Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 1967. ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR Frumvarp Björns Pálssonar og Jóns Skaftasonar: aunaskattur afnuminn af átaútvegi og fiskverkun Stef nt verði að því að létta álögum af útgerð og fiskvinnslu og lækka reksturskostnaðinn Björn Pálsson og Jón Skafta- son hafa lagt fram á Alþingi frum varp til laga um afnám launa- skatts af bátum minni en 150 lestir og launum, sem. greidd eru af fiskvinnslustöðvun vegna vinnu við verkun fisks. í greinargerð með frumvarpinu telja flutnings- menn upp 9 atriði, sem leitt gætu til lækkunar reksturskostn- aðar og telja að munað gætu 4—600 þús. kr. á ári fyrir meðal- bát. í lok greinargerðar segja flutningsmenn, að framkvæmd þessara atriða gætu valdið því, að engin bein framlög þyrfti úr ríkis sjóði til bátaútvegsins. Frumvarpið og reinargerð þess er svdhljóðandi: 1. málsgr. 1. gr. laganna orðist svo: Leggja skal á launagreiðendur almennan launaskatt að fjárhæð l%af greiddum vinnulaunum og hivers konar atvinnutekjum, öðr- um en tekjum af landbúnaði, tekj um sjómanna á fiskiskipum, sem eru minni en 150 lestir, og laun um, sem greidd eru af fisk- vinnslustöðvum vegna verkunar fisks, svo sem ákveðið er í lög um þessum. 2. gr. Við 2. gr. laganna bætist: Enn fremur laun sjómanna á fiskiskipum, sem eru minni en 150 lestir, og laun, sem greidd eru af fiskvinnslustöðvum vegna vinnu við verkun fisks. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi. _ I greinargerð segir Árið 1966 greiddi ríkið þegar til fisbvinnslustöðva ca. 80 millj. kr., sem talið var hagræðingavfé. Fjár upphæð þessari var skipt milli fiskvinnslustöðvanna í hlutfalíi við það magn, sem unnið var af fiski. Fengu þær stöðvar því mest greitt, sem minnsta höfðu þörfina. Vitað var, að þetta fé var greitt til þess, að fisk- vinnslustöðvarnar gætu greitt hærra fiskverð og mætt hækkandi vinnslukostnaði. Orðið hagræð- ing var skýla, sem brugðið var yfir þá staðreynd, að ríkið var farið að greiða vissan aurafjölda á hvert fiskkíló, sem aflað var. í umræðum um þessa fjárveitingu létum við þess getið, að erfitt mundi að stöðva auknar kröfur um framlög úr ríkissjóði til hækk unar á fiskverði á komandi árum, fyrst inn á slika leið væri farið. Þetta hefur rætzt. Ilagræðingar fjárveitingin var framlengd 1967. Ríkisstjórnin hefur auk þess lofað að greiða 8% uppbót á fiskverðið til viðbótar úr ríkissjóði, og frysti húsin fara fram á, að okkur skilst, 1—2 hundruð millj. kr. rekstrar- styrk að auki, ef þau eigi að starfa áfram. Framlög úr ríkis- sjóði til S'tuðnings miklum hluta útflutningsframleiðslunnar þýða að gengið er rangt skráð. Röng gengisskráning veldur þvi, að efnahagslff viðkomandi þjóðar verður óheilbrigt. Við álítum, að flestir, sem atvinnurekstur hafa rekið undan farin ár, hafi gert sér ljóst, að þannig mundi þetta enda. Ein föld lög um verðstöðvun nú eru A ÞINGPALLI •fc Frumvarp ríkisstjórnarinnar um námslán og styrki var afgreitt í ncðri deild í gær til efri deðdar. Frumvarpið var samþykkt með breytingatillögum menntamálanefndar. Einar Ágústsson beindi þeirri fyrirspurn