Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 13
Klæðnaður og vopn víkinga, 19. aldar teikning. Gera má ráð fyrlr að oft hafi þeir þurft að klæðast
skjólbetri fötum en þeim sem myndin sýnir. Eftir því sem best er vitað voru sterkir litir og mynst-
ur einkenni á klæðnaði víkinga, segir í bók um víkinga eftir Frank R. Donovan.
fræðum voru frásagn-
ir Heimskringlu af
sögu norrænna sæ-
konunga og sögusvið-
ið sjálft, sem var
Skandinavía, Eng-
land og Frakkland og
teygðist inn í Mið-
jarðarhaf og til Sikil-
eyjar og Byzans-rík-
isins. Ættfærslurnar
urðu ekki síður til að
vekja áhuga, ættir
Ragnars loðbrókar,
Ynglinga og allar göt-
ur til herkonungsins
Óðins, ættir sem
runnar voru af þess-
um meiði á 12. öld
mátti rekja áfram til
þjóðhöfðingjaætta á
Englandi og í Evrópu
samtímans.
Laing dvaldi þrjú
ár í Noregi frá 1834.
Hann lærði talmálið
og varð læs á bókmál-
ið og kynntist þar
gerð Ólafs sögu helga
í danskri þýðingu
Peters Clausens Friis
frá 1633. Hann
kynntist einnig vel
bændunum, sem hann
nefndi „bonders",
fremur óljóst hugtak
um bændur, leiguliða,
sjálfseignarbændur. Hann skrifaði minnis-
bækur um dvöl sína á þessum slóðum,
„Journal of a Residence in Norway...“ 1836.
Þar kennir margra grasa og þetta varð mót-
andi fyrir þann viðamikla formálainngang að
Heimskringluútgáfu hans 1844. Lýsing hans
á norskum bændum var lofsamleg „þeir
höfðu aldrei hniprast saman undir svipu
lénsmanna..." Og hann heldur áfram: „þeir
bera með sér stolt hins frjálsborna manns,
voru sjálfseignarbændur sem vissu ekkert
vald þeim æðra nema lögin...“
Journallinn var forrit formála Heims-
kringlunnar 1844, eins og áður segir lýsir
hann þar sinni hugmynd um víkinga og þýð-
ingu þeirra fyrir eigin tíma. Formálaritgerð-
in er 187 blaðsíður og skiptist í nokkra kafla.
Laing er altekinn af „þeim anda víking-
anna“ sem olli því að fámennir og „þýðingar-
lausir" hópar einstaklinga tóku sig upp og
lögðu á sig „ofurmannlegt erfiði og tókst að
fremja dáðir, sem eru algjörlega ótrúlegar."
Laing segir að enginn víkingur sé nefndur í
„sögunum“ og fjallar alltaf um rætur víking-
anna í Noregi, sem hafi síðan „koðnað“ niður
sem bændur á íslandi. Grófur framstæður
kraftur einkenndi aðgerðir þeirra og afreks-
verk og fyrst og síðast frelsiskrafan. Laing
taldi sig marka þennan óhefta kraft og þrek
í sækonungunum norsku.
Laing ritar um byggingarhefðina í Noregi.
Hús voru gerð úr timbri, meðan lénshöfð-
ingjar sunnar í Evrópu byggðu úr grjóti.
Hann ræðir einnig lög um eignarréttinn og
að flestir frjálsbornir menn hafi átt land sitt
og það hafi aukið þeim styrk til að berjast
fyrir einhverju, tilverurétti sínum.
Hann ræðir þinghaldið, þar sem frjálsir
menn veita leyfi og samþykki og kjósa sér
höfðingja. Hann telur að þingin hafi orðið
kveikja orðsnilldar eins og þjóðfundirnir í
Hellas urðu mönnum skóli í ræðulist - mál-
skrúðsfræði.
