Tíminn - 07.12.1966, Síða 9

Tíminn - 07.12.1966, Síða 9
MÍBY' 1K.UDAGUR 7. desember 1966 r.,.BWWH-,»W HEIMA OG HEIMAN Beethoven lék af finpm fram og dró svo dár að áheyrendum „Það bar oft við, er Beet- hoven var að impróvísera, leika af fingruim fram, í viðurvist ýmissa gesta, að hann rak upp skellihlátur að loknum leik, og eftir hlátursrokumar tók hann að draga dár að álheyrendum sínum fyrir hrifninguna, sem hann haífði vakið hjá þeim, hreitti síðan út úr sér. „Þið eruð bjalfar og nautshausar upp til hópa.“ Það var óútreikn anlegt, hvemig hann fékk ímúg ust á fólfci, og það fór hreint og beint í taugarnar á hon- um að finna samúð eða hrifn- ingu hjá sumu fólki. „Hver get ur lifað innan um slíka dekur- krakka?" hrópaði hann við eitt slíkt tækifæri, og hann gat ekki hugsað séx annað en hafna heimboði, sem honum barst frá Prússakonungi, er ætlaði að hafa boð inni fyrir alla viðstadda og tónleika eina af þessu tagi.“ Þannig hljóðar ein af þeim sögum samtíðarmanna, sem get ur að lesa í stórri bók, er fyl'gir nýjustu upptölu og út- gáfu á öllum fimm píanókon- serium Beethovens, sem Claud- io Arrau og Concertgebouw- Mjóhiiveitin í Amsterdam leika og hér er komin á markað í Bernard Haitink, stjórnar við hl jómplötuupptöku. er allkunnug harmsaga hans í einkamálum, barátta hans vð heyr-narleysið, óbugandi vilja- þrek hans. Okkur er gjarnt að líta á Beethoven sem hetju, hugað ofurmenni, sem bauð örlögunum birginn og varðist margri árás. En á bak við þá mynd hlýtur að hafa verið mað ur með sína kosti og galla eins og fólk flest. Margar bæk- urnar er búið að skrifa um Beet-hoven sem mann og lista- Forhliðin á nýjustu plötuútqáfu píanókonsertanna fimm eftir Beet hoven, i flutningi Claudio Arrau og Concertgebouw. glæsilegum búnaði, fimm plöt- ur og jafnstórt myndskreytt hefti í öskju. Sögumaður þessa atviks er nemandi Beethovens, sá frægi píanóleikari og kenn- ari Karl Czrny (höfundur æf- ingabókanna, sem píanónem- endur, einnig hér á landi, nota þann dag í dag). Nemandi harts var Franz Liszt, nemandi hans Martin Krause i Beriín, og trúlega er frægasti nemandi hans Olaudio Arrau frá Chile, sem hingað kom í haust og lék með Sinfóníuhljómsveit fslands. Hvað vitum við annars mik- ið um Beethoven? Við þekkj- um andlit hans af myndum, sem sýna fyrirferðarmikið höt- uð, mikilúðlegt andlit, stund- um með glott á vörum. Okkar mann. En nú er það tvennt nýútkomið, sem gerir öllum að- gengilegt að kynnast Beethov- en betur, raunar hvorugt nýtt af nálinni, sem sé dagbækur Beethovens komnar í mjög ó- ódýrri útgáfu í Bandaríkjun- um, og áðurhefnt hefti, fylgi- rit píanókonsertann-a á plöt- um, með sögum og ummæ-lum samtíðarmanna hans, og mynd um af Beethoven og samtíðar- mönnum han-s og fleiru. Bókin fyrrnefnda heitir Beethoven, eftir Friedrieh Kerst og H. E. Krehbiel, þýzka menn, sem tóku hana saman fyrir röskum 60 árum og var hún skömmu síðar þýdd og út- gefin í Englandi, en foriagið Dover Publications í New York hefur nú gefið út á ný í ó- dýrri heftri útgáfu, sem kostar ekki nema einn og hálfan dollara. Hún hefur að geyma aragrúa setninga og athuga- semda, sem höfð eru eftir Beet hoven og tekin úr dagbókum hans, sömuleiðis samtalsbækur han-s svonefndar, eða setning- ar þær er hann skrifaði í siim- ræðum við menn, eftir að hann var orðinn heymarlaus. Atiiuga semdir hans fjalla um margvís- leg efni, um samferðamenn hans, lííið almennt, hann sjálf- an og að sjáifsögðu um tón- list hans og einnig annarra tónskálda. Er bókin náma að fróðleik um manninn og lista- manninn Beethoven. Píanókonsertarnir fimm efr- ir Beethoven, sem um ræðir útgáfu Fhilips í Hollandi, fiutt- ir af Consertgebouw-hljómsveit inni með Bernard Haitink sem stjórnanda og Olaudio Arrau einlei'kara, eru fáanlegir að- eins í einu lagi, í öskju ásamt áðurnefndri myndskreyttri bók um tónskálldið og samtíð hans, konstrana, flytjendur þeirra, hljómsveitina, stjórnandann og einleikarann, texti prent- aður á þýzku og frijnsku, og hefur plötuútgáfa þessi hiotið mifcið Xof. Píanókons-ertana fimm samdi Beethoven á sextán ára tíma- bili, hinn síðasta, er hann var fertugur, veturinn 1809—10 Ætla mætti að hann hafi s-am- ið fyrist konsertinn nr. 1, en svo var ekki, konsertinn nr. 2 samdi hann fyrst, 24 ára garnall 1794, sama árið og fyrst verð- ur vert heyrnarbilunar hjá honum. Konsert nr. 1 varð til í fyrstu gerð 