Tíminn - 15.01.1967, Síða 8
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 15. janúar 1967
Afmælissýning Leikfélags Reykjavíkur:
Fjalla-Eyvindur
eftir Jóhann Sigurjónsson
Leikstjóri: Gísli Halldórsson
„Og vi5 fslendingar hverfum til
hans, iþegar mest skal við !haft, á
A'þingisihátíð, við vígslu Þjóð-
leikhúss, og nú á sjötugsafmæli
Leikfélags Reykjavíkur.“ Með þess
um orðum lýkur Steingrímur J.
Þorsteinsson, prófessor, snjallrí
grein í leikskrá Leikfélags Reykja
víkur fyrir afmælissýninguna
á Fjalla-Eyvindi, sem fram íór í
Iðnó s.i. miðvikudagskvöld. Varla
er unnt að segja það skýrar en
með þessum einföldu orðum,
hvern sess þetta leikrit skipar í
íslenzku leikihúsi, og ekki einung-
is þar, heldur í skáldskaprheimi
þjóðarinnar. Fjalla-Eyvindur er
gersemi okkar, er við tökum úr
handraðanum á góðum stundum
o,g finnum þar jafnan hina sömu
fullnægingu, þar sem þjóðin, sag-
an, landið og sbáldskapurinn sam-
einast í þeim gullstóli, er lyftir
okkur hverfulum einstaklingum
skammra lífdaga hærra og lengra
en önnur töfraklæði.
Það er annars sérstök ástæða
til að minna á það, að í þessa
ieikskrá rita þrír öndvegismenn
orðlistar greinar, sem eru satt að
segja hver annari snjallari og
gera skrána að bókmenntariti, þeir
Sigurður Nordal, Ein&r Ól. Sveins-
son og Steingrímur J. Þorsteins-
son. Hver þessara greina er með
sínum brag og blæ, og skal ekki
um dæmt, hvora hæst ber.
IHér skal heldur ekki rætt um
leikritið, heldur aðeins þá sýningu
sem efnt var til á þessum tíma-
mótum Leikfélagsins. Er skemmst
af að segja, að hún var ótviræður
menningarviðburður. Þess var gætt
að láta ekki afmælisskraut kæfa
hana. Salurinn í Iðnó var með
venjulegum svip og ekki skreytt-
ur, en þegar tjaldið var dregið frá,
sást að til ieiktjalda hafði veríð
vandað af sérstakri aiúð og hug-
bvaamni. í baðstofunni sneri súð-
in að og sá til beggja stafna, og
þetta svið var í senn ótrúlega
eðlilegt og rúmgott, fékk á
sig svip breiðtjaldsins, þótt kyn-
legt sé á þessu litla sviði. Hið
sama mátti segja um sviðsmynd-
ir annarra þátta. Það var sem
leikmyndahöfundinum, Steinþóri
Sigurðssyni tækist að bregða
furðulega stóru svip á þetta
'litla hverfi. Klettarnir í nærmynd-
inni urðu gerðarmiklir og
hrikalegir, jafnvel klungur. Hellis
skútinn í síðasta þætti bjó yfir
ógn og myrkri hörku, átti sér
víddir og myndir, en slútti þó yfir
og þrengdi að. Ég held, að þessar
leikmyndir í þröngum stakki
litla svipsins í Iðnó hljóti að telj-
ast afreksverk, þó að ég hafi ekki
til samanburðar margar sýningar
á Fjalla-Eyv'indi.
Hið sama má raunar segja, um
gervi, búninga, áhöld og arinað.
lAllt var valið af nákvæmni.
Leikstjórn Gísla Halldórssonar
verður varia fundið nokkuð til
lasts en flest til lofs. Hann gætti
vel hefðar leiksins en beitti hug-
kvæmni fremur til þess að dýpka
hana og skýra en að bregða til
nýjunga og sá háttur hóf sig yf.ir
eftirlíkingu, svo að leikurinn birt-
ist ferskur þrátt fyrir gömul og
náin kynni.
Um leikendurna er það að segja
að þar var valinn maður svo að
segja í hverju iúmi.
Guðfinnu, hina rosknu konu 1
tengslum við Höllu lék Inga Þórð-
ardóttir af djúpri innsýn og gerði
úr því hlutverki meira en ég hef
séð á öðrum sýningum. Arngrám-
ur holdsveiki í höndum Gests Páils
ifflijW'j
sonar varð sannur fulltrúi hins
dýpsta umkomuleysis. Björn
'Hreppstjóri var óvenjulega mikil-
úðlegur og stórbrotinn f dálítið
stirðlegri túlkun Guðmundar Er-
'lendssonar, en framsögn hans var
afburðagóð og hreimmikil, og per-
sónan varð stórmannlegrí en oft
vill verða og vakti meiri samúð
en stundum hefur orðið í með-
ferð þessa hlutverks. Gaman var
að sjá rólega og fumlausa litlu
stúlkuna, Margréti Pétursdóttur,
en þó finnst mér sem enn hafi
farið sem oftast fyrr í sýningum
á Fjalla-Eyvindi, að barnið lokka-
bjart og fagurgreitt í fínum fötum,
hafi lítinn svip útilegubarns og
birtist því á sviðinu fremur sem
fagur draumur útilegukonunnar
en raunveruleiki. Má raunar vera
að sú líking nái alla leið inn í
leikritið frá höfundarins hendi,
og hann birti í þeirri svipmynd
hyldýpi hinna meinlegu örlaga.
