Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 2
■» TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 1967. yndin er tekln viS afhendingu gjafarinnar í Kaupmannahöfn. Frá vlnstri senöinerranjonin i Kaupmanna- ifn, G. Schlöler biskup, Poul Hjermind skólastjórl, B. Koek aðalritstjóri og S. Haugstrup Jensen skólastjóri. 9ANSKA GJÖFIN TIL SKÁLHOLTSSKÓLANS Blaðinu hefur borizt eftirfar- mdi frá hr. Sigurbirni Einarssyni jiskup; Eins og kunnugt er af fréttum ’iafa Danir gefið álitlega fjárupp- íæð til lýðHáskólans í Skálholti. Laugardaginn 18. þ.m. afhentu forgöngumenn fjársöfnunamefnd- arinnar, Gunnari Thoroddsen, am- bassador, gjafabréf, þar sem greind er upphæð söfnunarfjár- ins. Samkvæmt ósk minni verður þetta fé geymt á banka í Dan- mörku þar til hafin verður bygg- ing lýðháskólans. Sama máli gegn ir um það fé, sem safnað er í sama skyni í hinum Norðurlöndunum. Það verður látið standa á vöxtum í viðkomandi löndum unz fram- kvæmdir hefjast. Endanlegt upp- gjör hefur enn ekki borizt frá Noregi og Svíþjóð. Sr. Harald Hope afhenti stóra upphæð til skólans á vígsludegi kirkjunnar, 200 þús. norskar kr. og hann hefur síðan safnað nokkru til viðbótar. Láta mun nærri, að fé það, sem safnað hefur verið til skólans til þessa í Danmörku, Noregi, Fær- eyjum og Svíþjóð, nemi fast að 4 milljónum ísl. kr. Að tmdanfömu hefur verið unn ið að teikningu lýðháskólans. Húsameistari ríMsins tók að sér það verk en fékk til ráðuneytis danskan arkitekt, Tyge Axnfred og lagði hann á ráð um staðsetn- ingn skðlans og skipulag staðarins. Er nú Ibeðið eför tillöguuppdrætti frá Arnfred. Byggingamefnd skól ans skipsc Þórarinn Þórarinsson skólastjðri, Reykjavfk; Bjami Páls son, skólastjöri og húsameistari á Selfossi, og Sveinbjöm Finnsson, kennari, Reykjavík. Mér hefur nú borizt gjafabréf döiisku söfnunamefndarinnar á- samt> bréfi frá Bent A. Koch, rit- stjóra. Gjafabréfíð fer hér á eftir SKAKIN með nöfnum þeirra góðu manna, sem skipuðu söfnunarnefndina: „Eftir að hin nýja kirkja í Skál- holti hafði verið vígð og þar með menningarmiðsföðvar á þessum sögufrœga stað, var það ósk margra á íslandi að reisa þar síðan lýðháskóla. Þessi hugmynd fékk hljómgrunn hjá mörgum vin um íslenzku þjóðarinnar á hinum Norðurlöndunum og vildu þeir gjarnan styðja frumkvæði í þessa átt og láta stuðning sinn í ljós með gjöf til byggingarsjóðs slíks lýðháskóla. Hefur söfnunin staðið yfir undanfarin ár og nú veitist oss sú gleði að geta tilkynnt, að í bankabók í Köbenhavns Handels bank er nú upphæð, sem nemur kr. 220.595,22 og er hún til ráð- stöfunar fyrir byggingarnefnd hins áformaða lýðháskóla, þegar byggingin hefst. Það verður oss mikil gleði, ef þessi lýðháskóli getur risið á næstu árum og orðið hinni ís- lenzku þjóð til nytsemdar og stuðlað að því að treysta vinátt- una milli hennar og hinna Norð- urlandaþjóðanna“. Svart-Reykjavík: Jónas Þorvaldsson Hallur Símonarson yíj.+py.\N/A 4 * Hvítt-Akureyri: Gunnlaugur Guðmu’v Margeir Steingrímssuu. ?. "ft___«r*> 4. RbJ—c3 Rb8—c6 VÍNLANDSKORTIÐ EKKI Yale telur fullkomlega heiðarleg an. Hann hefur farið fram á það við Yale, ag engar upplýsingar verði gefnar um, hvar hann fékk kortið. Yale hefur fallizt á þessa beiðni hans. Við erum sannfærðir um, að hann hafi komizt yfir það á löglegan hátt. Eg hef heyrt það sagt, að kort ið hafi komið frá Spáni. Eg hef ekki heyrt því neitað, og vitað er að umræddur bóksali hefur dvalið á Spáni. Eg get aftur á móti neitað þvi algjörlega, að það hafi komið frá Saragossa bókasafninu. Það kom ekki þaðan. Þegar bóksalinn kom fyrst til Yiale með kortið og handritið af ,,the Tartar Relation", sem