Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN Félag Framsóknar- kvenna Félag Framsóknarkvenna heldur fund þriðjudaginn 7. marz kl. 8,30 i féiagsheimilinu að Tjarnar- göf u ‘Í6. Fundarefni: 1. Dr. Kristj- án Eldjárn, bjóðminjavörður flyt ur enndi um Þióðminjasafn ís- lands 2. Kosnii fulltrúar a flokksping iramsóknarflokksins. 3 e’eiagsmál, — Athygli skal vak- in i ovi, að erindi di Kristjáns Eldjarn hefst kl. 8,45 — Stjórnin. Vilja endurskoðun áætlunar um „Kísil- veg“ við Mývatn Affialfundur Hins ísienka nátt úrufræðifélags 25. febrúar 1967, «korar á Skipulagsstjórn ríkisins, að endurskoða áætlun um legu „Misilgúirvegarins“ við Mývatn, milli Reykja'hlíðar og Grímsstaða með það fyrir augum, að gætt sé niáfttúruverndarsjónarmiða betur en verið hefur. Fundurinn telur einnig, að Þingvallanefnd hafi brugðizt hlut verki sínu með úthiutun lóða Framhald á bls. 15. ■ ■ ' ' V Wilhelm Norðfjörð heldur hér á úrinu sem er með áletruninni 1465. Úra- sýningin verður opin á verzlunartímum út þennan mánuð. (Tímamynd K.J.) Frá Búnaðarþingi í gær: TILRAUNIR MED VINNU- BRÖGD 0G TÆKNIBÚNA0 Á fundi Búnaðarþings í gær voru afgreidd tvö mál. Það fyrra varðandi Stofnlánadeild landbún- aðarins og hið síðara um skipu- legar tilraunir með vinnubrögð og tækni í sambandi við fóðrun og hirðingu búfjár. Næsti fundur cr í dag og hefst hann kl. 9,30. Erindi Búnaðarsambands Suður Þingeyinga varðandi Stofnlána- deild landbúnaðarins var afgreitt með svohljóðandi ályktun: Búnaðarþing beinir þeirri áskor un til stjórnar Búnaðarbanka ís- lands, að láta fyrirvara um hækk- un stofnlána vegna hugsanlegrar hreytingar á skráðu gengi íslenzkr ar krónu aðeins ná til lána, sem veitt eru af erlendu fé, teknu að láni eftir 1962 og einungis í því hlutfalli, sem erlent fé er, af heildarlánunum. Þingið telur, að ekki sé heim- iilt að framkvæma ákivæði 12. gr. Stofnlánadeildarlaganna þannig, iað aðilar, sem fengið hafa stofn- ,ilán eftir 1962, greiði halla, sem "hljótast kann af gengisihalla er- lendra lána, sem tekin voru fyrir þann tíma. Síðara málið var erindi Þórar- ins Kristjánssonar, en það var af- greitt með svohljóðandi ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðanfélags íslands að vinna aö því við Rannsóknarstofnun landbúnað arins, að hún hefji nú þegar skipu legar tilraunir með vinnu'brögð og tæknibúnað við fóðrun og hirð- ingu búpenings, tilfærslu búfjár- áburðar o. fl. Verði jafnan höfð Framhald á bls. 15. [ fremstu röð eru fulltrúarnir, sem komu til að stofna félagið í miðröð nýkiörin stjórn félagsins (gjaldkera vantar á myndina), og í öftustu röð framkvæmdanefndin. Félag ísl. ungtemplara á Akureyri EJ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrir nokkru komu til Akur eyrar fulltrúar ungtemp'ara á Siglufirði og Reyikjavík til þess að undirbúa stofnun félags ungs bindindisfólks á Akur- eyri. Var félagið stofnað, og stofnendur þess 32 talsins. Þeir, sem komu til að að- stoða við félagsstofnunina, voru þrír félagar úr Ungtempl arafélaginu Hrönn í Reykjavík og Júlíus Júlíusson frá Félagi ísl. ungtemplara, Hvönn, á Siglufirði. Stjórn Félags ísl. ungtempl ara á Akureyri skipa þessir menn: Halldór Jónsson, formað ur, Pálmi Matthíasson, vara formaður, Halldór Matthíasson gjaldkeri, Heiðbjört Antons- dóttír, ritari, Gunnar Lórenz- son, fræðslustjóri og formaður framkvæmdanefndar er Hörð- ur Hafsteinsson. FÖSTUDAGUR 3. marz 1967. Gömul úr synd hjú KJ-Reykjavík, fimmtudag. Nokkuð sérstæð sýning verður opnuð á morgun í úra og Mart- gripaverzlun Jóhannesar Norðfjörð h.f. að Hverfisgötu 49, en það er sýning á gömlum innlendum og erlendum úrum í tilefni af 65 ára afmæli verzlunarinar, en hún var upphaflega stofnsett á Sauðár- króki. Elzta úrið á sýningunni er smíðað 1465 og er það frá Sviss. Jóhannes Norðfjörð úrsmíða- meistari nam iðn sína í Stavanger í Noregi og lauk námi 1901. Sett- ist hann síðan að á Sauðárkróki og opnaði verzlun þar 1992. Árið 1912 flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann opnaði verzlun í Bankastræti, en lengst af var verzl- unin í Austurstræti 14, eða þar til hún flutti af Hverfisgötu 49, en útilbú er í Austurstræti 18 í húsi