Laing rekur einnig hvernig þingin hafi
tengt samfélagið í sterkari heild og íbúa
þingháinnar til sterkari samfélagsvitundar
og þar með kenndar fyrir eigin sérstöðu og
samstöðu og orðið þegar frá leið kveikjan að
kennd fyrir eigin „þjóðernisvitund."
Laing var lítið hrifinn af Þjóðverjum og
þeirri mynd sem rómantíkin tók á sig þar.
Hann taldi að alþýðumenning væri sterkari
aflvaki á Englandi hvað málfar varðar en á
Þýskalandi var rómantíkin sköpun nokkurra
lærðra höfunda án tengsla við þjóðdjúpið.
Þessar kenningar Laings byggðust á þvi að
alþýðumenning á Bretlandseyjum var að
hans mati arfleifð víkinganna, „reisn hins al-
menna breska þegns“ væri arfur sækonung-
anna.
Laing hafði mikla ömun á kaþólskum sið,
mat engil-saxneska annála lítils og fabúler-
aði um að víkingar hefðu bjargað ensku
þjóðinni frá kúgim og niðurkoðnun. Hann
talar um „sögurnar" sem hliðstæðu við
grísk-rómverskar krónikur. Einnig ræðir
hann um skipasmíðar víkinga, hátt tæknistig
og segir það fráleitt að hálfsiðaðir villimenn
hefðu getað smíðað svo fullkomin skip eins
og víkingaskipin voru. Hann ber þessa
snjöllu smíði saman við suðurevrópska
ánauðarbændur sem klufu grjótið í kastala-
byggingar og kirkjur, kúgunartæki þeirra.
Einnig talar hann með mikilli fyrirlitningu
um að hin norrænu skáid hafi drabbað niður
í „trúbadóra" í suðurhluta Evrópu. Og síðan
kemur niðurstaðan: Ræturnar að breska
heimsveldinu á 19. öld má rekja til Noregs á
tímum víkinga. Fulltrúaþing sem setti lögin,
kviðdómar, eignarréttur og almenningsálit
byggt á sómakennd og réttlætiskennd, allt
þetta ásamt andlegu frelsi og óbilandi kjarki
var hin forna norræna víkingaarfleifð - þar
var komið ríkið sem réði hinum sjö heims-
höfum og festi siðmenninguna, hina norrænu
arfleifð, alls staðar sem leið þeirra lá.
Síðar flokkaði Laing Norður-Ameríku eða
Bandaríkin sem arftaka hinna norrænu
dyggða og skrifar: að Nýja England og Is-
land hafi verið einu nýlendurnar sem hafi
markast af ákveðnum menningar- og réttar-
farskröfum, meginreglum, „sem nútíma
stjórnmálafræðingar ættu að taka sér til fyr-
irmyndar".
Laing ber saman búskap norskra bænda
og írskra bænda sem hann segir „að búi í
hreysum, giftist allt of snemma, borði ein-
göngu kartöflur og klæðist görmum".
Kenningar Laings höfðu áhrif eftir því
sem leið á öldina. Margt af því sem hann
skrifaði var endurtekið og mörgu bætt við.
Breska heimsveldið var kóróna sögunnar,
Bretar höfðu sigrað snjallasta herforingja
allra tíma - Napóleon - og voru nú siðmenn-
ingarafl heimsins. Kenningar Laings vora
endurómaðar í Bandaríkjunum. Marie
Brown setti saman rit sem var gefið út í
London: „The Icelandic Discovery of Amer-
ica, or Honour to whom Honour is Due,“
1887. Höfundurinn deilir heiftarlega á ætluð
hátíðahöld 1882 til að minnast fjögur hundr-
uð ára afmælis landafunda Columbusar, sem
höfundurinn telur að hafi verið „Kaþólskt
samsæri og leitt til svívirðilegustu þjóðakúg-
unar veraldarsögunnar.“ Mikið af rökum
þessa höfundar varðandi ágæti norrænna-
norskra erfða er sótt til Laings. Skömmu áð-
ur en Laing gefur út Heimskringlu gaf C.C.