til nefndarinnar, hvort ráð væri fyrir því gert, að nem- endur við Tækniskólann hér ættu kost á lánum úr sjóðnum. Bene- dikt Gröndal sagði, að það væri á valdi sjóðstjórnarinnar, sem semdi reglugerðina um framkvæmd lánveitinganna, en möguleiki væri á að kanna þetta atriði betur í efri deild áður en frumvarpið yrði afgreitt sem lög. ★ Fram var haldið umræðum um frumvarp Einars Olgeirssonar í gær um uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin. Hélt Einar langa ræðu, en fátt nýtt kom fram í henni. ic Karl Kristjánsson hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nánar verður sagt frá þessari til- lögu síðar. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til breytingar á lögunj um útflutningsgjald af sjávarafurðum þess efnis, að sjómannasamtökin fái sömu lilutdeild í gjaldinu og LÍÚ. f athugasemdum með frum- varpinu segir m. a.: f frumv. því er hér er lagt fram, eru ráðgerðar breytingar á skipt- ingu tekna af útflutningsgjaldi. Með þeim breytingum er samtökum sjómanna tryggð sama hlutdeild af útflutningsgjaldi og Landssamband íslenzkra útvegsmanna nýtur, en hún er nú 0.8% af útflutningsgjaldi. Breytingar þessar, sem eru í samræmi við yfirlýsingu, er sjáv.útv.m.rh. gaf Alþingi á s. 1. vetri, eru gerðar vegna eimlreginnar kröfu frá sam- tökum sjómanna um jafnháa fjárliæð af útflutningsgjaldi til sinna þarfa og Landssamband íslenzkra útvegsmanna fær af gjaldinu. Ilin nýja hlutdeild sjómannasamtakanna er reiknuð út á þann hátt, að hlut- deild annarra þeirra, er tekna njóta af útflutningsgjaldi lækkar hlut- fallslega. Ennfremur er ákvæði til bráðabirgða um að útflutningsgjald af loðnumjöli og loðnulýsi skuli ekki greitt af framleiðslu ársins 1967. brosleg og þýðingarlítil. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan i hann. Auknar álögur ríkiszalds- ins á útveginn og vaxandi kröfur þeirra, sem við hann vinna á einn eða annan hátt, hafa valdið minnkandi kaupmætti hvjrrar krónu. Þetta gat gengið, meðan verðlag á útflutningsafurðum hækkaði ár frá ári. Þegar verð- hækkanir stöðvuðust eða verðiag lækkaði á fiskafurðum, hlutum 'ús að lenda í blindgötu. Úr þeirri ófæru eru aðeins tvær leiðir til. Hin fyrri er að auka kaupmátt krónunnar með því að afnema á- lögur á fiskútveginn og lækka rekstrarkostnaðinn með öllum tiltækum ráðum. Hin leiðin er, að ríkið greiði rekstrarhallann. Fé til þess mundi verða fengið með álögum á almenning i einhverri mynd. En hækkaðir skattar minnka kaupmátt hverrar krónu, og ýmsir mundu fá stórar fjár- hæðir greiddar, sem ekki þyrftu þess með. Endirinn yrði sá sami og árið 1950 og 1960. Það væri búið við rangt gengi um árabil. Svo mundi gengisskráningunni verða breytt og krónan lækkuð. Við erum í engum vafa um, að fyrri leiðin sé betri, og er því ástæða til að taka til athugunar, hvort sú leið er fær. Hvað getur ríkisvaldið gert til að bæta hag útvegsins án beinna fjórframlaga? 