Alþýðublaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 1. maí 1982 Asmundur Hilmarsson, forstöðumaður vinnuverndarárs ASÍ: „Það sem mér finnst nú þegar áberandi, er aö félagar í verka- lýöshreyfingunni, bæöi hér á Reykjavíkursvæðinu og ekki siöur félagar okkar úti á landi eru farnir aö gefa meiri gaum aö vinnuvemd og öryggi á vinnustaö”, þaö er einn árangur starfsins aö vinnuvernd sem mér finnst vera aö koma fram”. Þetta sagöi Asmundur Hilmars- son f upphafi viötals viö Alþýöu- blaöiö f vikunni, þegar hann var spuröur hvort hann gæti nefnt einhvern árangur af starfi hans og annarra á vinnuverndarári Alþýöusambandsins. „Okkur finnst viö merkja þaö á tali manna á vinnustöðum, aö þeir eru farnir aö gefa þessu máli meiri gaum enda hefur vinnuverndin fengiö talsvert rými i fjölmiölum, ég tel að ár- angur vinnuverndarársins eigi eftir að koma enn betur i ljós, þegar við förum aö dreifa þvi efni, veggspjöldum, leiðbein- kvikmynd muni kosta um 200 þús. krónur. Likur eru ekki miklar á aö Vinnueftirlitiö geti tekiö þátt i þessu, þar sem mjög er aö þeirri starfsemi þrengt i fjármálum”. Nú hafiö þiö kynnt ykkur vinnuverndarmál siöustu mán- uði. Er eitthvert sérstakt sviö atvinnumála okkar, þarsem þú telur sjálfur þörf brýnna aögeröa? „Égheld ég vilji svara þessu þannig, aö þaö er almenn þörf fyrir vinnuvernd. Þaö er mjög erfittaö taka einn hóp manna Ut úr eða eina starfsgrein og segja: „Þaö er þarna sem viö verðum aö byrja þarna er þörfin mest”. Hver og einn veröur aö meta þaö sem kynnir sér þessi mál, en sjálfur tel ég grund- vallaratriöi, að verkafólk vakni almennt til umhugsunar um nauðsyn nýs viöhorfs i þessum efnum. legt væri aö heyra um. Hvernig er t.d. viöhorf verkafólks gagn- vart aðbúnaði á vinnustööum og vinnuvernd. Má ekki segja aö í sumum tilvikum sé full þörf á svoIitiUi sjálfsgagnrýni á þessu sviöi? „Jú, þetta er eitt af þvi sem viö höfum bent á. Fólk hefur margtekki gertneinarkröfur til sjálfs sins i sambandi við hrein- læti á vinnustaö. Þaö hefur flokkaö vinnustaöinn undirann- ars flokks verustaö og talið það sjálfsagt. Þess vegna tölum viö um nauösyn hugarfarsbreyt- ingar. Þaö eru ekki ýkja mörg ár siöan sá þótti dugmesti járn- smiöurinn sem kom skitugastur heim. Það er ömurlegt aö koma á vinnustaði, þar sem aöbún- aður hefur kannski verið endur- bættur og er orðinn á stuttum tima litlu betri en áður. Þar sem slik umgengni er, er hún mikill þránduri' götu bætts aðbúnaöar. Viö segjum stundum, að viö- „...Sá járnsmiður þótti dugmestur, sem kom sóðalegastur frá vinnu...” ingum um vinnuvemd og holl- ustu ofl. þess háttar á vinnu- stööunum. Siðar veröa haldnir vinnustaðafundir, sem eflaust munu skapa umræöu og aukinn áhuga á þessum málum. Vinnu- verndin er ekkert, sem fer af stað á einum degi, þetta er starf sem veröur aö standa ævinlega, ef viö ætlum aö sjá varanlegan árangur afþvi.Þaö sem þarfaö keppa aö nú, er aö kalla fram hugarfarsbreytingu, nýtt. við- horf til aðbúnaðar á vinnustaö. Meö áróöri, upplýsingum og mikilli vinnu hef ég trú á aö þaö muni takast. Ég sé raunar merki þess, aö þetta starf sé farið að skila einhverjum ár- angri nú þegar”. Enhvaö er þaö sem þiö vinnu- vemdarmenn eruö aö vinna aö einmitt núna? „Þessa dagana höfum viö verið aö taka á móti veggspjöld- um um vinnuvernd og öryggi. Einn bæklingur er kominn út á okkar vegum og sex eru i próf- örk. Einn stór bæklingur er i handriti. Viö störfum nú aö full- um krafti viö aö koma þessu efni frá okkur. Viö eigum von á aö fá talsvert af haldgóöum upplýsingum frá Noregi jafnvel kvikmyndir sem viö getum e.t.v. notaö aö vild. Þá erum viö aöundirbúa frekari vinnustaða- fundi, sem viö munum halda siöar á árinu. Viö geröum ákveöna tilraun, má segja, i þvi efni með fundi I ölfusborgum á dögunum sem leiddi í ljós vissa galla á formi og efni, sem viö munum aö fenginni reynslu sniöa af. Annar fundur er ráö- geröur vestur i Vatnsfiröi 19, mai' meö trúnaöarmönnum á vinnustööum”. 