Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. mars 1984
Eiður Guðnason alþingismaður:
5000 lestir —
500 milljónir
Það er mat Búvörudeildar
Sambands íslenzkra samvinnu-
félga, að á yfirstandandi ári þurfi
íslendingar að flytja út um það bil
fimm þúsund lestir af dilkakjöti.
Er þá miðað við að innaniands-
birgðir verði um eitt þúsund lestir
í haust.
Nú væri það auðvitað gott og
blessað að flytja út fimm þúsund
lestir af kjöti, ef fyrir það fengist
bærilegt verð. En því er aldeilis
ekki að heilsa.
í fyrra voru fluttar út rúmlega
2100 lestir af dilkakjöti. í ár er
sem sagt gert ráð fyrir að útflutn-
ingurinn verði rúmlega helmingi
meiri. Sá er þó galli á gjöf Njarð-
ar, að einhverra hluta vegna voru
ekki nema þrjú þúsund og sex
hundruð lestir af kjöti verkaðar
samkvæmt þeim kröfum er gerð-
ar eru til kjöts, sem flytja skal úr
landi. Vandséð er hvað við það
verður gert. Kannski tekst þó að
selja það til Færeyja, þar sem ekki
munu gerðar eins strangar kröfur
svo sem gert er víða annarsstaðar.
En hvað kostar þessi kjötút-
flutningur íslendinga? Á fjárlög-
um yfirstandandi árs er gert ráð
fyrir 280 milljónum króna í út-
flutningsbætur, það er að segja til
að greiða þann mismun, sem er
milli þess verðs sem fæst fyrir
kjötið eriendis og þess verðs, sem
fengist fyrir það hér innanlands.
Ljóst er að þessar 280 milljónir
munu hvergi nærri duga, ef flutt-
ar verða út fimrn þúsund lestir af
kjöti. Þá vantar hvorki meira né
minna en 200 milljónir til viðbót-
ar. Heildargreiðsiur íslenzkra
skattþegna með kjöti á matborð
útlendinga yrðu þá hátt í fimm
hundruð milljónir króna! Það er
ekki svo lítið fé.
Nú er sem áður sagði ekki fjár-
veiting í fjárlögum fyrir nema 280
milljónum til útfíutningsbóta.
Hvernig verður þá málið leyst?
Með sama hætti og gert hefur ver-
ið nokkur undanfarin ár, ef að lík-
um lætur. Framleiðsluráð land-
búnaðarins verður látið taka lán
sem íslenzka ríkið tekur síðan að
sér að greiða. Með öðrum orðum,
öll upphæðin kemur úr vösum ís-
lenzkra skattþegna.
Æ fleirum verður nú Ijóst að
svona getur þetta ekki gengið
lengur. Um árabil hafa þingmenn
Alþýðuflokksins flutt um það til-
lögur á Alþingi, að við fetuðum
okkur út úr þessu kerfi í áföngum.
Lækkuðum útflutningsbótaupp-
hæðina á ákveðnu árabili og leið
og við aðlögðum framleiðsluna
markaðsaðstæðum innanlands.
Á þeim árum sem við værum að
feta okkur út úr þessu ólánskerfi
væri það fé sem sparaðist til út-
flutningsbóta notað til þess að
efla nýjar búgreinar svo sem fiski-
rækt og fleira og til að aðstoða þá
bændur sem vildu hætta búskap.
Þessar tillögur hafa ævinlega ver-
ið felldar.
En getum við haldið áfram eins
og nú háttar í þjóðfélaginu að
greiða milljóna hundruð á ári
hverju með mat ofan í erlendar
þjóðir sem fyrir eru bjargálna og
meira en það? Viðsættanlegra
væri þetta ef hér væri um að ræða
mat til að metta þá mörgu munna
í löndum þar sem hungur og van-
næring hrjá mannfólkið.
Nei, hér verður að breyta til.
Það kerfi sem unnið er eftir hefur
Eiður Guðnason
gjörsamlega gengið sér til húðar.
Hér verður að söðla um.