1. Árið 1960 voru vextir af stofn lánum til sjávarútvegsins hækk- aðir um 2V2 %og vextir af lausa skuldum eru ca. 214% hærri nú en þeir voru 1959. Bátur með veiðarfærum, sem kostar 10 millj. kr., þarf því að greiða 250 þús. kr. meira í vexti nú á ári. Til viðbótar þessari ráðstöfun eru dráttarvextir nú 12%(voru 6% áður). Þetta ákvæði er fundið upp af efnahagssérfræðingum okk ar til að auka kjark og getu þeirra, sem erfiðasta hafa aðstöðu. 2. Launaskattur var lagður á atvinnurekendur samkvæmt hinu fræga júnísamkomulagi, 1% af vinnulaunum. Þetta jafngildir 0.85%af aflaverðmæti báta, þegar tekið er með það, sem fiskvinnslu stöðvár, vélsmiðjur og veiðarfæra gerðir greiða. Aukin útgjöld þeirra stofnana koma á hráefnið. Þessi skattur hækkar útgjöld báts, sem aflar fyrir 8 millj. kr. á ári, allt að 70 þús. kr. Fé þetta er lánað í húsbyggingar, en eðlilegra væri, að bankakerfið annaðist slíkt, frekar en efnalega ósjálf- stæð útgerðarfyrirtæki. 3. l%orlofshækkun 1965 veldur svipaðri útgjaldaaukningu og launaskattur. Engar kröfur höfðu komið fram frá sjómannafélögum okkur vitanlega um hækkað orlof. Sumir skipstjórar fá sennilega allt að 100 þús. kr. í orlofsfé í ár og aðrir yfirmenn hlutfallslega. Vit færi í að breyta orlofslögun um þannig, að orlof væri greitt af meðallaunum, en ekkert af því, sem fram yfir er. Það mundi lækka útgjöld við meðalhát. iwi allt að 80 þús. kr. á ári án þess að skerða kjör þeirra, sem lægri hafa launin. 4. Aðstöðugjöld á fyrirtæki eru lögð á útgjöldin. í vissum til- fellum eru töpin því skattlögð. Útvegsbóndi sagði, að hann hefði tapað 4 milljónum á heildar rekstri á einu ári, en orðið að greiða hátt í milljón kr. í aðstöðu gjald. Allir hljóta að sjá, að töp eru ótraustur og ósanngjarn skatt stofn hjá atvinnufyrirtækjum. Hins vegar er eðlilegt, að lagt sé á tekjur og eignir fyrirtækja og Framhald á hls 14 SÉRSKULDABRÉFALÁN IÐNLÁNASJÓÐS Skattfrjáls handhafabréf með 10% vöxtum LÁNSÚTBOÐ: Stjórn Iðnlánasjóðs hefur ákveðið, að fengnu sam- þykki ríkisstj órnarinnar ^ að nota heimild í lögum nr. 25/1966, sbr. lög nr.'90/1966 til pess að bjóða út 24,5 milljón króna lán í skattfrjálsum sérskulda- bréfum til hagræðingarlána. SKILMÁLAR: Helztu atriði skilmálanna eru þessi: 1. Gefin verða út sérskuldabréf, er hljóða á hand- hafa í þremur flokkuim A-flokkur er verður 7.000,000,00 — sjö milljónir — í 100 000,00 — eitt hundrað þúsund króna bréfum. B-flokkur er verður 7.000,000,00 — sjö milljónir — í 50.000,00 — fimmtíu þúsund króna bréfum. C-flokkur er verður 10.500 000,00 — tíu milljónir og fimm hundruð þúsund — í 5.000,00 — fimm þúsund króna bréfum. 2. tíu af Sérskuldabréfin ávaxtast með 10% hundraði. — 3. Sérskuldabréfin endurgreiðast á næstu sjö árum, 1968—1974. 4. Greiðsla fer fram eftir útdrætti og er gjalddagi vaxta og útdreginna bréfa 1. maí ár hvert, í fyrsta sinn 1. maí 1968. 5. Sérskuldabréfin eru ekki framtalsskyld og eru þau skattfrjáls á sama hátt og sparifé. sbr. ofan- greind lög, svo og 21. gr. laga nr. 90/1965. SÖLUSTAÐIR: Sérskuldabréfin verða seld í Iðnaðarbanka íslands h.f., Lækjargötu 10, svo og f útibúum bankans í Reykjavík Hafnarfirði og Akureyri. Sérprentun lánsskilmálanna liggur frammi á sölustöðum. Sala sérskuldabréfanna hefst í dag. IÐNLÁNASJÓÐUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.