. Lýs- ingar Burkes á fulltrúaþingi og þingmönnum voru í þá veru að þar sæti hópur undirmáls- manna, sem gerðu allt til þess að tryggja eigin hag og að „margir þeirra væru auk þess ólæsir og óskrifandi". Rit Burkes var líkast staðfestingu á for- dæmingu rómantíkeranna á upplýsingarstefn- unni. Arftaki byltingarinnar, Napóleon I, framfylgdi stefnunni og þessvegna jókst andúð rómantíkeranna á upplýsingunni með sigurför Napóleons um Evrópu. Og sú sigurför vakti upp magnaða þjóðemiskennd í öllum þeim ríkjum þar sem leiðir Napóleons lágu. Innblástur, hugljómun, andríki, andagift - hugtök sem voru lýsing á andlegu ástandi róm- antískra skálda. Platon skrifar um guðlegan innblástur. Listamaðurinn eða skáldið yrkir eða skapar ekki vitandi, önnur öfl en hann móta það sem hann gerir, hann er hluti af hinni sívirku al-sköpun alheimsins og samtengist sköpunarkveikjunni í sjálfsvitund, sem verður samvitund heimsaflsins. „Grundlage der ges- ammten Wissenschaftslehri“ 1794 eftir Fichte varð rómantíkerum hvatning til þeirrar sjálf- svitundar sem hafnaði efnislegri reynslu eða áhrifum umhverfis og aðstæðna, en taldi „eg- oið“ hluta hins sískapandi heimsafls. Skáld- skapurinn og skáldið ríkja, vegna þess að skáldskapurinn og skáldið eru „frjáls", eina regla skáldskaparins er að afneita allri reglu, lögum. Þetta var höfuðstaðhæfing Freiedrichs Schlegels í tímariti sem hann og bróðir hans August Wilhelm von Schlegel gáfu út 1798- 1800. Skáldskapurinn er lífskrafturinn. Tieck, Novalis, Schelling og Hölderlin stóðu að þessu tímariti sem markaði stefnu frum- rómantíkeranna. Höfuðstöðvar þessa hóps voru í Berlín og síðan Jena. Friedrich Schlegel var spurður um hvort hægt væri að tjá innsta kjama sköpunarinnar og hann svaraði að með því yrði inntak hugmyndarinnar afskræmt. Það er hægt að leita óendanleikans, fyllingar- innr, „bláa blómsins" og sameinast þessu, hinni óþrjótandi uppsprettu, skilgreining þess er ógerleg. Að sameinast sköpunarafli náttúr- unnar er hliðstæða við kenningar þýskra mýst- íkera um sameiningu við guðdóminn, kenning- ar Eckhart og Boehme. Hér var leitin að magíu orðsins, mætti orðsins, ljóssins, og frelsið var forsenda sköpunarinnar og valds Ijóðsins. Friedrich Schlegel krafðist skilyrðalauss frelsis í upphafi en lauk ferli sínum með því að gerast kaþólskur og snúast til liðs við stjórnar- stefnu Matternichs. Johann Gottlieb Fichte lifði tímabil frum- og hárómantíkurinnar, lést 1814. Hann blés nýj- um anda í stefnuna, krafan um frelsi magnað- ist eftir því sem leið á fyrsta tug 19. aldar vegna yfirgangs Napóleons í Evrópu, en hann var boðberi upplýsingarinnar og alþjóða- hyggju skynsemisstefnunnar og nýklassisism- ans í listum. Herder hafði haldið fram þeirri kenningu, að maðurinn væri mótaður af uppeldi, tungu, en tungan eða málið er skapað af mönnum, ég læri það af öðrum og ég er hluti þess hóps eða þjóðar sem talar ákveðið mál. Fichte lagði höf- uðáherslu á frelsi eisntaklingsins en fyrir áhrif Herders varð þjóðin höfuðatriðið í baráttunni íyrir „frelsinu". Manninum bar skylda til að lifa fullu og frjálsu lífi, hvað þá þjóðinni, sem maðurinn var hluti af. Sjálfsvitund og sköpun voru lífið sjálft, sama gilti um þjóðir. I stað Volksgeist eða þjóðar- anda kveikti Fichte þjóðarvakningu, þjóðern- isvitund. „Reden an die Deutsche Nation“ voru haldn- ar 1808, eftir sigur Napóleons á Prússum. Fichte var fyrirlesari í heimspeki við háskól- ann í Berlín. Fichte dregur upp mynd af Germ- önum - þ.e. Þjóðveijum og norrænum þjóðum sem „Ur-Volk“. Frumþjóð, óspilltri af „sið- menningu" frumstæðri og heillyndri, óspilltum náttúrubömum, gæddum þjóðarhefðum og reisn. Hann hvatti þjóðina til sjálfsvitundar, þjóðemisvakningar og frelsis. Fichte stað- hæfði að barátta þjóða, ríkja, væri eðlileg og heilbrigð. „Þjóðríkið" eða ríkisvaldið var ekki ill nauð- syn, heldur tákn og fullkomnun þjóðarsamein- ingar, sameiginleg sjálfsvitund allrar þjóðar- innar, sem krefðist útþenslu og sigra. Hver einstaklingur yrði hluti ofurmennskrar heild- ar. Menningararfleifð Þjóðverja stuðlaði að aukinni þjóðernisvitund og síðrómantíkeramir lögðu sig fram um að ágæta þann arf og efla þjóðerniskenndina sem síðar á öldinni og eink- um eftir 1918 mögnuðu öfl sem ummynduðu ríkisvaldið í mynd „ófreskjunnar". 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 3. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.