Alþýðublaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 1. maí 1982 Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri. sósíald emó kratís ka borg „Ef satan sjálfur yröi einhvern tima tilneyddur aö velja sér bústaö ofan jaröar, þá er ég viss um, aö hann mundi setjast aö hér, hér er svo ótrúlega margt, sem mundi minna hann á heimahagana”. Aöur en lengra er haldiö, er eins gott aö taka þaö fram, til þess aö foröauppþotiáþessum friösæla borgarafundi, að ég er ekki að tala um landnám Ingólfs, hvorki undir flokksræðisstjórn Sjálfstæðismanna, né undir vinstri stjórn. Ég er að tala um Glasgow. — Þaö minnir mig reyndar á, aö Glasgow var fyrsta borgin, þar sem ráð- stefnustjóri vor, Albert Guömundsson, kom, sá og sigraði — með Rangers foröum daga. Þessi tilvitnuöu ummæli eru úr setningarræðu rektors arkitektadeildar Glasgowháskóla, sem hann flutti á ráðstefnu meö skipulagsfræöingum þar i borg. Og þessi ágæti rektor og sérfræðingur i borgarskipulagi, sagði reyndar sitthvað fleira. Hann sagöi, að ef nokkur þáttur sveitarstjórnarmála væri hápólitiskur i innsta eðli, þá væri þaö skipulagsmálin. Þaö er ekki út i bláinn, aö sjálft oröiö pólitik, er dregið af heiti griska borg rikisins, POLIS. Borgarpólitík Sú skoðun, aö skipulagsmál séu pólitik, liggur reyndar alls ekki i augum uppi og kemur vafalaust ýmsum á óvart. Að visu hefur manni skilist, aö vinstrimenn kjósi fremur aö búa upp til heiða, enda flestir nýfluttir á mölina, en Reykjavikurihaldið vilji heldur halda sig viö sjávarsiö- una, enda uppgangur þes.s löngum mestur i útgeröinni. En sjálfsagt hugsa flestir sér borgarskipulag sem stofnanavinnu sérfræðinga, sem bogra yfir teikni- boröum. Þeir reikna út hæfilegar lóöastærðir og nýtingar- hlutfall, gera jarövegskannanir, mæla lika sprungu- myndanir, mæla úrkomu, reikna út umferðarþunga, út- deila bilastæðum, taka sólarhæöina o.s.frv.. Þegar allt er komið á blað taka pólitikusarnir viö: Þeir úthluta lóðum, annaö hvort skv. meölimaskrá flokksins, nú, eða annars konar punktakerfi áunninna verðleika. Þeir útdeila sjoppuleyfum og setja reglugerö um samræmdan „lok- unartima” verzlana. Ég endurtek: „lokunartima”, ekki opnunartima, svo aö pöpullinn sé ekki að flækjast úti á galeiöunni fram eftir öllum nóttum. Heimilið skal vera þinn kastali, segja þeir. En rektorinn, sem ég vitnaði til i upphafi, var með annars konar pólitik i huga. Pólitik, sem sennilega á erindi viö okkur öll, lika hugmyndafræðinga kvennafram- boðsins. Viö erum aö tala um atvinnulifiö og höfuöborgina: Um lifandi miöbæ. Það gerði rektorinn lika en i dálitið viöara sögulegu samhengi, sem sakar ekki að draga hér inn i umræöuna. Hann ræddi um kapitalisma og sósialisma: Um frelsi borgaranna til afhafna, sem er hvati allra breytinga. Og um nauðsyn fyrirhyggju, skipulags áætlunar, til þess að breytingarnar endi ekki I skripa- mynd: Kaos. Eru þessar tvær kröfur um athafnafrelsi og skipulag ósættanlegar andstæöur? Leiöir ekki hið algera skipulag tíl stöönunar, „steriliseringar”? Hiö algera frjálsræöi til upplausnar, sólundar, tvistrunar? Veröur ekki aö fara bil beggja: Gefa athafnafrelsinu lausan tauminn, en beina þvi i ákveðinn farveg innan ramma ... fyrir-hyggju og áætlunar? Þið heyrið hvað ég er aö fara? Er þessi málamiðlun ekki einmitt hiö blandaöa hagkerfi, hin sósialdemókratiska lausn? Borgin í sögunni t öndvegisverki sinu frá árinu 1961, Borgin i sögunni (The City in History) lýsir Lewis Mumford áhrifum iðn- byltingarinnar, hins óhefta markaösbúskapar 19du aldar, á borgina. Hann likir þessum áhrifum viö meiriháttar náttúruhamfarir eöa eyöileggingu af völdum styrjaldar. Miðaldaborgin var formföst, laut ströngum reglum, þróaðisthægt, var i mannlegum skala. Markaðstorgið var miöjan, meö kirkjuna dómhúsið og ráðhúsið, sem höfuö- djásn — og þorpskrána I grenndinni. Fegurstu byggingar- gömlu Evrópu eru fyrir daga iönbyltingar og kapitalisma. Engin evrópsk stórborg er eins samboðin og samgróin eðlilegu mannlegu lifi og miöaldaþorpiö. Óviða hef ég augum barið mannúðlegra umhverfi en miöaldabæina á hinni gullnu strönd viö Miðjarðarhafiö, á strandlengjunni frá Nizza tíl Monaco. Og erum við þá aft- ur komin á fornar slóöir ráöstefnustjórans, sem lika geröi garöinn frægan meö gulldrengjunum i Nizza. Þaö var einmitt þessar goösagnakenndu, smáu og sjálfum sér nægu mannlifsþyrpingar, sem iönbylingin lagöi i rúst, vitt og breitt um meginland Evrópu. Þá sögu rekur Mumford frá Polis (borg.Tikinu), til Megalopolis (stórborginni) til Necropolis (borgar hinna dauöu — borgar kirkjugarðsins). Þaö er sú framtiðarborg deyjandi siömenningar, sem aö lokum umlykur allan hnöttinn, þar sem seinustu jaröarbúarnir vafra um með gasgrimur fyr- ir vitum, og munu aö lokum farast úr eigin mengun og úr- gangi. Kapitalisminn innleiddi lóöabraskiö, „spekúlasjónina”. Á miööldum þýddi „frelsið” frelsi undan valdi land- eigandans, frelsi fyrir borgaryfirvöld eða iöngildiö, sam félagiö, til aö ráöa málum heildarinnar. 1 nýjum verzlunarborgum er krafan um frelsið fyrst og fremst krafa um frelsi frá afskiptum borgaryfirvalda, frelsi tii einkafjárfestingar, frelsi til hagnaöar og auösöfnunar, án

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.