Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Page 11
V- ti og horft yfir Öskjuvatn til Heröubreiöar. / Rafn ákvað þess í stað að snúa sér að Netinu, þar sem allir geta skoðað myndimar ókeypis. En ljósmyndarinn; hefur hann þá ekkert upp úr krafsinu? Ekki er það útilokað. Með þessu móti er gert út á þá von, að einhver geti notað myndimar og ekki hefur staðið á því. I því sam- bandi er ferðaþjónustan stórtækust, bæði hér og erlendis. A vefslóðina ieelandphotos.com hefur Rafn nú sett 370 ljósmyndir og hann mun halda áfram að bæta við. Þær em í 16 efnisflokkum, sem hægt er að smella á og velja til dæmis fossa, fjöll, bygg- ingar, mannlíf, stangveiði, Reykjavík og ferða- lög. I öðram flokki eru svæði. Þar er hægt að finna myndir eftir landsvæðum og ekki má gleyma miðhálendinu, sem flokkað er sér. Þá er ótalinn sá flokkur sem Rafni þykir sjálfum vænst um. Hann heitir smámótíf-natural art - og hef- ur eins og nafnið gefur til kynna fremur listrænt gildi en heimiidagildi. Þetta er sú fegurð sem er við fætur manns, en flestum sést yfir. GÍSLI SIGURÐSSON Ljósmyndir/Rafn Hafnfjörð Magnaðar andstæður: Annarsvegar hverasvæðið og leirhverirnir við Leirhnjúk, skammt frá Kröflu, en hinsvegar hraunið sem rann í síðasta Kröflugosi. Hvítserkur við Húsavík eystri. Eitt af sérkennilegri fjöllum landsins. Hvítserkur er úr Ijósu ingnímbriti (líparítösku), en dökkir berggangar skerast þvers og kruss í gegnum fjallið. Til þess að sjá það sem best verður að leggja á sig ferðalag yflr Húsavíkurheiði. Þá er farið frá Borgarfirði eystra til suðurs, áleiðis til Loðmundarflarðar. Það er fært á venjulegum fólksbíl, sé farið varlega. Pálmi Hannesson rektor taldi Hvítserk fallegasta fjall á íslandi. Eyjabakkar og Eyjabakkajökull. Myndln er tekin úr lofti. Um þetta svæði má segja að þjóðin hafi skiptst í fylkingar eftir því hvort menn vildu sætta slg við að Eyjabökkum yrðl sökkt í sklptum fyrir raforku. Á þetta fagra og margumrædda svæði hafa þó tiltölulega fálr íslendingar komið. h —............... ......................................» LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 9. DESEMBER 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.