Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Qupperneq 14
ÚRLEND BYLTINGARÖFL í ÞJÓÐÓLFI, ÍSAFOLD OG SKÍRNI ísland undir lok 19. aldar 19. öldin var tími mikilla breytinga í íslensku þjóðfélagi. Þá tóku landsmenn að rétta úr kútn- um eftir margra alda niðurlægingu og harðræði. Aiþingi var endurrreist árið 1845, verslunar- frelsi var veitt 1855 og 1874 var Aiþingi falið eig- ið löggjafarvald með eigin stjómarskrá. Einn er þó sá atburður sem skipti miklu fyrir kjör al- þýðunnar hér á landi í lok síðustu aldar, en það var afnám vistarbandsins árið 1894. Vistarband- ið hafði skapað íslensku samfélagi sérstöðu og spomað gegn því að straumar tímans næðu rót- um. Allir sem ekki vora bændur var^ert skylt að ráða sig í vist til eins árs í senn. I raun var lausamennska bönnuð og tryggði um leið bænd- um nægiiegt vinnuafl. Við afnámið var því til frjálst vinnuafl í landinu sem gat sótt í launa- vinnu þar sem því hentaði, nokkuð sem lengi hafði tiðkast í nágrannalöndunum. Af þessum sökum þótti ýmsum íslensk alþýða vera áhugalaus um rétt sinn og sýna lítinn hug á því að bæta þar úr. Ýmislegt var þó að gerjast með þjóð- inni. í umræðum um aftiám vistarbands- ins á Alþingi 1893 sagðist Skúli Thorodd- sen taka því með fögnuði að verkamenn á Islandi færa almennt að hugsa meira um eigin hag en verið hefði. Hann sagð- ist óhræddur við að þeir tækju sig saman og gerðu „skrúfur“ til þess að bæta kjör sín, slíkt geri erlendur verkalýður. Skúii var reyndar löngum róttækur í skoðun- um, hvort sem um var að ræða bætt kjör alþýðunnar eða sjálfstæði undan Dön- um. Fleiri vildu að alþýðan léti til sín taka og reyndi að bæta kjör sín. Arið 1889 greindi tjóðólfur frá fyrirlestri sem Jón Bjamason prestur í Winnipeg í Kan- ada hélt í Reykjavík. í fyrirlestrinum veittist Jón að landsmönnum fyrir að vera afskiptalausir og áhugalitlir um trúmál, pólitík og félagsmál almennt. Þarna bar hann saman aðstæður á Is- landi og því sem hann hafði kynnst í Am- eríku. Annar maður er einnig hafði dval- ið erlendis og kynnst nýjum straumum gagnrýndi landsmenn einnig fyrir sinnu- leysi. Það var Einar Benediktsson skáld. Árið 1896 birti hann grein í blaði sínu Dagskrá er bar titillinn, „Félagsskapur verkamanna“. í greininni sagði hann samtök verkamanna koma að gagni hér á landi, sérstaklega í Reykjavík því mikil þörf væri á að bæta kjör „hinnar fátæk- ari, starfandi borgarastjettar“ eins og hann komst að orði í grein sinni. Þrátt fyrir þessi orð Einars hafði ým- islegt verið gert til að efla hag íslensks verkalýðs. Nokkram árum áður höfðu verkamenn á Seyðisfirði og Akureyri reynt að koma skipulögðum verkalýðs- samtökum á laggimar en það hafði ekki gengið eins og til var ætlast. Það var helst Bárufélagið, stéttarfélag sjómanna í Reykjavík, stofnsett 1894, sem átti eftir að reynast lífseigt. Fræg era þau ummæli Ólafs Friðriks- sonar að hann hafi ekki kynnst jafnaðar- mennsku fyrr en hann hleypti heimdrag- anum um aldamótin síðustu og hélt til Kaupmannahafnar ungur að áram. Um- mælin hafa þótt endurspegla vel deyfð- ina í stjórnmála- og félagslífi verkalýðs- stéttarinnar á íslandi á seinustu árum mtjándu aldar og fyrstu áram þeirrar tuttugustu. í þessari grein er ætlunin að skoða nánar hvað kunni að hafa valdið þessu. í þessu tilliti verður athugað hvers konar fréttir lands- menn fengu af verkalýðsbaráttunni utan úr heimi á seinni hluta 19. aldar og fram á þá tutt- ugustu. Ýmis blöð og tímarit komu út á íslandi á þessu skeiði, sum stutt en önnur lengur. Blöðin Isafold, Þjóðólfur og tímaritið Skímir komu út reglulega allt tímabilið og höfðu því tryggt