Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.02.1967, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 1967. 13 valdir til landsliðsæfinga í handknattleik EinvaÍdurinn ur sig við kokkteil Únglingalandsliðspiltar eftir æfinguna á sunnudag. Aftari röð frá vinstri Hilmar þjálfari, Björgvin Björgvinsson, Fram, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, Arnar Guðlaugsson, Fram, Einar Magnússon, Víking, Bogi Karls- son, KR og Jón Kristjánsson, form. unglingan. Fremri röð: Birgir Finn- bogason, FH, Georg Gunnarsson, Víking, Rúnar Gíslason, Víking, Jón Karlsson, Val og Emil Karlsson, KR. Æfa undir Norðurlanda- mót í handknattleik Norðurlandamót unglinga í handknattleik, keppni pilta, fer fram í Svíþjóð um mánaðarmót- in marz—apríl, og um þessar mundir æfa ísl. unglingalandsliðs- piltarnir af miklum krafti undir mótið. Sl. sunnudagsmorgun rákumst við á þá á hlaupaæfingu á Sel- tjarnarnesi. Þeir vpr.u 11 saman piltarnir undir stjórn þjáifara síns Hilmars Björnssonar, íþróttakenn ara, sem sjólfur lék með unglinga landsliðinu í fyrra og gat sér góð- an orðstír sem fyrirliði þess. Það var gott hljóðið í piltunum og þeir eru staðráðnir í því að mæta vel undirbúnir til keppninnar. Auk Hilmars, þjálfar Karl Jó- (hannsson liðið einnig. í unglinga- nefndinni eiga sæti Hjörleifur Þórðarson og Jón Kristjánsson, formaður, og sagði Jón okkur, að liðið héldi utan 30. marz, en ekki væri enn akveðið, hverjir yrðu mótherjar okkar í fyrsta leiknuin. í síðustu keppni stóð ísl. ungl- ingalandsliðið sig mjög vel og sigraði bæði Dani og Finna. Von- andi verður árangurinn enn þá betri að þessu sinni.-alf. Alf—Reykjavík. — Einvaldurinn um val íslenzka Iandsliðsins í hand knattleik, Sigurður Jónsson, hefur nú valið 13 leikmenn til æfinga vegna landsleikjanna við Svía í apríl. Margir höfðu álítið, að Sig- urður myndi breyta til og byggja liðið í kringum eitt félagslið, eni hann virðist ætla að halda sig við kokteilinn, því að hann hefur val- ið leikmenn úr 5 félögum til æf- inganna, ótvíræð vísbending um óbreytta stefnu í landsljðsmálun- um. Áður en lengra er haldið er rétt að líta á listann yfir þá leik- menn, sem valdir hafa verið til æfinga: Frá FH: Kristófer Magnússon Geir Hallsteinsson Örn Hallsteinsson Auðunn Óskarsson Frá Fram: Þorsteinn_ B j örnsson Ingólfur Óskarsson Gunnlaugur Hjálmarsson Sigurður Einarsson. Frá Víking: Einar Magnússon Jón H. Magnússon Frá Val: ■Stefán Sandholt Hermann Gunnarsson. Frá llaukum: Logi Kristjáns'son ' Það skal tekið fram, að þetta er ekki endanlegt val, bugsanlegt er, að fleiri leikmenn verði vaid- ir. Heyrzt hefur, að Ragnari Jóns- syni hafi verið boðið að taka þátt í æfingunum, en hann hafnað því. Ragnar er, eins og kunmigt er, einn af þremur landsliðsþjálfur- um. Á sunnudaginn mættu flestir þeirra, sem valdir hafa verið, í þol próf hjá Benedikt Jakobssyni og var útkoman eftir atvikum góð. Orn Hallsteinsson, 'FH, í þolprófi hjá Benedikt Jakobssyni á sunnudaginn. Örn er einn af 13, sem valdir hafa verið til æfinga. Er það einsdæmi? Leikur einhentur í handknattleik Þeir, sem fylgzt hafa með leikjum Víkings í 1. flokki, í handknattleik, hafa veitt ung- um pilti, Jóhannesi Tryggva- syni, sérstaka athygli. Hann er nefnilega einhentur, en lætur það ekki aftra sér frá þátt- töku í handknattleik. Er það áreiðanlega einsdæmi, að ein- hentur maður sé virkur kepp- andi í þessari íþróttagrein. Það merkilega er, að Jóhannes er mikill styrkur fyrir lið sitt. Þannig var hann maðurinn á bak við sigur Víkings gegn Val sl. laugardag, 13:10. Vik- ingur byggði mikið upp á línu- spili og átti Jóhannes upptök- in að því. Voru margar send- ingar hans bráðsnjallar, enda er knattleikni Jóhannesar mjög mikil. Sem drengur varð Jóhannes fyrir því slysi að missa vinstri handlegginn, en liann hefur tek ið þátt í íþróttum síðan, sér- staklega knattspyrnu, og stað- ið sig með ágætum.-alf. Á æfingu hjá KR l Þreyttir KR-ingar eftir æfingu á sunnudaginn. Fremri röö frá vinstri: Eyleifur Hafsteinsson, Einar ís- feld, Hörður Markan, Jón Sigurðsson, Guðmundur Pétursson, Kjartan Hannesson, Einar Kvaran, og Gunnar Felixson. Aftari röð: Ársæil Kjartansson, Bjarnl Felixson, Ragnar Kristinsson, Bolli Bollason, Ellert Schram, Viktor Björnsson, Þórður Jónsson og Baldvin Batdvinsson. Alf.—Reykjavík. — Það var líf og fjör á KR-vellinum s.l. sunnudagsmorgun, þegar blaða mann Tímans og ljósmyndara bar að garði. Knattspyrnumenn KR voru á útiæfingu og sipör- uðu sig hvergi. Æfingasóknin var mjög góð og meðal kunnra andlita mátti sjá Ellert Schram en sögusagnir voru um það, að hann. væri hættur knattspyrnu- iðkunum./ Þjálfari KR er Sigurgeir Guð mannsson og mun hann gegna þjálfarastörfunum, unz KR hef ur tekizt að útvega sér erlend- an þjálfara, en að þvf stefna KR-ingar, hvort sem það tekst eða ekki. Æfingar utannúss hjá knatt- spyrnumönnum í Reykjavík og nágrenni eru hafnar fyrir nokkru og er æfingasókn víð- ast hvar góð, enda hefur veðrið verið ágætt, hálfgert vorveður, og hvetur það menn til að þurrka rykið af skónum og hefja æfingar. Á næstnnní munum við væntanlega heimsækja fleiri lið og bregða upp myndum frá æfingum þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.