Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Page 20
SJÁLFUR MOZART ER
STJORNANDINN
í kvöld frumsýnir
Þjóðarbrúðuleikhús
Tékklands ó Listahátíð í
Reykjavík í Islensku
óperunni, hina sígildu
óperu Mozarts, Don
Giovanni. Sýningin hefur
verið sýnd ríflega 2000
sinnum oq farið víða um
þekktra söngvara á
hljóðupptökunni sem
notuð er í sýningunni er
Kristinn Sigmundsson.
[istaUtiíí í Reifkjai/iL^SÍ).
skáld áttu þar jafnmikilli velgengni að fagna
og Vínarbúinn Wolfgang Amadeus Mozart,
sérstaklega eftir að ópera hans Brúðkaup
Fígarós var fyrst sett þar á fjalirnar í des-
ember árið 1786, sjö mánuðum eftir
frumsýningu hennar í Vínarborg. Tónskáld-
inu var samstundis boðið til Prag og kom
hann ásamt eiginkonu sinni Konstönzu til
borgarinnar þann 11. janúar 1787. Þar urðu
þau hjónin vitni að því er kalla mátti nánast
Fígaró-æði og Mozart lýsir í bréfi til vinar
síns, barónsins Gottfrieds von Jacquin dag-
settu þann 15 janúar 1787; „...en ég fylgdist
hugfanginn með því hvernig dansfólkið
hoppaði gáskafullt eftir tónunum úr honum
Fígaró mínum sem breytt hafði verið í kont-
radansa og þýzka (valsa); - því að hér er
ekki um annað talað en Fígaró; ekki annað
leikið, blásið, sungið eða blístrað en Fígaró.
Hér vilja menn ekki sjá aðrar óperur en
Fígaró, sí og æ Fígaró; vissulega mikill
heiður fyrir mig.“ í kjölfar velgengni óper-
unnar bað Pasquale Bondini, stjórnandi ít-
alska óperufélagsins, sem sýndi í Nostic
leikhúsinu í hjarta borgarinnar, Mozart um
nýja óperu fyrir næsta starfsár leikhússins.
Mozart, sem var orðinn jafn hrifinn af Prag
og Prag af honum, tók þeirri bón afar vel og
jafnskjótt og hann kom aftur til Vínarborgar
hafði hann samband við textahöfund Fígar-
ós, Lorenzo da Ponte, sem stakk uppá sög-
unni um Don Juan sem viðfangsefni. Að átta
mánuðum liðnum, eða þann 1. október, lögðu
Mozart og Konstanza aftur land undir fót og
komu til Prag þremur dögum síðar.
Stærsti hluti óperunnar um Don Giovanni
var þá fullgerður en Mozart átti eftir að
leggja síðustu hönd á verkið. Frumsýningin
var fyrirhuguð 14. október en ekki varð af
því og þess í stað stjórnaði Mozart sérstakri
hátíðarsýningu á Fígaró, til heiðurs Maríu
Theresíu erkihertogafrú. Fullsannað þykir
að Mozart hafi ekki lokið við forleik óper-
unnar fyrr en tveimur dögum fyrir frumsýn-
i.ngu, sem á endanum varð þann 29. október.
I byrjun nóvember birtist grein í Prager
Oberpostamtszeitung þar sem sagði m.a. :
„Mánudaginn þann 29. frumsýndi ítalska óp-
erufélagið Don Giovanni eða Steingestinn
eftir óperumeistarann Mozart sem beðið
hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu.
Kunnáttu- og tónlistarmenn fullyrða að önn-
ur eins ópera hafi aldrei verið sýnd í Prag.
Herra Mozart stjórnaði sjálfur og þegar
hann gekk í hljómsveitargryfjuna var hon-
um heilsað með þreföldu húrrahrópi og hann
síðan kvaddur með sama hætti þegar hann
gekk út.“
Brúðurnar sem notaðar eru í sýningunni eru listaverk hver fyrir sig.
BRÚÐUGERÐARLIST á sér
langa og glæsilega sögu í
Tékklandi þar sem aldagömul
hefð er fyrir brúðuleikhúsi og
hafa Tékkar verið leiðandi í
þeirri list um langt skeið.
Tékkneska þjóðarbrúðuleik-
húsið var stofnað árið 1991 í
kjölfar þeirra miklu umbreytinga sem áttu
sér stað í landinu á þessum tíma og var
markmiðið með stofnun þess að styrkja
þessa gömlu hefð sem hafði ekki fengið að
njóta sín sem skyldi í langan tíma. Fyrsta
verkið sem sett var upp var Don Giovanni,
sem að margra mati er einhver best heppn-
aða ópera allra tíma, en sýningin hefur
gengið óslitið síðan og slegið öll aðsóknar-
met. Sýningin Don Giovanni hefur auk þess
farið sigurför um Evrópu og hvarvetna hlot-
ið frábæra dóma. Sýningin er nú hluti af
'Prag menningarborg Evrópu árið 2000 og
fór tvöþúsundasta sýningin fram þann 1.
apríl síðastliðinn. I sýningunni eru notaðar
um eins metra háar brúður sem fara með öll
aðalhlutverkin og Mozart sjálfur stjórnar.
