Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. mars 1984 Olís eykur þjónustuna: Efnavörur, smávörur og þéttiefni á boðstólum Rœtt við Þórð Asgeirsson forstjóra Hjá Olís í Hafnarstræti hittum við forstjórann, Þórð Ásgeirsson og spurðum hann hvað hefði komið til, að skrifstofustjóri í ráðuneyti hefði tæplega fertugur staðið upp úr opinberu stjórnsýlsunni og tekið að sér rekstur einkafyrirtækis í verslun og þjónustu? „Ég hafði starfað í ráðuneytinu í tæp 11 ár,“ sagði Þórður, „lengst af sem skrifstofustjóri sem og ráðu- neytisstjóri í forföllum hans. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé nálægt hámarki þess tíma, sem menn eiga að halda mikilvægu stjórnunarstarfi, hvort sem það er hjá því opinbera eða hjá einkafyrir- tækjum. Því miður cr ekki um það að ræða í stjórnsýslukerfi íslands, að menn „róteri“ á milli ráðuneyta eða á milli stofnanna og því fannst mér ég verða að velja á milli þess að staðna í starfi mínu og daga þar uppi, sem skrifstofustjóri eða ráðu- neytisstjóri, eða þá að leita út fyrir stjórnarráðið að nýjum verkefnum. Forstjórastarf hjá Olíuverslun íslands var auk þess svo sannarlega áhugavert verkefni að takast á við, því Olís er eitt af stærstu fyrirtækj- um Iandsins, sem rekur marghátt- aða verslunar- og þjónustustarf- semi, til sjós og lands. Já, — að ógleymdu fluginu. Margir við- skiptavinir Olís í útgerðinni voru líka viðskiptavinir mínir í ráðuneyt- inu, ef svo mætti segja, og hefur verið mjög þroskandi að kynnast vandamálum útgerðar á íslandi ná- ið frá þessum tveimur ólíku sjónar- hornum“ — „Þú nefndir þjónustustarf- semi við flugið?" „Já, Flugleiðir hf., og Loftleiðir sömuleiðis hafa verið viðskiptavin- ir Olís frá upphafi, þannig að allt eldsneyti, sem notað er í Norður- Atlantshafsflugi íslendinga, er í okkar umsýsluí' — „Nú er Olís gamalt og rót- gróið olíufélag og starfsemin meira eða minna hefðbundin. Hefur þú lagt áherslu á einhverjar nýjungar?" „Á þessum stutta tíma, sem ég hef verið hjá Olís, hefur aðaláhersl- an beinst að því, að ná fram ýmiss- konar hagræðingu í rekstrinum, til þess að bæta afkomu félagsinsí* Við höfum líka bryddað uppá ýmsum nýjungum á þessum tíma. Þannig höfum við t.d stofnað nýja deild, sem sér um sölu á efnavörum og erum reyndar enn frekar að hasla okkur völl á því sviði. Við höfum líka aukið vöruúrvalið á bensínstöðvunum til þess að koma á móts við óskir og þarfir viðskipta- vina okkar. Bensínstöðvar okkar hafa verið þekktar í gegnum árin fyrir gott úr- val ýmisskonar vöru, sem tengist rekstri bifreiða. Þarna hefur núna verið unnið að því að gera gott betra, auk þess sem bætt hefur ver- ið við ýmsum vörum óskyldum rekstri bifreiða. í þessu sambandi get ég nefnt svo óskylda hluti sem tölvuúr, snyrtivörur og sælgæti, sem nú fæst á bensínstöðvum Olís og hefur verið geysi vel tekið. Fyrir rúmlega ári síðan opnuðum við einnig stóra og glæsilega verslun á Grensásvegi í Reykjavík. Þar er að finna mikið úrval af allskonar ferðavöru, gastækjum til ferðalaga, í sumarbústaðinn og heimilið. Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olís. Áhersla á nýjar vörur og reksturinn styrktur. Ljósm.: G.T.K. Nýr þáttur í starfseminni hefur einnig gengið mjög vel hjá okkur. Það er innflutningur á þéttiefnum og hverskonar efnum til raka- og lekaviðgerða. Þessi efni eru frá BP í Englandi og heita Aquaseal. Frá sama fyrirtæki fáum við þakpappa, sem líkað hefur frábærlega vel!‘ — „Margir halda því fram að menn fái sama bensínið og sömu þjónustuna hjá öllum olíufélögun- um. Jafnvel er talað um það, að óþarfi sé að vera með þrjú olíufé- lög. Nóg sé bara að vera með eitt. Hvað vilt þú segja um þetta?“ „Það er að vísu rétt að öll olíufé- lögin þrjú selja sama bensínið og sömu gasolíuna á einu verði, þannig að ekki er um samkeppni að ræða á því sviði. Hins vegar má alls ekki gleyma því að það er mikil samkeppni á milli olíufélaganna að veita sem besta þjónustu. Þetta er líka atriði, sem við að minnsta kosti hjá Olís, leggjum höfuðáherslu á. Eg vil í þessu sambandi hreinlega hvetja bifreiðaeigendur að prófa þjónust- una hjá okkur og gera samanburð. Auk þess, sé mönnum annt um véi- ina í bílnum, þá ættu þeir að sjálf- sögðu ekki að nota neitt annað en BP eða Mobil smurolíur,“ sagði Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olfs að lokum. ifir ★★★★★★★★ ★/★^ yL Þú átt möguleika á glæsilegum ÁÉ\ vinningi f Þórscafé! yRsj^ckFE^ Xfrá Þórscafé * tii * ★ ★ * * ★ * * * * ★ ★ * ★ ★ Hótel Do Hvað er milljon' , Milljónasti gestur Þórscafé hlýtur glœsileganv ferðavinning fgrir tvo í 26 daga til Benidorm.l* Hótel Don Pancho * ★ ★ ______ ^ ★ ★★★★★★★★★★^ Don Pancho er glæsilegasta hótelið í Benidorm. Er það við aðalgötu bæjarins í u.þ.b. 100 m fjarlægð frá ströndinni. I öllum herbergjum er bað, útvarp, simi og svalir sem snúa út aö sjó. 011 herbergin eru loftkæld. Úti er stór sundlaug og önnur minni fyrir börnin. Sólbaðsaöstaða er mjög góð. A neöstu hæð er bar og setustofur búnar glæsilegum húsgögnum. Uppi er matsalur og næturklúbbur sem býður upp á fjölbreytt skemmtiatriði og dans á hverju kvöldi. Kröfuharðir velja Don Pancho. Það gera gestir Þórs- café. ★ ★ SA HEPPNI ER JT I Benidorm Benidorm er á Costa Blanca, hvítu ströndinni, á Suðaustur-Spáni. Liggur bærinn í 42 km fjarlægð frá Alicante og i 141 km fjarlægð frá Valencia. A þrjár hliðar er hann umkringdur f jallahring sem tengist saman með fallegri sand- strönd Miðjarðarhafsins. Benidorm er þvi einn veöursælasti staður Spánar og meðalárshiti er 22 stig C. Dvalist á Hótel Don Pancho — fu/lt ' fæði í 26 daga Að sjálfsögðu verður boðið upp á kvöldverð í Tiffanys ' ★ Og einnig nætur- klúbbaferð til . Benidorm Palace A LEIÐINNI ÞÓRSCAFÉ ★ — G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.