Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. marz 1967. TÍMINN hann stóð alla tið báðum fótuml á jörðinni, glöggskyggn og at-' ihafnasamur um smátt sem stórt í lifsstríði daganna. En hann starði líka tíðum til himins í auð mýkt og bæn . . . Er sjaldgæft að saman fari hinn svokallaði „prakt iski sans“ og afburða andlegheit- — en persónuleiki séra Sigurðar spannaði þetta tvennt á svo eðli- legan hátt, að manni fannst hvort tveggja sjálfsagt í fari hans. Það eru margir fletir á persónu leika jafn fjölgáfaðs manns og séra Sigurðar Einarssonar, og raunar erfitt að segja, hver erj manni minnisstæðastur eða kær: astur. Mannvit hans og djúpstæð þekking voru með afbrigðum, og afköstin undraverð, enda segif1 hann á einum stað; „Ánauð vors starfs er frelsis vors borgun". Flestir munu þó minnast mælsku hans og skipa honum á bekk með meistara Jóni og öðrum þeim, er hæst gnæfa. Ljóð hans munu samt lengst lifa og bera vitni andagift hans og orðsnilld sem eins svipmesta manns er fsland hefur alið. + Ekki myndi séra Sigurði hafa líkað, að sín væri að miklu getið án þess að minnast konu hans, frú Hönnu Karlsdóttur skóla- stjóra, setn staðið hefur þétt við hlið hans undanfarna áratugi og verið honum ósegjanlega mikils virði í blíðu og striðu, heima og heiman: — „öruggasti gagnrýn- andinn, sem ég hefi átt kost á samstarfi við í skáldskapartilraun om mínum; dálitið hlífðarlaus, en tíómgreind og smekkvísi svo, að mér hefur reynzt nálega óbrigð- ul“, sagðiihRnn einu sinni. Hann dáði Hönnu mjög, eins og fram kemur T Tðgrum ástarkvæðum t’l hennar í sumum ljóðabóka hans. Á einum stað líkir hann henni við sjálfa sólina — oiiti munurinn er: „Þinn heimur er þrengri“, en „þinn heiður er jafn“ Fegurst finnst mér þó þetta um blik hvarma hennar, er hann kveður „í ætt við þann eld“, sem .. „funar þá hlýjast er kuldi og sorg höggva klakaspor í kalinn og særðan hug. Þá tendra mér augun þín vonir og vor og vekja mér nýjan dug“. Frú Hanna hefur nú að undan- förnu lifað langa daga og naprar nætur milli vonar og ótta. Þreytt hlýt'ir hún að vera og hvíldar- þurfi. En má það ekki hafa verið henni uppönmn og ylgjafi að líða með honum, sem kvað henni einn fegursta ástaróð. er ortur hofur verið á ís'°u7ka tunzu’ Og lauga sig eftirleiðis í glæstri minn ingu eins svipmesta sonar þessa lands sem ævifélagi hans og ást- vinir" Ég þekki frú Hönnu að því að vera þá stærst, er mest á revnir — og veit hún „biður og bíður“ . . . + Atlur lífsferill sér Sigurðar Einarssonar ber órækan vott þess, hver«u óvenju lifandi hann lifði lífinn Og ég minnist að lokum í bví sambandí dvrmætrar stund- ar. *i ég átti með honum við siúkrabeð hans á síðustu jólum. Af serstöku tilefni f samræðum okka- fletti hann upp fvrir mér í sá'mabókinm sinni þessum ljóð þ’n'un úr einn fræsasta kvæði kærs skáldbróður hans. Einars Ren“d:kt.ssonar' „Oss dreymir í leiðslu iífsins draum. en látumst bó allir vaka.“ Sama umræðuefm áttum við síðast er við ræddumst við — fáum regiim fvrir andlát hans Lífsvaka séra Sigurðar Einars- sonar var vissulega engin leiðsla. Hún var stórbrotið afrek, sem mun i minnum haft meðan á ís- landi lifa menn, er kunna að meta karlmannlega leiðsögn, leiðsögn, skáldlega reisn og ósvikna mál- snilld. Baldvin Þ. Kristjánsson. t Miðvikudaginn 15. febrúar s. 1. kom ég að sjúkrabeði séra Sig- urðar Einarssonar og staldraði þar við stundarkorn. Að skilnaði sagði séra Sigurður, um leið og hann bað