Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 1
43. tbl. — Þriðjudagur 21. febrúar 1967. — 51. árg. Vínlandskortið í Þjóðminjasafninu 15.-31. marz „Lítið brot i kviksjá norrænna fræða“ AK-Reykjavík, mánudag. Helgi Þorstcinsson fram- kvæmdastjóri Innflutningsdeild- ar SÍS, lézt að heimili sínu, Skaftahlíð 30 í Reykjavík s.l. laugardagskvöld. Banamein hans var 'hjartabilun. Helgi Þorsteinsson var fæddur á Seyðisfirði 6. okt. 1906, sonur Þorsteins Ólafssonar og konu hans Jónínu Guðrúnar Arngríms- dóttur. Hann brautskráðist úr YMIS STORMAL VERÐA RÆDD A BÚNAÐARÞIN6ISETTU f GÆR AK og B.T., Rvík, mánudag. Búnaðarþing hið 49. í röðinni var sett í Bændahöllinm kl. 10 árdegis í dag, og vóru langflestir fulltrúar komnir til þings. þor- steinn Sigurðsson, bóndi í Vatns leysu, formaður Búnaðarfélagsins setti þingið með ræðu, en að henni lokinni ávarpaði Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, þingið. Þorsteinn bauð fulltrúa vel- komna til þings og minntist síð an Steingríms Steinþórssonar, fyrrv. búnaðarmálastjóra, sem lézt seint á s.l. ári sem kunnugt er. Þingsetningarræða Þorsteins verður annars birt í heild hér í blaðinu, og verður hún því ekki rakin hér, en hann ræddi einkum um framleiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins. Einnig ræddi h'ann fóðurbætismálið, lax O'g sil- ungsrækt og veiðimál, svo og jarðamál og frumvarpið um jarð eignasjóð ríkisins og fleira. Fundum Búnaðarþings verð- ur haldið áfram á morgun, en; kjörbréfanefnd starfaði eftir há! degi í dag. | Samkvæmt upplýsingum frá! Þorsteini Sigurðssyni formanni Búnaðarfélags íslands og Ásgeiril L. Jónssyni ráðunaut i dág hafa um 15 mál verið lögð fyrir þetta Búnaðarþing. Átta þeirra koma fyrir þingfund á morgun. Eru það þessi mál: 1. Fjárhagsáætlun Búnaðarfélags íslands 1967. 2. Frumvarp til laga um vinnu- aðstoð til bænda i viðlögum. Þetta mál er lagt fyrir af stjórn Bún Framhald a bls 15. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hnngið í síma 12323 Frá setningu Búnaðarþings í Bændahöliinni í gærmorgun, Þorsteinn Sigurðsson, form. Bl í ræSustól. iTimamynd: GE) EJ—Reykjavík, mánudag. Eins og TÍMINN hefur áður skýrt frá, verður Vínlandskortið sýnt á íslandi í næsta mánuði. Kortið verður til sýnis í Þjóð- minjasafninu frá 15. marz til 31. marz. Chester Kerr, forstjóri Yale University Press, kom hingað til lands í gær, og í dag gekk hann ásamt fulltrúum stjómvalda og þjóðminjaverði, Kristjáni Eldjárn, frá undirbúningi vegna komu kortsins. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var í dag vegna komu Vín- landskortsins, voru mættir auk Kerrs, þeir Birgir Thorlacíus, Helgi Þorsteins son er látinn ráðuneytisstjóri, og Kristján Eld- járn, þjóðminjavörður. Kristján Eldjárn sagði, að gert væri ráð fyrir að sýna kortið á nákvæmlega sama hátt og Skarðs- bók á sinum tíma, það er að segja í anddyri safnsins fyrir framan Bogasalinn. Yrði kortið í sérstök- um sýningarkassa, og þess að sjálf sögðu gætt vandlega. Á blaðamannafundinum var, Kerr spurður m.a. um fortið Vín-| landskortsins og útgáfudag (sjá baksíðu) og nánar um sýningui þess hér. Hann sagði Yale-háskól- i ann hafa talið rétt, að sýna kortið hér á íslandi. — Við vorum ekki, sérlega klókir þegar við kynntum j kortið fyrst, en við höfum lært, — sagði hann, og átti þá vafalaust við að ísland varð útundan, ef svo ! mætti að orði komast, við tilkynn ingu háskólans um tilvist kortsins. Kerr skýrði frá því, að senni- lega myndi koma hingað til lands einn fremsti fræðimaður Yale- háskóla í íslenzkum fræðum, Dr. Constantine Reichard, og myndi hann væntanlega flytja hér fyrir- lestur. — Það er okkur við Yale-há- skólann, mikið ánægjuefni, að vera nú að senda Vínlandskortið sjálft, en ekki aðeins eftirmynd af því, til lands ykkar í næsta mánuði, sagði Kerr. — Eins og ykkur er kunnugt, hefur kortið að undan- förnu verið í British Museum og verið rannsakað þar nánar og sýnt almenningi í einn mánuð. Síð an mun kortið fara í norðurátt, Framhald á bls. 14. Jim Garrison Sanwinnuskólanum 1928 og réðist litlu siðar til Sambands isl. ;am vinnufélaga og starfaði að málurn samvinnumanna æ síðan. Hann var fyrst .starfsmaður Ham- borgarskrifstofu SÍS og síðan í Leith, og var síðan fulltrúi Inn flutningsdeildar SÍS 1935. Fram kvæmdastjóri skrifstofu SÍIS í New York var hann árin 1940- Framhald a bls. 15. SAKSÓKNARINN í NEW ORLEANS FULLYRÐIR UM MORÐIÐ Á KENNEDY FORSETA Það var samsæri NTB-New Orleans, mánudag. Dave Lewis, sem að sögn kemur fram sem vitni í sambandi við rannsókn Jim Garrison, saksókn- ara í New Orleans á morði Kennedys, Bandaríkjaforseta, sagði í dag, að fjórir eða fimm menn væru viðriðnir samsæri um að ráða Kennedy, forseta af dögum, og væru sumir þessara manna enn í New Orleans. Lewis, sem á að hafa vitað um samsærið, sagði í viðtali í dag að það eina, sem hann að svo stöddu gæti sagt væri, að f jórir eða fimm menn hefðu verið við riðnir samsærið. Ég mun ekki segja til þeirra fyrr en ég fæ um það skipun frá Garrison, saksókn ara, en eitt er öruggt, að um samsæri var að ræða og fleiri voru í vitorði með Oswald, sagði Lewis. Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.