Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 19
SPEGILLMILLIHIMINS OG JARÐAR Englar alheimsins, skóldsagg Einars Más Guðmundssonar, hefur allt frá því að hún kom út, kveikt í hinum skapandi þræði listamanna á öðrum sviðum en bók- menntum. Skammter síðan kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar var frumsýnd hér og nú heim- sækir okkur á Listahátíð danskur leikhópur með sviðsverk sem er unnið upp úr skáldsögunni. ~ SÚSANNA SVAVARS- DÓTTIR ræddi við leikstjórann Ditte Marie Bjerg og eina leikara sýningarinnar Henrik Prip um sviðsútfærsluna. Líít ^ CAFÉ Teatret er lítið en metnaðarfullt leikhús í miðborg Kaupmannahafn- ar sem þekkt er fyrir nýstárlegar sýningar. í september síðastliðnum var frumsýndur þar ein- leikurinn Englar alheims- ins, leikgerð sem unnin var upp úr skáld- sögu Einars Más Guðmundssonar sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995. Leikgerðina sömdu þau Ditte Marie Bjerg, ásamt Ryzard Taedling og Henrik Prip en Henrik leikur eina hlutverk sýningarinnar, Pál Ólafsson og Ditte Marie er leikstjóri sýningarinnar. Hin sérstæða leikmynd er hönnuð af Jesper Corneliussen. Sýningin á Englum alheimsins í Café Teaatret gekk fyi’ir fullu húsi þann tíma sem henni var markaður, eða í sex vikur. Englar alheims- ins upp á danska mátann er all sérstæð sýn- ing. Sviðið er á floti og ofan í vatninu stend- ur, gengur eða situr henrik Prip í hlutverki Páls Ólafssonar og segir sögu sína frá fæð- ingu til ótímabærs dauða. Vatnsmagnið segir til um sálarástand unga mannsins. Þegar Páll er „uppi“ er hann þurr og gengur jafnvel á vatninu en vöknar í réttu hlutfalli við vanlíðan og geð- veiki. Lofthæð í leikmyndinni er svo lítil að þeg- ar Páll stendur uppréttur verður hann að standa hokinn, rétt eins og heimur Páls rúmaði hann aldrei allan. Allar leiðir út eru lokaðar. í þessu þrönga, vota rými flytur Henrik Prip texta Einars Más í þýðingu Er- iks Skyum-Nielsen og um sýninguna sögðu dönsku blöðin. „Málfarsleg sprengja, sjón- ræn gáfa, stórkostlegur leikur!" og „Henrik Prip kemst eins nálægt því og hægt er að verða íslenskur engill - túlkun hans hefur fágætt vænghaf og einræðan, fögur og þján- ingarfull, svífur niður til okkar eins og gjöf og skilur okkur eftir hljóð og hugfangin.“ Hingað er svo þetta litla, danska leikhús komið með hina rómuðu sýningu á Englum alheimsins sem er á dagskrá Listahátíðar og verður sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins í kvöld, laugardaginn 3. júní og sunnu- daginn 4. júní. En hvernig datt þeim Ditte Marie og Henrik í hug að vinna eins manns leikgerð upp úr sögunni? Gott verk fyrir eintal „Það var konan mín sem fékk hugmynd- ina,“ segir Henrik. „Hún las gagnrýni um skáldsöguna þegar hún kom út í danskri þýðingu og sagði mér að lesa bókina, því þetta hljóðaði eins og gott verk fyrir eintal á sviði. Ég fór að ráðum hennar, las bókina og hún snart mig djúpt. Hún snart mig al- veg jafnmikið þegar ég las hana í annað og þriðja sinn og ég var sannfærður um að hér væri á ferðinni efni sem félli vel að einleik." Hvers vegna höfðaði hún til þín? „Ástæðan fyrir því að hún höfðaði til mín var sú að Palli er heilbrigður þegar hann segir söguna og í gegnum alla bókina er skrefið frá heilbrigði yfir í geggjun svo stutt. Það er næstum eins og að hann eigi val um að vera heilbrigður eða veikur. Þetta stutta skref er svo áhrifaríkt að manni finnst maður geta sagt við hann: Ekki stíga þetta skref. En Páll tekur skrefið, stendur í heimi geðveikinnar og horfir yfir götuna á allt heilbrigða fólkið." „Fyrir mér var þetta fremur spurning um vitsmunaleg en tilfinningaleg viðbrögð við skáldsögunni," segir Ditte Marie. „Ég skildi ekki hvers vegna þessar hörmungar voru að koma fyrir Pál. Það var svo óraunhæft. Það var ekki hægt að benda á neitt í sögunni og segja: Aha, þetta er ástæðan. Það eru engar skýringar gefnar í sögunni. Páll á til dæmis ekki slæma æsku. En það var einmitt þessi skortur á skýringum sem gerði söguna mjög spennandi fyrir leikhús. Ef höfundurinn hefði farið að útskýra, eða afsaka, ástand aðalpersónu sinnar, hefði það aðeins skapað okkur vandamál. Við urðum því að leita að leið til að segja söguna í stað þess að finna skýringar.