Tíminn - 01.04.1967, Side 12

Tíminn - 01.04.1967, Side 12
LAUGARDAGUR 1. apríl 1967. 12 TIMINN MINNING Jóhannes Salgeir Árnason fæddur 12. Okt- 1896, dáinn 2. febr. 1967. Hinn 8. febrúar s. L var til mold ar borinn frá Njarðvíkurkirkju og jarðsettur í Keflavíkurkirkjugarði, hinn alþekkti maður á Austurlandi og þó einkum á Seyðisfirði Jóihann es Salgeir. Jóhannes, sem almennt var nefndur „Gúmmí Jói“ var fæddur á Fljótsbakka í Eiðahreppi, sonur Árna ísakssonar bónda á Hrjóti í Hjaltastaðahreppi 1897— 1907 og síðar bónda á Hólalandshjá leigu í Borgarfirði eystra ísaksson ar bónda á Stórasteinsvaði og víð- ar, Benediktssonar bónda á Ey- vindará í Eiðahreppi, Jónssonar bónda og hreppstióra í Tunghaga á Völlum, Eyjólfssonar bónda og hreppstjór.a á Sauðhaga á Völlum, Jónssonar bónda á Víkingsstöðum í sömu sveit, Eyjólfssonar. Kona Eyjólfs bónda og hrepp- stjóra í Sauðhaga var Sólveig Bergsdóttir, bónda, á Litla-Sand- felli og síðar á Hryggstekk í Skrið dal, Péturssonar bónda og lögréttu manns á Eyvindará 1703 og síðar á Ketilsstöðum á Völlum 1708 og átti hann þær jarðir báðar, Ás- mundssonar rí'ka, bónda á Ormstöð um í Fellum, Jónssonar klaustur haldar.a á Skriðuklaustri 1587 Ein arjsonar sjá ættartal no. 278. Móðir Jóhannesar og kona Árna ísakssonar var Guðný María Jó- hannesdóttir, bónda á Bústöðum í Seltjamarneshreppi frá 1859, áður á Snartarstöðum í Lundarreykja- dal, Oddssonar bónd.a á Reykjum í Lundareykjadal, Jónssonar ísleifs- sonar bónda í Stórabotni. Kona Jóhannesar og móðir Guð- nýjar Maríu var Salgerður f. 18.1. 1830 að Akurgerði í Reykjavík, dó 13.9. 1915 hjá Davíð syni sfnum að Vegamótastág 9 í Rvík, Þor- grímsdóttir tómthúsmanns í Akur- gerði í Rvík, Eyleifssonar. Jóhann es Oddson fyrr bóndi á Bústöðum dó einnig á Vegamótastíg 9, 22.1- 1917, hjá Davíð syni sínum. Jóhannes var þriðja barn í röð- inni af 15 bömum þeirra Áma og Maríu, en svo var hún oftast nefnd, þ. e. a. s. fyrra nafninu sleppt. Vegna þess, að börnunum fjölgaði ört en efnin vom lítil, fóru börnin snemma að heiman til þess að vinna fyrir sér Þannig var Jó- hannes lánaður að heiman til snún ing.a að Þórsnesi í Hjaltastaðaþing há um það bil 8 ára gamall og ólst þar upp til fermmgaraldurs að mestu eða öllu leyti, en fluttist þá í Loðmundarfjörð til Bjargar föð ursystur sinnar og dvaldist þar með sonum hennar, Sigurði sem nú er brúarsmiður á Aiusturlandi og býr á Sólbakka í Borgarfirði eystri, og ísaki Jónssyni, sem flutt ist til Reykjavíkur og varð þar bamakennari og er landskunnur fyrir kennslustörf og barnaskóla, sem hann stofnaði. Hélzt þeirra vinátta alltaf síðan og náði út yfir gröf og dauða, þvi mér hefur verið sagt, að ekkja fsaks Jónssonar fcennara hafi flutt mjög tilvalin mimiingarorð við útför Jóhannea ar. En vegir æskumanna . skiljast með margvísiegu móti. Jóhannes fiór vinnumaður að Sævarenda í sömu sveit og síðar að Selstöðum í Seyðisfírði. En nú var hann farinn að finna til heilsubrests, þoldi ekki mikið göngulag eða erfiða vinnu. Settist Jóhannes því að á Seyðisfirði og fór að líma eða búa til gúmmískó, sem komu í stað gömlu leðurskónna, sem íslendingar höfðu gengið á í aldarraðir. Leðurskórnir voru alltaf vandræða skófatnaður, fyrir það hvað þeir illhörnuðu og þó einkum í frostum á vetrum og voru þeir búnir að valda mörgum manni fótatjóni á ferðum yfir fjöll í snjó og ófærð, því það var vont að verjast þess að ekki færi snjór ofan í þá, er þeir voru orðnir eins og tré, og vildu þá slitna úr þeim þvengirnir sem þeir voru bundnir með. Þess má geta að stundum voru notaðir til fjalla ferða skór úr selskinni eða há- karlsskróp, sem höfðu þann kost að þeir frusu ekki, en ófcost urinn á öllum þessum heimagerðu íslenzku skóm var sá, hve ending arlitlir þeir voru og hve mikil vinna fór í að gera við þá qg halda þeim við. Skór