Kerfisgallarnir eru vissulega
fleiri. Hvernig getur það kerfi ver-
ið gott sem sífellt skilar neytend-
um hærrra verði og bændum
jafnfram lægra kaupi. Það er
vont kerfi og þess vegna þarf að
breyta.
f núverandi kerfi hafa millilið-
irnir ævinlega allt sitt á þurru, en
bóndinn mætir afgangi og hann
er síst of sæll af sínum hlut. Milli-
liðavaldið í landbúnaði er mikið
og fer vaxandi. Um þessar mundir
er til dæmis verið að reisa nýja
mjólkurstöð í Reykjavík. MiII-
jarða fjárfesting. Við vitum hverj-
ir borga. Það gera neytendur í
hvert einasta skipti, sem þeir
kaupa mjólkurpott. En hverjir
ákveðaslíka fjárfestingu? Það fer
víst minna fyrir vitneskjunni um
það.
Þingmenn Alþýðuflokksins
munu haida áfram að knýja á um
úrbætur í landbúnaðarkerfinu.
Ekki er um það deilt að við þruft-
um á traustum landbúnaði að
halda, en eins og aðrar greinar
þarf landbúnaðurinn að vera rek-
inn af skynsemi, þar þarf hagræð-
ingu og nútíma stjórnunartækni.
Við höfum hvergi efni á sóun og
sólundun eins og nú á sér stað.
Á mölinni mætumst
með brosávör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
Auglýsing
um breyttan afgreiðslutíma
Á tímabilinu 1. apríl til 1. október 1984
veröur afgreiöslutíminn frá kl. 8.30 til 16.
Framkvæmdastofnun ríkisins,
Þjóðhagsstofnun.
BEINT FLUG I SOLINA
.FERÐA
AÆTLUN
1984
FERÐAMIÐSTÖÐIN kynnirferða-
áætlun 1984 til BENIDORM, Costa
Blanca strandarinnar á Suðausturströnd Spánar.
Eins og áður er aðeíns flogið leiguflug í góða veðrið. i
J&GÓÐ GISTING í ÍBÚÐUM EÐA HÓTELUM
Gististaðir eru allir fyrsta flokks: íbúðir með 1-2 svefnherbergjum,
Studíó-íbúðir eða hótel með fæði. BENIDORM ferðirnar eru 2ja-3ja
vikna og brottfarardagar eru: 18. apríl (2ja vikna páskaferð), 2. maí,
23. maí, 20. júní, 11. júlí, 1. ágúst, 22. ágúst, 12. sept. og 3. október.
Dæmi: Hjón með2börn, 2jatil 11 ára í páskaferð, samtals kr. 61.100,1
-eða kr. 15.400,-pr.farþega.
Verð fyrir hjón í stúdíógistingu kr. 20.300,- pr. mann.
FM-FERÐALÁNIN
Staðfestingargjald við pöntun kr. 2.500. Síðan mánaðarlegar greiðslur
allt frá kr. 1.000 í 3-6 mánuði fyrir brottför og lánar þá Ferðamiðstöðin
allt að sömu upphæð í jafn langan tíma, sem greiðist með mánaðar
legum afborgunum eftir heimkomu. Verðhækkanir sem verða á
sparnaðartímanum af völdum gegnisbreytinga ná ekki til
þess hluta heildarverðsins sem greitt hefir verið.
Dæmi: 4 mánaðarlegar greiðslur fyrir brottför kr. 2.000,
— samtals kr. 8.000, -, lánar þá Ferðamiðstöðin þér
allt að sömu fjárhæð kr. 8.000, -, er greiðast til baka
með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, eftir heim-
komu á jafnlöngum tíma.
FM greiðslukjör
. Staðfestingargjald kr. 2.500, - við pöntun u.þ.b.
helmingur af heildarverði greiðist 30 dögum fyrir
brottför og eftirstöðvar með jöfnum afborgunum á
3 mánuðum eftir heimkomu.
50% afsl. á innanlandsflugi.
Staðgr. afsl. 5%.
Þeir, sem hafa dvalið á BENIDORM ströndinni hrósa veðrinu, verðlaginu,
matnum, skemmtistöðunum, skoðunarferðunum og traustri þjónustu
FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR.
Verðlisti fyrirliggjandi
BEINT FUJG
I SÓLINA
OG SJÓINN
k't'
Bferða
MIDSTODIIVI
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
é«5>