Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 16
■ 16. tbl. — Föstudagur 20. janúar 1967 — 51. árg7 ÓHUGNANLEGA MIK- IÐ UM SJÁLFSMORÐ Níu manns a. m. k. hafa svipt sig lífi á einum mánuði Öll skipasmíiavinna fer nú fram innanhúss hjú Stúivík KJ—Reykjavík/ fimmtudag. Hjá Stálvík h. f. í GarSa- hreppi eru nú f smíðum tvö stálfiskiskip ca. 350 rúmlestir hvort, og eitt stendur á stokkun um tilbúið að öðru leyti en þvi að vélina vantar, en töf hefur orðið á að þeir í Stálvík fengju Hana tH niðursetningar. Allar skipasmíðar fara nú fram inn anhúss í Stálvík og telja for svarsmenn fyrirtækisins að það sé algjör forsenda fyrir skipa smíSum að hægt sé að vinna að smíðinni innanhúss. Skipið sem vélina vantar í er smíðað fyrir Braga h. f. á Breið dalsvík 200 rúmlestir að stærð, en hin tvö eru fyrir Þórð Ósk- arsson h. f. á Akranesi og Eld ingu h. f. í Keflavík. Stálvík h.f. hefur tekið upp þá aðferð við smíði tveggja síðasttöldu skipanna að bolur þeirra er smíðaður í fimm hlut um á hvolfi, þannig að byrjað er á þilfarinu og endað á kilin um. Suðutíminn styttist um allt að 67% við þessa aðferð, auk þess sem mun auðveldara er að vinna, sérstaklega við raf- suðu á plötum í skut og stefni. Með þessu fyrirkomulagi er stigið stórt spor, sem miðar að aukinni hagræðingu og um leið er verið að styrkja samkeppnis aðstöðuna við útlönd. Nýja hús ið er 10700 rúmmetrar, byggt úr strengjasteypu frá Steinstólp um h. f. Suðurendi þess er 13,6 metra hár en norðurendinn, sá er að sjónurn s::ýr, er rúmlega 15 metra hár. Grunnmál eru 26,6 mx48,3 m fyrir nýja og eldra húsið. Tveir kranar ganga á brautum inni í byggingunni, annar 20 tonna hinn 5 tonna. Framhald hls. 14. Rafsuðumenn hjá Stálvík vinna við yfirbyggingu eins af bátunum sem nú eru smiðum þar. (Tímamynd K. J. KJ—Reykjavík fimmtudag. Miklum óhug hefur slegið á fólk vegna sífeldra sjálfsmorða nú að undanfömu, en samkvæmt örugg um heimildum, sem blaðið hefur aflað sér, hafa níu manns svipt sig lífi síðan um miðjan desember, hér á landi. Skal það tekið fram að sjálfsmorð þessi hafa ckki öll ver ið framin í Reykjavík, heldur líka á öðrum stöðum á landinu, í kaup stöðum og bæjum. Tiltölulega ungt fólk er í meiri hluta og fleiri karlmenn hafa svipt sig lífi en konur. Svo sem áður greinir hafa þessi sjálfsmorð átt sér stað víða um land, og gætu þau verið fleiri en níu á þessu tímabili þótt blaðinu hafi ekki tekizt að afla sér öruggra heimila um fleiri. Það er ekki venja blaðanna að greina frá hverju einstöku sjálfsmorði, þótt svo að þeim sé kunnugt um þau, óneitanlega er þetta uggvænleg talá sjálfsmorða á mánaðartímabili, og þessvegna er sagt frá því hér. í opinberum skýrslum er greint frá tölu sjálfsmorða og má þar til nefna hagskýrslur, en þar mun þess getið fyrir árið 1963 að 18 sjálfsmorð hafi verið framin á því ári. Heildartölur um sjálfs ! • f|ft morð á sl. ári munu ekki liggja fyr ir fyrr en á miðju þessu ári. Akureyringar, nærsveitamenn Framsóknarfé- lögin á Akur- eyri halda al- mennan stjórn- málafund að Hótel K. E. A. þriðjudaginn 24. janúar kl. 8,30 e. h. Frum mælandi verð- Ingvar ur Ingvar Gíslason, alþm. og ræðir stjómmálaviðhorfið. Almennar umræÓur á eftir framsöguerindi. Akranes Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu í félagsheim Ui sínu að Sunnubraut 21. sunnu daginn 22. jan. kl. 8,30, s. d. Til skemmtunar: Framsóknarvist og kvikmyndasýning. Öllum heimill aðgangur. Aðalfundur Fram.sóknarfélags Grindavíkur verður haldinn í kven félagshúsinu sunnudaginn 22, jan. næst komandi. kl. 2 e.h. Stjórnin. ^affiMíihhiinnn Kaffiklúbbs- fundur Fram- sóknarfélags R- víkur og FUF verður næst- komandi laug- ardag í Tjarn- argötu 26 og hefst kl. 3 síð- legis. Erlendur Einarsson, forstjóri spjallar um samvinnumál og svarar fyrirspurnum. ÁSTÆÐAN FYRIR