Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 13
Þriðjudagur.27. mars 1984 svona sem milliréttur. Desertinn væri auðvitað glæsibílar af Alfa- Romeo gerð, „alla Italiana“, sem rinnu nú út eins og heitar lummur, og á því líkum hraða að aðeins væri hægt að jafna við gæðinginn sjálf- an á kappakstursbrautum Ítalíu. Á „Audostradadi Sole“ dygðu nefni- lega engar letibykkjur. Haraldur tjáði okkur, að sam- kvæmt gamalli hefð hjá þeim í Jöf- ur, væri Skódinn ennþá þeirra topp sölubíll, enda væri Jöfur tiltölulega ný tekinn við Chryslerumboðinu og staða dollarans undanfarna mán- uði hefði ekki beint aðstoðað þá við sölu á þessum glæsikerrum. „Alla- vega er Chryslerinn ekki farinn fram úr Skódanum enn“, bætti Haraldur við“ Við seljum samt mjög mikið af honum og sam- kvæmt skýrslum yfir bifreiðainn- flutning fyrir síðasta ár, þá erum við söluhæstir í amerískum fólks- bílum" Haraldur sagði okkur einnig að eftir áramót hefði orðið gífurleg breyting til hins betra í bílainnflutn- ingi hjá þeim og tók dæmi af Skóda sölunni uppá hundrað bíla á tveim- ur fyrstu mánuðum ársins sem væri algjört met. Hvort sem tímarnir hétu nú samdráttartimar eður ei svo ekki sé minnst á kreppu eða önnur stóryrði stjórnmálanna. Skódinn sameinaði líka marga kosti bíla og væri reyndar lang 13 ! - l % ítj; Tékkarnir hafa bara ekki orðið við að framleiða Skóda fyrir okkur. heppilegasti bíllinn fyrir marga sér- staklega með tilliti til verðs, rýmis, eyðslu, styrkleika, hverskonar þæginda og síðast en ekki síst með tilliti til aksturseiginleika í snjó, sem ekki væri svo lítill kostur á ís- landi. Skódinn væri þannig i mörgum tilvikum fyrsti fjölskyldubíllinn og svo væri hann auðvitað sérstaklega vinsæll sem annar bíllinn á heimil- inu. í 1984 módelinu væru margar ný- ungar. Svo sem tannstangastýri sem gerði bílinn miklu léttari í stýri og léti hann einnig betur að stjórn. Breiðara væri nú á milli hjólanna, þannig að hann lægi betur á vegin- um. Ný og sterkari kúpling væri i honum og svo væri nýtt útlit. Þá væri bara fátt talið af mörgum end- urbótum. „Þennan glæsilega farkost bjóð- um við svo á hreinu hálfvirði miðað við aðra bíla, eða á um 135 þúsund krónur. Skódinn er mjög vinsæll víða um heim og undanfarin ár hef- ur hann t.d. verið söluhæsti bíllinn hjá frændum vorum Dönum. Tékk- arnir hafa ekki undan að framleiða hann og reyndar höfum við hérna hjá Jöfur verið í hreinum vandræð- um að fá afgreidda bíla uppí það sem við erum búnir að selja. Sér- stakar ráðstafanir eru þó gerðar útí Tékkóslóvakíu til þess að stækka kvótann til íslands, þannig að væntanlega fáum við nóg af bílumþ sagði Haraldur. Að lokum sagði hann að þeir hjá Jöfur væru með alla breiddina af bílum, því auk Skódans sívinsæla, væru þeir með hinn heimsfræga ítalska bíl Alfa Romeo, sem saman lagt væri einn verðlaunaðasti bíll heimsins, jafnt að fegurð sem gæð- um svo ekki væri minnst á alla sigr- ana í Rallý keppnum og kappakstri á öldinni. Síðast en ekki síst væru þeir hjá Jöfur með alla Chrysler fjölskyldúna: Dodge, Plymouth og Chrysler í öllum þeim margvíslegu gerðum frá henni Ameríku, sem þeir birtust í. „Svo við getum boðið ykkur bíla á verðum frá 13S þúsund uppí eina og hálfa milljón alveg eins og þið viljið og geri aðrir betur,“ sagði bílajöfur- inn Haraldur Sigurðsson hjá Jöfur h.f. að lokurn. — G.T.K. Sparneytnir bílar þurfa ekki að vera þröngir og óþægilegir. Það sannar MAZDA 323 MAZDA 323 er rúmgóður og sparneytinn alvörubíll á smábílaverði. Þú fórnar allt of miklu í rými og þægindum, ef þú kaupir suma afþessum „smábílum" sem eru á markaðnum og endar með að borga allt of mikið fyrir allt of lítið. Hugsaðu þig því tvisvar um, því að MAZDA 323 kostar aðeins Kr. 273.000 í Deluxe útgáfu, með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. MAZDA 323 Sættu þig ekki við neitt minna! BÍLABORG HF. Smióshöfða 23. sími 812 99. Við höfum nú tekið að okkur umboð á íslandi fyrir stórfyrirtækið RICHARD KLINGER. RICHARD KLINGER er einn stærsti og virtasti framleiðandi kúluloka í heiminum 1 dag og eru verksmiðjur nú starfræktar í 12 þjóðlöndum Gæði kúlulokanna frá KLINGER eru allsstaðar viðurkennd og með háþróaðri framleiðslutækni hefur KLINGER tekist að sameina hámarksgæði og lágt verð. Okkur er því mikil ánægja að geta boðið þessa úrvalsloka og munum við kappkosta að eiga jafnan til á lager allar algengar gerðir af KLINGER kúlulokum. Heildsala — Smásala Allt til pípulagna Burstafell Byggingavöruverslun Bíldshöfða 14 Sími 38840

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.