Tíminn - 21.12.1966, Síða 8

Tíminn - 21.12.1966, Síða 8
V 8 TÍMINN HIÐVIKUDAGUR 21. desember 1966 Þrír höfundar á níræðis og tveir á áttræðisaldri Jónas Þorbergsson Þá var ekki trúða og leikara þörf á fundum Jónas Þorbergsson hefur lát i3 hendur standa fram úr erm- um við ritstörfin á síðustu ár- um. Bækumar eru orðnar fimm, sem út hafa komið fró hans hendi síðan 1960, og hann verður 82 ára í næsta mánuði. Er ég heimsótti hann á dögunum til að spyrja hann um ritverkin og sittlhvað frá liðnum ámm, kvaðst hann hafa verið svo önnum kafinn á með an hann var útvarpsstjóri, við að koma Ríkisútvarpinu á fót og byggja það upp, að hann hafi sáralitinn tíma haft til að sinna ritstörfum (þó kom út ein Ijóðabók hans á þeim árum, „Ljóð og línur,“ safn ritgerða og smákvæða, 1936). En er hann stóð á áttræðu, hóf hann að rita æviminning ar sínar, er fyrra bindi þeirra nýútkomið og nefnist Brff til sonar míns, því höfundur ritar það í formi 25 sendibréfa til sonar síns, rekur þar æviferii sinn til þess tíma, er hann kemur heim frá Ameríku, eft ir sex ára veru við ýmis störf í íslendingabyggðum í Kanada. — Byrjaðir þú ungur að fást við ritstörf? — Það var nú eitthvað litils háttar, sem ég skrifaði í eitt af sveitarblöðunum, sem gengu handskrifuð manna milli í Þingeyjarsýslu á minum upp vaxtarárum. En fyrst fór ég að skrifa í prentuð blöð eftir að ég var kominn til Ameríku. Hið fyrsta, sem kom á prenti eftir mig, var ferðasagan, birt- ist í íslendingi seint á árinu, sem ég sigldi vestur um haf. En svo fór ég að skrifa í ís- lenzku blöðin í Winnipeg, og þá fór ég að æfast í þessu. Þar lenti ég meira að segja í rit- deilum. Þeir rifust aðallega um kirkju og trúmál, Vestur-fs- lendingar, og höfðu þar hit- ann úr, mjög sjaldan um stjórnmál, en ég reifst raunar út af hvorugu, heldur voru það þjóðernismál og fleira sem deilt var um. Ég hugleiddi það, hversu líklegast mundi fara um þjóðemi okkar vestan hafs. Það mundi varla geta staðið lengi unz við hyrfum í þjóða- hafið, það gerðu öll þjóðabrot, sem þangað fluttu. Pleiri en íslendingar komu þar upp byggðakjarna, ta.m. Norð- menn, sem höfðu sinn byggða- kjama og kirkjur, og kirkjan var raunar helzta haldreipið, sem þessi þjóðabrot höfðu. Þar sem ég dvaldist í sveit þar vestra, f Argyle, þar mátti heita alislenzk byggð, og þar voru þrjár íslenzkar kirkjur. í Winnipeg höfðu þeir þann hátt ó, prestar og framámenn hinna andstæðu íslenzku kirkna að halda fyrirlestur einu sinni í mánuði eða svo og halda Eram rökum með sínum mál- stað og gegn hinum. Svo komu andstæðingamir í næsta mán- uði og fluttu svarræður. Þetta gekk skikkanlega fyrir sig. En þeir helltu óþvegið skömm um hver yfir annan í blöðun- um, og á heimilum og manna- mótum vom deilur svo hatram ar, rf5 það gekk öldungis fram af mér, mér varð bók- staflega orðfall fyrst í stað, en fljótt sá ég hve þetta ofstæki hinna evangelisku var hégóm- ,legt. En þegar ég fór að skrifa um þjóðernismálin, sem ég minntist á, reis gamall bóndi gegn mér, ritaði svargrein og þótti illa gert af mér að efast um að íslendingar gætu hald- ið áfram að vera þjóð í Vest- unheimi. Þeim var þetta svo dæmalaujst mikið tilfinninga- mól, löndum okkar vestra. Und iralda ættjarðartregans í hug- um og hjarta margra landnema van átakanleg. f viðtölum sner ist þjáning þeirra til and- hverfu og þeir áttu til að lasta ættland sttt, sem þeir höfðu enga von um að enduriíta. En þeir gerðu það með tárin í aug unum. — Urðu skrif þín í vestur- íslenzku blöðin til að vekja áhuga þinn á blaðamennsku? — Ebki að öðru leyti en því, að þau veittu mér æfingu, ég fékk við það þjáífun, sem kom í þarfir, er ég tók við ritstjórn Dags á Akureyri og skrifaði iðulega einn allt blað ið eða svo til. — Ertu tekinn til við síðara bindi æviminninganna? — JÓ, kominn á nokkurn