Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 1967. TÍMINN 11 unum og ýtti lionum út. — Farðu út! Farðu út, hrúpaði hún lafmóð. En Ohrétien streittist ekki á móti, því að hann var allt í einu orðinn rólegur. Á þroskuldinum rakst hann á Biglotte og flúði. Þegar Pazanna sá Biglotte, greip hana hyldjúp örvænting og við- bjóður á lífinu, því að hún þótt- ist viss um, að Biglotte hefði bæði séð og 'heyrt allt, sem fram fór. Hún flúði burt tárfellandi. En hún var ekki nógu fljót til þess að sleppa við að heyra for- dæmingu gömlu konunnar. __ Veslings fábjáninn var verk færi i höndum Guðs til þess að refsa syndaranum. Það var hönd Drottins, sem sló hann. Hún horfði niður á vanhelgað líkið. Siðan leit hún upp með bros á vör og sjálfstraust í svipnum, eins og sá sem hefur verið útval- inn til þess að vera spámaður. — Ohristophe, ég sagði þér allt af, að þú mundir hljóta aumlegri dauðdaga en hundur. Jarðarför Altefers var áhrifa- mikil. Fólkið í Bouin gleymdi ó- virðingum hans og óskaði þess eins að heiðra minningu manns- ins, sem var kominn af elztu ætt- inni í þorpinu. Við gröfina hélt bæjarstjórinn langia ræðu, sem Ohristophe mundi af ýmsum ástæðum hafa haft gaman af að heyra. að voru ekki nema tveir eða þrír gamlir menn, sem hvísl- uðu lítilsvirðandi orðum um hinn látna. Christophe sem var einn heima í rúminu, meðan á jarðar- förinni stóð, hlustaði á klukkna- hringinguna og óminn af söngn- um, sem barst inn um opinn glugg ann og fylgdist þannig með at- höfninni. Nú var hann sjálfur karlskrjóður inn, veikur hjálparvana, einskis- nýtur ekki einu sinni fær um að fylgja bróður sínum til grafar. Hann tók veiðihornið sitt og til þess að votta hinum látna virð- insu á sinn hátt, lék hann af mik- illi afvöru og lotningu eitt sorg- legasta lagið, em hann kunni. Það kallaði fram í barnslegan huga hans mynd af hind, sem er að deyja í skóginum Stór tár runnu niður kinnar gamla manns- ins. 15. Ef Pazanna væri sjáK að skrifa niðurlag sögunnar, mundi vera lögð áherzla á eitthvað allt annað. Hún var ekki að eyða tímanum í að rtannsaka hvatir manna né lýsa með orðum ástinni á sveit- inni, sem hefur verið snar þáttur ~gjafa7~ HLUTA- BRÉF Hallgrímskirkju fást hjá prest- um landsins og í Reykjavík hjá: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Samvinnubankanum. Bankastrætl, liusvörðum KFUM og K og hjá Kirkjuverði og kirkjusmiðum HALLGRÍMSKIRKJU á Skólavörðu- hæð. Gjafir til kirkjunnar má draga frá tekjum við framtöl til skatts. í sögu hennar. Það er miklu erfið ara að vera þátttakandi í lífinu en aðeins áhorfandi einkum ef menn fá allt 1 einu margar lang- þráðar óskir uppfyllta.r. Það var því engin furða, þó að Pazanna væri um þetta leyti venju frem- ur ör í lund. Til þessa hefur þetta miklu fremur verið saga Pazönnu en Altefersfjölskyldunnar. Eftir dauða Ohristophes fór Lucie frá Bouin og settist að hjá Christjönu. Biglotte fór einnig í burtu til þess að sjá sálu sinni borgið, í staðinn fyrir að vera með sífelld- ar áhyggjur út af sáluhjálp ann arra. Það þurfti ekki lengur nema eina vinnustúlku