Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 27. mars 1984 6'1. tbl. 65. árg. 22.700 eintök Þetta blað er gefið út í 22.700 eintökum, og er langmestum hluta þess dreift um Stór-Reykj avíkursvæðið. Það fer því inn á langflest heimili á þessu svæði, og auk þess til áskrif- enda um land allt. — Blað af þessu tagi er góður auglýs- ingamiðill. Annað blað í þessari stærð verður gefið út fyrir páska. Þeir, sem hefðu áhuga á að auglýsa í því eru vin- samlega beðnir að snúa sér til auglýsingastofu Alþýðu- blaðsins eða Guðlaugs Tryggva Karlssonar, sem hefur um- sjón með þessari útgáfu. Síminn er 81866. Ríkisstjórnin ráðalaus yfir fjárlagagatinu? Leitar í smiðju til stjórnarandstöðuimar Það er fróólegt að fylgjast með því, að þegar leitað er leiða til að fylla upp í fjárlagagatið stóra, sem fjármálaráðherra og ríkis- stjórnin eru ábyrgð fyrir, þá hafa fréttamenn mjög sterka tilhneig- ingu til að leita í smiðju til stjórnarandstöðunnar eftir úr- ræðum. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú, að ráðherrarnir hafa ekkert til málanna að leggja. Þeir hafa aðeins aftur og aftur lýst stærð og umfangi vandamáls- ins, hrósað sjálfum sér af því að hafá komið auga á vandann, en ekkert hefur bólað á hugmyndum til lausnar vandræðunum í ríkis- fjármálunum. Ríkisstjórnin hef- ur gjörsamlega gefist upp fyrir þessu verkefni. Alþýðuflokkurinn benti strax á það, að frumvarp fjármálaráð- herra til fjárlaga væri óraunhæft og forsendur þess stæðust ekki. Þingmenn Alþýðuflokksins lögðu fram fjöldann allan af breytingar- tillögum við fjárlagafrumvarpið Ef að líkum lætur nmn fjár- málaráðherra bjóða þjóðinni að skoða splunkunýtt „gat“ lijá sér eftir fáeinar vikur. Sagan um fjár- lögin er nefnilega að endurtaka sig á öðru sviði, varðandi svoköll- uð lánsfjárlög. Eins og menn muna lagði fjár- málaráðherrann og ríkisstjórnin ofurkapp á að afgreiða fjárlögin fyrir jól eftir sínum kokkabókum, og lýstu það tóma vitleysu þegar þingmenn Alþýðuflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka bentu á að þau stæðust ekki og mundu reynast með miklum halla. Þvert á móti sögðu þeir stjórnarsinnar, að þetta væru raunhæfustu og bestu fjárlög í manna minnum. Svo liðu tveir mánuðir. Þá stóð fjármálaráðherra upp og bað menn endilega að koma nú og skoða gatið hans á fjárlögunum. Hann horfði sjálfur á það hug- fanginn og heimtaði að allir klöppuðu fyrir sér fyrir að finna gatið og þá stórmennsku að leyfa öllum að skoða það. Hann stend- ur enn og horfir á gatið sitt, og krefst þess að hinir, helst þjóðin öll, fylli nú upp í það, en ekki hann. Það sjá auðvitað allir að þessir fyrri fjármálaráðherrar eins og Magnús JÓnsson eða Hall- dór E. Sigurðsson, sem töldu það í sínum verkahring að sjá til þess og það gerðu aðrir stjórnarand- stöðuflokkar líka að einhverju marki. Hins vegar þótti ríkis- stjórninni þá ekki þurfa nein ráð frá stjórnarandstöðunni varðandi fjárlagafrumvarpið og sagði það raunhæft og marktækt plagg; raunar tímamótandi vegna þess hve forsendur fjárlaganna væru traustar. Það Iiðu hins vegar ekki margar vikur uns fjárlögin voru hrunin, gatið orðið um 2 milljarð- ar króna og ráðherrar rikisstjórn- arinnar horfðu opinmynnir hver á annan og ypptu öxlum í uppgjöf. Og nú þegar gatið gín við ráð- herrunum og þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að taka á málinu, þá eru þingmenn stjórarandstöð- unnar spurðir: hvað á að gera í málinu? Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur í málinu. Hann telur að leysa megi fjárlaga- gatið með því að grípa til þríhliða aðgerða: í fyrsta lagi skera niður ýmsa kostnaðarliði fjárlaganna, sjálfir að fjárlögin væru halla- laus, hafa gersamlega misskilið hlutverk sitt. Þetta hafa greinilega verið hinir mestu kjánar og ekkert áttað sig á því að þeir ættu ekki að vera í svoleiðis verkum, heldur voru þau bara fyrir hina, sérstak- lega stjórnarandstöðuna, sem engu ræður um afkomu ríkis- sjóðs. Ef stjórarandstaðan skyldi svo gera tillögur um hvernig við skuli bregðast, þá á fjármálaráð- herra vítaskuld að pípa á það sem hreint ábyrgðarleysi hjá stjórar- andstöðunni að vera að sýna svo- leiðis ábyrgðartilfinningu. Þessir fyrrum fjármálaráðherrar