Tíminn - 29.11.1966, Page 8

Tíminn - 29.11.1966, Page 8
8 ÞSNGFRETTIR TIMINN ÞINGFRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember 1966 LEYSA VERDUR UR RAFORKU ÞORF V-SKAFTAFELLSSYSLU Helgi Bergs mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi er hann flytur um rafvæðingu Vestur- Skaftafellssýslu. Fjallar frumvarp- iS um það, að héraðsrafmagns- veitur rikisins skuli leggja raf- magnslínu frá Vík í Mýrdal, er nái til allra byggðra býla í Álta- veri, Leiðvallarhreppi, Skaftár- tungu, Kirkjubæjarhreppi og Hörgdalshreppi og skuli þessu lokið eigi síðar en á árinu 1969. Helgi Bergs flutti þetta frum- varp á síðasta þingi, en það fékk þá ekki afgreiðslu. Helgi sagði m. a., að í þeim drögum að vinnu- áætlun um framhald rafvæðingpr- áætlunarinnar, sem lögð hafa ver- ið fyrir raforkuráð, er Vestur- Skaftafellssýsla alls ekki á blaði, enda yitað, að enn þá hefur ekkert verið ákveðið um frekari rafvæð- ingu þessa landshluta. Eru þó að- eins tveir af. sjö hreppum sýsl- unnar, sem hafa rafmagn frá samveitum. Hrepparnir fimm aust an Mýrdalssands hafa ekki sam- band við almenningsveitur. Síðan teknir voru upp mjólkur- flutningar frá þessu svæði fyrir allmörgum árum, hefur búskapur aukizt mjög og blómgazt í, þessum sveitum. Nauðsynin á öruggri og nægri raforku er því enn brýnni en áður. Meðallínulengd til bæja hefur verið látin ráða um röðun á raf- væðingaráætlanir, og er það eðli- leg meginregla, en ekki einhlít. Fleiri atriði eiga að koma til at- hugunar í því sambandi. Óeðlilegt virðist með öllu að láta svo fjöl- mennt og blómlegt landsvæði sem austanverða Vestur-Skafta- fellssýslu mæta afgangi, þó að með allínulengd á bæ sé í lengra lagi. Lína frá Vík austur í Fljóts- hverfi yrði 233 km á lengd og næði til 115 bæja. Meðalvegalengd á býli er því 2.03 km eða svipuð og á sumum þeirra svæða, sem eru á fyrmefndum drögum að rafvæðingaráætlun. Skatfellingar vom brautryðj- endur um rafvæðingu í sveitum. Löngu áður en almenn rafvæð- ing á opinbemm vegum hófst, b^ggðu þeir einkavatnsaflstöðvar víða í héraðinu og raunar eionig pnnars staðar á landinu. Búa þeir »ð því leyti enn að þessu braut- ryðjendastarii, að af þessum 115 býlum, sem hér um ræðir, hafa 70 einkastöðvar, en þær eru flest- jr of litlar og ófullkomnar, marg- ar gamlar, enda munu nær allir bændur í héraðinu reiðubúnir að lýsa yfir, að þeir muni vilja taka jafmagn frá héraðsrafmagnsveitu. Með lögunum um Landsvirkjun frá s.l. ári var því endanlega sleg- ið föstu, að rafvæðing landsins skyldi byggð á stórum vatnsafls stöðvum með víðfeðmum línunet- um, en svonefndri smávirkjana- leið hafnað. Er því ljóst, a,ð ekki kemur önnur leið til greina til úrlausnar raforkumálum þessa byggðariags en sú, sem hér er gert ráð fyrir. Helgi skýrði frá undirskrifta- söfnun er fram hefði farið í Vest- ur-Skaftafellsisýlu eftir að þetta frumvarp var lagt fram á síðasta þingi. Undir. það skjal skrifuðu 122 væntanlegir rafmagnsnotend- ur í sýslunni og lýstu sig fýsandi þess að fá heimtaug frá raforku- samveitu1, að undan skildum ein- um, sem ekki teiur sig þurfa hana strax. Ingólfur Jónsson, raforkumála- ráðhenra, sagði að á sl. þingi hefði verið samþykkt þingsályktun um rannsókn á því, hvemig bezt myndi að leysa rafmagnsþörf Vest ur-Skaftafetlssýslu. í júní hefði hann skipað nefnd undir for- mennsku raforkumálastjóra