mig fyrir kveðj-u til Eyfell- inga: „Annað veifið læt ég mig dreyma um það að eiga eftir að sjá vorið og sumarið undir Eyja- fjöllum". Nú er hann horfinn til annarra sumarlanda. Eyjafjöll eru svipminni eftir, þjóðlífið fátæk- ara, og kirkjan hefur misst trúan vörð þess dýra dóms, sem henni er falið að annast um. Tveir áratugir eru liðnir, síðan séra Sigurður gerðist prestur Ey- fellinga. Hingað kom hann í raun og veru öllum ókunnugur, þótt þjóðkunnur væri, og hér eignað ist hann það, sem er flestu dýr- mætara, mannhylli. í Jag kveðj- um við sóknarbörn hans, hann í hug þakklætis, virðingar og góðra óska. Varla verður því andmælt, að dvalarár séra Siguðrar undir Eyja fjöllum voru blómaskeið ævi hans. Að Holti flutti hann á friðstól, and lega fullþroska maður, kominn frá vettvangi fjölbreyttra starfa og sviptivinda, og á hinu gamla hefð larsetri Eyjiafjalla féll honum sjaldan verk úr huga. Merkilegt bókmenntastarf var unnið í Holti, á þessurn tíma. Þar urðu til; mörg ljóð, sem eru í röð hins bezta, sem samtíð okkar hefur lagtj í Ijóðasjóð. Kom ég oft í smiðju skáldsins og fylgdist með, hvernig hann piótaði og fágaði gull móður-j málsins í ljóð og laust mál. Upplag og ögun gerðu séra Sig urð að einum fremsta fulltrúa orðs ins listar á íslandi. Hann var hrað mælskur og minnið frábærlega traust. Kirkjuræður sínar flutti hann allajafna blaðalaust. Fór þar saman snjöll, skipuleg hugsun, vandaður flutningur og dygg boð un Orðsins. Að sama skapi var annað kirkjustarf vel rækt. „Eng inn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“, segir gamall máls- háttur, en það hygg ég, að yfir- leitt höfum við Eyfellingar virt séra Sigurð að verðleikum í starfi, og mun kirkjusókn í sveitum hafa verið óvíða betri en hjá honum. Fagnaðarauki var að komum hans á heimili og mannfundi, par sem hann jós einatt af brunni mælsku og þekkingar. Settu ræð- ur hans mikinn svip á nær hvern mannfagnað heimahúsa, ósjaldan með ívafi ljóðamála. í tólf ár átti ég heimili hið næsta séra Sigurði og konu hans, frú Hönnu Karlsdóttur og minnist þess nábýlis með mikilli þökk. Alltaf reyndist mér jafngott að blanda geði við húsráðendur. Séra Sigurður hafði víða farið og mórg um kynnzt og var allra manna snjallastur í frásögn og samræðu. Naut maður þess eigi sízt i goðu tómi á heimili hans. Séra Sigurður varð samgróinn byggð sinni undir E.vjafjöllum. Við höfðum vænzt þess að eiga hann enn um sinn að sóknarpresti og sálufélaga. en nú er hann horf- inn fyrir aldur fram, þessi fjöl- gáfaði, viðkynningargóði maður. Áfram mun hann þó fa í verk um sínum og góðri minningu o! k- ar, sem um stund deildum með honum gleði og sorg innan kirkju og utan. Konu hans, börnum ogi öðrum ástvinum sendum við innii legar samúðarkveðjur. bórfliir Tómasson. Svo sitjum vér bljóðir og bíSum þess við þlnn barm að byrgja vort höfuð á svæfli þinnar moldar í rökkurþögn ellinnar handan við fögnuð og harm, með reynslunnar vizku sem aleigu og einkavin og ósík vors hjarta þá hinztu að mega verma vorar hendur við sól en hugann við stjarnanna skin. Sig. Einarsson. Hver sem kynntist séra Sig- urði Einarssyni, skáldi í Holti, hvort sem var af persónulegri snertingu eða af ljóðum hans og erindum, var auðugri eftir. Það sverð, sem hann brá svo fimlega og sterklega var blikandi bjart og bláeggjað. Fáir íslenzkir sam- tíðarmenn hans áttu slíkan hjör eða beittu honum af ...eiri vask leik. Það mál, $em honum söng á tungu