rekspöl, og það bindi verður mun stærra. Eg er að skrifa um Kristnesmálið og er enn rit- stjóri Dags. Síðan fluttist ég suður og tók við Tímanum, unz úrtvarpið tók til starfa. Annars fjalla ég litið um blaðamennskuna í bókinni. Þeir sem vilja kynnast því, geta farið á söfnin og litið í blöðin. Þó tek ég upp í heilu lagi grein mína um þingrofið 1931, sem er samtímasaga þess. Það var reglulegur uppreisn- artámi, sem þá gekk yfir, mik- ið um fundahöld og handalög- mál, útifundir haldnir samtím- is á ýmsum stöðum í bænum, með miklum æsingaræðum. Einnig gæti verið, að ég tæki með „Pólitíska ferðasögu," frá 1928, sem segir frá ferðalagi, sem allir flokkarnir, forustu- menn þeirra, fóru um Rangár- valla og Vestur-Skaftafells- sýslu og sýnir svipinn á póli- tísku fundah.ldunum, eins og þau voru í þá daga, þegar menn þorðu að horfast í augu við andstæðinginn, horfa blóð- ugum augum hver á annan. Þá þurftu flokkarnir ekki að hafa með sér trúða, trommu- slagara og leikara til að fá fólk á fundarstað. Þá lék fólki fbr vitni á að sjá og heyra ræðu- mennina og komu fleiri á stað- inn en komust inn í fundar- húsin. Björgúlfur Ólafsson Satt er, sem Siggi segir, stór er Reykjavík Fyrir réttum þrjátíu árum kom út hér í borg bók með ósköp hæversku heiti, Erá Mal ajalöndum, og þótt ekki væru barðar bumbur og beitt aug- lýsingaskrumi við útgáfu hennar, vakti hún athygli og aðdáun engu að síður og seld- ist upp á skömmum táma. Höf- undurinn var Björgúlfur Ólafs son, fæddur „undir Jökli“ og þar alinn til 17 ára aldurs, er hann fór „suður“ til að ganga í skóla 1899, varð stúdent 1904, hélt þá til Kaupinhafnar að nema læknisfræði. En atvik höguðu því svo, að hann hvarf ekki heim að loknu því námi, heldur starfaði fyrst eitt ár í sjúkrahúsi í Danmörk, en gerð ist síðan herlæknir Hollend- inga í Austur-Indíum, starfaði nokkur ár á eyjunum Java og Borneó, en var lengst þeirra þrettán ára, er hann dvaldist í Asíu, spítalayfirlæknir og jafnframt hafnaryfirlæknir í Púlú Sambú hjá Singapore. Hann fluttist heim til íslands 1926, var starfandi læknir í Reykjavík til 1928, er hann gerðist bóndi á Bessastöðum og bjó þar búi til 1940. Eftir það stundaði hann læknisstörf í nærri tvo áratugi, gegndi störf um fyrir héraðslækna á einum tuttugu stöðum á landinu, auk þess læknir við holdsveikraspít alann í Kópavogi. Þá hefur Bjorgúlfur fengizt talsvert við ritstörf, hefur þýtt margar og merkar bækur, samið tvær landafræðibækur fyrir Bókaút- gáfu Menningarsjóðs. Aðra bók sína um kynni af Austur- löndum nefndi hann Sígræn sól arlðnd, og nú er nýútkomin hin þriðja, Æskufjör og ferða- gaman, minningaþættir, sem gerast bæði hér heima og er- lendis, hressileg bókamafngift manns, sem er að verða hálf- níræður. í tílefni þess fór ég helm til Björgúlfs, þar sem hann býr á Seltjamamesi og stofuglugginn veit út að Skerja firði og fyrrverandi bújörð hans á Álftanesinu. Björgúlfur, þessi síungi ferðalangur, sem mun vera einn hinna víðförlustu íslend- inga, segir svo frá: „Fyrsta langferðin mín var frá Ólafs- vík suður í Reykjavík. Það var sumarið 1899. Ég hafði ýmis- legt heyrt sagt um höfuðstað landsins og var undir það bú- inn að sjá þar mikla dýrð. Kona nokkur, fullorðin, hafði mannað sig upp og brugðið sér til Reykjavíkur snögga ferð og var nýkomin aftur, þegar ég fór. Hún sagði: „Satt er, sem Siggi segir, stór er Reykjavík.“ Hún hafði ekki átt meira til af hrifningu, þótt hún hefði séð sjálfa -kóngsins Kaupin- höfn. En Siggi hennar hafði farið suður áður og fært henni sannar fregnir . . . Ég kom aldrei síðar í neina borg, sem mér fannst eins mikilfengleg \við fyrstu sýn. í Reykjavík vom iþá sex þúsund íbúar. Það var farið með mig upp á Skólavörðustíg 10, óraleið, og samfelld húsaröðin á báðar hendur alla leiðina. Já, satt er sem Siggi segir: Stór er R-eykjavík. Ég hafnaði í latínu skólanum, sem var líklega stærsta og veglegasta húsið í bænum, og er enn hið reisu- legasta hús.