Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 27. mars 1984 Burstafell— byggingavöruverzlun á nýjum stað: „I þjóðbraut verslun- ar og athafnalífs“ Nýlega flutti Burstafell, byggingavöruverslun af Réttarholtsvegi 3, þar sem verslunin hafði verið í um tuttugu ár að Bíldshöfða 14. Okkur fýsti að vita hvernig þessi vinsæla verslun í Smáíbúðarhverfinu hefðist við á nýja staðnum og hverjar væru orsakirnar fyrir flutn- ingnum. Kristinn Breiðfjörð forstjóri Burstafells, sagði að þeim hefði líkað mjög vel á gamla staðnum en vegna aukinna umsvifa og mikillar húsnæðisþarfar af þeim sökum urðu þeir að finna versluninni nýtt húsnæði. „Við sóttum um lóð“ sagði Krist- inn, við Sogaveg 3. Hefðum við fengið þá lóð, þá má segja að við værum ennþá í gamla hverfinu. Eft- ir tuttugu ára veru í því hverfi og þjónustu við íbúana þar og í nálæg- um hverfum þóttumst við mega vænta þess, að borgaryfirvöld tryggðu okkur þessa lóð. Enda alls ekki er heppilegt, að þjónustu og sérverslanir flytji alfarið úr íbúða- hverfunum. Kristinn Breiðfjörð, forstjóri Burstafells. Skipulagsklúður réði afstöðunni gegn Burstafelli við Sogaveginn. Ljósm.: G.T.K. Smjör&Ostur Hreysti og glaðlyndi úr nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börnin eggjahvítuefni (protein), vítamin og nauðsynleg steinefní, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir þeim A og D vítamin. A vítamin styrkir t. d. sjónina og D vítamin tennurnar. li Ii SylI,s,ssímiJ""""ssss.'//////S/sss'jk ^S-s/////sí.'/////s//ss/////s//s//ss'g rs//ss/t/,i,„ ■ - , '///////} Gefið þeim smjör og ost í nestið. j Rœtt við Kristin Breiðfjörðf forstjóra Burstafells um nýja staðinn og ástœður flutningsins Einhverjir aðilar þarna sáu þá ástæðu til þess, að mótmæla þess- ari væntanlegu lóðaúthlutun til okkar. Sérstaklega voru þessi mót- mæli furðuleg í ljósi þeirra stað- reynda, að nýlega hafði verið út- hlutað auknu lóðarrými til versl- unarstarfsemi að Sogavegi 1, auk þess sem Stjórnunarskólinn fékk lóð undir stórhýsi aðeins austar við Sogaveginn. Ástæðan fyrir mótmælum við okkar byggingu var í orði kveðnu sögð vera stefna borgaryfirvalda að vernda opin svæði í borginni. Þau rök verða þó að skoðast algjörlega út í hött, séu þær auknu fram- kvæmdir þarna við götuna, sem ég hef nefnt, hafðar í huga. Enda verð- ur varla á móti mælt að vel sé séð fyrir opnum svæðum þarna í hverf- inu. Sérstaklega sárnaði mér þó þessi mótmæli, þar sem rót þeirra virtist liggja í skipulagsmistökum af hálfu borgaryfirvalda, þegar leyfð var á sínum tíma bygging nokkurra íbúða við svokallað Hamarsgerði, sem nánast var á bílastæði versl- unarsamsteypunnar við Réttar- holtsveginn þar sem Burstafel) var í áður en við fluttum. Þó tók fyrst steininn úr, þegar borgaryfirvöld létu greinilega utanaðkomandi aðila, af þessum annarlegu ástæð- um, sem ég hef minnst á, ráða þessu máli fyrir sig og höfnuðu lóðarum- sókn okkar við Sogaveginn, í mínu gamla hverfi og sem mig hefur lengi langað til að byggja á. Nú, þegar þessi furðanlega synjun borgaryfirvalda lá fyrir, tryggði ég mér svo þetta húsnæði hér í Bíldshöfða 14. Við fluttum svo hingað 1. október sl. eins og ég hef minnst á og líkar ljómandi vel í alla staði, þótt ég sakni auðvitað nokkurra gamalla andlita úr Smá- íbúðahverfinu og þjónustunnar við þá. Húsnæðið hérna er Ijómandi gott og ég verð að segja að öll að - staða fyrir viðskiptavinina er hreint frábær. Eins og þú sérð er nóg af bílastæðum við húsið og í þessu hverfi má svo sannarlega segja að við séum í miðri þjóðbraut verslun- ar- og athafnalífs borgarinnar" VIÐRAÐANLEGT ’ B || yillál Fáanlegar úr gjalli PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-8 Iðnverk h/f Nóatúni 17, Símar: 91-25930 og 91-2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.