Arnes útileguþjófur var leik-
inn af ágætum tilþrifum af Pétri
Einarssyni, og honum tókst bezt
þar sem mest reyndi á.
Óþarfi er að geta þess, að Har-
aldur Björnsson brá upp áhrifa-
ríkri mynd af Jóni bónda, en
lék ef til vill heldur sterkt, eins
og hendir oft mikla leikara, sem
vanastir eru stórum hlutverkum,
er þeir fara með smáhlutverk, og
hann stal senunni um of
meðan hann var á sviðinu en
miklu lífi blés hann i réttardags-
myndina. Annað ágætt leikfólk,
svo sem Þóra Borg, Guðmundur
Pálsson, Bjarni Steingrímsson,
Margrét Magnúsdóttir, Helga
Hjörvar og Guðný Halldórsdóttir
leysti sín hlutverk með heiðri af
hendi. Þó kann ég aldrei sæmi-
lega hvað þá vel við ungar stúlk-
ur í hlutverkum gelgjustráka og
Eyvindur og Halla — Helgi Skúlason og Helga Bachmann.
imér finnst þar oftast eitthvað
vanta á.
Þá er loks að geta aðalleikend-
anna, hjónanna, Helgu Bachmann
í gervi Höllu, og Helga Skúlasonar
sem Kára. Helga var gervileg ís-
lenzk Halla og skipar sér með
j prýði við hlið þeirra leikkvenna,
! sem farið hafa með það hlutverk.
Hún átti til þau hamskipti, sem
! þar eiga að vera, þó að þau væru
misjafnlega gagnger. Hún birtist
I fyrst mild og sterk, hæfilega lokuð
, en þó örlar á því, sem undir býr,
1 og hinar réttu eigindir koma síð-
RéttarfóUc á sviöinu. Fremst kona Jóns bónda — Þóra Borg — þá Jón bóndi — Haraldur Björnsson. Fjóröa í röðinni Guðfinna — Inga Þórðardóttir.
an eðlilega fram í viðbrögðum
þegar að sverfur. Mestri reisn og
dýpstum leik fannst mér hún ná
í fyrra þætti útilegunnar og í skipt
unum við Arnes, og einnig í rétt-
arjþættinum. Það verður heldur
ekki annað sagt, en hún skilaði
lokaþættinum með góðri reisn, þó
að grimmd örvæntingarinnar og
hungursins ætti ekki þá djúpýðgi,
sem bezt hefur sézt.
Helgi gerði samræmdari per-
sónu úr Kára en títt er. Hann
fómaði ef til vill nokkru af þeim
glæsibrag, sem leikritið gefur færi
á, en túlkaði því betur það mann
lega veiklyndi hans, sem er að
verulegu leyti rót þeirra öriaga.
sem í leiknum verða, og á vand-
Iförnastu einstigum hlutvarksins
<var næmleiki hans og öryggi að-
'dáunarvert. í lokaatriðinu virtist
■hann forðast of sterk tilþrif en
sýna bugunina því betur. Raunar
má það segja um samleik þeirra
Ihjóna í þessu úrslitaatriði, að hvor
!Ugt þeirra lék með þeim ham-
förum sem oftast er, og það vant-
aði altaf örlítið á, að þau gengju
úr mannlegum ham, og á vald ör-
væntingaræðis, og þráðurinn á
milli þeirra slitnaði aldrei. En
•stef harmleiksins átti sér ef til
vill því meira dýpi.
Þau munu fá, lokastef leikríts,
•og ekki til í öðru íslenzku, sem
krefjast átaka, er ganga nær leik
andanum sjálfum en þetta, kref jast
hans sjálfs skilyrðislaust í leikinn
bg þetta atriði verður leikandinn
’í raun og veru að lifa en ekki
'leika. Það mun og staðreynd, að
samleikur Höllu og Eyvindar hafi
ærið oft tengt persónuleg
bönd milli leikendanna, náð inn
'úr gervunum. Vera má, að þar sé
einnig að finna skýringu á því,
að hjónum geti reynzt örðugt að
brjótast í gegn í lokaatriðinu í
Fjalla-Eyvindi. Slíkt er áhrifavald
þessa verks. Leiksýningunni var
afburða vel tekið á frumsýning-
unni sem verðugt var, og þessa
leiksýningu skyfdu menn ekki láta
'fram hjá sér fara.
AK.