“ Og fyrsta daginn hans í þessari furðuborg gerð- ust mörg tíðindi og stór, horna blástur á Austurvelli og kvikn aði í Félagsgarði. Og pilturinn hafði favomgt séð áður, horna- flokk eða húsbmna og slökkvi- lið. — En hvernig kom svo Ólafsvík fyrir sjónir eftir að þér fómð þaðan um aldamót og sáuð hana aftur er liðinn var langur tími og þér höfðuð dvalizt í mörgum borgum Evrópu og Asíu? — Mér líkaði það ekki alls kostar. Það var til að mynda búið að skemma leiksvæði okk- ar strákanna niðri á Snopp- unni, þar voro komln hafnar- mannvirki. Þar höfðu sem sé óneitanlega orðið framfarir, torfbærnir mikið til horfnir og komin í staðinn timburhús og jafnvel einhver steinhús. Ég var staðgengill héraðslækn isins þar þrisvar síðar, og ég kom þangað fyrir nokkm og sá þetta er orðið allt annað byggð ariag en var, þegar ég var að alast þar upp fyrir aldamótin, einkum hefur þar orðið mikill uppgangur síðustu 10—15 árin. — Fannst yður ekki erfitt að gegna héraðslæknisstörfum eftir að þér vonið kominn á efri ár? — Nei, það var aðeins fyrst, um 1940, að maður þurfti að ferðast á hestum í misjöfnum veðmm og færð, en síðan ferð- aðist ég þetta allt í bílum. En ferðalög lækna áður fyrr vora verulega erfið hér á landi, en ég hafði ekki af því að segja, og það vildi svo til, að ég lenti sáralítíð í torfærum eft- ir að ég fór að gegna þessu starfi í hémðum tíma og tíma. Einna fyrst „víkarieraði” ég í Rangárhéraði fyrir Helga Jón- asson, lækni Stórólfshvoli, sem þá sat á Alþingi löngu á undan honum hafði verið þar læknir og láka þingmaður gam- all vinur minn og skólabróðir Guðmundur Guðfinnsson, og hann sagði mér, að maður gæti búizt við að sökkva á kaf strax og kæmi út fyrir túnfótin, ef svo stæði á. Því skammt und- an bænum á tvo vegu mnnu Þverá og Rangá eystri, báðar óbrúaðar. Svo var enn, er við hjónin komum heim í ársleyfi 1922, og mikið var rætt um það og ritað í blöðum, klifuðu sum ir á því, að ekki næði nokkurri átt að fara ag brúa margar ár á þessum slóðum, sök sér að byggja eina brú inn við Þórsmörk, áður en áin skipt- ist í Markarfljót og Þverá. En eftir nokkur ár hófust mi-klar samgöngubætur og fjöldamarg- ar brýr byggðar. Næst þegar við komum, var búið að brúa Þverá, Affall, Ála og Markar- fljót, og þá var annað að kom- ast leiðar sinnar um sveitima. — En hvemig var með læknisstarfið austur í Asíu, fylgdu því mikil ferðalög um torfærur? — Yfirleitt var það ekki. Fyrst starfaði ég við hennanna spítala á Jave, sem er eitt fjöl- býlasta land jarðar, ekki mik- ið stærri en ísland, en íbúar þá voru um 40 milljónir, þar gildir að rækta hvern blett, landbúnaðarmenning er þar mikil, enda jörðin frjós'öm. Annars er þetta mikið eldfjalla land, yfir 25 eldfjöll enn í fullu fjöri, og gosaskan gerir jarðveginn enn frjósamari. Landið er ræktað og byggt upp eftir hlíðum eldfjallanna. Sé rétt, sem sagt er, að íbúar séu nú orðnir 60 milljónir, hlýtur einhvers staðar að vera þröngt, ekki býst ég þó við, að þeir séu farnir að hafast við uppi á glgabörmunum. Á Borneó var bæði land og fólk allfrábrugðið því sem var á Java. Eyjan var marg- falt stærri, miklu strjábýlli, . víða flatlendi og þó mörg há fjöll, t.a.m. Kínabalú á norð-- austureynni, helmingi hærra en Öræfajökull, og hæsta fjall á eyjaklasanum. Eyjaskeggjar ólíkt frumstæðari og þótti mér það mun girnilegra til fróð leiks að kynnast þeim. Margir höfðu ekki fyrr séð hvítan mann og ráku upp stór augu. Þeir höfðu mismunandi siði, gengu allavega til fara, sums staðar allsberir. Dóma, sem Hollendingar kváðu upp yfir þeim, létu þeir iðulega sem vind um eynin þjóta, létu vopn ráða úrslitum í deilumál-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.