á heimilinu, þvi að ekki voru eftir nema Ohré- íien og Ohristopihore auk Paz- önnu. Christophore frændi virtist ætla að sigla í kjölfar bróður síns. að var eins og þung sorg hefði rænt hann lífslönguninni. En hugs unin um að hitta Ohristophe aftur hinum megin og byrja aftur hinar igömlu erjur við hann hafði hmnd- ið honum aftur frá grafarbarm-i inum. Gamli maðurinn hafði sokk ið til botns, en brotizt aftur upp til lífsins. Til þess að spara lung- un og kraftana hafði hann lagt frá sér kíkinn og veiðihornið, sem minnti á spurningarmerki, þar sem það hékk á veggnum. En einn góðan veðurdag heyrði Paz- anma hljóm þess gjalla að nýju. — Það er dálítið stirt enn þá, en það lagast, sagði Ohristophore þegar hún kom hlaupandi inn. — Hólztu, að ég væri alveg á förum? Ég veit, að við pabbi þinn eigum enn margt vantalað, en það getur. beðið. Ég var að því kominn að geispa síðustu golunni þegar ég mundi eftir ykkur Chré tien .Það gaf mér þrek til þess að hinkra við. — Ó, frændi, þú veizt ekki, hvað ég er glöð, hrópaði Paz- anna og faðmaði hann blíðlega að sér. — ^Ekki samt eins og ég. Lif- ið er gott, jafnvel fyrir gamlan syndasel eins og mig. Við verðum öll þrjú mjög hamingjusöm. Og nú fáum við að hafa frið. Hann bætti við þessu síðasta, svo að hún gleymdi, hversu sorgbitinn hann hafði verið því að í raun- inni hafði dauðinn hreinsað burt allar Ijótar hugsanir. Þorpsbúum þótti gaman að heyra aftur í veiðihorninu og þótt ist vita, að gamli maðurinn hefði tekið gleði sína á ný. — Þiað er enn þá seigla í karl- inum, sögðu menn. — Það ætti að fara að lagast fyrir Pazönnu. Heimilið breyttist. gluggarnir voru galopnir, og ferskt loft streymdi inn. Ef vofurnar fóru við og við á kreik á loftinu eða 'í göngunum, gerðu þær það frem- ur af gömlum vana eða vegna vindsins en til þess að raska ró heimilisfólksins. Ef það kom fyrir, , að Pazanna heyrði talað um bölv- ■ un og refsingu, lét hún það inn um annað eyrað og út um hitt, því að hún vissi að það var búið að veita henni lausn. Ekki er vitað, hvort Ohristo- phe gerði sér það ómak að ganga aftur á skrifstofunni, eða hvort hann hefur haft eitthvað út á að setja, hafi hann komið þar Christ- ophe hafði þótt gaman að þekja veggina með myndum, sem lýstu einna helzt léttúð, og hann mundi áreiðanlega hafa orðið undrandi, ef hann hefði séð alvöruna, ’em hvíldi yfir skreytingunni, sem dóf' ir hans kaus sér. Öllum skýrslum hafði verið raðað af mikilli ia- kvæmni. Tækni- og lagabæk- ur stóðu í röðum á hillunum, og í stað myndanna hans af nöktum konum höfðu verið settar möppur og skýringarmyndir. Það var em- bættissvipur yfir öllu á skrifsroíu ungfrú Altfers. hins ivja forstjóra merskireitanna. þassar breytingar urðu til þess að sty.’kja sjálfstraust Pazönnu. Tilfinningar Ohrétiens v'rtust Sífellt snúast meir um Pazónr.u. Hann var eins og heilbruð ir Trð ur, þegar hún bað ha'nn einhver; eða gaf honum f skipanir. Augu hans Ijómuðu af ást oa noi'usiu, sem veitti honum nvjan l.fsbrott. Þessi breyting gaf Pazönnu. nýja von, svo að hún fór að n.r aa, að hann mundi lasan Oh.