Tíminn - 21.12.1966, Page 9

Tíminn - 21.12.1966, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 1966 TÍIV8INN um, ósjáldan bárust þeir á banaspjót út af fcvenfólki. Þeir leituðu oft til mín með sár sin eftir bardaga, því þótt 'þeir tryðu á hindurvitni, treystu þó margir okkur lækn unum betur til að búa um sár sdn og sauma þau saman. Ég þurfti að skila skýrslum um allt slikt og öll dauðsföll. Og á þeim tveim árum, sem ég var á Borneó, samdi ég um 200 skýrslur um áverka og mannvíg. Annars verð ég að segja það, að ég dáist að því enn í dag, hversu sambúðin gekk árekstralaust milli þess- ara tveggja þjóða á eyjunum, Hollendinga og hina inn- fæddu, hvor þjóð hélt sínum siðum og menningu og um- gengust þó hverjir aðra sem ein þjóð væri. Ég reyndi eyja- skeggja yfirleitt ekki að öðru en góðu, þetta voru beztu mannesfcjur, óáreitnar, ef ekki var gert á hlut þeirra, höfðu sína sérstæðu menningu þótt ólæsir væru margir hverj- ir, og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessu fólki. — Fengust þér við riitstörf á meðan þér voruð eystra, birtist td. nokkuð eftir yður á prenti hér þá? — Ég skrifaði ekki annað en emibaettisskýrslur og sendi bréf til skyldmenna og vina hér heima, t.d. til Grímúlfs bróður og Gisla Sveinssonar, og þeir tóku upp á því að leyfa birtíngu hér á köflum úr bréfum mínum til að svala forvitni lesenda um mannlíf í Austurlöndum. En ég var ekki hrifnari af því en svo, að ég sagði þeim að ég mundi ekki skrifa þeim fleiri bréf, nema þeir hættu að birta þau í blöð- um. Sigurbjörn Þorkelsson Himneskt er að lifa Sigurbjörn Þorkelsson, Sig- urbjörn í Vísi eða Sigurbjörn sem var í Vísi, eins og hann er líka oft kallaður eftir að hann hætti að verzla að Laugavegi 1, þaðan sem þúsundir Reykvik- inga þekkja hann, hefur nú hafið að rita endurminningar sínar eða sjálfsævisögu og ætl- ar ekki að skera við nögl. Leiftur hefur nú gefið út fyrsta bindið, sem nefnist „Himneskt er að lifa.“ Tekur sagan sjálf 400 blaðsíður unz þar er henni komið, að höf- undur er rösklega tvítugur, svo drjúgur spölur er eftir, því nú er Sigurbjörn á 82. aldurs- ári. Þetta fyrsta bindi hefur 14 blaðsíður að auki, þéttsetn- ar nafnaskrá smáu letri, og bókin er í stóru broti, og því aragrúi persóna, er við sögu koma. En nafnaskráin er til fyrirmyndar, sem ætti að fylgja öllum slíkum ritum, en er of sjaldgæft að svo sé. Þessi endunninningabók er líkt til komin og minningabók Jónasar, er að ofan greinir, samin fyrir áeggjan barna höf- undar. Sigurbjörn kveðst hafa verið staddur með eldri börn- um sínum í húsi hér í borg 1SÖ5 og verið að segja þeim sögur lengi dags, og þá hafi elzta dótturinn sagt: „Þú ættir að skrifa niður fyrir okkur eitthvað um viðburði ævi þinn- ar.