Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Qupperneq 20
MUNKLIFIA MIÐOLDUM Ágústínusarmunkur, Benediktsnunna og -munkur. Morgunblaðið/Þorkell Nokkrir af munum þeim er komið hafa upp við fornleifarannsóknir í Viðey. Morgunbloðið/Þorkell j I Viðeyjarskóla hefurver- ið sett upp sýning er ber yfirskriftina Klaustur ó ís- landi og eryfirlit um þau klaustur sem störfuðu ó íslandi í kaþólskum sið. r Sýningin er viðamikil enda er henni ætlað að standa í tvö ór að sögn séra Þóris Stephensen staðarhaldara í Viðey. HÁVAR SIGURJÓNS- SON skoðaði sýninguna í fylgd sr. Þóris. * ÝNINGUNNI er ætlað að gefa ™ yfírlit um þau klaustur, er störf- uðu hér á landi á miðöldum, staðsetningu þeirra, tíma og reglu,“ segir sr. Þórir Stephen- ^ ■ sen. „Þá er ætlunin að draga fram í texta og myndum þýð- ingu þeirra fyrir menningarlífið í landinu bæði hina andlegu hlið og þá sem snýr að atvinnulífinu. Þar er m.a. átt við sagnaritun og tilheyrandi skinnaverkun. Jafnframt er ætl- unin að vekja athygli á mikilli eignaumsýslu, bú- skap, útgerð og því um líku. Á sýningunni verða fomgripir, m.a. úr uppgreftrinum í Viðey, einn- ig teikningar, Ijósmyndir og jafnframt „gínur“,“ segir sr. Þórir. Fordyri himnaríkis í II. bindi Kristni á íslandi segir Gunnar F. Guðmundsson: „Klaustur voru lokuð samfélög karla og kvenna sem höfðu yfirgefið „heiminn" til að leita Guðs og sameinast honum. Þau voru fordyri himnaríkis og skjól þeirra sem vildu bjarga sálu sinni áður en það yrði um seinan.“ Séra Þórir segir að þegar leitað hafi verið eftir þátttöku einstakra menningarstofnana í dag- skrá M2000 hafi honum þótt sjálfsagt að Viðey yrði með. „Þessi sýning er styrkt að jöfnu af menningarborginni og kristnihátíðamefnd en í undirbúningsnefnd sitja auk mín dr. Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu f.h. guðfræði- deildar HI, Ásdís Egilsdóttir dósent f.h. heim- >> spekideildar HÍ, Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður og Anna Lísa Guðmunds- dóttir deildarstjóri f.h. Árbæjarsafns - Minja- safns Reykjavíkur, Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur f.h. kaþólsku kirkjunnar á ís- landi og sr. Guðmundur Þorsteinsson dóm- prófastur f.h. þjóðkirkjunnar. Steinþór Sigurðs- son listmálari hefur hannað sýninguna og sett hana upp af alkunnu listfengi." Vegna tengsla klaustra á íslandi við pfla- grímaferðir eða suðurgöngur og m.a. til Santi- ago de Compostela, sem einnig er menningar- borg á árinu 2000, verður sérstakur þáttur um þetta. íslensku klaustrin voru mestu helgistaðir þjóðarinnar, ef frá eru taldir biskupsstólamir. Reynt verður að gera þennan þátt sýnilegan. „Ekki má gleyma því, að klaustrin voru hluti af alþjóðahreyfingu og opnuðu, mörg þeirra, dyr héðan út til hins kristna heims, dyr sem gerðu mönnum fært að njóta hinnar fjölþættu menningar annarra Evrópulanda. Síðast en ekki síst á að útskýra sjálft klausturlífið, hrein- lífisheitið, sjálfsgjöfina, kærleiksþjónustuna, bænalífið," segir sr. Þórir. F jölþætt dagskrá í sumar í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá með ritgerð Ingunnar Lovísu Ragnarsdóttur, Klausturlíf á Islandi. Ritnefnd skipa dr. Hjalti Hugason, Ásdís Egils- dóttir og Gunnar F. Guðmundsson. Séra Þórir segir að gert sé ráð fyrir, að sýn- ingin standi í það minnsta tvö ár. Hún verður væntanlega opin síðdegis og á öðrum tímum fyrir hópa, þegar um það verður beðið. Á sýningartímanum er gert ráð fyrir ráð- stefnuhaldi og öðmm viðburðum í Viðey og hef- ur dagskrá sumarsins og fram á haustið verið ákveðin. Sunnudaginn 18. júní verður kaþólsk biskupsmessa í Viðey. Að henni lokinni mun Benediktsmunkurinn Aidan Bellenger frá Downside Abbey flytja fyrirlestur um Bene- diktsregluna á miðöldum og séra Kristján Valur Ingólfsson rektor Skálholtsskóla flytur erindi um litúrgíuna á miðöldum. Sunnudaginn 16. júlí verður messa á vegum prófastsdæmisins þar sem séra Guðmundur Þorsteinsson dóm- prófastur prédikar. Eftir messu verður boðið upp á skoðunarferð um þá hluta Viðeyjar sem tengjast trú og helgihaldi. Að kvöldi þriðjudags- ins 15. ágúst á Maríumessu hinni fyrri verður Maríuganga. Þessi athöfn er í samvinnu við kaþólsku kirkjuna á Islandi. „Gengið verður með Maríulíkneski frá Viðeyjarkirkju og austur í Kvennagönguhóla. Þar verður stansað, lesið úr helgisögum um Maríu, fluttar bænir og sungnir söngvar," segir séra Þórir. Sunnudaginn 1. október verður einnig kaþólsk messa í Viðey og þá mun norski