Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. marz 1967. Otgefandi: PRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Pórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriOi G. Þorsteinsson Pulltrú) ritstjómar: Tómas Kartsson Ang- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur • Eddu- húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur- BankastræO i Af. greiðslusimi 12323. Auglýsingasiml 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á máh innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. t. Jarðakaupalán Þingmenn Framsóknarílokksms í efri deild flytja frv. um breytingu á lögum Bunaðarbanka Islands, sem er í því fólgin að efla mjög verulega veðdeild bankans. Samskonar frv. hafa Framsóknarmenn flutt áður, en það dagaði þá uppi. Veðdeild Búnaðarbankans á að gegna því hlutverki að veita lán vegna jarðakaupa og greiða þannig fyrir slíkum viðskiptum. En um langt skeið hefur veðdeildina skort mjög tilfinnanlega fjármagn til þessarar starfsemi. Því meiri framkvæmdir sem gerðar eru í sveitum, þeim mun meira fjármagn er bandið í fasteignum og búi hvers bónda. Þróun atvinnuvegarins að þessu leyti er óhjákvæmileg og má ekki stöðvast En hún torveldar eðli leg eigendaskipti á jörðum, nema tryggt sé, að láns- stofnun hlaupi undir bagg% með því að veita lán með góðum kjörum þeim, er kaupa jarðir. Með hagkvæmum lánum í þessu skyni verður ungu kynslóðinni kleift án þess að reisa sér hurðarás um öxl að' eignast jarðir og hefja atvinnurekstur, þegar hinir eldri verða að hætta búskap fyrir aldurs sakir eða af öðrum ástæðum og vilja selja fasteignir. Sökum fjárskorts hefur veðdeild Búnaðarbankans til þessa ekki veitt hærri jarðakaupalán en 100 þús. kr. út a bújörð; sem keypt er, og þó hefur veðdeildin ekki get- að fullnægt eftirspurn lána. í áðurnefndu frv. er svo tyrir mælt, að lán, sem veðdeildin veitir vegna jarðakaupa, megi nema allt að 70% af virðingarverði fasteignar. í frv. er kveðið á um að stórauka fjármagn veð- deildarinnar frá því sem nú er. Samkvæmt því verða tekjur veðdeildarinnar árlegt ríkisframlag 20 millj. kr., 10 millj. kr. árlegt framlag frá Stofnlánadeild land- búnaðarins samkv. heimild í stofnlánadeildarlögunum. Gera á Seðlabanka íslands skylt, ef ríkisstjóm óskar þess, að lána veðdeild Búnaðarbankans allt að 100 millj. kr. Samkvæmt frv. skal veðdeildinni ennfremur heimilt að gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa og séu bréfin eingöngu notuð til lánveitinga vegna jarðakaupa. Hér er tvímælalaust um eití af mikilvægari málum landbúnaðarins að ræða og ber því að vænta þess, að það fái jákvæðar undirtektir Alþingis hð þessu sinni. Ofríkisverk Eins og rakið er á öðrum stað í blaðinu átti þátturinn „Þjóðlíf“, sem Ólafur R. Grímsson stjómar, að vera í útvarpinu í gærkvöldi. Af þvi varð þó ekki og var ástæðan sú, að meirihluti útvarpsráðs samþykkti á auka- fundi í gærmorgun, að taka hann af dagskránni. í þætt- inum voru viðtöl við nokkra kunna yngri lækna um ástandið í neilbrigðismálum landsins. Strax og vitað var að ræða ætti um heilbrigðismál i þættinum, beitti heilbrigðismálaráðherra sér mjög gegn því, að hann kæmi í útvarpinu, enda þótt upptaka á þættinum