Óperan er ekki í fullri lengd en aðstandend-
ur sýningarinnar hafa stytt hana án þess þó
að missa sjónar á aðalatriðunum.
Hljóðritunin sem notuð er í sýningunni
var gerð í Stokkhólmi dagana 13.-24. júlí ár-
ið 1989 á vegum DECCA útgáfufyrirtækis-
ins. Það er kór og hljómsveit Drottning-
holms-leikhússins sem flytja undir stjórn
Arnolds Östmans en í helstu hlutverkum
eru:Don Giovanni: Hákan Hagegárd, Lepor-
ello: Gilles Cachemaille, Donna Anna: Ar-
leen Auger, Höfuðsmaður: Kristinn
Sigmundsson, Don Ottavio: Nico van der
'Meel, Donna Elvira: Della Jones, Zerlina:
Barbara Bonney, Masetto: Bryn Terfel.
Fremstu brúðuleik-
húsmenn Tékklands
Daniel Dvorák er annar aðalfrumkvöðull
sýningarinnar og höfundur handrits og
sviðsmyndar. Hann stundaði nám í leik-
myndahönnun hjá Josef Svoboda við Há-
skóla hagnýtra lista 1974-1980 og hjá Lois
Egg við Myndlistarháskólann í Vínarborg á
árunum 1980-1981. Dvorák hefur hannað um
150 sviðsmyndir fyrir leikhús, kvikmyndir
og sjónvarp og má þar telja Macbeth, II
Trovatore. Lucia di Lammermoor og fyrir
söngleikinn Drakúla, sem náði miklum vin-
sældum í Prag árið 1995.
Jan Dvorák er hinn frumkvöðull sýningar-
innar og jafnframt stjórnandi Þjóðarbrúðu-
leikhússins. Hann lagði stund á bókmennta-
og kvikmyndafræði við heimspekideild Há-
skólans í Olomouc 1970-1975. Á árunum
1975-80 starfaði hann við Leiklistarstofnun-
ina í Prag og frá 1980 starfaði hann sem rit-
stjóri tímaritsins „Scéna“. Dvorák er eigandi
útgáfufyrirtækisins „Prazská Scéna“ sem
leggur áherslu á tékkneskt samtímaleikhús.
Karel Brozek er stjórnandi sýningarinnar.
Hann var einna fyrstur til að útskrifast í
brúðuleikstjórn frá Leiklistarháskólanum í
Prag (DAMU) en síðan 1959 hefur hann
starfað við fjölmörg brúðuleikhús og lagt
grunninn að mörgum þeirra. Af mikilvæg-
ustu sýningum hans má nefna Dauða
Tintagiles árið 1969 og Faust árið 1996.
Brozek heldur einnig reglulega fyrirlestra
við brúðuleikhúsdeild Leiklistarháskólans í
Prag. Uppsetning þessarar sýningar er sam-
vinnuverkefni Islensku óperunnar, Listahá-
tíðar í Reykjavík og Reykjavíkur - menn-
ingarborgar Evrópu árið 2000. Sérstakur
styrktaraðili er Landssíminn.
Hinn óprúttni flagari
Uppruni sögunnar um Don Juan, hinn óp-
rúttna flagara sem svíkur og táldregur sak-
lausar stúlkur en hlýtur að lokum makleg
málagjöld fyrir tilstilli steinstyttu, er ekki
ljós, en það bókmenntaverk sem aðrir hafa
byggt á um aldir var skrifað af spænskum
presti sem tók sér höfundarnafnið Tirso de
Molina og var það gefið út árið 1630 undir
nafninu E1 burlador de Sevilla y convidado
de piedra eða Svikarinn frá Sevilla og
steingesturinn. Da Ponte, textahöfundur óp-
erunnar, hafði einnig við höndina verk Mol-
iéres, Don Juan ou le Festin de Pierre og li-
bretto Giovannis Bertatis sem Giovanni
Gazzaniga hafði samið tónlist við og var sú
ópera frumflutt í Feneyjum í febrúar 1786.
Upprunalegur titill óperu Mozarts er: II dis-
soluto punito, ossia II Don Giovanni,
dramma giocoso eða Siðleysingjanum refsað
eða Don Giovanni, gamansamur harmleikur
í tveimur þáttum.
íbúar Prag dáðu Mozart
„Allir Bæheimsbúar eru tónlistarmenn"
var viðkvæði á síðari hluta 17. aldar. Enski
tónlistarfræðingurinn Charles Burnley, sem
ferðaðist um Bæheim árið 1772, var svo hrif-
inn af almennri tónlistarkunnáttu íbúa
landsins að hann kallaði það Konservatoríu
Evrópu og var Prag vagga hennar. Fá tón-
Stjórnendur hinnar rómuðu sýningar á Don Giovanni með brúðurnar. Fremstur er hljómsveitarstjórinn, Mozart sjálfur.
f*o LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000