læknirinn Amstein Brodersen, sem gerst hefur kanoki í Ágústínusarklaustri í Austurríki, tala um Ágústínusarregluna á miðöldum en slíkt klaustur var einmitt í Viðey. Benedikts- og Ágústínusarreglur „Munur var á klausturreglum. Hér á landi störfuðu tvær reglur, Benediktsregla og Ágúst- ínusarregla, kenndar við hina helgu menn, Benedikt frá Núrsíu (um 480 til um 550) og Ágústínus kirkjufóður (354-430). Benedikts- reglan var eiginleg munkaregla í þeim skilningi að þeir sem gengu henni á hönd, lokuðu sig frá heiminum og lifðu eftir það einir með Guði. Fransiskanar og Dóminíkanar voru hins vegar ekki munkar heldur bræður sem störfuðu í „heiminum" meðal fólksins þó að þeir héldu hópinn og lifðu í samfélagi hver með öðrum.“ (...) „Eitt af því sem einkenndi reglur Ágústín- usar var það hvað þær voru fáorðar um annað en meginatriði og því mikið lagt í hendur for- stöðumanni að móta klausturlífið. Ágústínusar- klaustur gátu þess vegna orðið töluvert ólík hvert öðru. í sumum þeirra voru flestir munk- amir prestvígðir kennimenn en í öðrum mátti einnig finna óvigða bræður sem helguðu sig nær einvörðungu bænalífi og líktust þannig fremur Benediktsmunkum en Ágústínusarprestum í kanokasetrum." Fyrsta formlega klaustrið sem stofnað var á íslandi var Benediktsklaustrið á Þingeyrum (1133). Önnur klaustur fylgdu síðan í kjölfarið: Munkaþverá (Benediktsregla 1155), Þykkva- bær (Ágústínusarregla 1168), Helgafell (Ágúst- ínusarregla 1172), Kirkjubær (nunnuklaustur af Benediktsreglu 1186), Viðey (Ágústínusar- regla 1226), Reynistaður (nunnuklaustur Bene- diktsregla 1295), Möðruvellir (Ágústínusar- regla 1296), Skriða (Ágústínusarregla 1493). „Ýmsar ástæður gátu verið til þess að klaustrum var komið á fót. Sumir hafa gefið fé til klausturs til að bæta fyrir syndir sínar eða í þeirri von að með þeim hætti gætu þeir áunnið sér og ættingjum sínum verðleika hjá Guði. Fá- ir fóru úr þessu lífi án syndar, og því var það huggun að vita að í klaustrunum yrði fyrir þeim beðið á dánardægri þeirra eins lengi og heimur- inn stæði. Líklega hefur Þorkell auðgi Geirason haft þetta í huga þegar hann bað Þorlák prest Þórhallsson, síðar biskup, um að aðstoð við að reisa klaustur eða kanokasetur í Þykkvabæ. (...) Á fyrsta fjórðungi 13. aldar átti Þorvaldur Giss- urarson í Hruna frumkvæði að því að efnt var til klausturs í Viðey og fékk til liðs við sig Magnús bróður sinn, sem þá var Skálholtsbiskup, og Snorra Sturluson í Reykholti. Klaustrið tók til starfa 1225 (eða 1226) og varð Þorvaldur fyrsti forstöðumaður þess. Þorvaldur var einn at- kvæðamestu höfðingja á fyrri hluta Sturlunga- aldar, en hann var einnig prestur, hafði þegið vígslu af Þorláki helga. (...) Klaustrið átti ekki eingöngu að vera athvarf lífsþreyttra höfðingja heldur friðsæl vin í stormasömum heimi þaðan sem bænir bærust án afláts upp til Guðs til heilla fyrir munkana sjálfa og landslýð allan. Sum klaustrin höfðu jafnframt hagnýtu hlut- verki að gegna í samfélaginu eins og að veita fá- tæklingum skjól og vera betrunarstaður hrös- ulla manna og hvatvísra." Fjöldi munka eða nunna í hveiju klaustri var ekki mikill, innan við tíu virðist hafa verið algengt og flestar virðast nunnurnar hafa verið 14 í klaustrinu á Kirkju- bæ árið 1403. í Viðeyjarklaustri voru munkam- ir 6 við stofnun klaustursins. Klaustrin rænd og krossar brotnir Séra Þórir segir að því miður séu ekki til miklar minjar eða heimildir um klausturlíf í landinu. „Klaustrin áttu miklar eignir og voru umsvifamikil á vissu tímabili. En við siðaskiptin sölsaði Danakonungur eignir klaustranna undir sig og segja má að konungsmenn hafi farið ránshendi um klaustrin og hirt allt sem talist gat peninga virði. Skjöl og bækur voru flutt úr landi, sumt fórst í hafi, og það sem eftir var skil- ið var sumt eyðilagt. Krossar og Maríumyndir voru brotin og eyðilögð enda talin tákn um páp- ísku sem var miskunnarlaust barin niður. Áð mörgu leyti verður mikil menningarleg afturför í kjölfar siðaskiptanna og saga klaustranna á íslandi er saga mikillar menningarsögu sem löngu er horfin en okkur er ljúft og skylt að halda á loft,“ segir séra Þórir Stephensen. Heimild: Kristni á íslandi II. bindi. íslenskt samfélag og Rómakirkja. Texti Gunnar F. Guðmundsson og meðhöfund- ar. Útgefandi Alþingi 2000. Morgunblaðið/Þorkell Steinþór Sigurðsson og séra Þórlr Stephensen staðarhaldari úti fyrir Viðeyjarskóla. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.