AíB. Wilhelm Norðfjörð, sonur Jó- hannesar rekur nú verzlunina á- samt sonum sínum. Alpina úrin eru mest seldu úrin í verzluninni en þar eru auk þess á boðstólum Omega og Terval Mauthe klukk- ur auk gjafa og skrautvara úr silfri, gulli, kopar og postulini, en verzlunin hefur aðalumhoð fyr- ir vörur frá hinu vel þekkta fyrir- tæki Georg Jensen í Kaupmanna- höifn. Tuttugu gömul úr í eigu íslend- inga verða á sýningunni, og er ártalið 1627 á hinu elzta þeirra, en úrið er f eigu Gunnars Bjarna- sonar skólastjóra. Þarna eru göm- ul úr með dagatali og sjálftrekkt, sem margur myndi nú halda að væru ný af nálinni, en óneitan- lega eru þessi úr töluvert óvenju- leg og gaman að skoða þessa dýr- gripi sem nú eru orðnir. Framsóknarfélag Skagfirðinga Framsóknarfélag Skagfirðinga heldur fund á Sauðárkróki á morg un, laugardag, í Framsóknarhúsinu við Suðurgötu og hefst klukkan 2 e. h. Kosnir verða fulltrúar á 16. flokksþing Framsóknarflokksins. Björn Pálsson og Jón Kjartansson mæta á fundinum. -Fjölgað um 600 síma númer i Kópavogi EJ-Reykjavík, miðvikudag. f dag var sjálfvirka símstöðin í Kópavogi stækkuð um 6 númer upp í 2600 númer, að þvj er segir í fréttatilkynningu frá póst- og símamálastjórninni. Er jafnframt skýrt frá því, að áætlað sé að stækka sjálfvirku stöðina að Grensási í Rvík um 2000 númer 1. apríl n.k. og verða þar þá 10.500 númcr. í vor verði þá samtals 30.900 númer á svæðinu Reykjavík Kópavogur og Hafnarfjörður. Segir, að með þessari stækkun verði innan skamms hægt að af- greiða flestar þær 2000 símabeiðn- ir, sem nú eru á biðlista. Þá kemur ný símaskrá út í júli, og verður upplag hennar 65.000. eintök Auglýsingagjald sjónvarps lækkar EJ-Reykjayik, miðvikudag. Eins og frá sagði í Tímanum fyrir nokkru, hefur verið ákveðið að lækka verð fyrir auglýsingnr í sjónvarpinu. Blaðinu barzt í dag i fréttatilkynning um þetta efni, og segir þar m.a.: „Ákveðið hefur verið að veita 25% afslátt frá auglýsingagjald- skrá sjónvarpsins til ársloka 1967. Þá hefur einnig verið ákveðið að öll önnur frávik frá gjaldskránni til hækkunnar og lækkunnar falli niður, en til þessa hafa auglýsend- ur þurft að greiða aukagjald fyrir auglýsingu, ef þeir haifa óskað eft- ir að auglýsing yrði sýnd á sér- stökum tíma innan auglýsingatím- ans, en fengið afslátt, ef þeir hafa látið auglýsingastofu sjónvarpsins ráða því, hvaða dag vikunnar aug- Framhald á bls. 15. ATHUGASEMD BT-Reykjavík. Pétur Pétursson, frlov. stjóri Kís- iliðjunnar h.f., hefur komið þeirri athugasemd á framfæri við blaðið vegna fréttar í blaðinu um að tíu tilboð hefðu borizt í byggingu í- búðarhúsa við Mývatn á vegum fyrirtækisins, að lægsta til- boðið hafi verið frá Steingrími Th. Þorleifssyni og hljóðað upp á 565 þús. kr. pr. hús. Hins veg- ar tók Pétur fram, að þetta til- boð hefði efeki verið í samræmi við útboðslýsinguna, og kynni vel að fara svo, að það reyndist svo frábrugðið henni, að ekki verði unnt að taka það til greina. Frá Búnaðarþingi: Heimilt verði að flytja búfé i aftaní-vögnum í fyrradag voru tvö mál af- greidd á Búnaðarþingi. Fyrra mál ið, sem hlaut afgreiðslu, var ályktun Búnaðarþings þess eðlis að fela stjórn Búnaðarfélags fs- lands að vinna að því við mennta málaráðuneytið, að fá nauðsynleg ar breytingar á reglugerð um búfjárfiutninga. Þar vrði m. a. bætt inn í reglugerðina ákvæði um að heimilt sé að flytja bú- fé í aftaní-vögnum. Annað málið sem var afgrqitt ivóru breytingatillögur við frum varp til laga um jarðeignasjóð rík isins. Veigamestu breytingar á 'frumvarpinu eru: Niður falli ákvæðin um að ekki megi hafa búrekstur á jörðunum. Jarðeignasjóði sé heimilt að veita sveitafélögunum lán til jarða kaupa. Jörðum jarðarkaupasjóðis sé ráðstafað til sölu eða ábúðar í samráði við Búnaðarfólag ís- lands, Landnám Ríkisins og hlut aðeigandi sveitarstjórn. í stað Hæstaréttar tilnefni Búnaðarfélag íslands mann í nefnd þá, sem gerir álitsgjörð um kaupverð og ráðstöfun jarðanna. Jarðeignasjóði verði gert að greiða fasteignaskatt af ónytjuð um jörðum sjóðsins og gert skylt að taka þátt í fjallskilakostnaði í fámennum hreppum með erfið fjallskil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.