Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.03.1967, Blaðsíða 1
Bók um Kennedy- morðið: Sakar háttsetta lögreglumenn um þátttöku í þvi! NTB-Lundúnum, fimmtudag. I bók sem kemur á almcnnan markað í næsta mánuði, eftir þýzkfædda rithöfundinn Joa- ehim Joesten eru háttsettir emb ættismenn í lögreglunni í Dall as sakaðir um þátttöku í morTí- inu á Kennedy, Bandaríkjafor- seta. í bókinni er gengið leugra en í öðrum bókum um þetta mál. þar sem höfundurinn nefn ir þá með nafni, sem hann tel- ur raunverulega hafa staðið að morðinu. Á blaðamannafundi, scm út- gefandi bókarinnar, Pekter Dawney, hélt í Lundúnum í dag, sagði hann, að höfundur bókarinnar skoraði á nefndar persónur í Dallas-lögreglunni að höfða meiðyrðamál gcgn sér svo að dómstólar gætu fjallað um staðhæfingar höfundar. Eins og áður segir kemur bók in ekki út fyrr en í næsta mán- uði, en eintökum af henni var deilt út meðal blaðamanna í dag. Bókin ber titilinn: Oswáld- Sannleikurinn. Útgefandinn sagði á blaðamannafundinum, að lannsóknir Jim Garrison, rík Framhald á bls. 15. A l\r\| Ekkl linnir hryðjuverkum í Aden og hafa blóðugar /»l/CI » ” óeirSir veriS í iandinu í fimm daga í röS. Brezkir hermenn fara um götur höfuðborgarinnar og brezka fjölskyldur hafa fengið skipun um' aS halda sig innan dyra. Á myndinni sést maður traðkaður tii bana og annar félagi hans hlaut sömu öriög. RITSKOÐUN RÍKISST.IÓRNIN LÆTUR STÖÐVA ÚTVARPSÞÁTTINN ÞJÓDLÍF - ÓTTAST UMRÆÐUR UM HEILBRIGÐISMÁL Olafur Ragnar Grimsson stjórnandi útvarpsþáttarins ! IGÞ-Reykjavík, fimmtudag. Síðastliðinn mánudag krafðist Sigurður Bjarnason, alþingismaður i og aðal forsvarsmaður Sjálfstæðis : flokksins í útvarpsráði, þess, að . þátturinn Þjóðlíf, sem útvarpa átti ! á fimmtudag, þ. e. í kvöld og i fjalla átti um lækna og heilbrigðis þjónustu, yrði stöðvaður, þar sem umræður um heilbrigðismál væru ríkisstjórninni viðkvæmt mál að svo komnu. Þessi krafa Sigurðar Bjarnasonar mun hafa verið sett fram samkvæmt ósk Jóhanns Haf steins, heilbrigðismálaráðherra. Þegar krafan um stöðvun þáttarins kom fram, var ekki byrjað að vinna þáttinn, engin viðtöl eða annað efni hafði verið tekið upp. Fólst því í þcssari kröfu sendi- manns heilbrigðismálaráðherra al menn viðleitni til að stöðva allar umræður um heilbrgiðismál i út- varpinu. Eftir að lokið var við I þáttinn var kallaður saman sérstak : ur fundur útvarpsráðs um málið j og fegnu Sjálfstæðismenn, full- ! Framhald á bls. 14. 10% tekin af öllum framlögum til verklegra fram- kvæmda og 20 millj. að aukí af sveitarfélögunum, sem þýðir hærri útsvör — eftir kosningar TK-Reykjavík, fimmtudag. -Á Ríkisstjórnin lagði i dag fram á Alþingi frumvarp sitt um ráð- stafanir vegna sjávartúvcgsins, bátaútvegs og frystihúsa. í frum- varpinu er fátt nýtt umfram það, sem komið hefur fram í fréttum varðandi opinbera aðstað við þess- ar atvinnugreinar, en hitt er nýtt og vakti mikla undrun manna svo þeir trúðu vart eigin augum er þeir lásu, að ríkisstjórnin ætlar enn að skera , niður framlög til verklegra framkvæmda um lO'i og klípa þar að auki 20 milljón- ir króna af sveitarfélögunum, þ.e. framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaganna. -jír Ríkisstjórnin heggur enn í sama knérunninn og lækkar fram- lög til verklegra framkvæmda, þrátt fyrir það, að íramlög til þeirra hafi verið í algeru lágmarki miðað við hina brýnu þörf á ýms- um sviðum við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1967 svo sem til skóla- bygginga, sjúkrahúsa og hafna. ★ Þrátt fyrir hundruð milljóna króna tekjuafgang ríkissjóðs á síð- asta ári og þrátt fyrir það, að fjárlög í heild nálgist nú fimmta milljarðinn segist stjómin neydd Framhald af bls. 7. BJÓÐA EKKIÚT SJÁLF HÚSIN Framkvæmdanefnd byggingaáætlana beitir sér fyrir stofnun verktaka-samsteypu EJ-Reyikjavík, fimmtudag. Framkvæmdanefnd bygginga- áætlunar hefur beitt sér fyrir stofnun verktakasamsteypu, sem í eru 3 verktakar, og ætlar að semja við þessa samsteypu um byggingu sjálfra húsanna í bygg- ingaáætluninni, í stað þess að bjóða þær framkvæmdir út. Þetta kom fram í umræðum þeim, sem urðu í borgarstjórn í dag vegna fyrirspuma borgarfulltrúa Fram- skónarflokksins um gagn bygg- ingará ilunarinnar. í svörum borgarstjóra kom í Ijós, að kostnaður vi" undirbún- ing framkvæmdanna frá því nefnd in tók til starfa í september 1965 þar til í árslok 1966 er 12.731.000 krónur í heild. Telur nefndin þetta minni kostnað, en reiknað hafði verið með í upphafi. Fram kom, að greiðslur borgar sjóðs til áætlunarinnar voru árið I 1965 tæp 40 þúsund en 1.6 millj-j ónir árið 1966. Skuld borgarinnar var um áramótin rúmlega 916 þúsund, eða samtals var þáttur borgarinnar fram að áramótum tæplega 2.6 milljónir. Samkvæmt bréfi frá 16. septem- ber 1966 væri áætlaður kostnað- ur við framkvæmdir á árinu á- ætlaðar 210.5 milljónir, og þyrfti borgin því á árinu að greiða % hluta þess. Talið væri, að nokkur einbýlis- hús yrðu tilbúin á þessu ári, og Framhald á bls. 14. Birgir Benjamínsson ARANGURSLAUS LEIT GERD AD VB. FREYJU OO-Reykjavík, fimmtudag. Mjög umfangsmikil og nákvæm leit var gerð að vélbátnum Freyju frá Súðavík í gær en hún bar ékki árangur. Á bátnum, sem er 24 lest ir að stærð, er fjögurra manna á- höfn og skipverjar allir búsettir á Súðavík. Síðast heyrðist í bátnum kl. 16.30 í gær. 17 skip og tvær flugvélar tóku þátt í lcitinni auk leitarflokka í Iandi. Það eina sem fannst úr bátnum voru fjórir línu- belgir. Skipstjóri á Freyju er Birgir Benjamínsson og er hann jafn- framt eigandi bátsins. Flugvélarnar hættu leit í gær en haldið verður áfram að leita á landi. Um miðjan dag skall á foráttu- veður á Vestfjarðarmiðum og kom ust margir bátar við illan leik til iands. Síðast heyrðist til Freyju Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.