-étien hafði að lokum fensið te/fi hjá föður sínum tii þess að fara í smáferðir á bátn”m sínum a Vík inni. Ef til vill hafði sjórir.n stuðlað að þessum bata. Það dofnaði smám si man yfir minningunni um Christophe. Það var eins og hann hetði d ið tvnr löngu. Þegar Pazanna hugsaði um hann. fann hún tii léttis. í fyrstu hafði hún ásakað sig fvrir kaid- lyndi. Hún hafði farið að gröf hans nokkrum sinnum tii þes? að biðjast fyrir i beirri von. að hún nálgaðist harn, þvj að enda þott hann hefði alltaf verið henm ráð- gáta. hélt hún. að sá davur rvnni upp. að hún mundi skilja hann. En grafreitur Altefersættarinnar var fremur tii þess að auka stæri- Blæfagur fannhvftur þvottur með Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem I |l B veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar / machinesÍM þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin Im auáveld og fullkomin. IMI Pvottalicefni Skip er svo gagnger aS pér fái5 mfímSSÍMIjml wlm I L&FJ Notið Skip og sannfærist sjálf. Sfoþ -sérstaklega framieitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar Þi'iðjudagur ?1. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Viðv innuna 14. 40 Við. sem heima sitium 15.00 Mlðdegisút- varp 16.00 Síðdegisútvarp 17.00 Fréttir Framburðarkennsla í dönsku og ensku.17.20 Þing- fréttir. 17.40 Útvarpssaga bsrn anna: „Mannsefnin" Snorrj Sig- fússon les 18 05 Tónleikzr 18. 55 Dagskrá kvöldsins og veður fregnir 19.00 Fréttir 19.20 Til- kynningar 19.30 Stækkun sveitar félaganna H.lðlmar Vilhjálmsson ráðuneytisstióri flytur fvrsta erindi sitt um þetta efni 19 55 Lög unga fólksins 20.80 Útvarps sagan: „Trúðarnir" Magnús Kiart ansson ristióri les 21.00 Fréttir og veðurfregnir 21.30 Lestur Passíusálma (26) 21.40 Víðsiá. '21.50 íþróttir Sigurður Sigurðsson segir frá 22.00 „Kapp hlaupið um suðurheimskautið“ eftir Stefan Zweig Eeill Jónsson les fyrrhl. frásöeunnar. sem Magnús Ásgeirss hefur ísl. 22.20 „Veröld kæra vina min" Siafús Halldórsson syngur og leikur elg in tónsmfðar. 22.50 Fréttir í stuttu máli Á hljóðbergi. 23.55 Dagskrárlok. Mlðvikudagur 22. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegls degisútvarp. 15.00 Miðrieeisútvarp 16.00 Síðdegisútvarr i7nc v-óttjr 17.20 Þing- fréttir. 17.40 Sögur og söngur. Guðrún Birmr stjornar þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.00 Tilkynningar 18.55 Dagskrá kvöldsins og veðurfregnir 1900 Fréttir. 19.20 Tilkynningar 1930 Daglegt mál. 19.35 Föstueuðsþ-on usta t útvarpssal Prestur- Séra Lárus Halldórsson Dómkórinn syngur undir atjórn Raenars Björnssonar 20 05 Gestur ) út- varpssal: Stanlev Weiner frá Bandaríkiunum leikur etem tón smíðar. 20.20 Framhaldsleikritið „Skytturnar*' 21.00 Frétrir og veðurfregnir. 21.30 tslenzk tón- list: Þrjú verk <*ftir Pál tsólfsson. 22.00 Kvöldsagan' „Litbrigði 1a)ð arinnar" eftir ólai Jóh Sigurðs- son. 22.20 Djassþéttur Ó1 Steoh ensen kynnir t2.ro Fréttir i stu*tu máli Tónlis) á 20 öld: AtU Heimlr Sveinsson kynnir. 23. 35 Dagskrárlok. >-SKPs/ ICS-AUt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.