sér sess í þjóðlífinu. Blöðin kappkostuðu að flytja fréttir frá útlöndum. Útlendu fréttimar vora þá í einum dálki, og var þá oft í stuttaralegum setn- ingum farið yfir helstu atburði í einu landinu tíl annars. Öðra máli gegndi um tímaritið Skími. Eins og í dag kom ritið út einu sinni á ári og birti ítarlegan fréttaannál yfir helstu atburði hvers árs í helstu löndum. Byltingaröflin í útlöndum Hér á eftir er ekki úr vegi að fara nokkram orðum um byltingaröflin sem vora mest áber- andi í Evrópu á síðari hluta 19. aldar. í frétta- var eflaust erfið í þessu fjöllótta landi. Þessi óttí við skipulögð hermdarverkasamtök var annars ekki ástæðulaus því þungavopn á nútímavísu vora að ryðja sér rúm og alltaf talin hætta á að slík samtök kæmust yfir þannig vopn. í frétta- frásögnum Þjóðólfs og ísafoldar vora sósíalistar og anarkistar stundum spyrtir saman og fylk- ingamar taldar bera sameiginlega ábyrgð á uppþotum og öðra er því fylgdi. Málið var þó flóknara en svo. Andstæð öfl Fylkingar sósíalista og anarkista elduðu löng- um grátt silfur sín í milli á seinni helmingi 19. aldar. Það má rekja til baráttunnar um yfirráðin yfir fyrsta Alþjóðasambandi verkalýðs og sós- íalista sem stofnað var í Lundúnum 1864 undir forastu Karls Marx og Friedrich Engels. Bar- átta sósíalista og anarkista varð til þess að sambandið klofnaði 1872 og leystist upp fjóram áram seinna. Ofbeldi og of- stæki anarkistanna mæltist illa fyrir um alla Evrópu og reyndu því sósíalistar að hreinsa sig af því sem um þá var sagt. Eftir morðið á Alexander II Rússakeis- ara birti 1881 Þjóðólfur þýddan greina- flokk um ástandið í Rússlandi, „Ríkis- mein Rússlands og orsakir þess“ eins og greinaflokkurinn nefndist. Um anarkismann komst Þjóðólfur svo að orði að hann væri „á gægjum eins og óarga dýr, sem leiðist af sinni grimdarlegu eðl- ishvöt og sínu eyðileggingar æði“. Það var langur vegur frá því að sam- staða væri með sósíalistum um hvaða að- ferðum skyldi beitt tíl að ná yfirlýstum markmiðum fram. Ýmsum fannst fagrar hugsjónir sósíalismans um jafiiréttí og bræðralag mega sín lítils í ofbeldis og óstjómarráðum þeirra er aðhylltust stefiiuna. Skímir sagði í fréttaannál sín- um árið 1884 að menn tengdu orðið sós- íalistí helst við þann sem færi með „grip- deildir, rán og morðræði". Þeir sem voru hallir undir marxsismann vildu oftar en ekki fara þá leið. í þeirra huga var óum- flýjanlegt að bylta samfélaginu með valdi. A níunda og tíimda áratug síðustu aldar létu svonefndir endurskoðunar- sinnar til sín taka. Þeir vildu fara hægar í sakimar og rétta hlut alþýðunnar eftir löglegum leiðum þingræðisins. Beinum nú athyglinni að tveimur vold- ugustu ríkjum meginlands Evrópu, Frakklandi og Þýskalandi. Stjómmálin í þessum löndum vora mjög óljós og óræð og vora því sósíalistar tortryggðir. í Frakklandi hafði hin róttæka Parísar- kommúna sem sat að völdum 1870-71 og stofnuð var eftir að vopnaviðskiptum lauk á milli Frakka og Þjóðverja orðið undir í valdabaráttunni við einveldis- sinna sem réðu á þjóðþinginu. í Þýska- landi reyndi Bismarck að hefta fram- gang sósíalista með framlengingu á bannlögum gegn stjómmálastarfi þeirra. Lögin reyndust gagnslítil því sósíalistar áttu alltaf vísa fulltrúa í þinginu, jafn- framt blómstraði öflug neðanjarðarstarf- semiþeirra. Þjóðólfur, ísafold og Skímir gáfu frek- ar neikvæða mynd af þingstarfi sósíalist- anna í Þýskalandi og Frakklandi. Fréttafrásagnir þeirra greindu helst frá ofstopafullum frekjum sem létu einskis ófreistað til að ná kröfum sínum fram. I fréttaannál Skfrnis árið 1881 var farið hörðum orðum um kröfugerð sósíalista