Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Side 17
Morgunblaðið/Þorkell
„Andlegt feróalag“, Ijósaverk eftir Gunnar Örn.
Morgunblaðið/Þorkell
„Grímsnes og Laugardalur“, verk Grétu Mjallar Bjarnadóttur.
Skírskotun í þá nátt-
úruauðlegð sem við
eigum i vatninu
JÓHANNA Þórðardóttir er ein þeirra sem
valin var til að taka þátt í þessu verkefni,
en hennar verk er utan á virkjuninni, tutt-
ugu og átta metra langt og liggur á milli
glugga á vegg. Að sögn Jóhönnu er hug-
myndin að verkinu beinlinis byggð á vatn-
inu sjálfu, “en verkinu fylgir texti sem er
upptalning á orðum tengdum vatni,“ segir
hún. „Skirskotun textans er í þá náttúru-
legu auðlegð sem við eigum í fallvötnum
okkar og hverfist um hvernig við nýt.um
þessa orku og í hvers þágu. Eg hef meiri
trú á náttúruvænni nýtingu hálendisins
hcldur en að nýta það i þágu álsins, sem
ég held að sé rangt ef horft er til framtíð-
ar. Mér finnst mikilvægt að það sé ákveðið
jafnvægi í samspili orkunýtingar og nátt-
úruverndarsjónarmiða og það er eiginlega
út frá þessum hugleiðingum sem verkið er
unnið,“ segir Jóhanna.
„Sem myndlistarmaður vinn ég frekar
óhlutbundið og minar myndir hafa aldrei
haft ncina pólitiska skírskotun, en aftur á
móti er ég mikill náttúrusinni. Á hálendinu
er mikið af gróðri sem á eftir að rannsaka
og af því við cigum þetta hreina fagra
land er kannski meira vit í því að virkja
þann hreinleika þegar allt er að fara á kaf
í mengun annars staðar í Evrópu. Myndina
á veggnum reyndi ég því að hafa eins tæra
og ég gat og eina skirskotunin í textanum
til vatns sem mannshöndin kemur nálægt
er „vígt vatn“. Eg velti því lengi fyrir mér
hvort ég ætti að leyfa því að vera með og
ákvað að gera það af því mér fannst felast
í því ákveðin hclgun. Það að virkja er auð-
vitað mjög jákvætt hugtak og full ástæða
til að viðurkcnna allt það góða sem af
virkjunum leiðir, þó ég vilji kannski ekki
endilega virkja í áli. Það er líka hægt að
virkja hugvitið og mannauðinn," sagði Jó-
hanna Þórðardóttir.
Hringferð um sveitirnar í
kringum Ljósafoss
GRÉTA Mjöll Bjarnadóttir á verk á sýn-
ingunni sem er nátengt sveitunum í kring-
um Ljósafossvirkjun. Verkið samanstcndur
af mörgum loftmyndum af svæðinu og býð-
ur upp á einskonar hringferð um sveitina.
„Ég er ættuð þarna úr Grímsnesi og Laug-
ardalnum", segir Gréta Mjöll, „og það er
kannski ástæðan fyrir því að ég vel þessa
leið, þó ég hafi einnig verið að velta fyrir
mér loftmyndum i öðrum verkum. Loft-
myndirnar eru mjög fallegar, en þær eru
teknar 1998 en síðan nota ég þær grafískt
og þrykki á pappir með nýrri tækni. Þær
virka því svolitið eins og gamlar myndir.“
Myndirnar eru á kössum, en undir ein-
um þeirra er tölva sem gefur verkinu
óvænta dýpt. og tengir það sveitinni enn
sterkari böndum. „Ég tók viðtöl við fólk
sem býr þarna,“ segir Gréta Mjöll, „og það
verður hægt að kvcikja á tölvunni og
hlusta á sögur sem tengjast landinu. Sumir
segja þjóðsögur, aðrir frá bcrnskuminni-
ngum sinum, eða landsháttum og enn aðrir
grípa til íslandssögunnar. Fólki var það al-
veg í sjálfsvald sett frá hverju það sagði.“
Gréta Mjöll segir það hafa verið
skemmtilega og merkilega rcynslu að fá
að taka þátt i þcssu þvi hún hafi hitt fólk á
bæjum sem hún hafði ekki heimsótt frá
barnsaldri.
Morgunblaðið/Þorkell
„Hverfili, - allt er í heiminum hverfult", eftir Eyjólf Einarsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Verk Jóhönnu Þórðardóttur á vegg Ljósafossvirkjunar.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 3. JÚNÍ 2000 1 7