eftir Jóhannese voru eftir sóttir, þeir þóttu smekklegir, létt ir og liprir á fæti, þeir féllu vel að, svo efcki fór snjór ofan í þá. Endingargóðir voru þeir og hafa eflaust bjargað mörgum frá að kala á fótum á meðan fjalla ferðir voru tíðar og ekki kom annar betri útbúnaður til. Sér- staklega held ég að húsmæðurn ar hafi fagnað því að losna við leður eða sauðsskinnsskóbæting ar 'handa ungum og gömlum. Á þessum árum festi Jóhannes kaup á kjallara í húseigninni Aust urveg 3, Seyðisfirði, keypti sér áhöld og setti þar upp verkstæði. En það voru fleiri sem litu inn til Jóhannesar, en þeir sem þurftu að fá skó. Menn komu til hans í alls fconar erindum, sem þurfti . 3 nota gúmmí og lím við. Bæta þurfti stigvél og Mma ofan við þau til að hækfca þau, gera þurfti við alls konar slöngur og var þetta allt smekklega og vand- lega af hendi leyst, og af því fékk hann auknefnið „Gúmmí Jói“, sem hann tók sér ekki nærri og hló að. Því hann var léttur í lund eins og faðir hans og gat Ihlegið að því sem á móti blés, og þó að meira væri en þetta. Jóhann es var hreinn í viðskiptum, vildi að sér væri borgað á ákveðnum tima og e’kki vildi hann skulda neinum neitt fram yfir gjald- daga. Enn liggja saman leiðir frænd fólksins, Þorsteinn ísaksson föður bróðir Jóhannesar fflutti á efri árum til Seyðisfjarðar. Hvenær 'hann dó er mér ekki kunnugt, en skömmu síðar flutti ekkja hans með Þorstein son þeirra í sama hús og Jóhannes. Giftist Þor- steinn síðar Lilju systurdóttir Jó 'hannesar og hefur þetta fólk bú ið saman eins og ein fjölskylda, fyrst á Seyðisfirði og síðar í Kefla vík. Þorsteinn Þorsteinsson vann við lyfjaverzlun á Seyðisfirði og flutti með lyfsalanum til Keflavíkur. Þá var Jóhannes farinn að bila svo að heilsu, ,að hanp treysti sér ekki til að halda skógerð áfram og seldi því áhöld sín, og fór á eftir Þor- steini, enda þá farinn að dvelja tímum saman á sjúkrahúsi og svo varð einnig eftir ag hann kom suður. Þau Þorsteinn og Lilja voru honum hjálpleg í hvívetna og útveguðu honum eitthvað að gera, svo lengi sem kraftar hans leyfðu. Því alltaf var áhuginn sá sami að vinna, þó heilsa og kraft ar væru þrotnir, og hefur þetta sennilega verið ættemi, því svona voru foreldrar hans, sívinnandi dugnaðar fólk fram á síðustu stund ir, enda veitti þeim ekki af því, til að koma upp sínum stóra barna hóp. Það voru engir sældartímar um það leyti er þau María og Árni byrjuðu búskap. Árið 1894 byrja þau fyrst að búa, og þá í húsmennsku, eignarlaus. Árið 1897 fá þau jörðina Hrjót, | fjallakot, sem nú er fyrir löngu ; komið í eyði. Árið 1906 eða 1907 , kaupa þau Hólalandshjáleigu, fyrir ; 600.— kr. verðig segir nokkuð til um kosti jarðarinnar, og þar búa ! þau, þar til börnin voru komin upp og flest farin frá þeim, eða ! um árið 1922. Það haust fóru þau hjón bústjórar að Klifstað í Loð- mundarfirði, og með þeim yngsta , barnið Finnur. María og Finnur fóru svo um voríð 1923 frá Klifstað að Merki í Borgarfirði, til Unu Kristínar, sem þar bjó. Árni var á Klifstað til hausts ins 1923, en eftir það voru þau hjá börnum sínum og vandamönn um til ársins 1928. Þá fóru þau aftur að Hólalandshjáleigu og I voru þar til 1932, er þau slitu búi, og voru hjá börnum sínum það j sem eftir var. Og hvernig var nú árferði og verzlun á þessum árum. Fjárskaða veður 4.—8. okt. 1896. Almennur fjárfellir vorið 1897. Fjárskaða veður 5. nóv. 1900. Hafís og afföll | á lömbum 1902. Fjárskaðaveður á sauðburði 1906. Verzlun; Árið 1894 til 1896 var lítið selt af saltkjöti til útlanda, en sauðir seldir lifandi til Eng- lands á kr. 16—18 hver, en þess ; sbal getið að þá kostaði kommat i artunna (100 kg) 16 — 20 kr. eft- ir tegundum, þannig að fyrir ! hvern tveggja vetra saug fékkst v/Miklatorg Sími 2 3136 ein kornmatstunna. Fyrir hvern veturgamlan sauð fengust 12 — 14 kr. en 3 — 4 kr. voru greiddar fyrir hvert haustlamb. Árið 1896 voru síðast seldir lif- andi sauðir til Englands, svo að teljandi væri, en þá var innflutn- ingur þangað bannaður að mestu. Árin 1897 til 1907 var jafnaðar- verð á lömbum að haustlagi um kr. 4.