SKEMMDUNUM Á NÝJU GÖTUNUM: SUTLAGIÐ VANTAÐI Ekki varð anrtað skilið á borgarstjóra í gær en hann ætlaði að láta setja nýtt slitlag yfir allar skemmdu göturnar í vor, og láta viðhaldsféð duga! TK-Reykjavík, fimmtudag. Er borgarstjóri svaraði fyrir- spurnum frá Einari Ágústssyni á borgarstjórnarfundi í kvöld, varð andi hinar miklu skemmdir á malbikuðum götum í borginni, varð ekki unnt að skilja málflutn- Ing hans á annan veg en þann, að hann ætlaðl a8 láta leggja nýtt slitlag á allar skemmdar götur í borginni með vorinu, bæði gamlar sem nýjar, og ennfremur og það sem meira er og eftir var tekið, hann ætlaði að láta hina almennu fjárveitingu til gatnaviðhalds á fjárhagsáætlun duga fyllilega til þessa mikla verks og taldi enga ástæðu til að óttast, að þetta yrði til þess a8 draga úr eða seinka ný- byggingum gatna með „varanlegu“ slitlagi! Borgarstjórinn sagði, að ekki þyrfti að óttast msög auk inn kostnað vegna lagfæringar þess ara skemmda, þær væru ekki ýkja meiri en venjulega; hefðu aðcins komið fyrr fram og það skipti ekki svo miklu máíi, hvort holurnar væru fleiri eða færri, þar sem nýtt slitlag ætti að koma yfir alla göt una. Þykja þetta tíðindi og fagna menn að nú skuli eiga að hverfa frá skóbóta- og holufyllingastefn unni og auðvitað alveg sjálfsagt að gera það fyrst borgarstjórinn j abyrgist að það kosti ekkert meira j'að leggja nýtt slitlag yfir allar skcmmdirnar! Nú geta borgarbúar farið að hlakka til- Það verða mikl ar gatnaframkvæmdir að sumri og ,,billegar“! Borgarstjóri las upp skýrslu er gatnamálastjóri og borgarverkfræð ingur höfðu gefið borgarráði um ástand gatna. í skýrslunni sagði að orsakir hinna miklu skemmda á gatnakerfinu væri aukin umferð og vaxandi fjöldi stórra og þungra bíla, keðjuakstur og nagladekk ásamt umhleypingunum. Saltið væri og slæmt ef það kæmist um holur í undirlag gatnar ra. Mestar væru skemmdirnar á götum 10—15 ára og svo og miklar skemmdir á nýjum götum og stafaði það af því að slitlag vantaði á göturnar. Væri aðeins undirlagsmalbik kom ið á margar þeirra. Þeir töldu nauðsynlegt að takmarka notkun keðja og nagladekkja enda væri það víða gert erlendis. Þeir töldu að venjulegt viðhaldsfé mundi duga ef tíðarfar yrði með venju legum hætti til vors! Engin áætl un hefði verið gerð hins vegar um kostnaðinn af lagfæringum skemmdanna! En ekki þyrfti að taka fé af nýbyggingarfénu til lag færingai á skemmdunum! Einar Ágústsson benti á, að það gætu varla talizt skynsamleg vinuu brögð að ganga þannig frá fjölda Framhald á bls. 14. Loftleiðamálið í höndum ríkisstjórnarinnar Halda fund meö fulltrú- um Loftleiða EJ—Reykjavík, fimmtudag. Ekki hefur enn verið ákveð ið hérlendis hvert skuli vera næsta skrefið í Loftleiðamál inu svonefnda, en Svo sem kunnugt er lýsti Per Borten forsætisráðherra Noregs, því yfir á dögunum, að hann vænti þess að málið yrði rætt aftur á norrænum for forsætisráðherra- eða utan- rikisráðherrafundi. Blaðið hafði í dag sam- band við utanríkisráðuneytið, og tjáði Níels P. Sigurðsson deildarstjóri, blaðinu, að ákvörðun um framhald máls ins hefði ekki verið tekin. Myndi væntanlega verða haldinn fundur með fulltrú um Loftleiða um málið ein- hvern næstu daga, og þá væntanlega rætt um, hvaða leið skyldi farin. Svo sem kunnugt er af greinargerð samgöngumála- ráðuneytisins, strandaði mál i.ð einkum á því, að fuiltrú ar SAS-ríkjanna kröfðust þess, að hámarks mismunur á fargjöldum Loftleiða og SAS yrði 5%. Loftleiðir hafa undaúfarið haft 13% mis- mun á sumrin, og 15% á vetruin. Alfreð Elíasson. framkvæmdastjóri Loftleiða sagði að þessi mismunur væri alveg lágmark, því það hefði sýnt sig, að í heild hefði farþegaflutningar Loftleiða frá Skandinavíu frekar minnkað en hitt, og i bezta falli staðið í stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.