Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Qupperneq 15
námsmanns og Helgu Þórðardóttur skeggja, sem var bróðir Örlygs gamla á Esjubergi, þess landnámsmanns sem reisti sér kirkju á Kjalarnesi og helgaði hana Kolumkilla. En móðir Helgu var ensk kona sem hét Vilborg Ósvaldsdóttir. Móðir Vilborgar er talin hafa heitið Úlfrún Játmundardóttir. Nöfnin Vil- borg, Ósvaldur, Úlfrún og Játmundur eru öll ensk, enda leikur enginn efi á þjóðerni þeirra né trúarbrögðum. Nú er freistandi að gera ráð fyrir því að Vilborg hafi kennt Helgu dóttur sinni eitthvað í kristnum fræð- um, en Helga var amma Gissurar hvíta sem varð leiðtogi kristinna íslendinga á efstu ár- um tíundu aldar og fyrsti maður þjóðarinn- ar sem sendi son sinn á skóla í Þýskalandi. Mér virðist það engin firra að geta sér þess til að einhver neisti af kristinni trú kunni að hafa hjarað með niðjum Vilborgar, Helgu og Teiti, svo að Gissur hvíti hafi hlotið glætu af suðrænum sið í vöggugjöf. 7. Kristnar formæður Sennilegt þykir að trúarbrögð og siðir eríist ekki síður um kvenlegg en karllegg, enda verða mæður jafnan nánari ungum börnum en feður. Með því að fáir ættliðir eru frá kristnu fólki á landnámsöld og niðj- um þeirra við lok tíundu aldar, þá er ekki úr vegi að athuga hvort Vilborg Ösvaldsdóttir á Skeggjastöðum í Mosfellssveit hafi verið eina kristna formóðirin sem var svo nærri kristnitöku að suðrænn siður kunni að hafa hjarað með niðjum hennar uns heiðni leið undir lok. Fyrst skal minnast Valgerðar Vilborgar- dóttur frá Skeggjastöðum, systur Helgu þeirrar sem áður var nefnd, en hún var móðir Eyjólfs á Möðruvöllum í Eyjafirði sem venjulega er kenndur við móður sína. í Ki-istni sögu er staðhæft að Eyjólfur Val- gerðarson hafi látið prímsignast, þegar þeir Friðrekur og Þorvaldur víðförli fóru um Norðlendingafjórðung, að öllum líkindum árið 981. Eyjólfur kann að hafa numið í æsku einhverja kristni af Valgerði móður sinni, sem átti kristna móður. Hins skal einnig getið að faðir Eyjólfs var dóttursonur Helga hins magra landnámsmanns, sem átti sér írska móður og ólst upp í Suðureyjum og á Irlandi, en Helgi var svo kristinn að hann kallaði bæ sinn Kristnes; þó var mað- urinn blendinn í trúnni og „hét á Þór til sæfara og harðræða." I Þorvalds þætti víðförla er helgisögn af fimm vetra sveini, Ingimundi Hafurssyni úr Goðdölum, sem var að fóstri á Reykjaströnd og beiddist skírnar af Friðreki biskupi án ráðs og vitorðs föður síns og fóstra. Ahugi skagfirsks drengs á kristni um þessar mundir kemur kynlega fyrir sjónir, en þó skýrist málið þegar þess er gætt að hann var einn af niðjum Vilborgar Osvaldsdóttur. Þuríður móðir hans var sonardóttir Þuríðar Vilborgardóttur. Ai-nór kerlingarnef á Miklabæ í Óslands- hlíð var einn af forystu-mönnum skagfir- skrar kristni á síðara hluta tíundu aldar. Um hann er fjallað í Svaða þætti og Ai-nórs kerlingarnefs. Arnór var sonarson Þorgerð- ar sem var dóttir írskrar konu, Friðgerðar Kjarvalsdóttur. Þóroddur goði á Hjalla í Ölfusi var þriðji maður frá Kormlöðu Kjarvalsdóttur, írskri konu. Hann var einn af leiðtogum kristinna manna á alþingi árið 1000, enda var Þórdís dóttir hans gift Giss- uri hvíta, og sonur þeirra var Isleifur bisk- up. Gestur hinn spaki í Haga á Barðaströnd lét prímsignast ásamt nokkrum vinum sín- um þegar Þangbrandur kom þangað. Gestur var tengdur og skyldur kristnu fólki með ýmsum hætti. Hann var ættingi Úlfs skjálga forföður Reyknesinga sem var kvæntur konu af írskum ættum. í Melabók er föður- systir Gests köiluð Gróa hin kristna, en son- ur hennar „herjaði á Skotland og tók þar að herfangi Niðbjörgu dóttur Bjólans konungs og Kaðlínar, dóttur Göngu-Hrólfs; hann fékk hennar. Var son þeirra Ósvífur hinn spaki.