Rafn út „Antiqvitates Americanae,“ 1837.
Það safnrit hafði mikil áhrif vestan hafs og
Vínlands sögurnar margfaldast, eins og höf-
undur þessa rits fjallar um ítarlega, í ellefta
kapítula: „Telling the Vinland Tales.“
Breskir lesendur kynnast heimum Heim-
skringlu í þýðingu Laings og enn frekar í út-
leggingum hans á þessum heimum. Margir
sáu í þessum útleggingum norskan/norræn-
an heim sækonunga og víkinga sem hlið-
stæðu við heim breska heimsveldisins. Is-
lenskir heimar fornaldar birtast síðan í
þýðingu Njáls sögu, „The Story of Burnt
Njál,“ eftir George Dasent prófessor í ensku
og enskum bókmenntum við Kings College í
London. Þýðingin kom út 1861. Heimar
Gunnars og Hallgerðar, Njáls og Bergþóra.
Dasent hafði lengi stundað norræn lræði og
goðafræði. í huga Dasents var hinn heiðni
heimur miðalda norðursins algjörlega sér-
stæður og hann leitaðist við að hreinsa hug-
myndir manna um þennan heim af kristnum
miðaldaáhrifum. Til þess að svo mætti verða
taldi hann fornmálið, engil-saxnesku, forn-
ensku og fleiri ger-
mönsk mál og fyrst
og fremst Old-Norse
eða miðaldaíslensku
vera lykilinn að rétt-
um skilningi á nor-
rænni fornöld og ís-
lenskum fornmennt-
um. Philologian var
lykillinn að réttum
skilningi textanna.
Andrew Wawn fjallar
mjög ítarlega um
skilning Dasents og
annarra áhugamanna
á Englandi á sögun-
um og þá sérstaklega
Brennu-Njáls sögu
og hvernig þeir
skynjuðu þetta forna
rit, sem hefur löng-
um verið erfitt að
skilgreina og skilja.
Höfundurinn hefur
unnið mikið verk þó
ekki væri nema með
þessari skilningssögu
enskra fræðimanna á
Njáls sögu og goð-
heimum þeirra tíma,
hvað má þá segja um
ritið sem heild? í
sjöunda kafla er fjall-
að um Eddurnar og
þýðingar og í áttunda
og níunda kafla um
m.a. goðafræðina,
kenningar Georges Stephens um þau efni,
sem voru reistar á miklum rannsóknum og
lærdómi sem urðu til þess að hann hlaut
heiðursmerki og titla á Norðurlöndum og
meðal fræðimannasamfélagsins í norrænum
fræðum á Englandi. En lokin urðu þau að
verk hans „hrandi“. Wawn rekur þessa sögu
af mikilli elju og nákvæmni og síðan kemur
William Morris og „the old gray North,“ og
öll sú saga.
Ferðalög og pílagrímsferðir um „sögu-
eyna,“ náttúruskoðun og veiðiferðir, fugla-
skoðun og „að kynna sér kjör manna og
háttu“. Ferðir til íslands vora af margvís-
legum ástæðum. Fyrstu ferðirnar á síðari
hluta 18. aldar voru einkum vegna áhuga
náttúrufræðinga á ýmsum undrum sem var
að sjá hér á landi, Geysi meðal annars - sem
var seldur 1890 ungum enskum aðalsmanni
fyrir 100 pund. Með aukinni þekkingu á nor-
rænni sögu og þá ekki síst víkingum fjölgaði
ferðamönnum, ekki síst eftir að Heims-
kringla kemur út. Verslun var ein ástæðan
til ferða breskra manna hingað, sauðasala
bænda til breskra fjárkaupmanna, hrossa-
sala, smæð íslenska hestsins gerði hann eft-
irsóttan í breskum kolanámum, fiskur eins
og löngum fyrr, brennisteinn og æðardúnn.