í franska þing- inu. í því sambandi skírskotaði Skfrnir til heim- ilislífsins og sagði sósíalista ekki vera annað en óþjála og heimtufreka heimilismenn er tækju ekki ttUit til og tröðkuðu á þeim sem minna færi fyrir og hæglátari væra. Stundum eru lýsingar Skímis á frekjulátum sósíalistanna það yfir- gengilegar að lesandinn gæti haldið að um van- heila einstaklinga væri að ræða. í fréttaannál íyrir árið 1895 greindi Skfrnir frá forsetakjöri í Frakklandi. Þá hafði íhaldssamur lýðveldissinni fengið embættíð. Úrslitin vora mjög í óþökk sós- íalista í þinginu og höfðu þeir ofan í kaupið bar- ist fyrir afnámi embættisins. Skímir sagði að þeir hafi orðið „óðir og uppvægir og Ijetu líkt og vitstola menn, óðu fram og aptur eptir hallar- göngunum, orguðu hástöfum mótmæli gegn því er frarn hafði farið“. Sósíalistar þóttu líka spilla lyrir sér með dónaskap og vanvirðu. Árið 1895 fluttí Skímir einnig fréttir af sósíalistum í þýska þinginu. Þar sagði að sósíalistar hefðu setið EFTIR SIGURGEIR GUÐJÓNSSON Þjóðólfur, ísafold og Skírnir gáfu frekar neikvæða mynd af þingstarfi sósíalistanna í Þýskalandi og Frakklandi. Fréttafrósgnir þeirra greindu helst fró of- stopaful lum fre kjum sem létu einskis ófreistað til að nó kröfum sínum 1 Fram. Af fréttunum í Þjóðólfi órið 1890 mótti ætla að stríðsóstand væri í E vrópu. Mikiil órói varð í Evrópu árið 1848 og bylting sem hófst í París barst til Þýskalands, Ítalíu og Austurríkis. Mál- verkið sýnir götubardaga í Berlín, sem þá var höfuðborg Prússlands. annál fyrir árið 1885 fjallaði Skfrnir um bylting- ar og byltíngaröfl. Skfrnir rifjaði upp réttindabaráttu borgarastéttarinnar í Frakk- landi á framanverðri 19. öld, júlíbyltinguna 1830 og febrúarbyltinguna 1848. Að mati Skímis vora þessar byltingar eðlilegar og nauðsynlegar í samfélagsþróuninni. Öðra máli gegndi um þau byltingaröfl sem nú riðu yfir álfuna, áróður þeirra teldist hvorki eðlilegur né nauðsynlegur. Áróðursmennimir vildu helst gera byltíngu byltinganna vegna og reyndu að sannfæra al- múgann um ágæti stefnu sinnar svo líkja mætti við trú kristinna manna á fyrstu öldum kristn- innar eins og lesa máttí í Skími. En hvaða öfl vora þetta sem Skfrnir talar svo gegn? í grófum dráttum vora byltingaröflin af tvennum toga, annarsvegar anarkistar og hins- vegar sósíalistar. í þessum hópum vora síðan ólík öfl er vildu fara ólíkar leiðir. Joseph Proud- hon, hugmyndafræðingur anarkismans á mót- unaráram hreyfingarinnar, stefndi að afnámi séreignaskipunar og afsögn valdhafanna án allr- ar valdbeitingar. Almenn upplýsing og fræðsla almennings var skæðasta vopnið í huga Proud- hons. Skímir sagði þessa framtíðarsýn í sjálfu sér glæsilega og lofsverða en efaðist um að mannkynið gætí kastað af sér öllum lögum og annarri stjóm á kostnað ráðvendninnar einnar. Skfrnir hélt síðan áfram og sagði að annars kon- ar anarkistar væra einnig til og mættí ekki ragla þeim saman við fyrri flokkinn. „Það era bófar, sem ekki svífast að drepa menn hrönnum sarnan", eins og sagði orðrétt i Skfrni. Forvígis- maður þessa flokks var Rússinn Mikhail Bakun- in. Flokkur hans var ásakaður um ýmis illvirki á meginlandi Evrópu á seinnihluta 19. aldar. Þar má nefna morðin á Alexander II Rússakeisara árið 1881 og Frakklandsforseta árið 1894. Burtrækir andófsmenn og aðrir utangarðs- menn áttu löngum hæli í Sviss og sldpulögðu þaðan starfsemi um álfuna. Stórveldum Evrópu stóð jafnan ógn af þessu og sendu stjómvöldum í Sviss áskoranir um að huga að flóttamönnum er til Iandsins leituðu. En öll þess háttar gæsla T I 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.