í fyrstu kennslustundun um, er ég naut hjá honum fyrir þrjátíu árum, ómar mér enn í eyrum, og jafnvel einstakar setn ingar lifa enn í minni, af því að þær snertu eins og leiftur af sterkari loga en ég hafði áður þekkt. Séra Sigurður Einarsson var gæddur leiftrandi gáfum, og mér fannst oft sem tungutakið væri honum heilög íþrótt og jafnframt dýpsta nautn. Þegar hann tók til máls færðist hann í aukana, og hann beitti tungu sinni og penna af allri sáu sinni, ekki ætlð með ögun en jafnan með logandi ást á málinu. Ég held, að hann hafi ekki ævinlega stað izt þá freistingu að láta nauð- syn frásagnarefnis víkja fyrir nautn sinni af því að láta málið leiftra og glitra. Þetta viðhorf einkenndi þó Sigurð Einarsson meir fyrr á árum en síðar. Þeg ar á ævi leið, kom betur í ljós, hver sú glóð var, sem bjó undir þeim bjarta hyr — djúprætt þjóð ræknisvitund og fölskvalaus ást á sögunni og landinu. Leiftrin urðu ef til vill færri, en, glóðin sást þeim mun betur. En styrk urinn var ætíð samur og jafn og skarpur frumleiki og gáfur ætíð með í för. Sigurður var alla tið braáttumaður — framan af árum sóknarmaður við að breyta heiminum, sáðar leitaði hann innar og heim og bar skjöld fyrir þjóðleg verðmæti. Beztu ljóð hans eru af þeim toga. Frjáls lyndi hans og fleygur hugur þoldi illa bönd, og strengurinn i mannsbrjóstinu átti þann hljóm, sem töfraði hann mest. Kyndil berar andans með þjóðinni á liðn um öldum áttu dýpsta aðdáun hans. Og því mun séra Sigurður Einarsson, skáld í Holti ekki að- eins lifa í hugum þeirra, sem kynntust honum meðan þeir muna heldur og um aldir með þjóðinni og auðga mál hennar að biftu og hita. AK t Kæri vinur minn. Þegar þú nú í dag verður lagður til hinztu hvíldar í fóstur jörð þinni austur í hinni ægl- fögru sveit, Fljótshlíð, þar sem þú varst borinn og barnfæddur og sem þú unnir svo mjög allt þitt líf, þá langar mig til að segja við þig örfá fátækleg kveðjuorð. Því ég veit að þótt þú hverfir sjónum okkar, hérna megin grafar þá munu þessi orð mín ná til eyrna þinna, á hiiju eilífa sólai landi, handan móðunnar roiklu sem aðskilur himinn og jörð. Og ég veit líka að sú stund kemur að fundum okkar ber saman á ný. eins og raunar allra manna, Framhaio » 01« 12 LANDIÐ OG BÓNDINN Lækkun fram- leiðslukostnaðar í næstsíðasta þætti var rætt um það, að nauðsynlegt væri að skipuleggja svo vel land- búnaðarframleiðsluna, sem nokkur tök væru <á, ef það mætti verðp til þess, að ekki þyrfti að boma til stöðnunar og jafnvel afturfarar í stað áframhaldandi framsóknar ís- (lenzks landbúnaðar. Jafnframt var bent á, að •keppa þyrfti að þvi að draga á ■allan hátt úr framleiðslukostn aðinum, og leitast við að gera ákveðnar greinar, t. d. sauð- 'fjárframleiðslu og aðra sjöt framleiðslu samkeppnisfæra á erlendum mörkuðum. Taum lausar kostnaðarhækkanir (vegna stöðugrar verðbólgu), hafa á undanförnum árum gert það að verkum, að kjöttrara- leiðslan á nú einnig mjög erf itt uppdráttar, enda hafa nú einnig orðið nokkrar lækkanir á kjöti á mörkuðum erlendis. Ef litið er á einstaka Kostn aðarliði framleiðslunnar. og Iþeir bornir saman við sam- isvarandi kostnaðarliði við bú iskap í nágrannalöndum okk- ar, kemur í ljós að þeir eru ■hér margir mikið hærri. Um suma þeirra má segja, að hjá þvi verði aldrei komizt, að þeir verði eitthvað hærri, en ekki svo mjög sem raun er á, en um aðra gildir það ekki. Sjálfsagt gildir um þá alla, að þá væri hægt að lækka til muna. Því