“ Og eftir að hann hófst handa um það verk, hafi Ólaf- ur Thors hvatt sig mjög ein- dregið að halda því áfram, því hann hefði svo trútt minni. Og það leynir sér ekki, að hann hefur mikla frásagnargleði og lífsfjör til að bera. Sigurbjöm er fæddur Kjósarmaður, og þar efra sleit hann bamaskónum, en fluttist ungur með foreldr- um sínum til Reykjavíkur og hefur því fylgzt með þróun hennar úr bæ í borg. Hann hefur augu og eyru opin fyrir því sem fram fer í kringum hann frá bamsaldri, og hann hefur frá fima mörgu að segja, og frásögn hans er bráðlifandi. Sögupersónur hans em af öll- um stéttum eins og gerðist um þá, er hann umgekkst eftir að hann hóf viðskipti við borgar- búa í Vísi. Það er bændur og sjómenn, landshomaflakkarar og listamenn, og ekki má gleyma þeim geistlegu, séra Friðrik og séra Bjarni em meðal beztu vina höfundar. Þar segir og frá Einari skáldi Benediktssyni og þeim bræðr- um, Sigvalda Kaldalóns, Egg- erti Stefánssyni söngvara og Guðmundi glímukappa. Ótrú- legur fjöldi staða og manna- mynda prýðir bókina, sem mun vera kærkomin bæði Kjós armönnum og gömlum Reyk- víkingum og raunar þeim yngri líka, svo fjörugur sögumaður sem 'höfundur er. Hann heldur áfram að rita sögu sína, og á næsta bindi að heita lrEkki svíkur Bjössi.“ Karlar eins og ég Tveir í hópi okkar mætustu og skemmtilegustu listamanna fetuðu fyrstu sporin yfir á átt- unda áratuginn á þessu ári, Brynjólfur Jóhannesson leikari og Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari, sem urðu sjötugir í sumar, og gætu því hæglega verið bamaskólanemendur hennar Halldóru Bjarnadótt- ur! Nú eru nýútkomnar end- urminningar beggja þessara heiðursmanna, sem þó hvorug- ur hefur sjálfur ritað, heldur sagt skrásetjara fyrir. Brynj- ólfs bók nefnist „Karlar eins og ég,“ skráð hefur Ólafur Jónsson blaðamaður, og Brynj ólfur hefur sögu sína á þessa leið: ,J>að fyrsta sem ég man er faðir minn. Ég man hann bar mig á háhesti heiman úr Skóla bæ við kirkjugarðinn niður snarbratta brekku, yfir stórt vatn á ísi og snjó. Handan við vatnið stóð stærsta og til- komumesta hús sem ég hafði augum litið. Og ég var að fara á jólatré í fyrsta sinn á æv- inni. Þetta var líka fyrsta skiptið sem ég kom í Iðnú, og þessi fyrsta koma mín þar varð mér ógleymanleg alla tíð síðan.“ Þessa stuttu sögu þekkja víst fæstir lesenda endurminninga bókar Brynjólfs muna hana trú lega héðan í frá, og hitt munu reyndar þúsundir þeirra hand- Brynjólfur Jóhannesson vissir um, að margir seinni komur Brynjólfs í þetta hús verða óteljandi gestum ógleym anlegar alla táð síðan, eftir að hafa séð Brynjólf „eiga“ svið- ið í þvísa húsi. Og það mun eiga eftir að endurtaka sig á mörgum ókomnum árum með an Leikfélag Reykjavíkur verð ur þar til húsa. BrynjóHfur virðist hafa þann hátt á, að segja ekki öllu meira en hann gæti stað- ið við, væri synd að segja, að hann hafi tekið fyrir að þylja endurminningar sínar til að ná sér niðri á einhverjum ná- ungum. Bókin er fyrst og fremst full af fróðleik um leik tístarstarfið í Iðnó, sem allt var unnið til skamms tíma að kvöldi langs vinnudags allra aðstandenda, mætti kannski segja, að þar hafi þeir blótað á laun átrúnaðargyðju sinni Þaldu í mörg herrans ár, er kvelda tók og lokið var að strita fyrir daglegu brauði á öðrum stöðum. Samt er langt frá því, að þessi bók sé þurr upptalning þótt hún styðjist mikið við bókhald Leikfélags Reykjavíkur. Hún er vitaskuld krydduð góðlátlegri kímni sögumanns, ekki gat farið hjá því. Og hún er