15 mínútna kvikmynd kostar 200 þúsund Hafiö þiö leitaö eftir sam- starfi viö áhrifamestu fjölmiöl- ana, útvarp og sjónvarp til aö kynna vinnuverndaráriö? „Já, viö höfum leitað eftir slöcu samstarfi. óskaö hefur veriö eftir þvl viö Sjónvarpið aö þaö standi aö gerö þátta um vinnuvernd, en þvi miöur hafa forráðamenn þess taliö hæpiöaö þeir hafi til þess fé eða mann. - afla. Hins vegar tdk útvarpsráð máli okkar mjög vel. Viö erum nú aö athuga, hvort viö getum útvegaö kvikmyndir um vinnu- vernd erlendis frá og fengiö þær sýndar hér i sjónvarpi. Einnig erum viö aö kanna grundvöll fyrir þvi aö hin ýmsu hags- munasamtök launþegahreyf- ingarinnar og vinnuveitenda ásamt vinnueftirliti geti ekki sameinast um eitthvert slikt verkefni — þ.e. kvikmynd um vinnuvernd, en gerö slikrar myndar er ákaflega dýrt verk- efni. Áætlaöer aö aöeins 15mín. verndarári, að vinnuveitendur hafa tekiö boöskap um vinnu- vernd illa upp. Talaö er um „einhliða áróöur”, tortryggni er vakin upp gagnvart þeim sem vinna á sviöi vinnurannsókna o.s.frv. Já, mörgum hefur gengiö illa aö skilja þetta. Gætt hefur ákveðinnar togstreytu um þessi mál, sem maðurhefur ætlað, aö væru sameiginlegir hagsmunir. Þaöerillthvernig mál hafa þró- astaðþessu leyti. Ég hef ástæöu til aö ætla að nýir menn hafi tekið upp breytta starfshætti gagnvart verkalýðshreyfing- unni. Aðferö þeirra virðist vera sú aö mótmæla einu og öllu sem frá verkalýöshreyfingunni kemur. Meb þessu móti ætla þeir sér aö skapa samningsað- stööu i bókstaflega hverju ein- asta máli, auk þess sem þeir reyna með linnulausum áróðri gegn verkalýöshreyfingunni, jafnvel i svo sjálfsögðum hlut sem vinnuvernd og öryggis- málum á vinnustað, aö mynda ákveöna tortryggni i okkar garð hjá almenningi. Allt bendir til, aö viöhorf þeirra til vinnu- verndarárs ASl, sem meðal annars hefur komiö fram í tali um „einhliöa áróöur” og fleira i þeim dúr, sé aðeins ein hliðin á fyrirfram geröri áætlun VSl til aö vekja upp tortryggni á aö- ferðum okkar og málstaö. Raunverulega hafa VSl-menn ekkert sér til málsbótar. í þess- ari ihaldsömu afstööu sinni, þetta eru atvinnuþrasarar, sem hafa sett sér þaö aö markmiði ab skapa hér viðhorf andstætt hagsmunum verkafólks. Þar aö aukihafa þeir gjörsamlega mis- skiliö sumar fyrirætlanir okkar manna. Með þvi aö láta þau boö út ganga, aö atvinnurekendur komi i veg fyrir „einhliða áróður” um vinnuvemd, sem þeirkalla svo en þar mun meöal annars átt viö vinnustaöafund- ina, gleymist þeim, að trún- aðarmenn hafa nú þegar sam- kvæmt samningum fullt leyfi til slikra funda á vinnustööum tvisvar á ári. Og þaö stóð aldrei til aö halda slika fundi án þess að atvinnurekendum væri boðið”. Nú ættu það aö vera sam- eiginlegir hagsmunir vinnuveit- enda og launþega aö tryggja vinnuvemd og öryggi á vinnu- stööum sem best” „Það var ekki okkar hugmynd að um- ræðan um Vinnuverndarár ASl og vinnuverndarmálin tækju þá stefnu sem nii hefur óneitanlega komibupp. Ef til vill kemur hér einnig til, að Alþýöusambandið átti frumkvæði aö þessum málum. Þess vegna eiga þeir erfitt meö aö sætta sig viö það, enda þótt málefnið sé gott. Ann- ars vil ég koma þvi aö hér að sú gagnrýni sem komið hefur upp I sambandi viö vinnuverndar- áriö, má ekki öll vera á einn veg” gagnrýnin á einnig aö beinast inn á viö. Þaö var einmitt þaö sem fróð- ...byggingariðnaðurinn hefur oft komið til umræðu er rætt