því fylgdi, spurðu fræðimenn Yale hann ag því, hvers vegna hann teldi kortið þýðingarmikið; hver væri hans skoðun á kortinu. Hann ritaði 25 blaðsíðna skýrslu fyrir Yale, sem Skelton, Painter og aðrir fræðimenn, sem síðan rann sökuðu kortið í átta ár, segjia að sé mjög góð skýrsla og lýsti veru legri þekkingu. Kerr skýrði blaðamönnum frá því, hvernig á því stóð að tilkynn ingin um kortið, og útgáfa bókar innar „The Vinland map and the Tatar relation" var gefin daginn fyrir Kolumbusardag. Aðalfundur Fram- sóknarfélags Reyð- arfiarðar Aðalfundur Framsóknarfélags Reyðarfjarðar var haldinn sunnu daginn 13. febr. í stjórn voru kjörnir: Kristinn Þ. EinarssQn, formiaður, Aðalsteinn Eiríksson varaformaður. Meðstjórnendur: Magnús Guðmundsson, Hans J. Beck. Til vara: Björn Egilsson, Steindór Einarsson. Fulltrúar á Kjöræmaþing 26. febr. n. k. voru kjörnir Magnús Guðmundsson, Björn Egilsson. Fulltrúar á flokks þing Framsóknarfl. 1967 voru kjörnir: Egill Jónsson og Aðal- steinn I. Eiríksson. — Upphaflega var ætlun okkar að gefa bókina út 9. október, á degi Leifs Eiríkssonar, þar sem okkur þótti það vel við eiga. En ekki er hægt að /búa til bók á_ein- um degi, og verkið dróst nokkuð. Ef höfundar bókarinar hefðu ver ið lengur að lesa prófarkir af rit- gerðum sínum, þá hefði bókin alls ekki komið út í október, og ef þeir hefðu verið fljótari að því, þá hefði bókin alls ekki komið út t. d. í júní. En útgáfudagurinn var sem sagt tilviljun. Þegar ljóst var, að bókin yrði tilbúin til útgáfu snemma í októ- ber, þá litum við á dagatalið og sáum, að 9. október var dagur Leifs Eiríkssonar. Við ákveðum þá að gefa bókina út þann dag. En þá kom í ljós, að 9. október var laugardagur, og það er ekki góður dagur til þess að koma fréttum í hlöðin vestra. Við gef um aftur á móti út dagblöð á mánudögum, og þess vegna ákváð um við að gefa bókina freloar út þann dag, svo blöðin gætu skýrt frá því. Við ákváðum einr.V: að hafa mót töku fyrri gesti á útgáfudaginn, og bjóða m. a. fulltrúum íslands og Noregs þangað og sjá kortið. Þetta var allt saman skipuliagt. En sex vikum áður en útgáfudag urinn rann upp, rankaði einhver við sér og sagði: — „Guð minn góður, þetta er dagurinn á undan Kolumbusardegi!" Fréttin verður í blöðunum á degi Kolumbusar, og það mun valda miklum vandræð um.“ Við snérum okkur til konunmr, sem skipulagði móttökuna, en þeg ar hún var um það spurð, hvort ekki væri hægt að halda samsætið 9. október, þá neitaði hún því al- gjörlega, og sagði allt vera undir búið, og engu yrði um breytt úr því, sem komið var. Og því fór sem fór. — En hafa ekki öll lætin aukið sölu bókiarinnar? — Jú, vissulega. Við bjuggumst alls ekki vig þessum miklu skrif um um bókina, og gáfum því að- eins út 2.500 eintök. Við höfum selt 40.000 eintök. En ég er viss um, að mikill hluti þessara ein- taka liggja ólesin í bókasöfnum, sagði Kerr. SAMSÆRI — FramHals af bls. 1. Lewis var að því spurður, hvers vegna hann hefði ekki látið F.B. I., ríkislögreglunni vitneskju sína í té og svaraði hann því til, að hann hefði aldrei verið spurður. Lewis starfar nú á bifreiðastöð. Garrison, saksóknari lét í dag uppskátt um rannsóknir sínar, en hann heldur efni þeirra leyndum og neitar að veita bandarísku stjórninni aðild að þeim. Heldur hann fast við, að samsæri hafi verið að baki forsetamorðinu í nóvember 1963 og hafi morðið verið ákveðið í New Orleans. Garrison vísaði á bug beiðni Gerald R. Ford, sem sat í Warren nefndinni, um að saksóknarinn léti bandaríska dómsmálaráðu- neytinu upplýsingar sínar í té, þannig að Johnson, forseti gæti 'kynnt sér þær. Garrison segir, að það sé