hetjusaga á sinn hátt, segir frá nærri ó- trúlega árangursríku starfi, sem unnið var í meira en hálfa öld í tómstundum. Bókin er afarvönduð að frágangi, skemmtilegt heimildarit í lista búningi. Þórarinn Guðmundsson Ekki vildi ég fyrir milljón eiga þar heima Þórarinn Guðmundsson, fyrsti íslenzki fiðluleikarinn, sem brautskráðist úr eriendum tóntístarháskóla, sem hann fékk þó inngöngu í með undan þágu, (var ekki nema 14 ára en áttí að vera minnst 17). Hann lagði fyrstu drögin að sin fónískri hljómsveit hérlendis og hefur fylgt þróuninni síðan til þessa dags. Sömuleiðis annaðist hann allan tónlistarflutning í Aíkisútvarpinu í byrjun þess, og hann er lærifaðir fjölmargra frægra íslenzkra fiðlara. Hann hefur sagt fyrir sögu sína, sem er nýútkomin og nefnist „Strok ið um strengi" og Ingólfur Kristjánsson hefur skráð, og Setberg gefur út. — Hafðirðu kannski í huga að skrifa sögu þína sjálfur? spurði ég Þórarinn, er hann hafði boðið mér í stofu sina, þar sem prýða veggi margar myndir eftir fornvin hans og samherja, málarann og pianó- leikarann Emil Thoroddsen. — Nei, blessaður vertu, ég er hvorki læs né skrifandi, anzaði Þórarinn, alltaf sami æringinn. Nú, setjum svo, að ég hefði samt gert það, þá hefði ég víst látið allt flakka og líkast til lent í tukthúsinu fyrir vikið. — Stóð þér ekki til boða starf ytra að loknu námi? — Jú, ag vísu, en ég fann samt hjá mér sterkari hvöt til að byrja starf hér heima. Svo þegar ég var búinn að vera hér fáein ár, var ég að hugsa um að fara út aftur, en þá var það stríðið, sem bjargaði mér frá því að fara til Noregs, þar sem ég átti kost á starfi. Og ég sé ekki eftir því. Gáðu að því, karl minn, að hér átti eftir að byggja allt frá grunni á þessu sviði, og þá er ekki nóg bara að spila á fiðlu. Og nú byrjar karlagrobb- ið, en svona er það samt, að allir þessir góðu fiðlu leikarar okkar í dag, sem komnir eru til fullorðnisára, það eru nemendur mínir. Og það er ég ánægður ineð, skal ég segja þér. Því enn þann dag í dag er aðalstyrkurinn í strengjunum í hljómsveit okkar. Allt er í smáum stíl í fyrstu, vig Emil Thoroddsen vorum bara tveir í útvarplnu í byrjun, svo bættíst Þói> hallur Árnason við með selló svo kom kvartett, svo sextett, og þannig koll af kolli upp í hljómsveit, og ég stjórnaði þessu. — Stóðstu fleiri freistingar um atvinnuboð erlendis en þú nefndir? — Já, ég skal segja þér, að ég skrapp til New York til að skoða mig um í heiminum seinast í fyrra stríði. Þar hitti ég þann ágæta fiðluleikara Osc ar Johannsson, sem hér var áð ur, nú endurnýjaður og kominn í fyrstu fiðlu í annarri aðal- hljómsveitinni í New York, sem Walter Damrosch stjóm aði, og þar bauðst mér starf. En það bjargaði mér frá að taka boðinu, að hitarnir í borginni voru svo yfirgengi- legir, að ég hélst þar ekki við það var þessi 40 stiga rami hiti, þegar maður getur varia náð andanum. Svo skruppum við hjónin vestur til New York í sumar að heimsækja dóttur dóttur okkar, þá voru liðin 49 ár síðan ég kom þangað fyrra sinni. Og hugsa sér breyt ingarnar, sem orðið hafa á Reykjavík á 49 árum, en ég sá enga breytingu á New