er um vinnuvernd... nú eru gleði- ieg tiðindi að gerast þar i þessu efni Aðbúnaður í gisti- húsum og á veitinga- stöðum viða hörmu- legur Þó ég segi þetta svona af- dráttarlaust, er freistandi að nefna greinar, þar sem brýn þörf er á aðgerðum. Þannig get ég til dæmis nefnt aðbúnað starfsfólks i gistihhúsum og á veitingastööum mörgum. Þar hef ég kynnst þvi nýlega aö aö- búnaöurer viöa hörmulegur eða alls enginn. Oft hefur veriö minnst á byggingariðnaðinn, sem býöur mörgum vinnu- slysum heim. Þar eru þó þau gleðilegu tlöindi að gerast, að menn viröast vera aö ná hönd- um saman um átak i þessum efnum. Meistarafélag húsa- smiöa geröi nýlega samþykkt um að auka áherslu á vinnu- vernd og kvaðst reiðubúið til samstarfs viö Trésmiðafélag Reykjavikur til aö bæta að- búnaö á vinnustöðum og fleiri atriöi er snerta vinnuverndina. En reyndar er sama hvar viö tökum á kýlinu, alls staöar er hægt aö bæta. Hvað megum viö ekki segja um fiskiðnaðinn okkar? Þar i höfuðatvinnuveg- inum, vilja margir gleyma þvl að fólk býr viö óviöunandi aö- stæöur, mikinn hávaöa, hálku á gólfum og stöðugan kulda. Vélar eru margar stórvara- samar og högghljóö frá pönnum geta valdið alvarlegum heyrnarskemmdum ”, Tortryggni i garð vinnuverndarmanna Nú hefúr borið á þvl á vinnu- ...i höfuöatvinnuveginum vill þaö gleymast, aö verkafólk býr viöa viö óviöunandi aöstæöur mikinn há- vaöa, hálku á gólfum, og stöðugan kulda. Vélar eru stórvarasamar eins og dæmin sanna....” horfið til vinnustaðarins eigi að vera það sama og til snyrtilegs heimilis. ,,Mat verkafólksins sjálfs lagt til grund- vallar Nú vakti vinnuverndarkönn- unin á siöastliönu hausti mikla athygli og umtal. Ýmsir uröu til að gagnrýna niðurstöður hennar og viöhorf atvinnurekenda nú minnir svolitið á þær mótbárur sem þá heyrðust. Hverja telur þú vera meginstoð þeirrar könnunar? „Já, vinnuverndarkönnunin sem kynnt var á sl. hausti hlaut misjafnar undirtektir eins og við var að búast. Það sem ég tel vera meginstyrk þeirrar könn- unar, er aö byggt er á mati verkafólksins sjálfs. Verka- fólkið er spurt t.d.: „finnst þér kaltá vinnustað?” „Færðþúaö staðaldri verk”íbak við vinnu? osfrv. Þessi aöferð hefur verið gagnrýnd af ýmsum en viö spyrjum á móti. Hver veit betur en verkafólkið sjálft, hvernig liðan þess er hver er aðbúnaöur á vinnustaö og svo frv? Styrkur rannsóknanna liggur fyrst og fremst I þvi, aö þeir sem eiga eöli málsins samkvæmt aö þekkja best til, leggja mat á helstu þætti vinnuverndar og öryggis. Viö berum fullt traust til þeirra, sem hafa unnið að þessum rannsóknum, enda höf- um viö ekki ástæöu til að tor- tryggja þá. Siður en svo”. Skipa vinnuve rnda rm álin öndvegi i kröfum ASt núna eöa verða þau aukamál, sem er ýtt til hliðar, þegar stóru málin — þ. e. kaupiö sjálft — koma til umræöu? Kjarabaráttan á oddinn „Vinnuverndarmálin veröa ekki aukamál. Fyrirhugaö var aö þau yrðu aöalmálin núna á baráttudegi verkalýösins. At- buröir slöustu daga hafa hins vegar kollvarpaö þessum fyrir- ætlunum. Slöustu fregnir úr herbúðum atvinnurekenda hafa þau áhrif, aö vinnuverndar- málin munu þoka um set. Óbil- girni vinnuveitenda hefur svo keyrt um þverbak á siöustu dög- um, að kjarabaráttan mun veröa okkar meginmál 1. maí. Ég er fullkomlega sáttur viö þaö eins og málin standa. Aö minu mati hefur verkafólki sjaldan veriö sýnd eins mikil fyrirlitn- ing eins og meö kröfunni um frestun samninga i rúmar þrjár vikur vegna stefnuyfirlýsingar stjórnmálaflokks. Þetta mun hafa þaö i för meö sér aö áhersl- ur breytast — vinnuverndar- málin þokast um set — en hin eiginlega kjarabarátta veröur sett á oddinn”. Þ.H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.