til að gera þessa rannsókn og hefði nefndin rætt við oddvita í Skafta- fellssýslu og nefndin teldi fjóra möguleika koma til greina: 1. Lína frá Vík, 2. Virkjun j héraði, 3. Mótorrafstöð eða stöðvar, 4. einkarafstöðvar. Nefndin myndi skila áliti síðar á þessum vetri. Raforkumálastjóri hefði lýst yfir, að hann teldi líklegt að allir íslendingar myndu hafa fengið rafmagn árið 1970. Helgi Bergs sagði, að ánægju- legt væri að nefnd hefði verið skipuð til að rannsaka málið en hann hefði einmitt stutt þessa þingsályktun til að halda málinu vabandi þegar sýnt þótti, að frum varp þetta næði ekki afgreiðslu á þinginu. 4. möguleiki nefndarinn- ar um einkastöðvar kæmu að sínu áliti ekki til greina, sagði Helgi, og ráðherrann sýndi mjög mikla varúð er hann vildi ekki á þessu stigi gera ráð fyrir að lína frá Vík yrði ódýrari en hin- ir möguleikarnir. Helgi kvaðst þess fullviss, að ráðherrann gæti fengið fram niðurstöður í nefnd- inni fyrr en hann hefði látið í veðri vaka, ef eftir því væri sótt og myndi eftir því gengið í fjár- hagsnefnd að fá niðurstöðu nefnd arinnar fram, er þetta frumvarp kæmi þar til athugunar. Eftir yfir- lýsingu ráðherrans um að ísiend- ingum myndi öllum hafa verið séð fyrir raforku á árinu 1970 hefði verið tekið og Alþingi hefði lýst einróma vilja sínum til að leysa raforkumál Vestur-Skaft- fellinga. Þeir byggju við sérstak- ar aðstæður, þar sem væri óbyggð- ur sandur er aðskildi býggðina og lengdi mjög meðalvegalengd- ina milli bæja í héraðinu. IÐNADURINN NJOTI FULLS JAFNRÉTTIS Þórarinn Þórarinsson mælti í gær fyrir frumvarpi um aukið framlag ríkissjóðs til Iðnlánasjóðs og auknar lánsheimildir gjóðsins. Kveður frumvarpið á um að fram- lag ríkissjóðs skuli vera jafn hátt því framlagi er iðnrekendur sjálf- ir leggja sjóðnum til árlega með sérstökum gjöldum á iðnaðarvör- um og að láaisheimildir sjóðsins verði aukngr úr 150 milljónum í 250 milljónir. Þórarinn Þórarinsson benti á, að í fjárlögum væri nú 50 millj króna framlag til Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins og þar af 17 milljónir til móts við framlag bænda til deildarinnar. Framlag til Fiskveiðasjóðs væri á fjarlög- um 41 milljón á móti útflutnings- gjaldinu. Til iðnlánasjóðs væri framlagið hins vegar aðeins 10 milljónir. Hann benti ekki á þeljta til að draga í efa nauðsyn á fram lögum til sjávarútvegs og land- búnaðar eða að þau væru of há heldur til þess að undirstrika, að liðnaðurinn ætti hér að njóta jafn !réttis við hina aðalatvinnu vegina. | Þjóðinni fjölgar ört og fisksi'ofn l arnir takmarka að sjálfsögðu aukn inguna í sjávarútvegi og sölumögu leikar takmörkuðu einnig aukning una á landbúnaðarframleiðslunni. Iðnaðurinn yrði sá atvinnuvegur er í vaxandi mæli tæki við fólks- fjölguninni, en til þess að hann geti það verður að búa betur að honum en gert er og þar er fjár- magnsskorturinn mesta vandamál ið. Iðnaðurinn á nú í miklum erf- iðleikum og samkeppnisaðstöðu hans við erlenda framleiðendur yrði að bæta og hafa yrði í huga að gengisskráningin væri iðnaðin- um óhagstæð. Vandamál iðnaðar- ins yrðu ekki leyst með samþykkt þessa frumvarps og í þessu fmm- varpi væri ekki gengið eins langt og skyldi. Þetta frumvarp kvæði aðeins á um það réttlætismál að iðnaðurinn njóti jafnréttis við sjávarútveg og landbúnað. VERDLAGSEFTIRLIT Framhald af bls. 1 greiðasölu, veitingum, fæði, snyrt- ingu, fatapressun, aðgöngumiðum að almennum skemmtunum og öðru slfku. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til vörutegunda, sem verð- lagðar eru samkvæmt sérstökum lögum, né heldur vöru, sem seld er úr landi, eða launa fyrir verk- sem áfcveðin hafa verið með samn ingum stétarfélaga.“ Að þessu athuguðu má því segja að hér sé um eins konar sérstaka auglýsingu ríkisstjómarinnar að ræða um uppgjöf í „frelsismálun- um“ svonefndu og til viðbótar að setja hömlur á heimild sveitarfé- laga til hækkunar útsvara og að- stöðugj^lda og finnst ýmsum sem fyrr hefði mátt stöðva fhaldið í borgarstjóm Reykjavíkur. Það, sem vakir fyrir ríkisstjóm inni með flutningi þessa fram- varps virðist vera það að draga sem flestar dulur yfir verðfrestun arstefnu sína, þ.e. að leyna verð- bólguþróuninni og fresta verð- hækkunum fram yfir kosningar. Um leið verður hún þó að lýsa algeru vantrausti á stefnu þá, sem hún hefur fylgt,,, frelsisstefnunni“. Sjðan ríkisstjórnin setti lögin um Iverðlagsmál í júní 1960 hefur smám saman verið að draga eina vörutegundina af annarri undan verðlagseftirlitinu og það hefur hún gert með auglýsingum hverju Isinni og auglýst rækilega með miklum fögnuði og lófaklappi við- reisnarunnenda. i Ilún hefur full- yrt, að hin frjálsa samkeppni væri styrkasta stoð launþeganna í að halda verðlagi í skefjum og að aldrei væri meira vöruval og meiri og harðari samkeppni í verzlun- inni en nú. Þetta framvarp kem- ur því áreiðanlega mörgum spánskt fyrir, þar sem í því er lýst algeru vantrausti á þá kenningu, sem hef ur verið rauði þráðurinn i allri stjórnarstefnunni. Jafnframt þessu hljóta spum- ingar að vakna um það, hvemig ríkisstjórnin hyggst framkvæma þær heimildir, sem um er getið t. d., að ríkisstjórninni sé heim- ilt að ákveða, „að eigi megi hækka hundraðshluta álagningar á vöram j heildsölu og smásölu frá því sem var er framvarp til laga var lagt fyrir Alþingi“. Þýðir þetta það, að lögvernda eigi álagningu, sem nú tíðkast í mörgum greinum og vitað er að er óeðlilega há og menn sammála um að í vissum greinum er sví- virðilega há? Og á þá um leið að festa álagningu í vissum öðrum greinum í því marki, sem hún er í framvarpinu. I 1. grein segirnú leyfð, en margt bendir til sé of lágt? Á þessu fást væntan- lega skýringar, en margt fleira er enn óljóst og á huldu um fram- kvæmdina. Margir vamaglar virðast í frum varpinu til að tryggja að verð- hækkanir geti átt sér stað, þrátt fyrir „verðstöðvunina". Menn spyrja núna: Hvers vegna komu þeir ekki með þetta fyrr fyrst þeir þykjast geta stöðvað verðlagið? Áf hverju hafa þeir látið það við- gangast í 7 ár að verðlag hefur hækkað svo að segja á hverjum degi? PIANO - FLYGLAR Steinway £ Sons Grotrian-Steinweq, Ibach, Schimmel. Fjölbreytt úrval 5 ára ábyrgS. PÁLMAR ÍSÓLFSSON & PÁLSSON Pósthólf 136 símar 13214 og 30392. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiSsla- Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson, gullsmiSur. Bankastræti 12. Björn Sveinbjörnsson, hæsta réttarlögmaSur LögfræSiskrifstofa Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsioa 3. hæS, Símar 12343 og 23338. JÓN AGNARS FRÍMERKJAVERZLUN SÍMI 17-5-61 kl. 7.30 — 8 e.h. Jón Grétar SigurSsson héraSsdómslögmaSur, Austurstræti 6, slmi 18783.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.