stand- ast auðvitað engan samanburð, eftir að þessi nýja formúla er upp fundin. En meðan þessu fer fram víkur sögunni að lánsfjárlögum, en með þeim er ákveðið hvernig rík- issjóður afli sér lánsfjár innan- lands og erlendis og til hvaða hluta því fé sé ráðstafað. Þessa síðustu daga þegar fjármálaráð- herra stóð hvað hugfangnastur við fjárlagagatið sitt og krafðist þess að allir hrópuðu húrra fyrir því hvað hann væri stórkostlegt mikilmenni að sýna mönnum svona stórt gat, þá heimtaði hann jafnframt að lánsfjárlög yrðu strax afgreidd. Við þessa umfjöll- un lá það hins vegar fyrir skriflega frá fjármálaráðherra sjálfum að sem Alþýðuflokksmenn hafa bent sérstaklega á: í öðru Iagi auka tekjur með því að skattleggja Seðlabankann, hætta við skatta- Iækkanir á fyrirtækjum og auka að miklum mun eftirlit til að stemma stigu við skattsvikum í þjóðfélaginu; í þriðja lagi fresta þriðjungi vandans og fá þar með þau lán, sem hann ætlaði að taka innanlands mundu ekki fást. Samt vildi fjármálaráðherraendi- lega úthluta snarlega með lögum þessu fé sem hann sagði að hann mundi þó ekki fá. Stjórnarflokk- arnir afgreiddu lögin og hvorki fjármálaráðherrann eða þing- menn stjórnarinnar fundu neitt athugavert við það, ekkert frekar en með fjárlögin áður. Skipti ekki máli frekar en þá þótt stjórnar- andstöðuþingmenn bentu á að hér væri um fjárskort að ræða og ekki væri góður skikkur að út- hluta peningum, sem ekki fengj- ust. Nú er bara að bíða og sjá hversu margar vikur það tekur fjármálaráðherra að uppgötva að þetta er Iíka gat, lánsfjárgat. Þá kemur hann væntanlega hróðug- ur til þjóðarinnar og býður henni að skoða þetta nýja gat sitt og bendir henni á að hún hafi fengið nýtt gat til að fylla upp í og verði að drífa sig í það, því annars hafi ráðherrann ekki nóg til að eyða, eins og honum hafi verið uppá- lagt, reyndar santkvæmt tillögum frá honum sjálfum rétt eins og í fjárlögunum. Fjármálaráðherranum er vita- skuld Ijóst að það er ábyrðarleysi hjá Alþingi að samþykkja tillögur hans. Hins vegar var það auðvitað allsherjarmisskilningur hjá fyrri fjármálaráðherrum, þegar þeir svigrúm til varanlegra úrbóta i ríkisfjármálunum. Tillögur Alþýðuflokksins eru því þegar fyrirliggjandi, en það sama verður ekki sagt um stöðu mála hjá ríkisstjórninni. Hún stendur ráðþrota frammi fyrir fjárlagagatinu og hrósar sér enn Framh. á síðu 22 héldu að þeir bæru ábyrgð á til- lögum sínum. Það sjá auðvitað allir að fjármálaráðherra á enga ábyrgð að bera á tillögum sínum. Það er langtum snjallara hjá fjár- málaráðherranum að skamma meirihluta Alþingis fyrir að vera svo vitlaus að samþykkja tillögur hans og minnihlutann fyrir að vera á móti. Svo er líka fundin upp ný að- ferð við að vera „vinur litla mannsins“. Það er greinilegt að þeir sem héldu að til þess að rétta hag hinna verst settu væri ráð að fólk fengi sæmilegt kaup fyrir vinnu sína og tryggingabætur væru þokkalegar, hafa vaðið villu og reyk. Hin nýja aðferð er kvitt og klár. Til þess að vera vinur litla mannsins eiga menn að beita sér fyrir því að skattar á launafólki séu hækkaðir sérstaklega og ef laun hækka lítilsháttar þá eiga menn að hækka skattana enn meira. Því til viðbótar eiga menn að beita sér fyrir því að skattar á fyrirtækjum séu sérstaklega lækkaðir um leið og trygginga- bætur til aldraðra og öryrkja eru skertar. Jafnframt eiga menn að berjast gegn hátekjuskatti og fella niður eða lækka gjöld af utan- landsferðum og gæta þess vand- lega að ráðherrum séu gefnir bilar á hálfvirði. Þetta er aðferðin til Framh. á síðu 22 „Hver á snjóinn, sem féll í fyrra?“ Sighvatur Björg- vinsson skrifar á baksíðu. „5000 lestir, 500 milljónir.“ Eiður Guðnason alþingismaður, skrifar á 3. síðu. „Ný atvinnu- stefna til alda- móta.“ r I leiðara á 2. síðu er fjall- að um nauðsyn atvinnuuppbygg- ingar. í blaðinu er fjöl- breytt efni um iðnað, verslun og viðskipti. Dagur á Akureyri skýrði frá því í helgar- blaði, að Halldór Halldórsson, sem er ritstjóri íslend- ings á Akureyri, muni skrifa bók um kempuna Jón G. Sólnes. Kjartan Jóhannsson: Nýjung í fjármálastjórn: Komið og skoðið gatið mitt og vingist við litla manninn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.