Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 8
TÍMINN FÖSTUDAGUR 3. marz 1967. „Einn þar strengur hjjómsnjall hraut af hörpu fjallk)onunnar.“ Við andliátsfregn séra Sigurð- ar Einarssonar mun marga hafa sett hljóða. Svo langa stund hef- ir sterkt persónuleika hans fallið á samtíðina — og fram tíðin mun geyma nafn hans. Þótt hann væri búinn að Iheyja strangt dauðastríð, mun vitneskjan um fráfall hans hafa komið sem reiðarslag yfir marga aðdáendur hans — m. a. af því, að allt fram á þetta nýbyrjaða ár hljómaði kyngimögnuð rödd hans á vængj- um ljósvakans útyfir landsbyggð- ina og vakti sem fyrr eftirvænt- ingu og gleði mikils hluta fólks- ins í landinu. Sjálfur sagði hann við mig að kvöldi langs þrauta- dags, í þeirri karlmannlegu glettni, sem honum var ásköpuð, að hann „ætlaði að vita hvort hann hresstist ekki á því að hlusta á sjálfan sig.“ Mun þetta hafa verið svansöngur hans í útvarpinu. Frá þeirri stundu hljóðnaði yfir ís- landi — ein þróttmesta röddin var þögnuð . . . t Það verður varla ofsögum af (því sagt, hversu stórbrotinn maður og víkingur séra Sigurður Einars son var. Um það ber fjölþættur og margslunginn æviferill hans gleggst vitni. Fyrir utan há- skólanám og rómaðan prestskap fyrr og síðar á ævinni, sinnir hann langtímum saman kennslu í Kennaraskólanum og Háskólan um — fæst við eftirlit og stjórn æðri kennslumála í landinu — heyr stjórnmálabaráttu sem jafn- aðarmaður og situr á alþingi í mörg ár, einihver hæfasti og af- kastamesti meðal þingmanna — þylur fréttir og stjómar flutn- angi þeirra í útvarpi heilan ára- :tug og opnar með myndugleik íglugga landsfólksins að umheim *inum á áhrifamiklum tímum blóðs og tára — skrifar sæg blaða- og tímaritsgreina, þar af sumra hverra sígildra, sem „vöktu storma og stríð“ og mörkuðu bein línis tímamót í hugsun og lífs- viðhorf landsmanna — þýddi og frumsamdi nokkum veginn að jöfnu um 30 bækur ýmislegs efn- is, þar af 5 ljóðabækur, hvar get- ur að líta sum snjöllustu ljóða, tungunnar — ferðaðist margsinn- is víða um heim og naut oft til þess i viðurkenningarskyni inn- iendra og erlendra styrkja — skrif aði og talaði opinberlega erlend is, og var einhver dáðasti fyrirles ari og útvarpsmaður þjóðarinnar í áratugi, til dauðadags. Öviðjafn anleg einkaviðtöl átti hann við marga nær og fjær í gleði og sorg. í öllu þessu flæddu einstæð- ir vitsmunir þessa lengst af um- deilda manns, þekking hans og mælska, sem allir viðurkenna. Rödd hans var máttug og sterk, hvar sem hún hljómaði, og varp- aði ffifi og Ijóma á land og fólk jog feðratungu — allt þetta, sem hann unni af heitri ástríðu síns tilfinningaríka hjarta. Hér varð hærra til lofts og víðar til veggia fyrir snjailt tungutak séra Sig- urðar Einarssonar, og mér finnst vafamál, hvort nokkur hans sam 1 tíðarmanna hafi haft viðlika á- hrif á Mfið í landinu. t Olnbogabörn þjóðfélagsins áttu hug séra Sigurðar ungan. Var hann þá róttækur og kröfuharður. Fór þá vorþeyr um landið og „hitamagn um önd“. Um Sigurð sjálfan má fullvel viðhafa orð hans um Benedikt á Auðnum: „Hann vakti með þeim, rakti rök og fræði, þótt rórra væri að sofa í sljóu næði. En starf hans marga niðanótt gaf nýrri kynslóð skyggni og vökunótt." Á baráttuárunum, þegar honum var mest niðrifyrir, kvað hann: „Mig langar ekki að skipa skálda- sess, og skærar geta flestir hinir sungið, en bið að ljóð mín beri menjar þess, sem brenndi dýpst Og sárast hefir stungið." Að vísu yar það ekki rétt með „flesta hina“ — og innarlega á skáldabekkinn settist hann þá þegar — en bæn skáldsins um ljóðaeinkennin var heyrð. Það hefir aldrei verið um að villast, hvað fyrir því hefir vakað. t Svo harður og óvæginn bardaga maður sem séra Sigurður Einars son var, mun enginn bera honum sögu persónulegrar óvildar. í þann' hálfan fjórða áratug,. sem ég þekkti hann, heyrði ég hann aldrei hallmæla eða tala illa um nokkurn mann. Hitt er annað mál, að máistaðartryggð hans, vikings eðffi og skapsmunir leyfðu honum engan afslátt eða undanlátssemi í viðureign á opinberum málþing um, enda mælska hans og anda- gift ekki til þess fallnar að vera settar undir mæliker. Gat þá andstæðinga að sjálfsögðu sviðið isárlega. Slíkir menn sem séra Sigurður — hversu ágætir, sem þeir annars eru — verða því i óhjákvæmilega umdeildir og mis j skildir. j Og mörg spjótalög fékk séra j Sigurður sjálfur um dagana, eink um framanaf — og þó. Það mun i hafa verið að afliðandi miðbiki æv Sigurður