“ ViS getum ekki flögrað um leikhúsið Hvað var erfiðast? „Það var erfiðast að finna rými verksins. Við vitum ekki hvar Páll er þegar hann seg- ir söguna. Hann er dáinn og flögrar um en við getum ekki flögrað um leikhúsið," segir Henrik og Ditte Marie bætir við: „Hann flögrar líklega um geiminn en við vitum ekki hvar. Við ákváðum að velja andstæðu þess að flögra um geiminn og ákváðum að setja Pál ofan í vatn.“ „Við veltum því fyrir okkur hvar heimur Páls væri og lásum verk Svedenborgs sem skrifaði heilmikið um heima framliðinna á sínum tíma.“ segir Henrik. „Á einum stað segir hann að við verðum að dvelja á ákveðnum stað í tiltekinn tíma eftir að við deyjum og áður en við höldum áfram, til þess að horfa yfir líf okkar. Þessi ákveðni staður er einhvers konar herbergi og öll herbergin eru ólík og tíminn sem við dvelj- um þar er mislangur, allt eftir því hvernig lífi við höfum lifað." „Forsendurnar sem við gáfum okkur voru þær að Páll væri á leiðinni frá einum stað yfir í annan,“ segir Ditte Marie. „Hann hafði átt við geðræn vandamál að stríða og dvalið á Kleppi og við ákváðum að herbergið hans einkenndist af einhverri vistarveru sem fyndist á öllum slíkum stofnunum. Nið- urstaðan var baðherbergi. Það er mjög sótt- hreinsaður staður. Við vildum líka hafa her- bergið kalt, vegna þess að persóna Páls er svo hlý. Vatnið er líka hreinsandi og við fengum hugmydina frá mynd í bók eftir Svedenborg þar sem hann sýnir fólk spegla sig. Það er einmitt það sem Páll er að gera þegar hann dvelur á þessum stað og segir sögu sína og vatnið hefur fullkominn speglunarflöt - svo það var mjög freistandi að vinna út frá kenningum Svedenborgs um sálarhreinsun. En herbergið hans er ekki bara sótt- hreinsað og kalt speglaherbergi. Það er óskaplega lítið. Hann getur ekki staðið upp- réttur þar. Það endurspeglar líf hans og hugarástand; heimurinn var of lítill fyrir hann.“ Ekki hægt að standa uppréttur Var þetta svona þaulhugsað hjá ykkur?“ „Ekki þannig að við skilgreindum það með orðum fyrr en eftir á. En mjög út- hugsað samt, einkum vegna þess að sviðið sem við höfðum er minnsta leiksviðið í allri Kaupmannahöfn. Fyrst fannst okkur það_. vandamál en þegar upp var staðið, var það kostur. Þetta er svo lítið leikhús að meira að segja áhorfendurnir geta ekki horft neitt annað en á sviðið. Þeir verða bara að' horfa á sýninguna. Þetta er til dæmis ekki gott leikhús fyrir fólk með innilokunarkennd.“ Víkið þið mikið út frá texta skáldsögunn- ar? „Nei. Við ákváðum að fylgja texta sög- unnar algerlega. Við notum að vísu ekki nema brot af honum og það var mjög spenn- andi ögrun vegna þess að leiktexti og bók- menntatexti eru miklar andstæður. En við urðum að skilja eftir allt sem er ljóðrænt í texta bókarinnar. Þegar við fórum að prófa okkur áfram með ljóð Páls, fundum við að það virkaði ekki að nota þau á sviðinu. Leik- myndin og lýsingin urðu að segja það sem stóð í ljóðunum. Það má því kannski segja’ að við höfum á vissan hátt drepið sjálfa skáldsöguna," segir Ditte Marie. „Við vildum halda hinum glettna og ang- urværa tóni sem einkennir skáldsöguna og þegar Einar Már kom til Kaupmannahafnar til að sjá sýninguna sagðist hann vera mjög ánægður með úrvinnsluna,“ segir Henrik. „Eg var mjög kvíðin viðbrögðum hans,“ viðurkennir Ditte Marie. „Þetta er svo pers- ónuleg saga fyrir hann og við vorum svo hrædd um að honum myndi ekki líka okkar meðferð á henni.“ „Þegar maður segir sögu af leiksviði, eins og Palli gerir í þessu verki, er nauðsynlegt að halda sig við það sem skapar dramatíska framvindu. Það er ekki hægt að segja allar sögurnar um ömmurnar og alla í fjölskyld- unni. Þess vegna eru bara fjórar persónur í verkinu. Palli og vinir hans þrír af Kleppi." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.