— en verg á korpmat líkt, svo það þurfti 4 — 5 lömb fyrir matartunnu. Eftir það fór verð lag að hæfcka unz það náði há- marki árið 1919, en þá stórféllu allar innlendar afurðir, þó hinar útlendu stæðu nokkurn veginn í stað. Lentu bændur því í stórum verzlunarskuldum, sem ekki urðu jafnaðar fyrr en með kreppulána sjóði. Það þurfti áreiðanlega bæði að vinna vel og halda sparlega á, til þess að bjarga sér á þessum árum því þá þekktust engar fjöl skyldubætur eða ellilífeyrir. En þrátt fyrir hin hörðu lífs- kjör þessara ára, tókst þeim hjón um Maríu og Árpa, án styrktar eða teljandi hjálpar, að koma upp 12 af börnum sínum. 10 ólust upp heima, að mestu, en tvö voru tekin í fóstur. Þag er máski ekki viðeigandi að setja svona pistla í minningar- greinar, en það er svo margt sem leitar á hugann, er horft er til baka á farínn veg. Bæirnir Hrjót ur Hólalandshjáleiga eru komnir í eyði, og líklega fá núlifandi menn ekki að sjá fátæk börn, en þó glöð með bjartar framtíðarvon ir leika sér á þessum bæjum. En það er fleiri minningar, sem leita á hugann, þegar horft er til baka. Eg minnist þess, þegar Jóhannes heitinn Ámason heim sótti mig á sólbjörtum sumardegi, ásamt vinum sínum, bæði skildum og vandalausum. Komu þeir í stór um ferðamannabíl, undir hand- leiðslu hins örugga ökumanns Þorbjöms Arnoddssonar. Þetta var ekfci í eina skiptið sem hann kom meg sitt föruneyti, og í eitt skiptið fóru þeir létjfær ustu upp á Goðaborg, sem er í 1140 m hæð yfir sjó, og skyldu þar eftir tveggja krónu pening, sem kúasmalinn á Hallbjamarstöð um má eiga, þegar hann þarf að sækja kýmar þangað upp, ég þakka þeim öllum fyrir komuna og skemmtunina, og nefni þar engin nöfn sérstaklega. Ég veit það, að margir samferða menn Jóhannesar munu minnast hans hlýjum hug, bæði frá þess um ferðum og öðmm. Og ætli það fari ekki fyrir þeim eins og mér, að þeir eigi margar góðar endurminningar, fleiri en rúmast á þessu blaði. Því segi ég þökk fyrir samfylgd ina og þöfck öllum þeim, sem lin uðu þjáningar hans og gerðu hon um lífið léttara, með orðum og athöfnum. EftirmSH: Eg skrifaði Jóhannesi oft bréf um jólin, og þegar ég frétti af honum á sjúkrahúsi. Um síðustu jó}. skrifaði ég ekkert bréf, var að bíða eftir að fá ný gleraugu, nú er ég búinn að fá þau og þetta er síðasta bréfið. Kona mín var elst af systkinum Jóhannesar og þessvegna er mér málið skylt. Hrólfur Kristjbörnsson AOALFUNDUR Verzlunarbanka Mands h.f., verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni, laugardaginn 8. aprfl. 1967 og hefst kl. 14,30. DAGSKRÁ: I. Aðalfundarstörf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bank- ans síðastliðið starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Lögð fram tillaga um kvittun til banka- stjóra og bankaraðs fyrir reikningsskil. 4. Kosning bankaráðs. 5. Kosning endxvrskoðenda. 6. Tekin ákvörðun um þóknun til banka- ráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. 7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. H. Lögð fram tillaga bankaráðs um hlutafjár- aukningu. III. Lögð fram tillaga bankaráðs um stofnun stofnlánadeildar tíð bankann, ásamt til- lögu að reglugerð fyrir hana. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar tfl fundarins verða afhentir í afgreiðsiu oankans, Bankastræti 5, Reykjavík, miðvikudaginn 5. aprfl, fimmtudaginn 6. apríl og föstudaginn 7. aprfl kl. 10—12,30 og kl. 14—16. Reykjavík, 30. marz 1967 I bankaráði Verzlunarbanka íslands h.f.: Þ. Guðmundsson Egill Guitormsson Magnús J. Brynjólfsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.