hefur allt of mikið verið haldið fram, að það sakaði bændur ekki beint, þótt einstakir kostnaðarliðir við 'framleiðsluna hækkuðu, þvi að fþeir fengju það endurgreitt í hærra verðlagi. Hér eru allar vélar og tæki til landbúnaðarins mun dýrari en erlendis. Ef litið væri á landbúnaðinn sem mögulegan útflutningsatvinnuveg, mundu vélar til hans ekki vera toll- aðar, svo sem gert er, enda nýtur hann þar enn þá verri kjara en sjávarútvegurinn. Aburður er dýrari til bænda hér en t.d. í Noregi og Bret- landi, en það stafar af nokkru leyti af niðurgreiðslum á á- burði þar. Fóðurbætir hefur nú lækk að hér allmikið í verði, og er gott eitt um það að segja og óskandi er, að svo gæti orð ið um fleiri rekstrarvörur. etta ætti að minnsta kosti að sýna, að ekki er vonlaust að reyna að taka upp allsherjar baráttu fyrir lækkun útgjaldaliða land búnaðarins. Byggingar eru hér mun dýr ari en erlendis, bæði vegna þess að við búum við slíkt veðurfar, að við verðum að byggja vand- aðri og dýrari byggingar en margar aðrar þjóðir. Þó er eng inn teljandi munur á því atriði hér og t. d. á Norðurlöndum. Hitt mun ekki valda minnu, að það virðast eins konar álög að hér séu íbúðarhúsabyggingar dýrari en hjá öllum öðrum þjóðum, einnig miðað við gæði, og mætti það mikið vera, ef það kæmi ekki einnig fram á byggjendum í sveitum. Með lækkun byggingarkostn- aðarins, og þó ekki hvað sízt ef takast mætti að finna hag kvæmari byggingarmáta, helzt bæði að efnisgerð og hvað vinnuaðstöðu snertir, væri stór mikið unnið fyrir landbúnað- inn. Þama liggur stórfellt rann sóknarefni ósnert framundan. Eitt sinn var starfandi nefnd, sem átti að annast athuganir á heppilegustu gerðum gripanúsa, en henni var algjörlega synjað um fé til starfa, hvað þá nokk urn tíma hafi verið veitt fé til raunverulegra byggingarann sókna fyrir landbúnaðinn. Óheppilegt er, hvað landið er snautt af byggingarefnum, öðrum en þeim, sem þarf til steinsteypu. En hún er þung- lamaleg, erfið í breytingum, og hvetur því ekki til þess, að menn prófi sig áfram með gerð og tilkomu bygginganna. Jám og timbur er hér hlutfallslega dýrt, vegna ílutn ingskostnaðar, en erlendis er mikið af útihúsum byggt úr þessum efnum. Það væri vissulega einnig rannsóknarefni, hvort ekki mætti flytja inn stöðluð járn- grindahús fyrir fjárhús og hlöður og stórlækka þannig kostnað við þessar tegundir bygginga. Gæta verður þess, að mikill og ört vaxandi hluti, bæði af stofn- og reksturskostnaði bú- anna, skapast af aðföngum frá öðrum greinum. Það era keypt ir hlutir frá iðnaði, flutningum, verzlun og öðrum þjónustugr°'n um. Svo bætist ofan á flutningar vinnslu og sölukostnaður á framleiðslu vörannar, áður en það verð skapast, sem neyt- endur verða að greiða. Við þessa þætti ráða bændur ekki, þeir fara eðlilega eftir almenn um kostnaðarhækkunum í land inu og skella á bændum, hvort sem þeir leitast við að standa utan við hringiðuna eða ekki. f ársskýrslu Búnaðarbankans er talið, að um 40% af fram- leiðsluverðmætum bænda stafi frá. aðföngum frá öðram at- vinnugreinum, þar á ofan mun mega bæta vinnslu og sölukostn aði varanna og er þá ljóst, að mikið meira en helmingur af verðmyndunihni á neyzlu vör unnar verður hjá öðrum en bændunum. Þetta segir þó ekki, að þátt ur bændanna sé ekki mikil- vægur, og sá mikilvægasti, ef hægt er að tala um slikt. Né heldur að ekki sé hvað mik Framhald á hla. 15. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.