“ Að lokum skal víkja að Þorkatli kröflu á Hofi í Vatnsdal sem talinn er hafa látið prímsignast í þann mund er þeir Friðrekur biskup og Þorvaldur víðförli fóru um Norð- urland, svo sem áður var getið. Þorkell var óskilgetinn og telur Vatnsdæhi að Nereiður móðir hans hafi verið hernumin og skyld Orkneyingajörlum. Hlutverk hennar minnir mjög á Melkorku í Laxdælu, svo sem oft hefur verið bent á, enda hlýtur Þorkell krafla viðurkenningu af Sigurði jarli frænda sínum, rétt eins og Ólafur pá af Mýrkjartani írakonungi afi sínum. En örðugt er að henda reiður á þeim sögulegu staðreyndum sem kunna að leynast handan við slíkar frá- sagnir. Hvað sem Þorkatli kröflu líður þá verður naumast komist hjá því að gera ráð fyrir svo að Norðmenn týndu Óðni og andleg menning þeiira beið æverandi tjón við þá missu. En Islendingar sýndu Asum og heiðnum minnum mikla rækt og auðgtíTfe með því móti hugmyndaheim sinn, svo sem síðar verður rakið í þessum fátæklegu púnktum, en slík menning mun hafa orðið kristni til styrktar fremur en baga. 9. Ásatrúar minnst Ljósmynd: Gísli Sigurðsson Kirkjan í Haukadal er það eina sem eftir stendur á þeim fornfræga sögustað og ættarsetri Hauk- dæla þar sem á 11. og 12. öld sátu menntaðir heimsborgarar á þeirra tíma vísu. ákveðnum tengslum með vestrænni frum- kristni á landnámsöld og þeirri kristni sem þróaðist hér á síðustu áratugum tíundu ald- ar. 8. Skóld úr Vatnsdal Af öllum þeim Islendingum sem létu í ljós efasemdir um kristna trú áður en þeir gengu undir skírn leifði enginn eftir sig jafn glöggar hugmyndir um heiðinn sið og Hall- freður Óttarsson. Honum svipaði til gi-ískra spekinga að því leyti að hann girntist ekki nýjan sið að óreyndu, en hann varð þeim mun öruggari í trúnni en aðrir sem hann kynntist henni betur. Saga Hallfreðar13 hermir svo frá fyrsta fundi þeirra Ólafs Tryggvasonar í Niðarósi að konungur spyrði: „Ert þú skáldið?“. Hann svarar „Kann eg að yrkja.“ Konungur mælti: „Þú munt vilja trúa á sannan guð en kasta forn- eskju og illum átrúnaði. Þú ert maður skörulegur og einarðlegur, og er þér ein- sætt að þjóna eigi lengur fjanda." - Orðið fjandi mun eiga að vera Óðinn, og með því að skáldskapur í heiðni var nátengdur hon- um mun „forneskja" í ummælum konungs hafa að einhverju leyti lotið að kvæðagerð Hallfreðar. Skáldið tók síðan kristni og þó með því skilyrði að konungur sjálfur veitti honum guðsifjar. Að skírn lokinni fékk kon- ungur tvo kristna náunga til að kenna Hall- freði heilög fræði, sem sé faðirvor og trúar- játning, og munu þau hafa verið býsna ólík þeim fróðleik sem skáldinu var kenndur í æsku heima á Haukagili í Vatnsdal hjá afa sínum og fóstra. Þegar Hallfreður bað konung að hlýða lofkvæði því sem hann hafði ort, fékk hann synjun. Þá segir skáldið: „Þú munt því ráða en týna mun eg þá þeim fræðum er þú lést mér kenna, ef þú vilt eigi hlýða kvæðinu, og eru þau fræði ekki skáldlegri er þú lést mig nema en kvæðið er, það er eg hefi um þig ort.