1795, en tón- skáldið telur hann ekki fullsam inn fyrr en 1798. Þriðji kon- sertinn kemur svo aldamótaár- ið, er Beethoven varð þrítugur, og 4. konsertinn 1805-6. Sjálf- ur lék Beethoven einleik í þeim konsert er hann var frum- fluttur árið eftir, en þótt verk- ið vekti þá þegar hrifningu, var því síðan ekki sdnnt í nærri þrjátíu ár, að Mendels- sohn dró það fram í dagsljós- ið á ný og lék með Mjóm sveit í Leipzig 1836, sem varð til þess að vekja aðdóun og áhuga Roberts Schumanns og annarra vandlátra á verkinu, og naut það síðan mikilla vin- sælda fram eftir öldinni unz Artur Schnabel sá ótrauði Beethovenstúlkandi, endur- reisti hann á hljómleikasvið- um beggja megin Atlantshafs- ins, og er vandséð, hvers vegna þetta stórkostlega píanóverk var svo lengi vanrækt af píano- leikurum. En auðvitað hefur hann og þrír fyrstu konsert- arnir lengi horfið í skuggan af þeim fimmta, „keisarakon- sertinum" svonefnda, og er þó ekki hægt að sjá, að sá fjórðj standi honum neitt að baki. Concertgebouw-hljómsveitin hefur verið ein af beztu sin- fóníuhljómsveitum á megin- landinu lengsta af síðan hún var stofnuð í Amsterdam 1888 og Willem Kes stjórnaði í byrjun, en síðan tók við einn frægasti hljómsveitarstjóri Framhaid á bls. 1?.. Ymsir menningarvitar hafa gefið það berlega í skyn, að sjónvarp sé forheimskandi, og verði þess valdandi, að fólk nenni ekki að hugsa, og taki öllu, sem að því er rétt. Fjöl- margir eru á móti sjónvarpinu, á þeirri forsendu að það eyði- leggi heimilislífið, og fjölmörg rök fleiri hafa verið færð gegn þessu vinsæla fjölmiðlunartæki. Ekki ætlum við að leggja dóm á sannleiksgildi þess, en ekki fyrir alllöngu siðan hafði Tím- inn viðtal við danskan sjón- varpsmann, Inger Larsen, og litaði á'Mts hennar á þessu. Hún kva<5 það hina mestu firru að sjónvarpið væri forheimsk- andi, þvert á móti væri tiikoma þess ti'l að vikka sjóndeildar- hring almennings, Spurning- unni um, hvort sjónvarpið hefði neikvæð áhrif á fjöl- skylduílf, svaraði hún einnig neitandi, og kvað hjónaskilnuð um í Danmörku hefði fækkað mjög við tilkomu sjónvarpsins, það hefði orðið til þess, að hjón eignuðust miklu fleiri sameiginleg áhugmál en ella, og yrðu síður leið á hvort öðru. Það væri eflaust gaman að gera könnun á þessu hér heima þegar fram líða stundir. Þess hefur lengi verið beðið með eftirvæntingu, að útsend- ingardögum Sjónvarps verði fjölgað, og getum við glatt sjónvarpsunnendur með því, að gert er ráð fyrir dag- skrá næsta sunnudag kl. 16-19 og verður svo væntanlega á sunnudögum í framtíðinni. Dag skrá sunnudaganna verður lík- lega með nokkru öðru sniði en hinna daganna, er þar m.a. geri ráð fyrir skemmtilegum bama- tímum, en þeir byrja að vísu ekki fyrr en eftir jól. Sunnu- dagana 11. og 18. þ. m. verða sýndir knattspyrnukappleikir, en hingað til hafa þeir þættir verið fluttir á miðvikudags- kvöldum. Að loknum fréttaþættinum kl. 20.25 koma skemmtiþættir- nir Steinaldarmennirnir „f kvikmyndaverinu" og Denni dæmalausi. Ráðgert er, að láta Denna ekki koma fram nema hálfsmánaðariega í fram tíðinni. Kl. 21,25 fáum við að sjá sér- kennilegan og skemmtiiegan þátt, sem nefnist Surtseyjar- annáll. Er þar sagt í gaman- sömum tón frá fæðingahriðum þessa fræga óskabarns okkar, fyrstu tilverudögunum, og öll- um þeim láturn er sköpuðust í sambandi við þetta einstæða nát'túruundur. Textann hefur Ási í Bæ samið, en teikningar ^ÉSaá Ragnar Lár. eru gerðar af Ragnari Lár, og flytjandi þáttarins er Steindór Hjörleifsson. Þeir á Sjónvarpinu eru greini lega miklir aðdáendur Stein- aldarinnar. Það er ekki nóg með að Steinaldarmennirnir okkar verði á dagskrá kvölds- ins, heldur verður og fluttur langur þáttur um steinaldar- minjar, sem Danir og Thai- lendingar fundu fyrir skömmu við rannsóknarleiðangur við Kwaifljót. sem rennur á landa- mærum Thailands og Burma. Þulur í þætti þessum er Her- steinn Pálsson Og síðast á dagskránni í kvöld er jazzþáttur. í þetta sinn er kynntur hinn fraegi gítarieikari Barney Kassel og tríó hans. Dagskráriok verða kl. 22.40. Þulur er Kristín Pétursdóttir. Kaupmenn Kaupfélög Jólavörur í miklu úrvali, iólatré — jólatrésskráut (plastik) Glasasett, leirvörur, tin og plettvörur, leikföng, snyrtivörur, gjafavörur fyrir dömur og herra. < Heildverzlun Pétur Pétursson, Suðurgötu 14 — Sími 2 10 20 og 19 0 62 /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.