Hér var margt að rannsaka fyrir jarðfræð-
inga, jarðsagan var skráð í landið. Og svo
var það laxveiðin. Um miðja öldina og áfram
jókst áhugi þeirra sem leituðu „sögu stað-
anna“ ekki síst eftir að þýðingin á Njáls
sögu kom út. Og upp úr 1860 „kom hver
söguþýðingin eftir aðra,“ sögustöðunum
fjölgaði, sem voru taldir áhugaverðir skoð-
unarstaðir - Víga-Glúms saga, Grettis saga,
Kjalnesinga saga, Sturlunga saga og Hellis-
manna saga. Dæmi voru um að áhugamenn
um „fornöldina“ dveldu hér allt árið og leit-
uðust við að læra íslensku af bændum, af-
komendum Gunnars og Njáls, tungumál sem
hafði haldist óbreytt í þúsund ár. Wawn
fjallar síðan um fjölda ferðabóka sem gefnar
vora út á 19. öld, lýsir tilgangi þeirra og höf-
undum, síðan er þáttur um skáldsögur:
„Telling Viking Tales,“ bókmenntasaga
skáldsagna þar sem sögusviðið er víkingaöld
eða íslensk fornöld.
Andrew Wawn hefur tekist að segja sögu
„vikingismans“ á Englandi, rekja áhrif hinna
margvíslega fjölskrúðugu kenninga um vík-
inga og víkingaöldina og áhrif þessara kenn-
inga á bresk viðhorf og menningu. Þetta er
viðamikið rit, höfundurinn efShákvæmur 'ög
vel heima í öllum heimildum og vandaður í
meðferð heimilda. Þetta er sagan um hvern-
ig fræðimenn, hugsjónamenn og víkingistar
unnu að því „að gera hinn forna norræna
heim að sínum heimi“ eins og segir í bókar-
lok.
En þessi tilraun er ekki bundin við Viktor-
íutímabilið, nú í aldarlok, þúsaldarlok eru
dýrðarkviður kveðnar um hetjuskap víkinga,
snilli þeirra og dirfð. Svo að margt af því
sem stendur í þessari bók ætti ekki að koma
nútímamönnum á óvart, það hefur verið sagt
áður og heimildirnar má finna í þessari
ágætu bók.
SIGLAUGU R BRYNLEIFSSON
RÚNAR KRISTJÁNSSON VILHJÁLMUR Á BRANDA- SKARÐI Hann bóndi var sem braglist ól íbjartrisál, svo fram á tungu féll ístraumi fagurt mál. Hann átti strengi erætíðþráðu andans úug. En náði ekki að njóta sín með næman hug. Því það varmargt sem þurfti aðgera og þræla við, svo sjaldan veittist sælustund með sálargrið. En samt var ort ogsótt um marga sigurslóð, erandagiftin ól ogfæddi afsérljóð. Þau blóm sem uxu í brjósti hans við bragsinsyl, þau færðu gleði, frið oghuggun fjöldans til. Þau veittu anda og vitund margra von ogfró. Þvísamúð hans var heil með þeim sem harmursló. Ég veit að marga vermdi það sem Villi kvað, því vorið bjó íhugsun hans og hjartastað. Oglengimun því ljós að sjá við lágan garð, sem varpar bliki "*1 björtu oghlýju um Brandaskarð.
Höfundurinn býr á Skagaströnd. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók hans sem heitir Ut við ysta sæ, Ljóð og vísur. Jafnframt er hún fjórða Ijóðabók hans.
ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR ÞISTILL í 1 HJARTA Marrar undan fótum stirnir á frostlagðar götur í myrkrinu ljóðlausir dagar ogstillur Aðeins í hjartanu bærist seint mun þaðgefast upp fyrir vetrarbyljum Finn að festt þar rætur Þistill í hjarta
Höfundurinn er skáld og kennari í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000 1 3