hefði þá ekki farið fram og þess vegna ekkert vitað um innihald hans. Áður hefur íorsætisráðherra ráðist á þennan þátt 1 sunnu dagsspjalli sínu. Þessi framkoma er mjög í sama anda og árásir Mbl. á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Viss öfgaöfl f Sjálfstæðis- flokknum vinna markvisst að því að einoka útvarpið og hræða starfsmenn þess til að þjóna ríkisstjórninni í einu og öllu. Hér er um hina alvarlegustu ofbeldistilraun að ræða ,sem nánara verður rædd hér í blaðinu. TÍMINN__________________________________________________5 gEBMMMMIMBMaMMMMMM«gS«H»iro»ra»æ5gim»iaBa««IMim»lM«l«IIIWMHI I JH It—WIIH'IM ÍWalter Lippmann ritar um alþjóðamál: Starfsemi CIA þarfnast orðið endurskoðunar og aðgreiningar CIA ætti eingöngu að fást við söfnun upplýsinga CIA-MÁLIÐ er óþægilegt við fangs og óskemmtilegt um- ræðuefni. En það er of mikil- vægt til þess að því sé sópað inn í skúmaskot og reynt að láta það gleymast. Uppljóstran irnar hafa stefnt traustinu á ríkisstjórn Bandaríkjanna í hættu og hvort sem okkur lík- ar betur eða verr til þess að hugsa, þá getum við ekki hald- ið áfram að rækja málefni Bandaríkjanna bak við þoku- mökk illra grunsemda. Við verðum að losna við allan illan grun og endurvekja óskorað traust. Við verðum þegar frá byrjun að gera okkur Ijóst, að grun- semdakófið er miklu þéttara og meira en raunveruleg starfsemj CIA getur gefið tilefni til. Sér- iiverjutn, sem nokkra reynslu hefur öðlast í umheiminum, verður undir eins Ijóst, að CIA hlýtur ósjálfrát að liggja und- ir grun um að hafa átt þátt í og frumkvæði að alls konar atburðum erlendis. Engar ýkj- ur væru að segja, að erlendis hafi CIA verið kennt um alla grunsamlega starfsemi hægri- manna, sem vinstrimenn eða mið-flokkamenn hafa haft ýmugust á. CIA er orðin að einskonar þjóðsagnapersónu og í umtali manna á meðal nálg- ast atlhafnir hennar hið ofur- mannlega. ORÐRÓMURINN um CIA nærist af þeirri staðreynd, að hún hefur sums staðar gert srnnt af þvd, sem hún er sökuð um að hafa alltaf gert alls- staðar. Hún hefur steypt ríkis stjórnum af stóli í Iran og Guatemale. Hún hefur skipu- lagt innrás erlendrar þjóðar við Svínaflóa. Fyrrum lagði hún fram fé til þess að hafa áhrif á úrslit kosninga á Ítalíu og í Frakklandi. Hún hefur styrkt starfsemi stúdenta, mennta- manna, blaðamanna, kirkjunn- ar manna og verkalýðsleiðtoga erlendis, og greitt fé fyrir út- varpsstöðvar og tfmarit. Athafn irnar sjálfar hafa farið fram fyrir opnum tjöldum, en fjár- framlaginu til þeirra hefur ver ið leynt. Leyndin kemur I veg fyrir áreiðanlega vitneskju um, hvar hinar hinar raunverulegu athafnir CIA enda og grun- semdirnar eða ímyndunin ein fekur við. Á þennan hátt hefur orðið til grunsemdaskýið, sem sveip- ar mikið af starfsemi Banda- ríkjamanna utan síns heima- lands. Við verðum ennfremur að gera okkur ljóst, að Banda- ríkjamenn eru eina þjóðin, sem ekki hefur tekið þátt í þessum almennu grunsemdum. Auðvit- að hafa minnihlutar í Banda- ríkjunum, bæði til hægri Sg vinstri, borið fram ásakanir og ljóstrað ýmsu upp. En mikill meirihluti þjóðarinnar hefur til skamms tíma verið sannfærður um fullkomlega hreinan og heiðarlegan tilgang og ósak- IIMMMMmMMN næmar athafnir