ekki forsetans eða dóms málaráðuneytisins að fram- kvæma og stjóma rannsóknunum, heldur hans. Við höldum áfram starfi okkar við að fletta ofan af samsæri, sem virðist hafa verið skipulagt í New Orleans og herr arnir í Washington hafa ekkert með það mál að gera. Ef þeir óska eftir að aðstoða mig yrði ég þakklátur fyrir það, en ég mun ekki gefa neinum skýrslu um rannsóknir minar, sagði Garrison. Hann bætti og við, að rannsókn irnar myndu tefjast, ef stjómar menn frá WaShington ættu hlut að máli. Bandaríski lögfræðingurinn Mark Lane, sem í bók hefur andmælt niðurstöðum Warren- nefndarinnar, sagði á blaðamanna fundi í Róm í dag, að rannsókn irnar í New Orleans gætu leitt til þess, að samsærið yrði algerlega afhjúpað. Rannsóknir Garrisons eru mjög mikilvægar og geta leitt til stórmerkilegra afhjúpanna, sagði Lane í samtali við Reuter í dag. Lane sagði, að mörg atriði, sem Garrison nú fjallaði um hefðu að öllum líkindum verið nefnd í Warren-skýrslunni. Ríkis- lögreglan hefði vitað um þau, en ekki rannsakað þau. Lane lét þá ósk í Ijós, að Garrison stjórnaði rannsóknum sjálfur allt til loka þeirra og léti Bandaríkjastjórn hvergi nærri’koma. Ef Garrison tækist að hafa upp á Kúbumönnunum tveim, sem voru í New Orleans ásamt Oswald, rétt fyrir morðið á Kennedy, að þvi er saksóknarinn telur, væru miklar líkur til, að koma mætti upp um samsærið. Lane skýrði frá þvi, að Oswald, undir nafninu Leon Oswald, hefði ásamt Kúbu- mönnunum tveim heimsótt Sylvia Odio, ein naf leiðtogum andstæð- inga Castros, í september f 1963. Þá hafi Oswald látið orð faiJa eitthvað á þá leið, að drepa ætti Kennedy vegna afstöðu hans *il hinnar misiheppnuðu innrásar á Kúbu og yrði létt verk að ráða forsetann af dögum. Fullyrðingar Garrisons um að samsæri hafi verið að baki forsetamorðinu fá góðan hljóm grunn erlendis, en vekja litla athygli heimafyrir, þar sem menn yfirleitt telja niðurstöður Warren skýrslunnar um að Oswald hafi verið einn að verki, fullnægjandi og rétta. Því hefur verið haldið fram, að hinn raunverulegi morðingi hafi haft samband við Jack Ruby, sem skaut Oswald til bana og sézt á sjúkrahúsi fyrir skömmu og á það bent. að Ruby og Oswald hafi verið samtímis í New Orleans í gærkvöldi sagði hins vegar vsrj andi Rubys, að þar hafi verið um tilviljun að ræða. í New Orleans voru margir þeirrar skoðunar, að frásögn Garri sons um rannsóknir sinar, hafi verig til þess að vekja á sér persónulega athygli. Nokkuð dró úr þessari skoðun, er kúbanskur einkaspæjari skýrði frá því á Miami í gær, að hann aðstoðaði Garrison í rannsóknum hans. Hlut verk hans væri að afla upplýsinga um þá Kúbumenn, sem hefðu ver ið samtímis Osvald í New Orleans. Einkaspæjarinn, Bernardo Torr es að nafni, sagði og, að rannsókn in myndi leiða í ljós, að skýrsla Warren-nefndarinnar væri alls- endis ófullnægjandi. Hann hefði farið margar ferðir milli Miami og New Orleans í sambandi við rannsóknirnar. Er þeim væri lok ið, myndi nýr kapítuli bætast við W arren-skýrsluna. RUNTAL - OFNAR H.F. RUNTAL er ódýrastur! RUNTAL gefur hitann! RUNTAL er svissneskur rJ STÁLOFN, framleiddurl á íslandi. A B C D RUNTAL-ofninn er hægt að staSsetja við ólíkustu aðstæður og hentar öllum byggingum. — Leitið nán- ari upplýsinga hjá fram- leiðanda: puntil OFNAR h.f. Síðumúla 17. Sími 35555 Atvinnuflugmenn Aðalfundur Lífeyrissjóðs atvinnuflugmanna verð- ur haldinn að Hótel Loftleiðum, sunnudaginn 26. febrúar kl 14.00. Atkvæðaseðlar liggja irammi á skriístofu F.Í.A., Hafnarstræti frá og með fimmtudegimim 23. febr. Dagskrá: Venjuleg aðalíunúarstorf. STJÓRNIN. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.