Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 10
10
Þriðjudagur 27. mars 1984
Fyrstir á Norðurlöndunum:
TUTTUGU SINNUM
LÉTTARI EN GLER
Þegar gengið er með Davíð Scheving Thorsteinssyni um
verksmiðjubyggingu Sól h.f., er greinilegt að þarna fer einn
af iðnjöfrum landsins. Forstjórinn þekkir hvern einasta
krók og kima fyrirtækisins, hann þekkir alla starfsmennina
og veit næstum uppá hár hvaða verkefni brennur heitast á
þeim þá stundina og hann tekur þátt í lausn málsins. Jafn-
framt rabbar hann við fulltrúa prentsvertunnar eins og ekk-
ert sé. Lýsir fyrirtækinu, uppbyggingu þess og framtíðarvon-
um.
FOSSAR
þeir fima ávallt hagkvæmustu leiðina
Reynsla Eimskips og stöðug endurnýjun í
flutningstækni tryggir viðskiptavinum okkar
fullkomið öryggi í hvers kyns flutningum.
Sérhæfður skipakostur Eimskips annast
einingaflutning, gámaflutning, frystiflutning,
kæliflutning og stórflutning á skjótan og
hagkvæman hátt. Traustir starfsmenn
móttökuhafnanna ásamt vönduðum
flutningstækjum í landi sjá til þess að varan
kemur heil heim í hlað - á réttum tíma.
Fossarnir-farsæll flutningur um allan heim.
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP
Sími 27100
*
Framtíðin er ekkert smá í sniðum
hjá Davíð. Útflutningur iðnvarn-
ings til Norðurlandanna er t.d.
verkefni ferðar, sem hann tekur sér
fyrir hendur daginn eftir. íslensk
tækni, hyggjuvit og áræði er hefni-
lega heiia þingmannaleið á undan
frændum vorum á Norðurlöndum
á því sviði, sem var megin tilgangur
ferðar okkar í Sól h.f. að fræðast
um . Þ.e.a.s. tilbúningur flaska og
drykkjar á einum og sama staðnum
og á sama tíma þarna í verksmiðju-
húsi Sól hf.
Á hverju ári framleiðir verks-
miðjuhús Sól h.f. 10.000 — tíu
þúsund tonn, af matvælum. Við
þetta vinna um 70 manns og veltan
á síðasta ári nam um 240 milljónum
króna, eða nær kvart milljarði. Á
síðustu 20 árum hefur umfang
fyrirtækisins margfaldast og nú
vinna t.d. þrisvar sinnum fleiri hjá
því heldur en fyrir tuttugu árum.
Tilefni heimsóknar okkar er
reyndar það, að Sól h.f. er fyrsta
fyrirtækið á Norðurlöndunum til
þess að hefja framleiðslu á svoköll-
uðum PET-flöskum, en það eru
flöskur undir hverskonar vökva og
matvæli. Eiginleikum flöskunnar
verður best lýst með.því, að þyngd
hennar er aðeins 1/20 af jafnstórri
glerflösku, hún er glær sem kristall
og þolir fall úr 10 metra hæð. Topp-
ur flöskunnar er sléttur sem slípað-
ur kristall og hún gefur alls ekkert
bragð í innihaldið. Flún er mjög
þétt, —hleypir t.d. alls ekki súrefni
í gegnum sig og enginn hættuleg
efni eru notuð við framleiðsluna
eins og t.d. klór. Hjá Sól h.f. eiga
þessar flöskur að notast undir
Sodastream bragðefni — Topp og
salatolíur.
Davíð segist geta framleitt um
milljón flöskur á ári og þar sem
hann þarf ekki að nota nema um
sjö hundruð þúsund sjálfur á inn-
anlandsmarkaðinn þá ætlar hann
að freista þess að flytja út um
300.000 - þrjú hundruð þúsund
flöskur á ári fullar af Sodastream
bragðefnum, sem sagt islenskri iðn-
framleiðslu.
Davíð dró slæðu uppúr pússi
sínu og sagði: „Þetta er efnið.“
„Hvað?“ — hváði fulltrúi prent-
svertunnar. „Það er nefnilega sama
efnið í þessari slæðu og í flöskun-
umþ sagði Davíð. „Við teygjum
bara örlitið á mólikúlunum í þessari
vél hérna, hitum það og pressum og
þá fáum við út flöskurnar. Efnið
heitir Polyethylene — tcrephthalctc
eða PET en er betur þekkt undir
nöfnunt eins og Terylene og Trevira.
Þetta er tiltölulega nýtt efni og 1973
fékk DuPont fyrirtækið einkaleyfi
á því að nota PET í flöskufram-
leiðslu, — eftir 25 ára þróunar-
vinnu. Framleiðsla í Bandaríkjun-
um hófst þó ekki að neinu ráði fyrr
en eftir 1976 og fyrst 1980 tók
markaðurinn verulega við sér.
Og við hér hjá Sól erum sem sagt
fyrstir á Norðurlöndunum til þess
að framleiða PET-flöskur.“
Á ferð okkar um verksmiðjuna
rakti Davíð tilurð undursins og rétti
undirrituðum ferðatíðni sína á síð-
ustu tveimur árum til átta landa og
tólf borga að sækja 21 fund til þess
að þessi glæra flaska gæti orðið að
veruleika. „Þetta er svakaleg
vinnaþ sagði Davíð og sem þungu