York. >1917 var stærsta byggingin Woolworth, 44 hæðir, nýopnuð Nú er Empire State hæst. 102 hæðir. En þetta er allt svo hátt, að þó ein spíra fari eitt- hvað hærra en hinar, þá tekur Framhald 4 ols '2. Vel fariö af stað ísafoldarprentsmiðja h.f. byrj- ar nú útgáfu á nýjum bókaflokki: „Menn í öndvegi" Gefnar verða út ævisögur nokkurra íslenzkra manna, sem borig hafa hátt í lífi þjógarinnar og skapað hafa henni örlög. Nú er komin á markaðinn fyrsta bókin, úr flokknum „Gissur jarl“ og er eftir Ólaf Hansson sögukennara í Menntaskóla Reykja víkur og lektor í sagnfræði við Háskóla íslands. Það ætti því. að vera nokkuð öruggt um þéssa bók. ',vAð sá hló, sem kunni.“ Það var líka þessi bók sem mest freistaði mín af öllum þeim fjölda sem fram er boðið af bók- um í ár. Efa ég þó ekki að á mörgu góðu sé völ. Ég hefi nú les ið þessa bók og get sagt meo sanni, að ég las hana með óbland- inni ánægju, spjalda á milli. Það er til þess að benda mönnum á _þessa bók, sem jólabók, í ár, að ég hripa örfáar línur. Það er orð í tíma talað er Ólafur segir á einum stað. Gissur Þor- valdsson hefir orðið fyrir því ó- láni að almenningsátítið hefur dregið alia lesti Sturlungaaldar- innar saman í honum eins og brennidepli. Þetta hefir gert mynd þjóðarinnar af honum ó- hæfilega dökka. Fyrsta ólán Gissurar að þessu leyti var það, að Sturla Þórðar- son skyldi rita meira um sögu hans, en nokkur annar maður. Sturla er stórmerkur sagnaritari og oftast hófsamur og lítt hlut- drægur. En þessir ágætu eigin- leikar hans gera hann varasam- an þegar Gissur á í hlut. Ólafur spyr og ekki að ástæðulausu: Hvernig myndi álit núlifandi íslenzkra stjórnmálamanna verða með komandi kynslóðum, ef nær því einu heimildirnar um þá væru lýsingar andstæðinganna á þeim? Lítill vafi er á því, að ef það hefði verið maður úr Haukdæla- flokknum sem hefði ritað sögu Gissurar, hefði honum verið lýst sem hinum ágætasta höfðingja og hinu mesta göfugmenni. Draumur Jóreiðar í Miðjumdal gefur dálítinn forsmekk af þvj hvernig sú saga hefði orðið. En hún var aldrei rituð og mynd Sturiu af /Gissuri var sú sem lifði. Dr. Sigurður Nordal segir í „Arfi íslendinga“ þar sem hann ræðir um Gissur Þorvaldsson: „Menntunarleysi almennings á íslandi um rök þjóðsögunnar hef- ir varia bitnað meir á neinum manni en Gissuri jarli Þorvalds- syni, þegar öllum syndum aldar- innar er hlaðið á herðar honum, og hverjum pennadólgi kemur nafn hans í hug, er landráða- manns skal getið.“ Einar Ólafur Sveinsson segir um Sturlungaöld: „Djúpur sorgarleikur er ævi Gissurar jarls. Hann er nauðugur rekinn út í hringiðuna og hann er því viti gæddur og þrótti, að þegar í harðbakkann slær verður hann flestum öðrum drýgri. Hann geldur mikið afhroð, kona hans og synir brenna inni, hjarta hans deyr, hann lætur hart mæta hörðu og geldur vél við vél. Stöðugt rekur straumur tfmans hann lengra og lengra, unz hánn er til fullrar hlítar fastur í neti Hábo„„r konungs.“ Þetta segja þeir ágætu sagn- fræðingar og ég get ekki stillt mig um að tilfæra það sem Ólafur Framhain a nis i; \ I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.