“ Að jafna faðirvori og trúarjátningu saman við lofkvæði um Ólaf konung getur naumast talist sanngjarnt, enda lætur Hall- freður sér nægja að taka einungis mið af skáldlegum eiginleikum sem eru oft ekki fyrir hendi í helgiritum. I texta Möðruvallabókar segir um Hall- freð að „allmjög lofaði hann goðin og kvað mönnum það illa takast er menn löstuðu þau,“ en í handritinu AM 61 fol. er kveðið mildara að orði: „Hallfreður lastaði ekki goðin þó að aðrir hallmælti þeim, kvað ekki þurfa að ámæla þeim þó að menn vildi eigi trúa á þau.“ Skáletraða setningin varðar meginatriði í sögu íslenskrar kristni og menningar. Er þeim mönnum sem vilja ekki trúa á heiðin goð nauðsynlegt að lasta þau? Hví skyldu kristnir menn ekki virða Oðin, Þór og aðra Æsi, Ásynjur og Vani og njóta þeirra sagna sem gengu af þeim? Geta menn ekki verið fullkomlega kristnir þótt þeir lofi Óðin fyrir að gefa skáldskapar- mjöðinn Ásunum og þeim mönnum sem yrkja kunnu? Snorri Sturluson víkur að slíku efni í Eddu. Eftir greinargerð um notkun goðanafna í kenningum, kemst hann svo að orði: „En þetta er nú að segja ungum skáldum, þeim er girnast að nema mál skáldskapar og heyja sér orðfjölda með fornum heitum eða girnast þeir að kunna skilja það er hulið er kveðið, þá skilji hann þessa bók til fróðleiks og skemmtanar. En ekki er að gleyma eða ósanna svo þessar frásagnir að taka úr skáldskapinum fornar kenningar, þær er höfuðskáld hafa sér lík látið. En eigi skulu kristnir menn trúa á heiðin goð og eigi á sannindi þessa sagna annan veg en svo sem hér finnst í upphafi bókar."14 Þeir Halll'reður og Snorri virðast vera á einu máli um það að kristnir menn geti þekkt og virt hugmyndaheim Ásatrúar- manna án þess að láta slíkt varpa neinum skugga á átrúnað sinn. Þeir gera glöggan mun á þekkingu og trúarbrögðum, kunnáttu og kristni. Að hyggju Ólafs konungs og ann- arra ofstækismanna var Óðinn hins vegar fjandi eða illur andi, óvinur Krists og allra góðra manna.16 Slíkir leiðtogar ætluðust til að kristið fólk hafnaði öllum goðsögnum og öðrum fróðleik sem varðaði goðin, enda fór I Hallfreðar sögu eru nokkrar vísur eftir skáldið sem rifja upp forn kynni af heiðnum goðum, og bregður þar fyrir nokkrum sökn- uði. Þó hefur Hallfreður þá gerst maður Krists, enda eru vísurnar öðrum þræði játn- ingar hans. Hann minnist þeirra stunda heima í Vatnsdal þegar hann blótaði geð- skjótan Óðin sjálfan, konung Hliðskjálfa^ „Skipt er á gumna giftu,“ bætir óðsmiðiír við. AJIir menn hafa ort ljóð til að öðlast hylli Óðins; ég man frábærar iðjur forfeðra minna. Vald Öðins hugnaðist mér vel, enda er ég trauður að leggja hatur á þenna frum- ver Friggjar af því að ég þjóna Kristi. - Hér er rétt að staldra við andartak og hyggja of- urlítið að orðum hins forna skálds. Enginn nema rammur Óðinsdýrkandi myndi játa að sér hafi getist vel að valdi hans, enda var þar um dularfull mögn að ræða. Mér hefur stundum komið til hugar að þeir sem höfðu sérstakt dálæti á Óðni kunni að hafa verið einna harðvítugustu andstæðingar Krists, en þó muni þeir að lokum hafa áttað sig bet- ur á kjarna kristindóms en aðrir ásatrúar- menn. Skáldið heldur áfram hugrenningum sín- um og kemur brátt að þeim þáttum í fafr Óðins sem löngum þóttu viðsjárverðir: Vér skulum hafna nafni hrafnblóts