Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 27. mars 1984 Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabœjar: Hugsjónamaðurinn í mér er alltaf að koma uppá yfirborðið. Gœtið ykkar á „gamla fjallabúanum“! Ljósm.: G.T.K. Karnabœr með eigin efnahagsstefnu, þegar stjórnvöld týndu sinni: „Hugsj ónamenn lenda oft í andstreymi“ Við Nýbýlaveginn í Kópavogi er röð af stórfyrirtækjum. Karnabær er t.d. með verksmiðjur sínar og skrifstofur aðNýbýlavegi4 og við tókum forstjórann, Guð- laug Bergmann tali. „Ég veit að þú vilt tala við mig um verslun og iðnað“, sagði Guðlaugur, þar sem hann stóð við gluggann og horfði til Esjunnar. „En á svona björtum degi minnist ég margra atburða og mér finnst að minnsta kosti sjálfum, að í mér blundi alltaf neisti hugsjónamannsins. Þess vegna gæti ég verið jafnaðarmaður. Vilmundur heitinn var minn maður. Glóandi andagift og framfaravilji. Meðalmennskujukk hversdagslífsins er svo skelfing þreytandi. Það þarf samt að læra að búa við það líka. Hetjur hversdagslífsins, það erum við sem erum að bauka í atvinnulífi. Reyn- um að skapa vinnu og verðmæti þrauka andstreymið og njóta líka góðu daganna. Mikið er ég annars orðinn heimspekilegur. Jæja, — það sagði einhver, að ég hefði svo margar hliðar. furöul^ ótru\^„ WD40 oiys^sum. »$&»£?%>****** ^D'ÆsthláOIÍ^ Strax þegar ég byrjaði afskipti mín af atvinnulífinu, þá nýdottinn út úr skólakerfinu, reyndi ég að koma lífsskoðunum mínum og hugsjónum inn í starfið. Tískuvara á sér margar hliðar. T.d. kvenlega fegurð. Þegar við vorum nýbyrjaðir með Karnabæ, stóðum við fyrir samkeppni ungra stúlkna, sem við kölluðum fulltrúa ungu kynslóðar- innar. Mín skoðun hafði alltaf verið sú, að allt of mikið hafi verið lagt upp úr útlitinu einu saman í þessum hefðbundnu fegurðarsamkeppn- um. Snoppufríðleiki var ekki það, sem ég var að sækjast eftir. Ég vildi leggja áherslu á persónuleikann, hæfileika einstaklingsins og fágaða framkomu og útlit. Dómnefndin sem valdi fulltrúa ungu kynslóðarinnar, hafði þannig þrjú atriði til þess að fara eftir og vigtuðu þau í þessari röð. Persónu- leiki og framkoma, hæfileikar og síðast útlit. Þannig vildi ég fara út fyrir hinn hversdagslega ramma fegurðarsam- keppnanna. Leggja áherslu á eðlis- kosti unga fólksins, skapa gott for- dæmi og hafa þannig góð áhrif á unga fólkið, sem er að mótast og finna sér fyrirmyndir. Því miður kölluðu blöðin þetta bara alltaf fegurðarsamkeppnir hjá okkur og ég dagaði eiginlega uppi með þessa göfgandi þætti mína á matinu um kvenlega fegurð“. „Gerðist eitthvaö fleira á þess- um árdögum þinum í atvinnulifinu í sambandi við lífsskoðanir þínar og hugsjónir?“ „Já, já. Ég var á kafi í þessu pg stundum ekki alltaf rétt skilinn. Ég sá t.d. fljótlega að með þeirri gífur- legu byltingu, sem kölluð hefur ver- ið popp-byltingin og sem teygði fljótlega arma sína um alla þætti þjóðfélagsins flutu ýmsir miður góðir hlutir. Ég segi nú stundum, að vissu marki hafi þetta verið eðlilegt, því sterk sól, gefur dýpstan skugga. Margir ætluðu sér mikið með popp- ið og ég var í forsvari fyrir marga þætti þessarar byltingar á íslandi. T.d. þurfti ég baki brotnu að verja þann fáránleika, að karlmenn mættu ekki láta sér vaxa hár, öðru- vísi en vera sagðir grálúsugir og annað eftir því. Þetta var nú allt í4agi og bara gaman. Þegar ég aftur á móti varð var við að ungt fólk var farið að nota vímugjafa á borð við kanna- bisefni, þá varð ég alvarlega hrædd- ur um hvert stefndi. Ég ákvað að kynna mér þessi mál eftir mætti og tók mér fyrst ferð á hendur til Danmerkur. Ræddi með- al annars mikið við tvo blaðamenn á Politiken, sem höfðu rannsakað það sérstaklega í tvö ár, hvert væri viðhorf Dana til þessara efna og hvort ætti að gefa þau frjáls, eins og Rœtt við Guðlaug Bergmann, forstjóra Karnabœjar, — um upphaf atvinnurekstrar, hans fegurðar- samkeppni og skilning stjórnvalda á hugsjónum t.d. gert var við vín í Danmörku fyrr á öldinni. Þessir blaöamenn höföu komist að því, að slíkt mætti alls ekki gera og börðust fyrir þeirri skoðun sinni í ræðu og riti. Þeir álitu þetta stór- hættuleg efni, sem í mörgum tilfell- um gætu leitt til forfallinnar eitur- lyfjaneyslu og það á efnum eins og heróíni, morfíni og LSD. Ég fór einnig til Hollands og Bretlands í sömu erindagjörðum og var nú orðinn svo sannfærður um eyðileggjandi áhrif þessara efna að ég gekk í opinber samtök i Englandi um baráttu gegn eiturlyfjum. Þetta var nú í þá daga og mikið vatn runnið til sjávar síðan. Það sem vakti þó sérstaka athygli mína og hefur raunar ávallt knúið illilega á hug minn síðan var að finna hópa af fólki, sem hefur mikil áhrif í þjóðfélaginu og stanslaust reynir að læða þeirri skoðun sinni inn hjá al- menningi að kannabisefni séu hættuminni en t.d. áfengi og hafi einhver góð áhrif. Rói fólk, geri það þjóðfélagslega hæfara í umgengni eða álíka rugl. Þetta fólk gerir sér enga grein fyr- ir þeim skaða, sem það veldur með þessu bulli. Ég ætla öðrum að fjalla um það vísindalega, en bendi bara á eitt sögulegt atriði. Fletti fólk upp í alfræðiorðabók- um, þá kemst það að því hvernig orðið „assassin“ á ensku, sem þýðir morðingi, er til komið. Það er dreg- ið af arabíska orðinu „hashshash". Fyrir krossferðatímana var uppi maður í Arabalöndum, sem hét Hassan Ben Sabah og hefur verið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.