ríkisstjórnar- innar. Launungin yfir starfsem- inni kom í veg fyrir allan al- alvarlegan grun innanlands og þingið hefur án nokkurra veru 'egra eftirgrennslana eða um- ræðna samþykkt að verja leynd um fjárfúlgum, sem enginn veit hve háar hafa verið og engin opinber grein hefur ver- ■ð gerð fyrir. SÉ dýpra skyggnst hygg ég að við komumst að raun um, að meginmeinið stafi af þvf, að Central Intelligence Agen cy hefur verið látin annast ann að og miklu meira en venju- lega upplýsingaþjónustu. Henni hefur verið beitt sem áróðurs- stofnun, sem eins konar æðri þjónustu í stjórnmálasamskipt- um og hún látin annast leyni- lega íhlutun meðal erlendra þjóða Margbreytni og umfang þeirrar starfsemi. sem CIA hef ur verið látin stjórna, hefur ekki einungis valdið grunsemda þokunni. sem liggur yfir allri starfsemi Bandarikjamanna meðal annarra þjóða, heldur einnig spillt fyrir henni sem upplýsingaþjónustu, bæði heima fyrir og erlendis. Skýrasta og áþreifanlegasta dæmið var hneisan við Svína- flóa. Þá skipulagði CIA inn- rás á Kúbu. Henni bar sem upplýsinsaþjónustu að láta for- setann vita um viðgangshorf- ur innrásarinnar og líkleg við brögð Kúbumanna. En þar sem þeir sömu starfsmenn CIA sem stjórnuðu innrásinni, áttu að fræða forsetann um framgangs horfur. laut raunveruleg upp- lýsingaþjónusta í lægra haldi fyrir bjartsýninni og forsetan- um voru gefnar alrangar upp- lýsingar. Á þennan hátt var hann tældur út i ógöngur, sem við sjálft fá að riðu ríkisstjórn Kennedys að fullu þegar í upp hafi. Þegar Svínaflóaflanið var um garð gengið var lagt fast að Kennedy forseta að greina starfsemi CIA í sundur, skilja upplýsingaþjónustuna alveg frá áróðrinum og íhlutuninni. Því miður fór Kennedy forseti ekki eftir þessum ráðlegging- um, lét nægja að breyta litið eitt um einstaka starfsmenn og einstök framkvæmdaatriði, en lét í raun og veru óhaggað hið leynilega bákn, sem nefn- ist Central Intelligence Agency. ÉG hygg, að engin lausn fá- ist eða geti fengist á vandan- um, nema framkvæmd sé skurðaðgerð, sem skilur hina raunverulegu upplýsingaþjón- ustu frá allri hinni starfsem- inni. Upplýsingaþjónustan á að fást við njósnir, rannsóknir og kannanir. Hin starfsemin, svo sem áróður, íhlutun og bola- brögð, á ekki að fara fram á vegum upplýsingaþjónustunnar. Þetta á ekki að vera undir sama paki, í höndum sömu manna né sveipað sama leyndarhjúpn um. Á því getur nokkur vafi leik- ið, að þetta yrði til þess að bæta hina raunverulegu upp- týsingaþjónustu og gera hana trúrri. En hver áhrif hefði það á aðrar greinar starfseminnar að vera skildar frá CIA sem leynilegri upplýsingaþjónustu? Leyndur áróður legðist nið- ur. Af því leiddi sennilegri, opinskárri boðun. sem kannast vært við opinberlega. Ef íhlut un meðal erlendra þjóða væri skilin frá CIA, drægi mjög úr freistingunni til íhlutunar. — Þetta yrði í raun og veru til bóta og varnarmálaráðuneytið gæti farið nægilega leynt með íblutun í þeim fáu tilfellum, þegar hún teldist óhjákvæmileg nauðsyn. Hvað snertir óheiðar- legt athæfi eins og að múta stjórnmálamanni einhvers stað að erlendis, þá hlýtur banda- ríska lýðveldið að komast af án slíks ódrengskapar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.