Einarsson, skáld Nú kveður snilling hnípum huga þjóð. Frá Holti berast ekki fleiri ljóð. Þar átti skáldið skjól og vistir góðaf. En eitt er víst, að enn um langa hríð mun orðsnilld klerksins hljóma, sterk og blíð, og geymast vel í vitund frónskrar þjóðar. Því röddin styrk og einstakt orðaval í okkar minni varðveitt lengi skal, *em hlýddum máli hans á vegferðinni. Og það er bjart og hiýtt um nafnið hana, «r hugir flétta minninganna krans. — Eg þakka honum góð og gagnleg kynnl. Auðunn Bragi Sveinsson. innar, sem honum fannst einna Óþyrmilegast „standa að sér stál in að baki,“ og hann eiga erfiðast með að fyrirgefa. Ekki var það þó fjöldinn, sem stjakaði við hon um, heldur einhverjir útvaldir. En einnig þetta andstreymi yfirvann séra Sigurður með karlmannlegri reisn hið innra með sjálfum sér, og gaf held ég ekki neinum neitt að sök, er á leið ævina og hann sá sumt í öðru ljósi en fyrr. Hann var fyrir löngu vaxinn upp úr hvers konar smámunasemi og fannst áreiðanlega „margt svo ffitið og lágt, sem lifað er fyrir og barist á móti.“ Og það var við fleiri en „smásálirnar“, sem hann var í sátt — allir féllu sem bræður undir stórmannlega lífs sýn hans og kærleiksviðhorf. f einu fegursta kvæða sinna lýsir séra Sigurður vel lífsvið- horfi sínu og þroska: „Þau rista grunnt plógförin hróss eða hnjóðs i hug, sem er tiginn og fús til sátta. Auðmýkt við drottinn og ást við menn, aldanna reynsla og vonir í senn séu vitar þíns hjarta til vegar og átta.“ Og ennfremur: „Að horfa með geðró á höpp sín Og töp, láta ei hreykjast við afrek né hugast við glöp. er að berjast til sigurs á sér- hverjum degi.“ Það er erfitt að láta staðar numið í þessu snilldartovæði séra Sigurðar, og hér er að lokum öll þriðja vísan — þessi fagra hug hreysting og hvatning til þeirra, sem yngri eru, frá hinum lífs- reynda og vitra manni — sem mér finnst fara vel nú, þegar hann er allur: „Enn skin þér á hvarmi lífsdags- ins ljós og ljómar í hjarta þér vorilmi borið. En framundan risa sem unnir við ós þínar óbornu vonir, — og bresti ei þorið, þær lýsa þér bjartar við himinhvel heið, hvort sem hallar í fang eða braut- in er greið, og signa þig örmagna síðasta sporið.“ Eða ættum við heldur að end- ursegja þessi orð skáldsins úr enn sama ljóði: „Þitt ffif er sem rísandi upphaf óðs, sem þú yrkir í dáðum, unz veginn þrýtur“. \ t Séra Sigurður Einarsson kom oft íram sem ræðumaður á stórum stundum, þegar mikið þótti liggja við. Rómuðu þá allir reisn hans og skörungsskap. Samt veit ég ekki, hvenær né hvar honum hefur orðið á að mæla eftirminnilegustu orð- in. Það kann alveg eins að hafa verið í sóknarkirkjunum hans litlu austur undir Eyjafjöllum — eða 4 eintali hans við aðra sál aðeins. Hann var svo óviðjafnan- legur undir ólíkustu kringum- stæðum. Þegar honum svall móð- ur og fannst liggja þunglega í fang, var sem stormur geisaði eða stórflót ryddi sér farveg, svo fátt eða ekkert fengi staðirt. ’.it ur.i'. Það „voru sjóir með hrynjandi trafi“. En samtímis því, sem rætt er um stórleik séra Sigurðar, má ekki gleyma lítillæti hans, auð- mýkt og hjartahlýju. Þessi höfð- ingi ( rfki andans gældi við mál- leysingja, böm og gamalmenni og jós ótæpt af brunni mælsku sinn ar yfir moldum smælingja. Hann vílaði ekki fyrir sér, kominn á efri ár og ekki heilsuhraustur, að taka á sig langt og erfitt ferða- lag til eyðibyggðar afskekkts út- kjálka til þess að láta undan þeirri ósk heimfúsra og trygg- lyndra pflagrfma að heyra einmitt liann prédika einu sinni í yfirgef- inni og einmana kirkjunni þeirra Við erum áreiðanlega mörg, sem gleymum aldrei för þeirra hjóna með okkur fjölmörgum Slétt- hreppingum norður til Aðalvlkur svo seint um sumarið 1965, er hann söng messu í Staðarkirkju á eftirminnilegan hátt og frúin var söngst.ióri og organisti. Mun stærri stund tæplega hafa runnið yfir þá kirkju, enda kirkjusókn- in aldrei viðlíka um ár og öld. Séra Sigurður Einarsson var eigin vitund aldrei of stór til þess að iúta jákvæðri þjónustu við lífið. hver sem í hlut átti. Og Við andlát séra Sigurðar Fallinn er haukur af háu bergi í Holti austur. Fjarlægist fjaðrasláttur í fölan skóg Þórsmerkur, og þaðan til Hlíðar og Þorsteins Erlingssonar. Sitja þar tveir teitir tundurmenn fslands, óháðir mönnum, umluktir fjöllum, — raunharðir synir Rangárþings 4 rjóðu kveldi Ólafur Þ. Ingvarsson. MINNING Séra Siguröur Einársson í Holti i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.