goða (= Óð- ins) úr heiðnum dómi sem beitti flærð og hlaut lof manna fyrir. Freyr skyldi vera mér gramur, Freyja og Þór. í fyrra lét ég af flónsku Njarðar; óvættir mega líkna Oðni; Krist einn og guð vil ég biðja allrar ástar; mér er leið reiði sonarins; hann á frægt vald undir föður heims. Með konungi Sygna er sá siður „að blót eru kviðjuð".16 Vér verðum að forðast flest sköp norna sem nutu virð- ingar forðum. Allir menn eru að hætta að blóta Óðin, og ég verð neyddur burt fi^. niðjum Njarðar að biðja Krist. Óttar faðir Hallfreðar var fæddur á eynni Ylfi17 norðarlega á Hálogalandi, kom hingað flóttamaður um miðja tíundu öld og settist að í Grímstungum í Vatnsdal; síðar hrökkl- aðist hann þaðan suður í Norðurárdal. Hall- freður mun vera fæddur í Grímstungum, en hann ólst upp með móðurföður sínum að Haukagili. Þar mun Óðinn hafa verið dýrk- aður; til slíks bendir ekki einungis kveð- skapur Hallfreðar heldur einnig sögnin í Vatnsdælu, Kristni sögu og Þorvalds þætti víðförla af berserkjum í veislu að Haukagili árið 982. Berserkir voru nátengdir Óðni, eins og alkunnugt er. Sú veisla var haldin um veturnætur, og má ætla að þar hafi ver- ið um að ræða blótveislu til að fagna vetri: í slíkum veislum tíðkaðist að drekka minni Óðins.18 í þriðja lagi virðist mikið hafa verní* um Óðinsdýrkun á Hálogalandi, þar sem föðurtún Hallfreðar lágu. Að lokum skal þess minnst að Hallfreður orti lofkvæði um Hákon Hlaðajarl, mikinn aðdáanda Óðins; jarlinn launaði kvæðið rausnarlega. Um þær mundir þegar Hallfreður er ungur að árum var Eyvindur skáldaspillir höfuðskáld Háleygja; hann orti rammt Óðinskvæði um Hákon góða fallinn (d. 860) og einnig drápu um alla Islendinga, en nú er enginn urmull eftir af henni. 13. Um sögu Kirkjubæjar að fornu fjallar Hjalti Huga- son í greininni ’Eigi máttu þar heiðnir menn búa Af klaustrum og kennimönnum í Skaftafellsþingi (Vík 1999), bls. 9-42. Af ritum sem lýsa írskum ein- setumönnum og skyldum atriðum skal láta nægja að minna á eitt: Peter O Dwyer, Céli Dé. Spiritual Reform in Ireland 750-900 (Dublin 1981), bls. 1 13. 14. Vísindalega útgáfu annaðist Bjarni Einarsson: Hall- freðar saga (Reykjavík 1977). 15. Hér víkur Snorri að formála sínum sem er saminn af kristnum sjónarhóli og hefst á þessa lund: „Al- máttugur guð skapaði í upphafi himin og jörð og alla þá hluti er þeim fylgja og síðast menn tvo er ættir eru frá komnar, Adam og Evu, og fjölgaðist þeirra kynslóð og dreifðist um heim allan.“ 16. Slíkum hugmyndum bregður einstaka sinnum fyrir í konunga sögum. 1 frásögn Flateyjarbókar af gesti á Ögvaldsnesi segir svo: „Hefír þetta reyndar verið enginn maður, þó að svo hafi sýnst, heldur hefir óvin alls mannkyns, sjálfur fjandinn, brugðið á sig líki hins versta Óðins, þess er heiðnir menn hafa langan tíma trúað á og sér fyrir guð haft.“ 17. P. e. bönnuð. Orðalag kemur heim við norsk fom- lög: „Blót er oss og kviðjað, að vér skulum eigi blóta heiðið goð, né hauga né hörga.“ Den elure Gulatingslova. Útg. Bjorn Eithun, Magnus Rindal, Tor Ulset (Oslo 1994), bls. 52 18. Eyjan hefur skipt um nafn. Nú heitir hún Hadsel- oya. 19. Sjá Hákonar sögu góða, 14. kap. Höfundurinn er fyrrverandi prófessor við Edinborgarhóskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000 I 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.